Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 C FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ B LESSAÐ barnalán er orðfæri sem stundum er notað um fólk sem hefur komið stórum hópi mannvænlegra barna á legg og það á vissulega við um Mörtu Gunnlaugu Guðmunds- dóttur. Hún á nú um 130 afkom- endur í beinan blóðlegg og geri aðrir betur. „Ég hef aldrei litið á mig sem neina afreksmanneskju og sé enga ástæðu til að fara með þetta í blöð- in,“ sagði Marta Gunnlaug og bætti við að hún hefði allt sitt líf verið „heimavinnandi húsmóðir og aldrei unnið neitt úti og hefði því ekki frá neinu merkilegu að segja,“ eins og hún orðaði það sjálf. Eftir að blaðamaður hafði fullvissað hana um að það væri ekki svo lítið afrek að koma sér upp öllum þessum af- komendum viðurkenndi Marta Gunnlaug að vissulega væri hún dálítið stolt þegar hún liti yfir hóp- inn. Marta Gunnlaug og eiginmað- ur hennar, Haraldur Guðjónsson, sem lést árið 1999, áttu saman tólf börn og eru tíu þeirra á lífi. Barna- börnin eru 39 og þaðan af fleiri barnabarnabörn, en Marta Gunn- laug kvaðst ekki alveg vera með þá tölu á hreinu. „Ég veit nú deili á þeim öllum þótt ég viti ekki ná- kvæmlega hvað þau eru mörg,“ sagði hún en samkvæmt heimildum blaðamanns eru barnabarnabörnin rúmlega 80 og að auki fimm barna- barnabarnabörn. Dönsuðu saman á samkomu „Ég er fædd á Bæ á Selsströnd í Strandasýslu, en var bara lítil stelpa þegar ég flutti inn á Hólma- vík og þar var ég til fullorðinsára,“ segir Marta Gunnlaug þegar hún rifjar upp lífshlaupið. „Við vorum níu systkinin þannig að það er hefð fyrir barnmörgum fjölskyldum í ættinni. Reyndar var þetta svona víða á þessum tímum. Ég var svo á Hólmavík fram yfir giftingu og þar kyntist ég manninum mínum, hon- um Haraldi.“ Voru þið kannski leikfélagar í bernsku? „Ég man nú ekkert eftir honum sem krakka. Það var ekki fyrr en við vorum orðnir unglingar að við fórum að dansa saman á einhverri samkomunni og svo bara giftum við okkur. Við bjuggum á Hólma- vík þegar fyrstu börnin fæddust og áttum fjögur þarna í einni rellu. Við vorum komin með fjögur börn áður en við vissum af. Svona er þetta bara, en í guðana bænum farðu nú ekki að skrifa upp svona vitleysu.“ Mér finnst þetta ekki vera nein vitleysa. Þvert á móti finnst mér þetta vera eins og skemmtilegt æv- intýri, að hafa eignast svona marga afkomendur ...? „Já, veistu það að við höfum aldrei verið fátæk eða neitt svoleið- is. Alltaf séð vel fyrir okkur. Bara eins og aðrir. Oft átti fólkið lítið til og það voru allir Jónar jafnir. Svo eignuðumst við fjögur í viðbót þarna á Hólmavík og ég átti bara þrjú börn eftir að við fluttum suð- ur, en það var skömmu eftir stríð. Haraldur var mikið á sjó þarna fyrir vestan og átti trillu þegar við komum saman. En þegar við flutt- um suður var hann búinn að kaupa ýtu og ætlaði út á land til þess að vinna á ýtunni. Þá var hann skip- aður af sýslumanni Strandamanna sem tundurduflasérfræðingur. Hann eyðilagði tundurdufl, hann Haraldur Guðjónsson, þau sem voru í sjónum í kringum landið og ráku stundum upp á land.“ Strákarnir báru út blöð „Við fluttum svo til Reykjavíkur, ekki endilega af því að þar væru meiri atvinnumöguleikar því Har- aldur fór á ýtunni undir eins vestur á Snæfellsnes að vinna. Hann þurfti ekkert að sækja vinnu hing- að suður heldur þvældist um allt land á ýtunni,“ segir Marta Gunn- laug þegar hún rifjar upp fyrstu árin fyrir sunnan. „Við byggðum fyrst í Sörlaskjóli 18 og vorum þar í þrjú ár áður en við fluttum upp í Mosfellssveit. Haraldur vildi ekki vera með alla þessa stráka á götunni í Reykjavík. Honum fannst það ekki hægt. Þeir báru nú allir greyin út blöð og það var nóg að gera á bænum eins og gerist og gengur. Þriðja vorið sem við erum í Sörlaskjólinu gerir mjólkurverkfall og Haraldur fer að leita að mjólk og það verður til þess að hann kaupir Markholtið hér í Mosfellssveitinni, hann Har- aldur Guðjónsson. Og þar vorum við í mörg, mörg ár. Lengst af all- an okkar hjúskap og það var allt farið að heiman þegar við fluttum þaðan,“ sagði Marta Gunnlaug, sem nú býr í þjónustuíbúð fyrir aldraða við Hlaðhamra í Mos- fellsbæ. „Við áttum Sörlaskjólið í nokkur ár og leigðum það út, héldum kannski að við flyttum niður úr aft- ur, en það kom svo