Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 5 LAXVEIÐI hefst í Norðurá sunnu- daginn 1. júní, sem sé eftir nokkra daga og telja kunnáttumenn í fræð- unum að kuldakastið um mánaða- mótin muni ekki koma í veg fyrir að laxinn gangi óvenjusnemma á þess- um hlýja vetri og almennt góða vori. Síðan verða árnar opnaðar hver af annarri, næstar á eftir Norðurá, þær Blanda, Þverá og Kjarrá. Hvað dug- ar best þegar júnílaxinn er annars vegar? Morgunblaðið spurði dr. Jón- as Jónasson fluguhnýtingameistara hjá www.frances.is og þrautreyndan stangaveiðimann. Vatnsmagnið Dr. Jónas nefndi fyrst að hvað mestu máli skipti hvort mikið vatn væri í ánum eða lítið á vordögum. „Ef mikið vatn er í ánum getur laxinn leg- ið alls staðar. Þá finnst mér best að vera með stóra Frances túpu sem sekkur vel. Einnig kemur til greina að nota Snældu og Sunray Shadow. Allt eru þetta flugur sem leita vel. Ekki skemmir að nota þessar nýju Frances og Snældu túpur með keilu- hausum. Þetta er hnýtt á sömu eir- túpurnar og venjulegar þungar túp- ur, en keilu bætt við að framan. Þær glitra vel og eru áberandi í lituðu og/ eða miklu vatni. Ef maður er að veiða í stríðum straumi eins og t.d. í fossum eða stuttum flúðum og flugan þarf að sökkva hratt er gott að nota þunga Frances keilu, sem mynd er af. Þessi túpa er hnýtt með blýkeilu eins og Black and Blue keilan með Temple Dog hárunum. Temple Dog hárin eru að mínum dómi ein merkasta nýjung- in í fluguhnýtingum síðustu árin. Við- námið er lítið og þær sökkva því mun hraðar en t.d. ½ tommu Frances túp- an. Þessi fluga reyndist t.d. vel í Æð- arfossum í Laxá í Aðaldal í fyrra.“ Gárutúpur? Dr. Jónas heldur áfram að velta vöngum yfir flugnavalinu: „Ef svo vill til, að vorvatnið er lítið eða í með- allagi, er best að byrja með smáar flugur og jafnvel gárutúpur. Ég minnist þess þegar ég veiddi fyrstu flugulaxana í Laxá í Kjós eitt árið, annan á Langá Fancy gárutúpu í Laxfossi og hinn á Frances gárutúpu. Maður notar gárutúpurnar gjarnan ef maður veit af fiski, en varla þegar leita þarf að laxinum. Einnig hefur mér reynst vel að nota Frances, rauða og svarta nr. 8 á silfur- og gull- krók, eins og myndin er af. Þeir veiði- menn sem leiðist að kasta túpum, nota mikið stórar Frances flugur, nr. 2 til 6, sem er mun auðveldara að kasta en túpunum, en þær sökkva ekki eins hratt og vel. Hvað mig varðar, ætla ég að reyna vel nýjustu keilutúpuna mína, Green Brahan með Temple Dog hárum og glitþráðum til að gera hana líflegri. Það er búið að vígja hana í sjóbirtingi í vor með góðum árangri,“ voru loka- orð dr. Jónasar Jónassonar. Geta má þess að hann opnaði nýja útgáfu af veiðivef sínum í vor, www.frances.is, sem fengið hefur góðar viðtökur, fékk m.a. fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í umfjöllun í Frjálsri verslun. Vorflugurnar í laxinn Morgunblaðið/Einar Falur Flugnabox dr. Jónasar fyrir júnílaxinn, t.v. svört og rauð Frances, þung rauð Frances keila og Sunray Shadow, hægra megin f.v. svört Frances, Green Brahan, Black and Blue og Snælda, allar með keilu og gárutúpurnar Frances og Langá fancy ef júnívatnið er með minna móti. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?                 !""   #$"  %      %     &        (   %       ) ' Belfast sófasettin á frábæru verði! Sófasettin fást einnig hjá eftirtöldum: KJARNI KEFLAVÍK, BJARG AKRANESI, ÖNDVEGI AKUREYRI, HÓLMAR REYÐARFIRÐI, HÚSGAGNALOFTIÐ ÍSAFIRÐI. Belfast sófasettin fást í ljósu áklæði Kr. 149.800,- stgr. 3+1+1: 3ja sæta og 2ja sæta: Kr. 119.600,- stgr. 3ja sæta: Kr. 69.800,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.