Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 3
undur túnfisk á sjóstöng og ýmsa rifjafiska með spjóti neðansjávar. „Þessar veiðar eru mjög skemmti- legar, en ég gef mér ekki nógan tíma til að sinna þeim.“ Völundur segir að lífið á Grand Bahama utan vinnu sé rólegt. „Hérna búa fáir, allir þekkja alla og bærinn, Freeport, er eins og lítið sjávarþorp. Ég fer því ekki mikið út á lífið, en vissulega tekur skemmt- analífið hérna verulegan kipp þegar ferðamannatíminn stendur sem hæst. En mér líður mjög vel hérna og bý í ágætri íbúð. Hins vegar sé ég fram á að geta farið að ferðast núna, þegar uppbygging veitingahússins er komin vel á veg.“ Örfáir Íslendingar hafa rekið inn nefið hjá Völundi undanfarin ár. „Flug frá Orlando á Flórída tekur ekki nema um 40 mínútur, svo Ís- lendingar sem ferðast þangað geta hæglega skroppið í heimsókn,“ segir hann. Meðal þeirra sem farið hafa í heimsókn til Völundar er vinur hans, Hreinn Hreinsson ljósmyndari. „Hreinn hefur komið nokkrum sinn- um og við höfum meðal annars gert prufuupptökur að nokkrum mat- reiðsluþáttum. Við komum þessu efni hugsanlega á framfæri við sjón- varpsstöðvar heima á Íslandi, en er- um líka að undirbúa kynningu á er- lendum markaði.“ Wahoo og mahi-mahi Hráefnið sem Völundur eldar úr er flestum íslenskum kokkum fram- andi. „Hérna elda menn til dæmis ýmsa fiska sem ég hafði ekki kynnst Ljósmynd/Hreinn Hreinsson Völundur kaupir stór og myndarleg bananalauf af heimamönnum á Grand Ba- hama, til að vefja um fisk áður en hann er grillaður á veitingahúsinu. Ljósmynd/Hreinn Hreinsson Völundur hefur alltaf haft gaman af ísskúlptúrum og hefur m.a. sýnt þá á Laugaveginum á Þorláksmessu. Þennan gerði hann ásamt Árna Pétri Hilmarssyni í tilefni fermingar frænda þeirra fyrir þremur árum. SJÁ SÍÐU 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 3 GRAND Bahama er ein af 30 eyj- um í Bahama-eyjaklasanum sem eru í byggð. Alls eru eyjarnar und- an ströndum Flórída í Bandaríkj- unum um 700 talsins. Þær eru sjálfstætt ríki innan breska sam- bandsríkisins, en Elísabet Breta- drottning er þjóðhöfðingi eyjanna. Á Grand Bahama búa um 47 þús- und manns, en íbúar Bahama-eyja eru samtals um 305 þúsund. Kristófer Kólumbus kom að einni eyjunni, San Salvador, árið 1492, á leið sinni til Ameríku. Hann nefndi eyjarnar „Baha Mar“, sem þýðir „grunnsævi“, en nafnið breyttist síðar í Bahamas. Grynningarnar voru lifibrauð sjóræningja á borð við Svart- skegg, Henry Morgan og Anne Bonnay. Eyjarskeggjar tældu skip upp að ströndum með ljósum og hirtu strandgóssið. Eftir 70 ára blómaskeið sjóræningja voru þeir hraktir á brott árið 1718 af breska landstjóranum, en Bahamaeyjar urðu þá bresk nýlenda. Á ýmsu hefur gengið í sögu Ba- hama-eyja. Eyjarskeggjar högn- uðust til dæmis vel á borg- arastyrjöldinni í Bandaríkjunum 1861–1865, því þá fluttu þeir sykur og baðmull frá Suðurríkjunum og vopn til þeirra. Efnahagurinn dal- aði að styrjöldinni lokinni, en vænkaðist aftur þegar áfeng- isbanninu var komið á í Bandaríkj- unum á þriðja áratug 20. aldar og romm eyjarskeggja varð eftirsótt smyglvara. Lægð kom í efnahag- inn á ný eftir að áfengisbanninu var aflétt, en úr rættist í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Bahama- eyjar urðu umsvifamikil bækistöð flug- og sjóhers Bandaríkjamanna. Fljótlega eftir stríð tók ferða- mannaþjónustan við sem helsta atvinnugreinin, ekki síst eftir að Bandaríkjamönnum var meinað að ferðast til Kúbu, sem áður naut góðs af ferðagleði þeirra. Eyjarnar fengu sjálfsstjórn frá Bretum árið 1964 og urðu sjálf- stætt sambandsríki árið 1973. Ferðamenn í stað sjóræningja Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí og júní á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfanga- stöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á feg- ursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Sólar- tilboð í maí og júní frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm Verð frá kr. 29.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Rimini Verð frá kr. 29.962 20. og 27. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Mallorca Verð frá kr. 39.962 21. maí, 9. júní. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Verona Verð frá kr. 19.950 22. maí. Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 til Verona. Barcelona Verð frá kr. 29.950 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum. Tryggðu þér síðustu sætin í maí og júní * Verð eru staðgreiðsluverð. Almennt verð er 5% hærra og miðast við ef greiðsla hefur ekki borist frá kortafyrirtæki fyrir brottför. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Laugavegi 63 • sími 5512040 Bergfléttuhringur Vönduðu silkiblómin fást í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.