Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 9 . M A Í 2 0 0 3 B L A Ð C  BLESSAÐ BARNALÁN/2  JÖRÐ OG VATN Á 100% BÓMULL/3  SKÓLASTOFAN ENDURSPEGLAR ÞJÓÐFÉLAGIÐ - AGI Á UNDANHALDI?/4  ALLIR DANSA ALLSGÁÐIR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  ÉG VAR með fyrstu kynn- inguna í nóvember síðastliðn- um, þannig að segja má að þetta sé glænýtt,“ segir Anna Silfa Þorsteinsdóttir, hár- snyrtir og förðunarfræðingur, sem er konan að baki Secret- förðunarvörunum hér á landi. Um er að ræða snyrtivörur sem framleiddar eru í Kanada og víðar, en Anna Silfa velur, hannar og markaðssetur eigin línu, Secret, fyrir íslenska neytendur. „Hugmyndin var í raun að koma á laggirnar „dótabúð förðunarfræðings- ins“ þar sem allt væri til. Draumurinn er að úrvalið verði það mikið að hver förðunarfræðingur eða hvert leikhús geti sett saman eigið safn úr flórunni. En einhvers staðar byrja allir og þetta hefur bara gengið mjög vel þessa fyrstu mán- uði.“ Anna Silfa á og rekur Hárhúsið í Mosfellsbæ, en það var fyrir skömmu valið Sprotafyrirtæki árs- ins 2002 af bæjaryfirvöldum þar. Hún er þakklát fyrir viðurkenn- inguna. „Ég hef starfað við hár- greiðslu í sautján ár og lærði förðun fyrir tæpum áratug. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og hef hrærst lengi í þeim heimi; litum og stíl. Þegar ég þurfti svo að minnka við mig hárgreiðsluna samkvæmt læknisráði fannst mér spennandi til- hugsun að flytja inn förðunarvörur eins og ég vildi hafa þær,“ segir Anna Silfa, en það sem hefur háð henni eru laskaðir hálsliðir sem rekja má til bílslyss sem hún lenti í um tvítugt á Hawaii, þar sem hún starfaði einmitt á hárgreiðslu- og snyrtistofu. „Ég veit að tískubransinn er erf- iður bransi en ég er bjartsýn. Ég er líka komin með nægilegt sjálfsör- yggi eftir öll þessi ár til þess að ráð- leggja fólki og er talsvert bókuð í ráðgjöf, bæði um hár, förðun og fatn- að. En þetta er allt spurning um að útbúa trausta ímynd og vera með gæðavöru sem stendur undir nafni. Mýkt línunnar hefur til dæmis mælst vel fyrir og hentar breiðu ald- ursbili. Annar kostur er sá að við er- um með farða fyrir ljósa húð, dökka húð og allt þar á milli. Hér á landi búa sífellt fleiri konur með annan húðlit en hinn norræna og Secret mætir þeirra þörfum,“ segir Anna Silfa og tekur fram að línan sé ein- göngu í sölu hjá snyrti- og förðunar- fræðingum. „Þetta er vara fyrir fag- fólk, en þó löguð að hinni venjulegu konu.“ Um sumarið 2003 segir hún: „Hermannatískan heldur velli frá í vetur. Hjá Secret er sjógræni litur- inn splash rosalega vinsæll, ásamt litum með perlumóðuráferð. Þá koma bleikir og fjólubláir sumarlitir inn og glimmer og gloss gefa frísk- legt yfirbragð. Annars fer þetta allt eftir því hvað hentar hverjum og ein- um og fatnaður og farði mynda vissulega alltaf eina heild.“ ▲ „Áslaug er með léttan farða sem hentar sumrinu og er án sólarvarnar. Þá er hún með bleikan og ferskjulit- an gljáa sem kinnalit, bleikbrúnan varalit og húðlitan gloss,“ segir Anna Silfa Þorsteinsdóttir sem farðaði Ás- laugu með sumarlitum Secret. „Augnblýanturinn er grænn og á augnlokum er sjógrænn augnskuggi, en einnig bleikur duftaugnskuggi og örlítið silfurduft.“ Anna Silfa sá einnig um hár beggja stúlknanna. Morgunblaðið/Jim Smart ▲ „Íris er með blágrænan augnskugga og túrkíslitað glitduft yfir, en maskarinn er grænn. Í augnkrókunum er silfurblik sem gefur birtu og opnar augnsvipinn. Á miðjum augnlokunum er eins konar perlumóðurduft,“ segir Sif Davíðsdóttir, förðunarmeistari, sem vann þessa björtu sumarförðun með Secret-vörum. „Þá er Íris með bleikan kinnalit sem gefur ljóma í húðina. Á vörunum er svo appelsínugult gloss með skeljaáferð.“ Su m ar lit ir ni r 20 03 Ígrænumsjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.