Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 C 19 S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Teiknimiðilinn vinsæli Ragnheiður Ólafsdóttir verður með einkatíma í versluninni Betra Lífi í Kringlunni, 13. og 14. maí. Pantanir í síma 581 1380. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfs- emi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt- ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðar- dóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzs- on og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Frið- björg Óskarsdóttir sér um hópa- starf. Opið hús. Nemendur úr hópum verða með heilun og ýmislegt annað áhugavert í opnu húsi miðvikudaginn 14. maí í Garða- stræti 8. Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 20.00. Allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9—13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. KENNSLA Ungbarnanudd Námskeið fyrir for- eldra ungbarna byrj- ar fimmtudaginn 15. maí kl. 14.00. Báðir foreldrar velkomnir. Sérmenntaður kennari með yfir 13 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c, símar 896 9653 og 562 4745. Listsköpun helgina 7. og 8. júní nk. Allir geta lært að tjá hugmyndir og tilfinningar í gegnum listsköp- un, segir pólska listakonan Barb- ara Forrest, sem hefur lært og starfað í Englandi sl. 22 ár sem leikari, ljósmyndari og myndlist- armaður frá Central Saint Mart- ins Collage London og heldur reglulega námskeið þar. Barbara notar mismunandi aðferðir, efni, form, liti og tjáningu í listsköpun sinni og kennslu. Gagnlegt og áhugavert námskeið fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna. Ath.: Hámarksfjöldi 10 manns. Uppl. og innritun hjá Þórgunnu í símum 552 1850 og 896 9653. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3  1845128  Lf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í dag kl. 16.00 Samkoma fyrir konur. Kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Pálína Imsland stjórnar. Anne Marie Reinholdtsen talar. Kvennamótskonurnar taka þátt. Mánudag 12. maí kl. 17.30 Barnakór. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunn- ar Þorsteinsson predikar. Krossinn gengst fyrir stórsam- komum með nígeríska lækninga- predikaranum Charles Ndifone í Austurbæ (Austurbæjarbíó) dag- ana 13.—18. nk. Samkomurnar hefjast allar kl. 20.00. Einnig verða morgunsamkomur í Kross- inum 14.—16. kl. 10 árdegis. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.krossinn.is Morgunguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram lýkur ritskýringu á Fyrra Korintubréfi. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Dans- og dramahópur frá USA kemur í heimsókn. Fundur í Kristniboðsfélagi kirkj- unnar er á mánudag kl. 20. Hjónanámskeið með Eivind Fröen verður haldið 19. og 20. maí. Skráning stendur yfir í síma 567 8800. www.kristur.is Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Krossinn gengst fyrir stórsam- komum með nígeríska lækn- ingapredikaranum Charles Ndif- one í Austurbæ (Austurbæjar- bíói) dagana 13.—18. maí nk. Samkomurnar hefjast kl. 20.00. Einnig verða morgunsamkomur í Krossinum 14.—16. maí kl. 10.00 árdegis. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.krossinn.is Almenn samkoma kl. 16:30 í umsjón Recford Masters Comm- ission, sem er Biblíuskóli í Chi- cago í Bandaríkjunum. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Barnastarf fyrir börn 1—9 ára og 10—12 ára. Allir hjartanlega velkomnir. Mið. Mömmumorgun kl.10:00. Biblíufræðsla kl. 20:00. Fim. Eldur unga fólksins kl. 21:00. Fös. Unglingasamkoma kl. 20:30. Lau. Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 06:00. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is DILBERT mbl.is ÞEGAR flugvél iðnaðarráðherra og nefndarmanna úr nefnd sem skipuð var 2001 til að kanna og meta með hvaða hætti unnt væri að koma á sjálfbæru orkusamfélagi í Grímsey lenti, braust fram orkugjafinn mikli – sólin og baðaði menn og eyju geislum sínum. Nefndin hafði verið beðin um að koma með tillögur um hugsanlegar leiðir með tilliti til um- hverfis, tækni og kostnaðar. Nefndin var skipuð þeim Hjálm- ari Árnasyni alþingismanni sem var formaður, Þorsteini I. Sigfússyni prófessor, Erni Helgasyni prófess- or, Helgu Tuliníus jarðeðlisfræðingi og Árna Ragnarssyni verkfræðingi. Helgi Þór Ingason véla- og iðnaðar- verkfræðingur kom til starfa með nefndinni snemma á árinu 2002. Á fundinn í Grímsey komu frá nefnd- inni Hjálmar, Helga og Árni og með ráðherra Kristín Haraldsdóttir lög- fræðingur iðnaðarráðuneytisins. