Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 5
benti foreldrum barns á að barnið þyrfti meiri umönnun. Grunnskóla- kennarar virðast finna fyrir vaxandi agavandamáli í þjóðfélaginu, a.m.k. þeir sem hér var rætt við, og vilja rekja hluta hegðunarvandamála barna til samfélagsgerðarinnar. Þegar grunnskólakennarar vekja máls á þessum misalvarlegu vanda- málum barnanna eru viðbrögð for- eldra misjöfn. Kennarar þekkja bæði jákvæða og neikvæða foreldra og eiga misgóð samskipti við þá. Þeir kennarar sem hér er rætt við bera foreldrum yfirleitt vel söguna en kennarar verða líka varir við að sumir foreldrar virðast taka minni ábyrgð á hegðun barna sinna og hafa minna eftirlit með þeim en kennurunum þykir tilhlýðilegt. Þá er átt við eftirlit með og ábyrgð á t.d. háttatíma og nægum svefni, mat- aræði, sjónvarpsáhorfi, orðbragði, stundvísi, heimalærdómi, borðsiðum og almennri kurteisi og samskipta- reglum. Ábyrgð, eftirlit og uppeldi eru kannski hugtökin sem foreldrar þurfa að hafa í huga í nútíma- samfélagi streitu og tímaskorts. Þeir bera ábyrgð á því að kenna börn- unum jafnt borðsiði sem tillitssemi og sinna þörfum þeirra, tilfinn- ingalegum og líkamlegum. steingerdur@mbl.is i aka minni ábyrgð á hegð- afa minna eftirlit með ykir tilhlýðilegt. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 C 5 Sólhattur FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla  Skólarnir eru fullir af börn- um sem kunna ekki sam- skipta- og hegðunarreglur.  Sorglegt að sjá hversu algengt er að fjölskyldur noti helgarnar til að vera í verslunarmiðstöðvum.  Þegar barn situr ekki kyrrt í eina mínútu, hoppar upp á og yfir borðin í kennslustofunni og hleypur um er greinilegt að eitthvað er að. skólanum samkvæmt lögum þarf að fjölga sérmenntuðu starfsfólki.“ Og Sigrún bætir við: „En þá komum við líka að hús- næðismálunum. Margir skól- ar búa við knappt húsnæði eins og er og skólastofur þyrftu að vera mun stærri til að hægt væri að fá fleira starfsfólk þar inn og skipta í hópa. Það er oft eins og brú- in sé bara byggð hálfa leið.“ Hún rifjar upp þegar meðferðarheimilið Tindar var lagt niður. „Þá var sagt að það væri of lítil eftir- spurn, of fáir einstaklingar þyrftu á þjónustunni að halda. Lætur maður fótbrot- inn mann liggja fótbrotinn af því það eru ekki nógu marg- ir fótbrotnir? Fólk sem er veikt þarf þjónustu. Það er verið að brjóta grunnskóla- lögin á þeim börnum sem eiga við alvarleg vandamál að stríða.“ Viðhorf til skólanna breyst til batnaðar Lausnir við einhverjum af vægari vandamálunum liggja innan skólans og á heimilun- um en orsakirnar eru marg- slungnar, að mati Sigrúnar og Est- erar. Þær eru sammála um að samskipti þeirra við foreldra séu al- mennt góð. „Eftir að fólk fór að þurfa að vinna svona mikið úti eru foreldrar meira upp á skólann komnir og kunna betur að meta starfið sem þar fer fram. Þess vegna held ég að samskiptin séu orðin betri,“ segir Sigrún. Ester segir ekki mörg dæmi um að foreldrar geri of miklar kröfur til skólans. Sigrún nefnir þó til gam- ans gamalt dæmi þegar foreldri spurði hana hvenær hefði verið hætt að kenna kurteisi í skólum. „Þetta er sjaldgæft. Mér finnst við- horf heimilanna til skólanna hafa breyst til batnaðar. Auðvitað talar maður stundum við þreytta og pirr- aða foreldra en ég hef líka skilning á því vegna þess að þeir hafa kannski þurft að ganga þrauta- göngu í kerfinu,“ segir Ester. „Það eina sem ég get sagt að stuði mig verulega í sambandi við foreldra er þegar ég lendi á af- skiptalausum foreldrum. Það er langverst. Þá ganga börnin mikið sjálfala. Það er séð fyrir þeirra lík- amlegu þörfum en þau eru tilfinn- ingalega afskipt. Þau fá oft mikla peninga, mikið frjálsræði og engan ramma,“ segir Ester. Þær eru sammála um að þetta sé samfélagslegt vandamál og tilfinn- anlega vanti mótaða fjölskyldu- stefnu. „Fjölskyldurnar hafa breyst svo mikið. Núna eru börnin oft alin upp sem einkabörn, langt er á milli