Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ áður, eins og wahoo, mahi-mahi og grouper snapper. Þá má nefna drottningarkuðunginn, Conch, sem er mjög vinsæll. Að auki nota menn svo ýmsa framandi ávexti. Ég hef auðvitað kynnt mér það hráefni sem heimamenn nota og fengið ýmsar hugmyndir um eldamennskuna. Svo má nefna túnfiskinn. Ég hafði vissu- lega margoft eldað túnfisk áður en ég kom hingað, en ég hafði aldrei þurft að gera að heilum túnfisk sjálf- ur. Svo er hægt að fá hér heilu sekk- ina af ferskum kryddjurtum á sama verði og lítið box heima.“ Völundur hafði gert sér grein fyrir að hann þyrfti að læra ýmislegt um hráefni heimamanna, en hann var ekki viðbúinn afar afslöppuðu and- rúmslofti á vinnustaðnum. „Ég hélt ég myndi reyta af mér hárið fyrsta árið. Ef rigndi, þá mætti ekki helm- ingur starfsfólksins í vinnuna. Það kaus fremur að vera heima í þessu ónotalega veðri, „making baby“, eins og það sagði. Þessi rólegheit gera það líka að verkum, að stundum er enginn rjómi til á eyjunni, ekkert smjör eða ekk- ert salat. Ég þarf að vera við öllu bú- inn, en að vísu er þetta mjög að skána, því uppbygging á eyjunni er mjög hröð. Bæði rísa hér hótel og spilavíti og svo byggja milljónamær- ingar sér hús upp á 250–300 milljónir króna.“ Engir skattar Grand Bahama er skattaparadís, þar eru engin tekjuskattar, eigna- skattar eða skattar af öðru tagi. „Hérna greiða menn lágmarks- tryggingargjald, sem er nefskattur. Það er allt og sumt. Hins vegar smyrja þeir vel ofan á innfluttar vörur, til dæmis eru 70% tollar á inn- fluttum bílum.“ Íslendingur kippir sér nú ekki upp við tolla á bíla. Völundur segir að skattleysið auð- veldi sér mjög reksturinn. „Sjómenn koma á bátunum sínum upp að veit- ingastaðnum, ég borga þeim með seðlum, elda fiskinn og sel hann. Það er allt og sumt, ekkert vesen með virðisaukaskatt og ekkert bókhald fyrir skattinn. Ég hef auðvitað bók- hald fyrir sjálfan mig, enda er það nauðsynlegt til að hafa yfirsýn yfir reksturinn, en það er engin laga- skylda.“ Hann kaupir ekki eingöngu hrá- efni af heimamönnum, heldur leitar víða fanga. „Ég fæ sendingu af ferskum fiski með flugi frá Miami tvisvar í viku. Ég fæ lúðu frá Alaska og skoskan lax. Í fyrstu fékk ég líka sendan íslenskan humar, lamb og lax, en það er töluvert mál að flytja slíkt hráefni alla leið hingað. Mér þætti mjög gaman ef ég gæti flutt meira af íslensku hráefni hingað, en kostnaðurinn er of mikill, og fyrir- höfnin.“ Um 30 manns starfa hjá Ferry House-veitingahúsinu. Eftir byrjun- arörðugleika er Völundur kominn með úrvalskokka. „Heima á Íslandi myndi maður leita eftir nýútskrifuð- um kokkum og ráða þá til starfa, en hérna gat ég ekki farið þá leið. Ég ákvað að finna unga, ófaglærða stráka og þjálfa þá upp í eldhúsinu. Sá sem annast eftirréttina er 17 ára og yfirkokkurinn er 26 ára og líklega sá elsti fyrir utan mig. Ég reyndi í upphafi að taka eldri og reyndari kokka, en það gekk ekki. Þeir áttu erfitt með að átta sig á hugmyndum sem þeir höfðu ekki kynnst áður. Ungu strákarnir eru opnir fyrir öllu, af því að þeir hafa engar fyrirfram mótaðar hugmyndir. Allir starfs- menn hittast á fundi einu sinni í viku, þar sem við förum yfir alla hluti. Þetta hefur skilað mér miklu, ég er með traustan kjarna fólks, sem stendur sig alltaf vel.