aldrei til greina. Eftir að börnin voru flutt að heiman lentum við fyrst í flutn- ingunum. Svoleiðis var að við vor- um búin að byggja sumarbústað við Kaldbaksvík á Ströndum. Þeir fundu það út nokkrir karlar að þarna myndi verða hægt að gera eitthvað út og jafnvel stunda sil- ungsrækt og keyptu því Kaldbaks- víkina. Við Haraldur vorum með í þessu og þá fórum við að fara á grásleppu norður á Strandir. Garð- ar sonur okkar kom með okkur á meðan hann var ógiftur. Svo hætti hann þegar hann gifti sig. Við höfðum verið með nokkrar beljur og kindur í Markholti og rákum þar líka hænsnabú. Við urð- um að hætta með hænsnabúið því það var búið að byggja svo mikið þarna í kring, nánast alveg heim að húsinu. Allir vildu fá lóðir í Mos- fellsbæ. Þá fluttum við til Hafn- arfjarðar og vorum þar í þrjú ár þangað til yngstu börnin okkar voru búin að gifta sig. Þá vorum við bara orðin tvö og keyptum hús í Garðabæ. Yngsti sonurinn, Jón Sveinbjörn, gekk reyndar út á und- an þeim Helgu og Garðari, sem bjuggu hjá okkur í Hafnarfirði þangað til þau giftu sig, en þau héldu brúðkaupið sama daginn.“ segir Marta Gunnlaug og horfir rannsakandi á blaðamanninn við skriftir og segir svo brosandi: „Þetta verður nú meira kraðakið hjá þér ...“ Nei, nei, mér finnst þetta alveg bráðskemmtileg frásögn hjá þér ... Marta Gunnlaug hlær og heldur áfram: „Já, þeir hafa verið tryggir við konurnar sínar, synirnir, það hefur enginn þeirra skilið. Við Haraldur höfðum alltaf gert ráð fyrir því að flytja aftur upp í Mos- fellsbæ og vorum að bíða eftir þjónustuíbúðinni hérna. Þá hittir Haraldur einhverja konu á förnum vegi, hún var að skilja og átti fal- legt hús með trjágarði í Hvera- gerði og það endar með því að Haraldur Guðjónsson kaupir húsið, þakka þér fyrir. Svo fluttum við í Hveragerði. Haraldur hefur alltaf verið svo mikil kaupmaður í sér og sniðugur einhvern veginn í við- skiptum og hann bara fór upp á hreppsskrifstofu og spurði þá hvort þeir vildu ekki kaupa Mark- holtið og þeir héldu það nú. Og í Hveragerði vorum við svo þangað til við fluttum hingað í þjónustu- íbúðina. – Þetta verður nú meira kraðakið hjá þér! Þú verður að koma þessu einhvern veginn vel fyrir á prenti.“ Já, ég lofa því. Þú færð að heyra viðtalið áður en það birtist og svo getum við fengið einhvern af krökkunum til að lesa það yfir ... „Já, höfum það svoleiðis. En það var nú oft mikið að gera þegar við vorum með allt stóðið heima, skal ég segja þér.“ Ég skal trúa því ... „Já, sérstaklega þegar við vorum í Reykjavík. Strákarnir út um allt, á kafi í blaðaútburði, og maður varð að passa vel upp á þá. Annars var þetta ekkert í samanburði við það sem er í dag. Það þyrfti að passa upp á alla unglinga nú til dags og líta aldrei af þeim. Það eru eiturtöflur út um allt og krakka- greyin í stórri hættu. Það er alveg voðalegt að hugsa til þess. En þetta var ekki svona þegar krakk- arnir mínir voru að alast upp og þeir voru voða þægir upp til hópa. Ég þarf ekki að kvarta nokkurn hlut yfir þeim.“ Nóg að gera á heimilinu Marta Gunnlaug segir að oft hafi verið mikið líf og fjör á heimilinu, þegar allur hópurinn var saman á meðan þau voru í Sörlaskjólinu. „Þetta var stórt hús og við leigðum út eina hæðina. Strákarnir sváfu saman tveir og þrír í hverju her- bergi og samkomulagið var alltaf gott á milli þeirra. Haraldur var líka alveg bráðduglegur maður og útsjónarsamur að vinna fyrir þessu öllu. Við höfum alltaf komist vel af með allan þennan stóra hóp.“ Þú hefur nú líka haft nóg að gera heima. Það hefur aldrei komið til tals að þú færir að vinna úti? „Já, það var sko nóg að gera á heimilinu og á þessum árum var ekki eins algengt að konur ynnu úti eins og nú tíðkast. Það kom því aldrei til tals. Og þegar ég lít yfir BLESSAÐ BARNALÁN Allir Jónar jafnir Afkomendur Mörtu Gunnlaugar Guðmundsdóttur eru nú um 130 talsins og stöðugt bætast nýir í hóp- inn. Í samtali við Svein Guðjónsson kvaðst hún ekki sjá ástæðu til að fara með þetta í blöðin þótt vissu- lega væri hún stolt þegar hún horfir yfir hópinn. Í heimsókn hjá langömmu, – eða er það kannski langalangamma? Ættfaðirinn Haraldur Guðjónsson á „grásleppuárunum“ norður í Kald- baksvík. Marta Gunnlaug í hópi barna og tengdabarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.