Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 7
Tasmaníufrumbyggjum var næst- um útrýmt í fjöldadrápi Evrópubúa. Þeir litu á frumbyggjana sem villidýr sem væru „manninum hættuleg“ og skipulögðu veiðiferðir um regnskóga Tasmaníu. Sums staðar var þeim rað- að upp og þeir skotnir. Þeir voru hraktir upp í norðausturhluta eyjunn- ar, í skipulögðu umsátri og árið 1837 virðast þeir hafa verið 59 talsins. Þetta þýddi að þeir yrðu aldrei fram- ar þjóð. Meirihluti þeirra var sendur í útlegð á Flinders-eyju. Í dag eru að- eins örfáir eftir af kynstofni Tasman- íufrumbyggja. Þetta er sorgarsaga frumbyggja víða um heim sem enn er ekki lokið. Skuggaleg fortíð Tasmanía á ekki glæsta eða hetju- lega fortíð landnema sem brutu land og sigruðust á náttúruöflunum eins og svo margar þjóðir geta stært sig af. Þeir voru auðvitað ekki einir um að útrýma frumbyggjum, en að auki er þeirra saga fanga og þrælahalds. Tasmanía var fanganýlendan Van Diemen’s Land sem fékk nýtt nafn til að breiða yfir óþægilega fortíð. Í dag eru Tasmanir þó aðeins farnir að lifa með þessari skuggalegu fortíð. Við heimsóttum Port Arthur, þar sem ill- skeyttustu fangarnir voru geymdir. Í dag er þar safn og afar vinsæll ferðamannastaður og eru ferðamenn leiddir í gegnum söguna með því að aka og ganga „Convict trail“ eða fangaleiðina. Á þeirri leið er margt fleira að sjá en fangelsi og svarta sögu: Fallegar bjargmyndanir þar sem sjórinn leikur sér í stórum göt- óttum klettum og þar sem hægt er að ganga meðfram ströndinni í gegn um skóg, fram á hrikalegar klettabrúnir og horfa niður með fiðring í maganum og gleyma um stund hryllingnum í Port Arthur fyrr á tímum. Í fangels- inu í Port Arthur vorum við fljótt bún- ar að fá og sjá nóg. Þar var ekki beint falleg mynd dregin upp af lífi þessara óheppnu manna, sem oft höfðu ekki annað til saka unnið en að stela sér í svanginn. Fátækir strákar sem fengu það hlutskipti að vera þrælar ríka fólksins í Ástralíu. Þeir byggðu borgir og brýr, unnu baki brotnu í kolanám- um við ómannúðlegar aðstæður og við mikla harðneskju urðu þeir oft kald- rifjaðir glæpamenn. Í dag standa eftir heilu borgirnar og bæirnir byggð af föngum. Vel byggð hús úr sandsteini og útskornar brýr með listaverkum fanganna, en nöfn listamannanna eru að eilífu glöt- uð. Á þeim tíma var Hobart, stærsta borg Tasmaníu, annar höfuðstaður Ástralíu og mikið um að vera, en frjálsa arkitekta og byggingameist- ara áttu þeir mjög fáa og stóluðu þar nær eingöngu á kunnáttu fanganna. Blóðhundarnir á Eaglehawk neck Í Port Arthur var stórt en afar þétt setið fangelsi, þar sem sumir klefarn- ir voru 2 metrar á lengd og einn metri á breidd og lofthæðin var líka um metri. Í sérfangelsinu máttu fangarn- ir ekki tala og urðu að ganga með grímur svo þeir sáu aldrei lifandi mann. Á klefahurðinni var lítil lúga sem þeir fengu matinn inn um og gluggi var enginn í klefanum. Eina leiðin út úr Port Arthur var um Eaglehawk neck; mjótt eiði sem tengdi Port Arthur-skagann við meg- inland Tasmaníu. Á þessu eiði beið löng röð af blóðþyrstum hundum óþolinmóðir eftir að fá að rífa stroku- fanga á hol. Föngunum var innrætt að sjórinn kring um eiðið væri fullur af hákörlum. Svo það var nær óhugsandi að strjúka frá Port Arthur. Þessar aðstæður segja líklega meira um evrópskt réttarkerfi á þess- um tíma en annað og sjálfsagt voru fangelsin víða jafnvel verri en þetta. Okkur var síðar tjáð að Port Arthur hefði verið með skárri fangelsum þess tíma því þar hefði verið boðið upp á ýmsa menntunarmöguleika og leiðir til að vinna sig út úr fangelsinu. Margir fanganna komust út og náðu að lifa sínu lífi í Tasmaníu enda er stór hluti Tasmana kominn af föngum. Jörundur hundadagakonungur Einn er sá maður sem hefur skilið eftir spor sín bæði á Íslandi og í Tasmaníu svo um munaði þannig að flestir þekkja nafn hans á báðum eyj- unum í dag. Þetta er Jörgen Jörg- enson eða Jörundur hundadagakon- ungur. Jörundur var viðstaddur tvítugur að aldri þegar stofnuð var landnema- byggð við Derwentá í Van Diemen’s Land árin 1803 og 1804 og seinna á ævinni átti þessi víðsigldi ævintýra- maður eftir að koma aftur til eyjunar Van Diemen’s Land – í þetta skiptið var hann fangi. Hann hafði