“ Og þessi kjarni fólks mætir alltaf til vinnu, líka í rigningu. Fiskurinn skemmtilegur Völundur segir að það eina sem hann geti kvartað undan sé að hann verði að sækja um atvinnuleyfi einu sinni á ári. „Ég hef að vísu aldrei átt í neinum erfiðleikum með að fá það endurnýjað, en auðvitað er þetta töluvert óöryggi. Á hinn bóginn er ég ekki með neina fjölskyldu, svo ég þarf bara að hafa áhyggjur af eigin stöðu.“ Hann segir að hann eigi sér ekkert sérstakt uppáhaldshráefni, nema ef vera skyldi fiskurinn. „Ég held að flestum matreiðslumönnum finnist skemmtilegt að fást við fiskinn. En það er alltaf gaman að elda úr góðu hráefni, sama hvað það er.“ Sumir kokkar sérhæfa sig í fiski, aðrir í eftirréttum og svo mætti lengi telja. „Ég hef reynt að ná mér í sem fjölbreyttasta reynslu. Til dæmis vann ég hjá Hafliða vini mínum Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi í fjóra mánuði árið 1998, til að læra að baka. Ég hafði líka gaman af að gera ís- skúlptúra og var með sýningu á þeim á Laugaveginum á Þorláksmessu á meðan ég bjó heima á Íslandi. Þessi fjölbreytta reynsla hefur nýst mér vel í rekstrinum hér.“ Völundur segir að reksturinn sé nú í svo góðu horfi, að alltaf sé fullt á hverju kvöldi. „Við sinnum 100–115 manns á einu kvöldi. Við gætum reyndar sinnt fleirum, en þetta er sá fjöldi sem við viljum taka á móti. Um leið og fleiri koma kemur það niður á gæðum matar og þjónustu.“ Hákarlar á hafsbotni Eitt það skemmtilegasta, sem Völ- undur gerir, er að huga að markaðs- setningu staðarins. Hann leggur áherslu á óvenjulegar og skemmti- legar auglýsingar. Á síðasta ári birt- ist auglýsing í tímaritum, þar sem prúðbúið fólk sat við uppdekkuð borð á hafsbotni og höfrungar syntu í kring. Og með fylgdi slagorð Ferry House: „Ef fiskurinn okkar væri ferskari yrðum við að elda hann neð- ansjávar.“ Nú birtast auglýsingar, þar sem Völundur stendur keikur við eldavél á hafsbotni og hákarl syndir hjá. Margir halda að brögð séu í tafli, en því fer fjarri. „Myndin var vissulega tekin neðansjávar,“ segir Völundur. „Við fundum gamla eldavél, spraut- uðum hana upp og sökktum henni úti fyrir ströndinni. Svo komum við fyr- ir hillu með pottum, pönnum og áhöldum og ég stillti mér upp í kokkabúningnum. Á bak við eldavél- ina var súrefniskútur sem ég greip til annað slagið. Ég tók gleraugun af mér og sá nánast ekki neitt nema skuggana þegar hákarlarnir liðu hjá. Það var vægast sagt sérkennileg reynsla.“ Völundur Snær Völundarson verður að öllum líkindum búsettur á Grand Bahama um hríð. „Þetta er mjög þægilegt líf, en ég er alltaf að fá nýjar hugmyndir og gæti alveg hugsað mér að flytja mig um set síð- ar. Ef ég sé skemmtileg tækifæri annars staðar gríp ég þau áreiðan- lega. Það verður bara að koma í ljós.“ Veitingahús Völundar á Grand Bahama, Ferry House Restaurant. Veitingahúsið hefur fengið góða dóma matgæðinga. Ljósmyndir/Hreinn Hreinsson „Mér þætti gaman ef ég gæti flutt meira af íslensku hráefni hingað.“„Ég er með traustan kjarna fólks, sem stendur sig alltaf vel.“ „Ég hef auðvitað kynnt mér það hráefni sem heimamenn nota.“ „Sá sem annast eftirréttina er 17 ára og yfirkokkurinn er 26 ára.“ rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.