Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bíó hefur vit á að vera í dellurullunni þ.e.a.s. Varla hefur spillt fyrir áhug- anum að mótleikari Sandlers er fasta- gestur í pontu Óskarsverðlaunahátíð- arinnar, Jack karlinn Nicholson. Líkt og Reiðistjórn fór spennu- myndin snaggaralega Símaklefinn (Phone Booth) á toppinn vestra. Hún er eftir Joel Schumacher … bíðiði, ekki hætta að lesa … og þykir ein af hans bestu. Hún er stutt, hugmyndin snjöll – maður gengur framhjá síma- klefa, síminn hringir, hann svarar og fær þau skilaboð að ef hann leggur á þá verði hann skotinn af leyniskyttu sem fylgist með honum – og það sem kannski gerir myndina mest spenn- andi, írski leikarinn Colin Farrell er í aðalhlutverki, sá allra heitasti í dag enda hefur ekki bara útlit og fas með sér heldur getur líka leikið. Í hernaðarhasar Johns McTiern- ans Grunnur (Basic) leika þeir saman á ný John Travolta og Samuel L. Jackson, en samleikur þeirra var eitt af því fjölmarga sem gladdi hjörtu bíóunnenda í Reyfara Tarantinos. Lífstíð Davids Gale (The Life of David Gale) er nýjasta mynd Bretans fjölhæfa Alans Parkers með stjörnu- leikurunum Kevin Spacey, Kate Winslet og Lauru Lynney. Sannar- lega umdeild mynd um umdeilt við- fangsefni í Bandaríkjunum, dauða- refsinguna. Gamanmyndin Tengdó (The In- Laws) hefur enn ekki verið frumsýnd vestra en hana gerði Andrew Flemm- ing (Threesome) eftir handriti nafna hans Bergmans (Honeymoon in Ve- gas, Freshman). Michael Douglas leikur aðalhlutverkið. Að endingu sakar ekki að nefna tvær aðrar gamanmyndir sem birtast í júní; Kengúru-Jói (Kangaroo Jack) er kengúrugrín sem féll býsna vel í kramið vestra og Það sem stelpur vilja (What A Girl Wants) er banda- rísk unglingamynd um stelpu sem fer til Englands til að reyna að kynnast þarlendum föður sínum. Fyrir þá sem vilja setja málefnin á oddinn verða tvær safaríkar myndir sýndar í júní. Úrúgvæska verðlauna- myndin Þetta líf, þetta líf (Le Puta Vid), virkar sumpartinn sem s-amer- ísk sápuópera en segir samt mikil- væga og trúverðuga sögu af rauna- legu lífi ungra vændiskvenna og því stóra vandamáli sem mansal er þar um slóðir. Eyja Grazia (Respiro) er ítölsk/frönsk mynd sem vakið hefur mikla athygli á kvikmyndahátíðum og verið líkt við Paradísarbíóið og Bréfberann. Júlí: Stelpur á móti strákum Kynin takast á af áður óþekktri hörku á hvíta tjaldinu í júlí. Englar Kalla, Lara Croft og nýja drápsvélin Terminatrix á móti gamla góða tor- tímandanum og Hulk, hinum ótrú- lega. Hvernig leikar fara er erfitt um að spá. Stelpurnar eru náttúrlega fleiri en strákarnir gamlir jaxlar sem sopið hafa marga fjöruna. Af öðrum júlímyndum ólöstuðum hlýtur mesta eftirvæntingin að vera fyrir þriðju myndinni um Tortímand- ann, enda hefur hennar verið beðið í heilan áratug, takk fyrir. Mikið hefur verið skrafað þann tíma og aðdáend- ur meira að segja orðið það óþreyju- fullir að þeir kepptust við að setja sín- ar eigin tillögur að söguframvindunni á Netið. Og fyrst ráðist var á annað borð út í verkið þá var líka allt lagt undir og kostnaðurinn kominn í heilar 170 milljónir dala. Schwarzen- egger er á sínum stað, en engin Linda Hamilton sem Sara Connor og sjálfur skaparinn James Cameron er víðs fjarri. Í hans stað heldur Jonathan Mostow (Breakdown, U-571) um taumana og hefur fengið til liðs við þennan myrka dómsdagsmyndaflokk nokkur efnileg ungstirni, Nick Stahl í hlutverk Johns Connors (Edward Furlong greyið er heillum horfinn af ólifnaði), Claire Danes (Romeo+Juli- et) og hina norskættuðu Kristönnu Loken, sem leikur nýju drápsvélina Terminatrix. Hulk er önnur mynd sem lengi, mjög lengi, hefur staðið til að gera. Leikstjórar og leikarar hafa komið og farið en það er ekki nokkur maður sem hefði getað spáð fyrir um hverjir hrepptu störfin eftirsóttu á endanum, Taívanbúinn Ang Lee (Crouching Ti- ger Hidden Dragon, Sense and Sensibility) og