Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 12
Ólívu lauf FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Vefsíður þjóðgarðanna Snæfellsjökuls, í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum eru hjá www.ust.is og á Þingvöllum www.thingvellir.is. TVÖ ÁR eru liðin síðan hjónin Steinunn Helgadóttir og Sæþór Þorbergsson festu kaup á Narfeyrarhúsi í Stykkishólmi sem nú er rekið sem alhliða veitinga- og kaffihús á besta stað í bænum, rétt fyrir ofan höfnina í hjarta bæjarins og beint á móti Fimm fiskum, sem er hitt veitingahúsið í Hólminum. Í húsinu, sem er aldar- gamalt og rekið er undir heitinu Narfeyrarstofa, hefur verið ýmis starfsemi í gegnum tíðina, en það mun hafa verið reist fyrir Málfríði Möller, ekkju Möllers apótekara, á árunum 1901–1906, en sjálfur lést Möller árið 1901. Þau Steinunn og Sæþór, sem bæði eru alin upp í Hólminum, leggja í matargerðinni sérstaka áherslu á fugl og fisk úr Breiða- firði ásamt tertum, brauðréttum, matarmiklum súpum, skyndibitum í formi stórra hamborgara, veislu- þjónustu og fjölbreyttum „a la carte“-matseðli. „Hvað við kemur erlendum ferðamönnum, þá höfum við aðallega verið að fá fólk, sem tekið hefur flug og bíl og ferðast á sínum eigin hraða um landið. Á hinn bóginn má segja að við höfum fengið þverskurðinn af íslensku þjóðinni í heimsókn til okkar, kannski vegna þess hversu hæðir hússins eru ólíkar. Kaffihúsið á neðri hæðinni er með sínum kar- akter, en á efri hæðinni, „Sjávar- loftinu“, er lagt upp úr glæsileik, bæði í útsýni og innréttingum,“ segir Sæþór, sem sjálfur er mat- reiðslumeistari að mennt. Þess má geta að hvor hæðin um sig tekur um 45 manns í sæti. Stækkað smátt og smátt Eftir að hafa fest kaup á húsinu vorið 2001 ráku þau einvörðungu kaffihúsið á neðri hæðinni fyrst í stað, bættu svo smátt og smátt við matseðilinn og buðu upp á lengri opnunartíma. Í júní 2002 opnuðu þau svo efri hæð hússins með glæsilegum veitingasal þar sem andrúmsloftið á að vera hlýtt og rómantískt og þjónustan notaleg, segja þau. „Útsýnið yfir Stykkis- hólmshöfn gefur staðnum svo æv- intýralegan svip og þó á matseðli Sjávarloftsins kenni margra grasa, eru sjávarfangi úr Breiðafirði gerð góð skil,“ segja veitingamennirnir í Narfeyrarstofu, þar sem tónlistar- menn eru líka stundum fengnir til að troða upp. Fugl og fiskur úr Breiðafirðinum Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Hjónin Steinunn Helgadóttir og Sæþór Þorbergsson, eigendur Narfeyrarstofu.  Narfeyrarstofa Aðalgötu 3, 340 Stykkishólmi Sími: 438 1119 eða 895 7937 Netfang: shborg@binet.is Í STÓRBORG er stundum flókið að verða sér úti um leigubíl. Ef ferðamaðurinn þekkir ekki vel til og umferð er mikil getur biðin orðið löng. Í Lond- on er nýstárleg leið til að festa sér leigubíl að verða að veruleika. Fyrirtækið Zingo Taxi hefur þróað búnað sem virkar þannig að maður notar gemsann til að hringja í númer hjá leigubílastöð sem staðsetur símann sem hringt er úr. Ferðamaðurinn gefur stutta lýsingu á sjálfum sér og leigubílastöðin sendir þann bíl á vettvang sem er næstur. Jafnframt eru send textaskilaboð í gemsann um númer leigubílsins. Í London eru tæplega 20 þúsund leigubílar og bið verður á því að þeir innleiði allir nýja kerfið sem enn er á tilraunastigi. Um hundrað leigubíl- ar eru tengdir við kerfið núna en talsmaður Zingo Taxi vonast til að þeir verði brátt fleiri. Til- raunin er gerð í samstarfi við stærstu símafyr- irtæki Bretlands. Leigubíllinn finn- ur þig í London Morgunblaðið/Sverrir GLJÚFURBÚSTAÐIR heitir ný frístundabyggð sem búið er að reisa að Gljúfri í Ölfusi. Jón Hólm Stefánsson og Rósa Finnsdóttir reistu fyrsta frí- stundahúsið haustið 2001 og síðan hafa húsin risið koll af kolli og í vor á að reisa áttunda húsið. „Við hættum með kúabúskap á jörðinni og urðum þá að finna okk- ur annað lífsviðurværi því okkur langaði að búa áfram á Gljúfri. Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að fara út í að byggja hér upp frístundabyggð. Viðtökurnar hafa farið framúr björtustu vonum því húsin hafa verið upptekin meira og minna frá því þau eru tilbúin. Þrjú húsin eru í útleigu allan ársins hring, tvö til Íslenskrar erfðagreiningar og eitt til Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum en síðan hafa út- lendingar verið tíðir gestir og Ís- lendingar í auknum mæli, sérstak- lega yfir vetrartímann. Rósa og Jón Hólm hafa staðið að skógrækt í nokkur ár á Gljúfri og í sumar á að laga til landið í kringum sumar- húsabyggðina, koma þar upp fót- boltavelli og leikaðstöðu. Húsin eru um 50 fermetrar að grunnfleti og síðan 22 fermetra sjónvarpssetustofa á loftinu. Rósa og Jón segjast hafa lagt uppúr því að vel væri búið að gest- um. Í húsunum eru til dæmis rúm fyrir 6–8 manns, þar af tvö hjóna- rúm með heilum dýnum, sængur og koddar, sturtuklefi, heitur pott- ur, sjónvarp, myndbandstæki, geislaspilari, útvarp, gasgrill, garðhúsgögn á afgirtri verönd, kæliskápur með frystihólfi, eldavél og allur nauðsynlegur borðbúnað- ur. Þá segjast Rósa og Jón hafa lagt áherslu á að hafa húsgögn vönduð og því er t.d. leðursófasett í stofu bústaðanna. Gönguleiðir í nágrenninu Þau benda á að skemmtilegar gönguleiðir séu í næsta nágrenni Gljúfurbústaða og tiltölulega stutt í merktar gönguleiðir á Heng- ilssvæðinu. Þá segja þau stutt í ýmsa afþreyingu eins og sund- laugar, golfvelli, veiði og hestaleig- ur. Leigutími fer eftir óskum leigj- enda en það er algengast að húsin séu í helgar- eða vikuleigu í senn. Gestir þurfa að koma með rúm- fatnað og handklæði, allt annað er í bústöðunum. Gert er ráð fyrir, að leigjendur þrífi húsin að dvöl lok- inni. Hægt er að fá uppbúin rúm, handklæði og þrif að dvöl lokinni, gegn aukagjaldi. Áttundi bústaðurinn bætist við í sumar Morgunblaðið/grg Nokkur spölur er á milli húsanna svo gestir geti notið þess að vera út af fyrir sig. Lögð var áhersla á að vanda til innanstokksmuna. Jón Hólm Stefánsson og Rósa Finnsdóttir létu reisa fyrsta frístundahúsið haustið 2001. Sumarhúsabyggð að Gljúfri í Ölfusi  Gljúfurbústaðir Gljúfri Ölfusi. Sími 483 4461 Fax: 483 4661 Tölvupóstfang: gljufur@gljufur.is Veffang: www.gljufur.is FERÐALANGAR til Mið-Evrópu eru varaðir við að stungumý (mosk- ító) sé nú til meiri vandræða en oft- ast áður. Vegna flóða víða í álfunni er stungumý út- breiddara en í venjulegu árferði. Það sem gerir vandann erfiðari en ella er að stungumýið hefur þróað með sér vörn gegn eitri. Yfirvöld í Tékklandi, Austurríki og Þýskalandi viður- kenndu á síðasta ári að lítið væri hægt að gera til að sporna við útbreiðslu stungumýs. Egg stungumýs getur legið í dvala í allt að fimm ár og gosið upp við miklar rigningar. Stungumý plága í Mið-Evrópu FRÉTTIR mbl.is ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.