Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 C 3 Störf í Snorrastofu Snorrastofa, sem er fræðasetur í Reykholti, óskar að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Sumarstarf Hlutverk sumarstarfskrafts verður að vinna að útiviðhaldi bygginga og næsta umhverfis þeirra, hirðingu staðarins í Reykholti, hafa um- sjón með vinnu unglinga, sinna slætti og úti- vinnu við hreinsun og hirðingu eins og þörf krefur. Hann þarf að hafa ökuréttindi og grunnþekkingu í meðferð og umgengni við vélar sem notaðar eru við hirðinguna. Umsjónarmaður Um er að ræða hálft starf árið um kring. Skal umsjónarmaður m.a. sjá um daglegt eftirlit með byggingum og umhverfi Snorrastofu í Reykholti, ásamt viðhaldi þeirra, m.a. með út- vegun starfskrafta til vinnu og þrifa eftir þörf- um. Einnig felst í starfinu eftirlit með fornminj- um í Reykholti. Vefumsjón Óskað er eftir vefumsjónarmanni í hálft starf. Viðkomandi annast vefi og tölvur Snorrastofu, en verður að vera innan handar við önnur störf er til falla í Snorrastofu. Vefumsjónarmaður verður að hafa með háskólamenntun. Það gildir um öll störfin að viðkomandi verður að vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni og geta unnið sjálfstætt. Nánari upplýsingar veita Bergur í síma 435 1491 og 435 1525 (á kvöldin) og Bjarni í síma 893 3889. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist Snorrastofu fyrir 10. maí nk. (Aðsetur: Snorrastofa, Reykholti, 320 Reykholti.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.