ástralski leikarinn Er- ic Bana. Lee hefur margsýnt að hon- um eru allir vegir færir þegar kvik- myndagerð er annars vegar og Bana er mátulega lítið þekktur fyrir smekk Lees sem vildi ekki sjá stjörnu í hlut- verki græna geðvonskubúntsins. Jennifer Connelly leikur ástina í lífi þessa þjáða erfðafræðings sem fyrir eigin mistök er orðinn að ofurmenni og þarf því að bjarga mannkyninu nauðugur viljugur. „Ég vildi hafa hann Jackie Chan í líkama Arnolds Schwarzeneggers,“ segir Lee um Hulkinn sinn. Englar Kalla gefa í botn er önnur myndin um klárustu og sætustu stelpur sem búnar hafa verið til í sjónvarpi. Allir með úr fyrstu mynd- inni; leikstjórinn McG, Diaz, Barry- more og Liu. Eini sem vantar er Bill Murray, en Bernie Mac á að sjá um grínið í staðinn. Demi Moore – æ muniði, þessi úr Ghost – leikur kven- skassið. Lara Croft hreiðrar um sig í Vöggu lífsins í annarri myndinni um þennan kunnasta kvenskörung tölvuleikj- anna. Angelina Jolie, endurnýjuð á sál og líkama, eyðir löngum stundum neðansjávar þegar hún þvælist ekki milli heimshluta í glímu sinni við ill öfl. Hollenski kvikmyndatökumaður- inn Jan De Bont (Speed, Twister) leikstýrir – og sá þarf á góðri mynd að halda eftir Speed 2 og The Haunt- ing. Hún væri æði lítilfjörleg sumar- myndaflóran án teiknimynda. Jeffrey Katzenberg hjá DreamWorks er duglegur að dæla út teiknimyndun- um enda kominn á mikið skrið eftir velgengni Shrek. Nýjasta stolt hans er Sinbad: Goðsögn sjö sæva, tvívíð teiknimynd (hefðbundin) um ævin- týri þessa margfræga sjófara, gerð af Tim Johnson (Antz). Brad Pitt ljær Sindbad rödd en aðrir talsetjarar eru Catherine Zeta-Jones og Michelle Pfeiffer. Þeir eru til sem enn fá fyrir brjóst- ið er minnst er á myndina Kids eftir Larry Clark. Nú hefur þessi umdeildi leikstjóri búinn að gera aðra mynd sem valdið hefur viðlíka úlfaþyt Ken Park heitir myndin og snýst um að sýna það sem enginn hefur sýnt áður, hálfgerð Kids 2. Gerði allt brjálað á Venice og Toronto. Aðrar myndir sem sýndar verða í júlí eru m.a. Hvalreiðin (Whale Rid- er) ljúfsárt drama sem fékk áhorf- endaverðlaun bæði á hátíðinni í Sund- ance og Toronto, ný mynd með Kurt Russell eftir sportistann Ron Shel- ton. Dökkbláir (Dark Blue) heitir hún og er myrk löggumynd með beittum ádeilubroddi sem gerist stuttu fyrir götuóeirðirnar í Los Angeles 1991. Keisaraklúbburinn (The Emperors Club) er drama eftir Michael Hoff- mann (Restorations) þar sem Kevin Kline leikur vanafastan og agaðan Bandarískt brúðkaup: Stiflerinn fór sérstaklega fram á að sjá um blómaskreytingarnar enda stakur fagurkeri. Hulk hinn ótrúlegi: Nei, þetta er ekki úr auglýsingu fyrir grænar baunir.Lara Croft – vagga lífsins: Léttklæddari en á Fróni. Lög(u)lega ljóshærð 2: Við verðum öll að muna að dýr eru líka menn, eða var það kannski öfugt? Tortímandinn 3 – Upprisa vélanna: Ég sagðist ætla að snúa aftur. VIÐURKENNDAR stað-reyndir í markaðsfræðumkvikmynda eru fáar og jafn- vel, strangt tekið, aðeins ein: Eng- inn veit neitt. Þó held ég að flestir séu sammála um að fyrsti eiginlegi sumarsmellur kvikmyndasög- unnar hafi verið myndin sem tæmdi baðstrendurnar og fyllti bíóin sumarið 1975, Jaws eftir Stev- en Spielberg. Óttinn við mannætu- hákarlinn reyndist aðdráttarafl fyrir miðasölur heimsbyggðar- innar sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur reynt að herma eftir allar götur síðan, meðal annars með því að bæta tölustöfunum 2 og 3 aftan við titilinn Jaws. Tölustafamyndirnar, fram- höldin, eftirhermurnar og end- urgerðirnar leika að vísu lausum hala í bíóum allan ársins hring en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum verður þó sumartíminn fyrir mestum ágangi þeirra. Í fyrra voru það til dæmis Star Wars: Epi- sode II, Men in Black 2, Stuart Little 2, Austin Powers 3, Spy Kids 2. Í sumar eru það til dæmis X- Men 2, Matrix 2, The Fast and the Furious 