einstakt lag á að lenda alltaf ofan á hversu erf- ið sem staða hans virtist í fyrstu. Þannig lagði hann af stað sem fangi til Van Diemen’s Land í byrjun desem- ber 1825 og á leiðinni kom upp smit- sótt á skipinu. Jörundur sem vissi eitthvað meira um lækningar en hinir var fenginn til að aðstoða skipslækn- inn. Þegar skipið lagðist að bryggju í Hobart í apríl 1826 var Jörundur orð- inn skipslæknir þar sem læknirinn hafði látið lífið í sóttinni. Hann slapp samt ekki undan fangavistinni en var þó fljótlega gerður að landkönnuði, tók þátt í stríðinu við frumbyggjana og síðar átti hann eftir að skrifa bók sem fjallar um siði og venjur þeirra. Sú bók er eina heimildin sem til er sem má teljast hlutlaus lýsing á hátt- um frumbyggja Tasmaníu. Hann reyndi líka að hafa áhrif á meðferð þeirra og skrifaði bréf til ríkisstjórans þar sem hann reyndi að tala máli þeirra. Hann átti stundum dálítið erf- itt með að hafa hemil á Bakkusi og er haft eftir honum að allt hafi sinn til- gang nema drykkjan. Ljóð eru gjöf frá himnum Jörundur skráði tungumál frum- byggjanna með lítilli orðabók. Tungu- mál þeirra virðast hafa verið mjög ólík eftir landshlutum, þrátt fyrir lítið land og mannfjölda upp á tvö til þrjú þúsund. Hann skráði niður þrjú tungumál og segir að þeir hafi sett greininn aft- ast eins og í sænsku. Og hann skráði ljóð þeirra til að sýna, að eigin sögn að „ljóðin eru gjöf frá himnum, jafnvel fyrir frumstæðar þjóðir, til að hreinsa burtu meinsemdir og illa lesti mann- legrar náttúru“. Hann skráði sönglög þeirra og sagði þau hafa þægileg áhrif. Þeir virðast hafa verið mjög herskáir og snöggir að fara milli staða. Svo snöggir að þeir hvítu héldu lengi að þeir væru margfalt fleiri en raun var. Svo komust þeir að því að það sem þeir töldu vera fimm til sex ættbálka, sem væru að gera árásir á mismunandi stöðum sem afar langt var á milli, var í raun aðeins einn ætt- bálkur. Í kring um 1837 sagði hann aðeins örfáa þeirra vera eftir. Og hann syrgði það í skrifum sínum að heil þjóð skuli geta horfið þannig af yfirborði jarðar. Jörundur endaði líf sitt í Van Diemen’s Land árið 1841. Land sem er þess virði að sækja heim Vissulega gerir fjarlægðin ferða- lagið til Tasmaníu dálítið langt jafnvel nú á tímum hraðans. Jörundur var 3 mánuði að sigla til Tasmaníu frá Bret- landi. Við vorum um það bil sólar- hring að ná því að snúa iljunum í ykk- ur hin. En mér fannst samt vel þess virði að leggja á mig þetta erfiði til að kynnast þessari eyju sem ég vissi ekkert um fyrir. Tasmanía er full mótsagna eins og eyjan okkar er. Þar eru bæði vínekrur eins og í Mið- og Suður-Evrópu, regn- skógar eins og í Ástralíu og Amason, hrikalegar klettastrendur sem fjöldi skipa hefur farist við, falleg fjöll með vötn og dali og ósnortna náttúru líkt og á Íslandi – í aðeins hlýrra um- hverfi, fjölskrúðugt dýralíf sem hægt er að skoða í návígi víðast hvar, nota- leg – og ódýr sumarhús til leigu með arni og útiverönd nálægt fallegum ströndum, merkileg saga, litlar nota- legar borgir með fjölþjóðlegum blæ – höfuðborgin Hobart er ekki svo ýkja ólík Reykjavík hvað andrúmsloftið varðar. Í stuttu máli; skemmtileg, lítil eyja sem býður upp á ótrúlega fjöl- breytni. Hver veit nema við eigum eftir að eiga aukin samskipti við þessa fjarlægu systureyþjóð okkar í næstu framtíð. Gróðurfar Tasmaníu er ekki síður framandi. Plantan á myndinni nefnist Waratah. Höfundur er hómópati, nuddari og leið- beinandi í líföndun. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 7 Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 FASTEIGNIR mbl.is FerðalögFimmtudaginn . maí fylgir Morgunblaðinu blaðauki um29 Meðal annars verður fjallað um: • gönguferðir • tjaldsvæði landsins • ferðalög á hálendið • nestið í ferðalagið • viðburði og uppákomur vítt og breitt um landið í sumar • óviðjafnanlegar náttúruperlur • nýjungar í afþreyingu • nýja gististaði og veitingahús • leiki og skemmtun fyrir börnin í aftursætinu. Blaðið verður í nýju broti, þverformi 25x19 sm, heftað og prentað á 60 gr pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn 23. maí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 26. maí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.