systkina, allir eiga sérherbergi og fjölskyldan hittist jafnvel ekki neitt. Það er ekki skrýtið að samfélagið þróist svona. Börnin læra ekki venjulegar samskiptareglur á þenn- an hátt,“ segir Sigrún. „Þau verða mjög sjálfhverf,“ seg- ir Ester. „Svo koma þau inn í bekkinn og sýna ekki tillitssemi og vilja ekki deila með öðrum. Það getur verið svolítið mikið mál að kenna þeim að vinna í hópi,“ segir Sigrún. „Fólk er búið að missa samkenndina. Það stefnir allt að því að hver sé sjálfum sér næstur og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þau læra að vera alltaf að bjarga sér sjálf og hvað þýðir að ætla að hefta svoleiðis ein- stakling? Auðvitað bjargar hann sér bara þótt það sé á kostnað ann- arra,“ segir Sigrún. „Þó mér finnist foreldrar vera orðnir jákvæðari gagnvart skólan- um og allir farnir að gera sér grein fyrir því að foreldrar og skóli hafa sama markmið, velferð barnsins, virðist mér oft vanta aðhald á heim- ilunum. Ég vil rekja þetta til sam- félagsgerðarinnar sem hefur breyst. Þegar við ætlum svo að setja börn- unum mörk lendum við í vandræð- um, af því þau þurfa ekki að fara eftir reglum heima hjá sér,“ segir Sigrún. Firring og samfélagskröfur Hún hefur kennt alls í 24 ár frá því hún útskrifaðist sem kennari ár- ið 1972. Hún hefur því kennt þeim sem eru foreldrar í dag en þeir voru fyrsta kynslóðin sem kynntist fyrir alvöru aukinni atvinnuþátttöku foreldra og meira frjálsræði í upp- eldi. „Ég er ekki að segja að við eigum að hverfa aftur til fortíðar, en ég held að það sé nauðsynlegt að staldra við. Ef börn eiga við vanda- mál að stríða er það ekki alfarið þeirra mál heldur er það hlutverk okkar fullorðnu að kanna ástæð- urnar. Mér finnst það til dæmis bera vott um firringu þegar þriggja ára börn eru komin með eigið sjón- varp og myndbandstæki.“ Ester segir að börn vanti meiri samveru með foreldrunum, þau séu einmana. „Oft er það þannig að ef maður sýnir þeim hlýju þá líma þau sig á mann. Þau eru sjálfbjarga að líkamlegu leyti en það á enginn að gera þá kröfu á börn á grunn- skólaaldri að þau séu sjálfum sér nóg tilfinningalega. Það þarf að tala saman og styðja hvert annað. Þetta á líka við um unglinga. Hvers vegna sleppa sumir foreldrar af þeim hendinni? Sumir unglingar fá allt of mikið frjálsræði og allt of mikla peninga.“ Ester gagnrýnir samfélagskröfur á unglingana. „Þeir þurfa að eiga svo mikla peninga. Mér hrýs hugur við því hvað margir í 9. og 10. bekk eru að vinna en það er náttúrulega ólöglegt. Hálfu bekkirnir eru samt að vinna hjá stórum fyrirtækjum þar sem þau eru á launaskrá. Laun- in fara öll í gerviþarfir. Mér finnst sárt að sjá 16 ára gamla krakka með tekjur upp á 40 þúsund á mán- uði sem eytt er í símareikninga, föt, bíó og pizzur. Sum þess- ara barna eru svo komin út á vinnumarkaðinn tveimur til þremur árum seinna og þurfa að sjá fyrir sér á ekki miklu hærri launum. Þá eru þau vön því að allir pen- ingarnir megi fara í dót. Þetta er svo mikil firr- ing.“ Hræðsla við að styggja unglinga Báðar hafa Sigrún og Ester orðið varar við streitu og þreytu hjá börnum og þá allt niður í fyrsta bekk. „Maður sér stundum börn á yngsta stiginu í fyrstu frímín- útum alveg grútpirruð og þreytt af því þau eru ekki búin að fá að borða og hafa kannski farið að sofa um miðnættið,“ seg- ir Ester. „Að koma börn- um í rúmið er ákveðið ferli. Á mörgum heim- ilum hefur því verið leyft að fara úr böndunum og er alltaf streð að koma börnunum í rúmið.“ Þreytta unglinga þekkja allir og Ester segir að svo virðist sem foreldrar margra unglinga séu löngu hættir að reyna að setja þeim mörk varð- andi svefnvenjur. „Maður skilur svo sem ástæðuna ef foreldrar vilja eyða meiri tíma með börnunum,“ segir Sigrún. „En mér finnst þetta orðið alvarlegt þegar yngstu börnin eru mjög þreytt í skólanum.