2, Tomb Raider 2, Americ- an Pie 3, Charlie’s Angels 2, Term- inator 3, Dumber and Dumber 2, Legally Blonde 2. Getur verið að markaðsheilarnir í Hollywood haldi að annað fólk sendi sín heilabú í sumarfrí, öll venjuleg starfsemi hugar, skyn- semi, dómgreindar og smekkvísi leggist af þegar sól skín í heiði og fólk tekur sér hlé frá vinnu og krakkar frí frá námi til að njóta lífsins? Er það kannski tilfellið að greindarvísitala lækkar um leið og hitastig hækkar? Sé svo eru það ískyggileg tíðindi fyrir fólk sem ekki býr við kulda, myrkur og trekk mestanpart ársins, en auð- vitað gleðileg staðfesting fyrir frá- bærustu þjóð jarðar sem hér býr. Því fer fjarri að það sé út í hött að bjóða uppá fislétta afþreyingu yfir lengsta samfellda afþreying- artíma ársins. Þvert á móti er það rökrétt: Grín og glens, spenna, hasar, tæknibrellur, ævintýri og ástir – allt rímar þetta við þær von- ir og þrár sem flest fólk ber í brjósti yfir langþráðan sumartím- ann. En gallinn er sá að oftar en ekki standa fyrirhugaðir og fyrir- framskipulagðir og sérhannaðir „sumarsmellir“ ekki undir þeim væntingum, vonum og þrám. Áður en Jaws bjó til markaðs- hugtakið „sumarsmellur“ voru menn í bíóbransanum ekki mikið að spá í tímasetningar vegna frum- sýninga og dreifingar, nema hvað jólin voru jafnan tími fjölskyldu- mynda og svokallaðra stórmynda og Óskarsverðlaunatíminn leiddi einnig smátt og smátt til þess að svokallaðar „óskarsvænar“ myndir væru stilltar inná fyrri hluta árs, hérlendis einkum febrúar og mars. En sumarið – það þótti glataður tími fyrir kvikmyndahúsin: Krakk- arnir úti að leika sér, unglingarnir að reyna að lenda á séns á strönd- um og rúntum, hinir fullorðnu gap- andi uppí loft í góða veðrinu heima eða á ferðalögum. Blaðamaður sem um daginn skrifaði grein í The Gu- ardian um tímasetningar á kvik- myndamarkaði upplýsir að í ár- daga hafi bíóin í Bandaríkjunum hreinlega lokað yfir sumartímann. Það hafi svo verið seint á 3. áratug síðustu aldar að Rivolibíóið á Tim- es Square í New York sneri vörn í sókn og innleiddi loftkælinguna. Hann upplýsir líka að þótt sumarið sé orðið mikilvæg gósentíð bíóanna vestur í Bandaríkjunum sé allt annað uppi á teningnum í Evrópu, sérstaklega í Frakklandi og Þýska- landi þar sem júní, júlí og ágúst séu slökustu mánuðir ársins hvað aðsókn snertir. Ekki hef ég tölu- legar upplýsingar um stöðu sum- artímans á Íslandi að þessu leyti, en hef hins vegar á tilfinningunni að sól og hiti séu tiltölulega lítið að flækjast fyrir bíógestum hérlendis; það er vegna skorts á hvoru tveggja. Ef góðar myndir eru á annað borð í boði og fá eðlilega kynningu og auglýsingu mætum við í bíó, hver sem árstíminn er. Ef útjöskuð, útþynnt vörumerki með tölustafina frá 2 og upp í 10 fyrir aftan titilinn eru mestanpart í boði er hætt við að færri mæti en ella. Ætli þetta sé mikið flóknara en svo? Sem betur fer er eitt og annað tölustafalaust á sýningarskrám bíóanna í sumar, eins og lesa má um í greininni hér á opnunni. Og líklegt er að markaðsheilarnir í Hollywood misreikni sig sem oftar, þótt þeir telji sig hafa allt á hreinu, en um þá orti Bjartmar Guðlaugsson sönginn Sumarliði er fullur: „Ég veit allt. Ég get allt. Geri allt miklu betur en fúll á móti. Ég kann allt. Ég skil allt. Fíla allt miklu betur en fúll á móti. Smíða skútu, skerpi skauta, bý til þrumu ost og grauta. Haltu kjafti.“ Ójá. Sumarliði er fullur SJÓNARHORN Árni Þórarinsson „Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt og augu þín verða him- inblá, ójá,“ söng Bubbi Morthens og gerir eflaust enn. „Ahhh, sumarið! Þessi klístraði, sveitti tími árs þegar allar bíómyndir virðast snúast um sprengingar, ofurhetjur og/ eða tölustafi í lok titilsins,“ söng am- erískur kvikmyndagagnrýnandi og gerir eflaust enn. Ójá. Jaws: Sumarbíóið hefur ekki orðið samt eftir...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.