Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 13 ferðalög Ísland Bændaferð til Slóveníu Á sl. ári fóru 4 hópar á vegum Bændaferða til Slóveníu, eða samtals 208 þátttakendur. Það var farið víða um, m.a. til Króatíu, þar sem bændabýli var skoðað og borðaður ekta sveita- matur. Gist var í Portoroz við ströndina svo þátttakendur gátu synt í hlýju Adríahafinu og farið í siglingar. Í þessum ferðum var einnig gist í Salzburg og í Brixen í Suður-Týról. Í ár verður farið með 5 hópa í hliðstæðar ferðir og er þegar full- bókað í 4 hópa en nokkur sæti eru laus í ferð sem verður farin 16. júní og komið heim 29. júní. Gist verður í Brixen í S-Týról í 4 nætur, 8 nætur í Portoroz og eina nótt í Salzburg Fararstjóri verður Svavar Lárusson.  Nánari upplýsingar um ferð- ina til Slóveníu er hægt að fá hjá Bændaferðum í síma 533 1335. Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Ísland ÁLand-Rover í Namibíu Undanfarin ár hefur Eskimos ævintýrasmiðja starfað fyrir Land-Rover og boðið upp á Land- Rover-ferðir um Ísland. Í ár býður Eskimos ævintýrasmiðja Íslend- ingum að fara í Land-Rover-ferðir í Afríku, nánar tiltekið í Namibíu. Í fréttatilkynningu frá Eskimos ævintýrasmiðju kemur fram að samningar hafi náðst við þýsku Land-Rover Experience-ferða- skrifstofuna um ævintýraferðir á Land-Rover um Namibíu. Þetta er fyrsta sumarið sem Eskimos býð- ur uppá þessar ferðir í samstarfi við Land-Rover. Þær eru að hluta til styrktar af Land-Rover sem leggur til nýjar Land-Rover Disco- very-bifreiðar til ferðanna á ári hverju. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður. 6–8 bílar í hverri ferð. Hver ferð tekur sjö daga. Farar- tækin eru vel tryggð, öll með GPS- staðsetningartækjum, ásamt öfl- ugum talstöðvar- og samskipta- búnaði sem er með eigin rás frátekna eingöngu fyrir leiðang- urinn. Gist verður í tveggja manna tjöldum ofan á Discovery- jeppanum. en einnig verður gist á búgörðum. Akstur utan hefðbundinna vega er af ýmsum toga en allar ferðir eru vel mældar og skipulagðar þar sem gert er ráð fyrir ýmsum uppá- komum og afbrigðum, hvort sem er á vegum eða í veðri. Gert er ráð fyrir tveimur í hverjum jeppa. Skipulagðar hafa verið ferðir 31. júlí til 8. ágúst, 11. til 19. ágúst, 21. til 29. ágúst, 1. til 9. september, 11. til 19. september, 25. september til 3. október, 6. til 14. október og 6. til 14. nóvember en sérstök ferð er 16. til 31. október.  Eskimos ævintýrasmiðja, Tunguhálsi 19, Reykjavík. Sími: 5 77 44 88 eða 8 22 00 11. www.eskimos.is NÝLEGA fjölgaði meðlimum ítölsku ferðaþjónustusamtakanna, Bed & Breakfast Case Piemontesi um einn, er ferðaþjónustan í Lónkoti í Skaga- firði var innlimuð í samtökin. í Asti-héraði hefur verið mikið um Íslandskynningar á undanförnum misserum; ekki síst fyrir tilstuðlan Arté grafica, og framkvæmdastjóra þess, Giampiero Monaca og Emiliano Alfieri. Nú síðast var Pálínu Jóns- dóttur, leikkonu og staðarhaldara í Lónkoti, boðið til Astiborgar til þess að vera viðstödd opnun sýningar á Íslandsmyndum íslenskra og ítalskra ljósmyndara og á íslenskum listmun- um listamanna Gallerí Meistara Jak- obs, Skólavörðustíg 5. Pálína kynnti jafnframt ferðaþjónustu sína og hug- myndafræðina að baki henni, en Pál- ína, sem einnig er kokkur í Lónkoti, leitast við að tengja saman náttúru, mat og menningu í eina órjúfanlega heild. Þetta er samtvinnun sem Ítal- ir þekkja vel og byggja sína ferða- þjónustu mikið á og því þótti tilvalið að innlima Lónkot sem fyrsta full- trúa samtakanna á Íslandi með frek- ari samvinnu og menningarskipti í huga. Lónkot í ítölsku ferðaþjónustusamtökin Giampiero Monaca, Pálína Jónsdóttir og Marisa Zeppa, formaður samtakanna Bed and Breakfast Case Piemontese. GB FERÐIR er ferðaskifstofa sem stofnuð var í fyrra síðsumars og sérhæfir sig í golfferðum um allan heim. Að sögn Jóhanns Péturs Guðjónssonar fram- kvæmdastjóra GB Ferða býður fyrirtækið skipulagð- ar golfferðir m.a. til Portúgals, Þýskalands, Banda- ríkjanna, Danmerkur og Englands og er einnig með helgarferðir sem hægt er að kaupa með aðeins sólar- hrings fyrirvara. „Metnaður er lagður í að bjóða einungis afburða áfangastaði sem flestir eiga sameiginlegt að skarta fimm stjörnum.“ Á netsíðu GB Ferða, www.gbferdir.is eru hagnýtar upplýsingar um áfangastaði fyrirtæk- isins, þar er getið um tilboð, nýjungar hjá fyrirtækinu og áhugasömum gefst kostur á að vera í netklúbbi til að fylgjast með ferðum fyrirtækisins. Einnig veitir fyrrum Rydercup leikmaðurinn, fararstjórinn og PGA kennarinn, John Garner, kylfingum ráðleggingar í hverri viku á heimsíðu fyrirtækisins. Sérhæfa sig í golfferðum  Nánari upplýsingar fást hjá GB Ferðum. Sími: 534-5000. Tölvupóstfang: info@gbferdir.is Vef- síða: www.gbferdir.is FLUGFÉLÖG, einkum þó lág- gjaldaflugfélög, hafa skorið niður þjónustu um borð á liðn- um árum og sum eru alveg hætt að bjóða mat um borð í vélun- um. Til að mæta þörfum hungr- aðra ferðalanga reynir banda- rískt fyrirtæki að hasla sér völl á flugvöllum í samstarfi við veitingahús. Pantað á Netinu Fyrirtækið býður fólki að panta matinn á Netinu og verð- ur matarbakkinn tilbúinn á flugvellinum við brottför. Greitt er fyrir matinn með greiðslukorti um leið og pönt- unin er staðfest. Enn sem komið er verður að- eins boðið upp á þessa þjónustu á tveimur bandarískum flug- völlum í Washington en búast má við að þjónustan verði víðar í boði innan tíðar. Matarbakk- inn með í flugvélina  Slóðin hjá fyrirtækinu er www.carryoncuisine.com ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.