Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mosfellsbær Útboð Gangstéttasteypa Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gang- stéttasteypu í Mosfellsbæ sumarið 2003. Um er að ræða nýframkvæmdir og við- hald. Helstu magntölur: Nýjar stéttar: 1450 m² Viðhald: 200 m² Útboðsgögn verða seld gegn 2.000 kr. greiðslu á tæknideild Mosfellsbæjar Völuteigi 15, frá og með mánudeginum 12. maí 2003. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. maí nk. þar sem þau verða opnuð í við- urvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tæknideild Mosfellsbæjar. ÚU T B O Ð Lögreglustöð Ólafsvík Útboð nr. 13313 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, óskar eftir tilboð- um í hönnun og byggingu lögreglustöðvar í Ólafsvík. Húsið skal vera á einni hæð. Það á að hýsa starfsemi lögreglunnar og einnig á að vera þar bílageymsla. Kostnaður við hönnun og verklega framkvæmd er takmarkaður við 23 milljónir króna. Byggingin skal afhendast til notkunar 20. febrú- ar 2004, en frágangi lóðar skal vera lokið eigi síðar en 28. maí 2004. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. maí 2003. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa í síðasta lagi 8. júlí 2003 kl. 11.00. Útboð Fjarðabyggð óskar eftir tilboðum í lokafrá- gang við 3. áfanga Nesskóla í Neskaup- stað. Um er að ræða frágang innanhúss, loftræsti- kerfi, vatnsúðakerfi og raflagnir. Húsið er upp- steypt, frágengið að utan og búið að taka það í notkun að hluta. Um er að ræða rými s.s. bóka- safn, hátíðarsal og önnur minni rými. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu tæknideild- ar Fjarðabyggðar í Neskaupstað, frá þriðjudeg- inum 13. maí gegn 5.000 kr. gjaldi. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 16.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚU T B O Ð Upplýsingakerfi fyrir Alþingi Eftirlit og ráðgjöf Útboð nr. 13166 Ríkiskaup, f.h. Alþingis, óska eftir tilboðum í ráðgjöf og eftirlit með hönnun og smíði á upp- lýsingakerfi fyrir Alþingi. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá kl. 13.00 þriðjudaginn 13. maí hjá Ríkis- kaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Tilboð verða opnuð hjá Ríkiskaupum 27. maí 2003 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Útboð KAR-06b 12 kV jarðstrengir Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í 12 kV jarð- strengi fyrir vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar samkvæmt útboðsgögnum KAR-06b. Verkið felst í hönnun, framleiðslu og afhend- ingu FOB á 22 km af 12 kV, 3x240 mm Al jarðstrengjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. maí nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 2.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 10:00 mánudaginn 26. maí 2003 þar sem verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Færsla Hringbrautar kynningarfundur Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin, Reykjanesumdæmi, boða til almenns kynningarfundar vegna mats á um- hverfisáhrifum færslu Hringbrautar í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í Hlíðaskóla þriðju- daginn 13. maí kl. 20:00 Gengið inn frá Hörgshlíð um efsta innganginn. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Viðgerðir og breytingar á byggingu 638 Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi verkefni á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli: Verk N62470-01-B-5066: Viðgerðir og breytingar á byggingu 638: Verkið felst í almennum viðgerðum og endurbótum á bygg- ingunni, þ.m.t. burðarvirki, vélbúnaði og raf- magni. Í því felast m.a. lagfæringar á undir- stöðum, gólfi, þaki, út- og innveggjum, hurðum og gluggum, pípu- og vatnslögnum, hita- og loftræstikerfi, úðunarkerfi, brunavarnarkerfi, lýsingu, síma- og sjónvarpskerfi, gangstéttir og endurbætur kringum húsið. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn og upplýsingar um kröf- ur til umsækjenda fást á heimasíðu utanríkis- ráðuneytisins: www.utanrikisraduneyti.is . Einnig fást þessi gögn hjá utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík eða hjá ráðn- ingarstofu varnarmálaskrifstofu á Brekkustíg 39, 260 Njarðvík. Gögnin ber að fylla út af um- sækjendum og er sérstaklega bent á nauðsyn framlagningar ítarlegra fjárhagslegra upplýs- inga og ársskýrslna. Forvalsnefnd utanríkisráð- uneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvals- gögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak- endum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík eða til ráðn- ingardeildar varnarmálaskrifstofu á Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. maí nk. Ekki er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því að ýmis smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: http://www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins. Útboð Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í upp- steypu og fullnaðarfrágang á búnings- og félagsaðstöðu HK í Fossvogsdal Um er að ræða steinsteypt hús á tveimur hæðum klætt að utan. Vinna við jarðvegsskipti undir sökklum stendur yfir. Í verkinu felst að steypa upp húsið og fullgera það að utan og innan ásamt þeim innréttingum og búnaði sem upp er talinn í útboðsgögnum. Helstu magntölur eru: Flatarmál (heildargrunnflötur) 700 m² Rúmmál 2.200 m³ Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. apríl 2004. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs, Fannborg 2, ll. hæð gegn kr. 20.000 skila- tryggingu, frá og með þriðjudeginum 13. maí nk. Tilboðum skal skilað á sama stað þriðjudaginn 27. maí 2003 fyrir kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. mbl.is ATVINNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.