Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 18
Einn góður … – Hvernig geturðu tvöfaldað peningana þína? – Horfðu á þá í speglinum! barn@mbl.is  Alls konar mömmur má sjá alls staðar í veröld- inni. Hér er ein sæhestamamma með ungann sinn í sjónum. Litið listavel  Óli Jó ætlar að kaupa konfekt handa mömmu sinni á mæðradaginn hjá Halla á horninu. Og Óli veit sko alveg hvað mamma vill. Uppáhalds- konfektið hennar er í dós sem er með bleikum og svörtum hringjum, og hvítum þríhyrningum. Getur þú ratað á réttu dósina? Lausn á næstu síðu. Rétta konfektið  Hvað eru þessir sokkar að gera út um öll gólf? Vertu nú góð/ur við mömmu og vertu búin/n að tína upp alla sokkana áður en hún kemur inn í her- bergið þitt. Sokkatínsla Í DAG er mæðradagurinn og þá eiga allir að vera rosalega góðir við mömmu sína. Hvað ætlar þú að gera fyrir mömmu þína – sérstak- lega í ljósi þess að þú ert svo hepp- in/n að eiga bestu mömmu í heimi? Ef þú pælir svolítið í því þá gerir mamma þín eitthvað fyrir þig á hverjum degi. Þannig að í dag skalt þú vera aldeilis sniðug/ur og gera eitthvað fyrir mömmu. Myndarammi handa mömmu Í hverju ert þú best/ur? Getur þú teiknað flotta mynd handa mömmu? Eða jafnvel samið lít- ið ljóð? Finnst þér gaman að föndra? Það er sniðugt að föndra myndaramma handa mömmu og setja í hann mynd af mömmu, þér eða jafnvel þér og mömmu saman. Auðvitað ræður þú hvernig myndaramminn verður, en hér koma tvær tillögur. Önnur er úr trjágreinum og hin úr föndur- pappa. Það sem til þarf:  Mynd  Föndurpappa eða runnagreinar  Skæri/hníf  Bandspotta  Lím  Ýmislegt skraut, ef vill: glimm- er, fjaðrir, pallíettur, borða … Það sem gera skal: 1) Veldu myndina sem þú ætlar að innramma. 2) Taktu til greinarnar og klipptu. Þú þarft um 5–8 greinar (eða eina þykka grein einsog myndin sýnir) á hverja hlið, og þær þurfa að vera 5 sm lengri en hver myndahliðin. Eða: Veldu þér tvenns konar fönd- urpappír sem nær vel út fyrir myndina, þegar þú leggur hana ofan á. 3) Leggðu greinarnar saman í fer- hyrning og bittu um hornin með bandi, svo kross myndist í horn- unum. Eða: Klipptu rammann út. Verður hann hringlaga, ferkantaður, hjartalaga eða …? 4) Skreyttu rammann þinn ef þú vilt. 5) Límdu myndina á pappa, ef hún er minni en gatið á rammanum. Pappinn verður samt að vera aðeins minni en ramminn. Límdu myndina inn í rammann. 6) Festu lítinn bandspotta efst í rammann til að hengja hann upp. 7) Gleddu mömmu þína! Gúmmelaði handa mömmu Mæðradagurinn var fyrst hald- inn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1907, en ekki fyrr en árið 1934 á Íslandi. Þar í landi kaupa krakk- ar gjarna eitthvað gómsætt handa mömmu sinni eða malla það sjálfir. Ágætt er að biðja pabba um hjálp að koma mömmu á óvart. Ef þú veist ekki hvað þig langar að búa til er hér uppskrift að korn- flekskökum sem öllum mömmum þykja góðar með eftirmiðdegis- kaffisopanum sínum. Og krökkum finnst þær svo sem ágætar líka … Það sem til þarf:  100 grömm suðusúkkulaði  2 matskeiðar smjör  6 matskeiðar síróp  100 grömm kornfleks Það sem gera skal: 1) Bræðið súkkulaði og smjör saman í hitabaði. Setjið þetta tvennt í skál sem fer ofan í pott með sjóðandi vatni. 2) Hrærið blöndunni saman við kornfleksið og sírópið í stórri skál. 3) Myndið litlar kökur með skeið á smjörpappír, eða setjið í muff- ins-form. Felið í ísskápnum. 4) Komið mömmu á óvart í kaffi- tímanum! ATH! Það má alls ekki skilja allt eftir í drasli og subbulegheitum í eldhúsinu svo að mamma þurfi sjálf að taka til! Það gengur ekki. Kort handa mömmu Já, mömmu er alveg sama þótt þú getir ekki keypt handa henni sumarbústað í Karíbahafinu, þeg- ar hún fær flotta heimatilbúna gjöf frá þér. En ef þér finnst ekki gam- an að búa neitt til, geturðu tekið til, farið út með ruslið, tínt nokkur blóm, sent tölvukort af síðunni: www.vefkort.is/flokkar/hatidir/ tyllidagar/index-maedradag- ur.html eða – það sem alltaf slær í gegn hjá mömmum – skrifað lítið loforðskort einsog sést hér fyrir ofan. Hverju lofar þú? Í dag er hinn magnaði mæðradagur Elsku mamma! Mömmukrossgáta – handa krökkum að leysa! Þessi krossgáta er öðruvísi en við höfum hingað til leyst. Nú færðu lista af orðum og þarft að finna út í hvaða reiti þau passa. Byrjaðu á gulu reitunum sex. Einungis eitt orð passar í þá. Í rauðu reitina passa tvö orð. En bara ann- að þeirra hefur staf númer 2, sem gæti verið lokastafurinn í græna orðinu. Síðan bláa orðið og svo framvegis. Góða skemmtun!  hús  koss  kærleikur  mjólk  móðir  ást  blóm  brjóst  bros  hól ÞESSI litla maríuhænumamma er búin að týna ungunum sínum. Hverning væri að þú hjálpaðir þeim að ná saman? Maríuhænumamma HÉR kemur prófið sem allir ættu að leggja fyrir sig og mömmu sína, til að komast að hversu vel þið í raun þekkist. Hér kemur spurningalisti sem þið svarið, bæði fyrir ykk- ur sjálf og svo því sem þið haldið að mamma muni svara. Mamma gerir auðvitað það sama. Bætið við og breytið spurningunum að vild. Berið síðan saman svörið og athugið hvort þið þekkið mömmu betur en hún þekkir ykkur. Niðurstöður geta komið mjög á óvart! 1) Hvað finnst mér best að borða? 2) Hver er uppáhaldsliturinn minn? 3) Hver er uppáhaldsbíómyndin mín? 4) Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? 5) Hvað finnst mér leiðinlegast að gera? 6) Hver er besti vinur minn? 7) Hvert vil ég fara í frí? 8) Hver er uppáhaldshljómsveitin mín? Þekkist þið mamma vel?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.