“ Ester leggur áherslu á að for- eldrar unglinga beri ennþá ábyrgð á þeim og þeirra heilsufari. „Ung- lingar eru engan veginn sjálfala. En það ber á hræðslu foreldra við að styggja unglingana. Fólk vinnur ofsalega mikið og þar að auki er endalaus krafa um að fólk taki þátt í einhverju prógrammi, félagsstarfi, líkamsrækt, menningarviðburðum og svo framvegis.“ Þær eru sammála því að svipaðar kröfur séu líka gerðar til barnanna. „Mér finnst þetta vera fullorðins- vandamál. Það gefur augaleið að ef við gefum börnunum okkar gott fordæmi og setjum þeim mörk skil- ar það sér. Við gefum þeim for- dæmi, hvort sem það er gott eða slæmt,“ segir Sigrún. „Enn eru mörg börn agalítil. Agi endurspeglar ást foreldranna,“ seg- ir Ester að lokum. ESTER AUÐUR ELÍASDÓTTIR OG SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR Skólinn hefur takmarkað bolmagn Kennararnir Ester Auður Elíasdóttir og Sigrún Björns- dóttir. „Enn eru mörg börn agalítil.“ SJÁ NÆSTU SÍÐU ESTER Auður Elíasdóttir ogSigrún Björnsdóttir kennabáðar í Vogaskóla í Reykjavík og eru ánægðar með skólann sinn. Hann er mátulega stór að þeirra mati en í skólanum eru u.þ.b. 400 börn og tveir bekkir í hverjum ár- gangi. Sigrún hefur kennt í 24 ár á yngsta stigi og miðstigi en Ester í fimm ár á unglingastigi. Þær segja að lítið sé um félagsleg vandamál og að samskipti við foreldra séu al- mennt góð. Í Vogaskóla eins og í öðrum skólum á hluti barna við hegðunar- eða tilfinningaraskanir að stríða og hluti barna við vanda- mál af öðrum toga. Í viðtalinu setja Ester og Sigrún fram sínar skoð- anir á samfélagsástandinu, skóla- málum, uppeldi og menntun, og tala almennt um málið en ekki sérstak- lega um eða í nafni Vogaskóla. Að mati Esterar er málið tví- skipt, líkt og ályktun grunnskóla- kennara ber með sér. „Annars veg- ar eru það börnin sem eiga við veikindi að stríða eða sértæk vanda- mál eins og athyglisbrest, ofvirkni, geðræn vandamál, tourette eða annað. Þessi börn þurfa sérhæfða aðstoð hvort sem er inni í bekk eða ekki. Þetta krefst þess að skólinn geti borgað fyrir þessa þjónustu og skólastofan sé nógu stór, ef stuðn- ingur fer þar fram. Hins vegar eru það börnin sem eru til vandræða án þess að eiga við einhverja sértæka örðugleika að stríða. Það eru þau sem vantar ramma að heiman og þetta vil ég rekja mjög mikið til samfélagsins, ekki endilega heimilanna. Það eru ekki bara skóli og heimili í uppeldi barna, það er allt samfélagið. Við erum að berjast við að halda litlu samfélagi gangandi í skólanum og það verður að fylgja ákveðnum reglum. Ef börnin kynnast þessum reglum hvergi nema í skólastofunni gengur það ekki upp.“ Fjölga þarf sérmenntuðu starfsfólki Alvarlegu vandamálin verður að leysa utan skólans, að mati Sigrún- ar og Esterar, líkt og grunnskóla- kennarar ályktuðu á ársfundinum. „Börn sem greind eru til dæmis með geðröskun fá spítalavist en svo koma þau í skólann aftur og hvað getur skólinn gert? Mjög lítið,“ seg- ir Sigrún. „Skólinn hefur mjög tak- markað bolmagn. Mér finnst rétt að skólinn eigi að vera fyrir alla en mér finnst líka að allir eigi að hafa val. Sérskólar verða að vera til og það verða að vera til skólastofur og kennarar inni á heilbrigðisstofnun- um eins og til dæmis á BUGL. Það verður seint þannig að öll börn geti verið í almennum skóla.“ Ester tekur undir með Sigrúnu og segir að börnum t.d. með geð- raskanir líði oft betur í skóla eins og á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, heldur en í almennri skólastofu. „Þar er sérþjálfað fólk og færri nemendur á hvern kenn- ara. Við vitum oft ekki hvernig á að takast á við vanda þessara barna. Við erum menntuð til að kenna börnum sem eiga ekki við sérstök vandamál að stríða. Við erum öll af vilja gerð og förum eins langt og við komumst með það sem við höfum. En við erum ekki hjúkrunarfræð- ingar, geðlæknar, þroskaþjálfar eða iðju- þjálfar. Það er einn námsráðgjafi í hverj- um skóla sem getur ekki sinnt nema að tak- mörkuðu leyti stuðn- ingi við þessi börn. Ef þau eiga að vera vel- komin og fá það sem þeim ber í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.