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra setti fundinn og lýsti ánægju sinni með að vera komin til Grímseyjar en þar á Valgerður stóran frændgarð. Ráðherra sagði Grímsey einangrað raforkukerfi með háan hitakostnað þar sem íbú- arnir væru nánast einu Íslending- arnir sem enn hita upp hús sín með olíu. Því væri mjög spennandi fyrir hana og eyjarbúa að heyra niður- stöðu nefndarinnar. Þá tók Hjálmar Árnason, fyrrum formaður nefndarinnar, við og sagð- ist fyrst hafa komið til Grímseyjar sem 13 ára færeyskur sjómaður ár- ið 1964. Eina mynd sagði Hjálmar lifa sterkast í huga sér frá þeirri heimsókn. Það var þegar hann horfði á eftir rómantísku og örugg- lega mjög orkuríku pari ganga norður fyrir heimskautsbaug! Þá ræddi Hjálmar hugmyndir Helgu og Árna um hvernig hægt væri að leysa orkumál Grímseyinga á ekki bara tæknilegan heldur líka hagkvæman hátt. Ekki skynsamlegt að leggja sæstreng Að fá rafmagn með streng út í ey væri ekki skynsamlegt, það væri dýrt og óvissa fylgdi því vegna fiski- miðanna og gæti skapað slysahættu. Vatnsorka og jarðvarmi hefur gert Íslendinga ríka, sagði Hjálmar, nýting þeirra gefur mikil verðmæti. Þá kom upp spurningin hvaða orka væri heppilegust hér, og er svarið vindorkan. Þjóðir heims hafa gert samkomulag um endurnýtanlega orku, Kýótósamkomulagið. Miklar framfarir hafa orðið á gerð vind- mylla hjá Dönum, Þjóðverjum og Spánverjum. Þær eru nú orðið fjöldaframleiddar og verð hefur lækkað. Lagt er til að fjárfesta í minnstu gerð af fjöldaframleiddri vindmyllu til að hafa hér í Grímsey, vindmyllu upp á 800 kílówött. Sér- fræðingarnir telja góðar líkur á heitu vatni hér og því er lagt til að hefja boranir strax. Jarðfræðilega er Grímsey talin vera gígtappi og sjómenn hér hafa sannreynt það á veiðarfærum að hiti er á sjávar- botni. Sem sagt jarðvarmi til húshitunar og vindmyllur til að framleiða raf- magn fyrir eyjarbúa. Vindmyllurnar slá út við 25 metra vindhraða en þurfa að minnsta kosti 4 metra á sekúndu til að hreyfast. Þetta eru tillögur nefndarinnar til iðnaðarráðuneytis og nú er ráðu- neytisins að vinna úr þeim. Borun hefur verið ákveðin nú á næstu vik- um. Heitt vatn er undirstaða lífs- gæða og breytir sannarlega öllu mannlífi. Hin góða mæting eyjarbúa á fund Valgerðar iðnaðarráðherra og hinna fróðu nefndarmanna um sjálfbært orkukerfi í Grímsey sýndi vel ánægju og áhuga Grímseyinga á þessu stóra framfaramáli. Morgunblaðið/Helga MattínaValgerður Sverrisdóttir á framboðsfundi í Grímsey. Tillögur um boranir og vindmyllur í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. GÍSLI Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði, hlýtur hvatn- ingarverðlaun Þróunarfélags Austurlands árið 2003. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, afhenti verðlaun- in á ráðstefnunni „Austurland framtíðarinnar“.Verðlaunin hlýt- ur Gísli fyrir langa og farsæla stjórnun fyrirtækja í sjávarútvegi á Fáskrúðsfirði. Í umsögn með verðlaununum segir meðal annars: „Gísla hefur tekist að sigla fyrirtæki í erfiðri grein, sem sjávarútvegur er, í gegnum ólgusjó viðskiptalífsins í bráðum þrjá áratugi. Á þessum tíma hefur umhverfi sjávarútvegs gjörbreyst á Íslandi og mörg fyr- irtækin tekið stórar dýfur og lent í alvarlegum hremmingum. Gísla hefur hins vegar tekist að stýra sínu fyrirtæki án áfalla og styrkt það í sessi. Þessi langi stjórn- unarferill Gísla er nær einstakur hér á landi. Gísli er nákvæmur stjórnandi og varfærinn en einnig útsjónarsamur og nýtir tækifærin þegar þau eru trygg eins og þeg- ar ný bræðsla fyrirtækisins var byggð, en þá hafði bræðsla ekki verið reist á Íslandi í allmörg ár. Loðnuvinnslan og önnur fyrirtæki sem Gísli hefur stjórnað hafa ver- ið meginburðarásar atvinnulífsins á Fáskrúðsfirði“. Auk hvatningarverðlauna Þró- unarfélags Austurlands hljóta þrír aðilar hvatningarviðurkenn- ingar félagsins í ár. Karl Sveins- son, fiskverkandi á Borgarfirði eystra, fyrir þrautseigju og út- sjónarsemi og jafnframt dirfsku í rekstri sjávaútvegsfyrirtækis sem er burðarás atvinnulífs í litlu sam- félagi, Sæsilfur hf., fyrir kjark og stórhuga framkvæmdir á sviði laxeldis í Mjóafirði og Mal- arvinnslan hf. á Egilsstöðum, fyr- ir árangursríka uppbyggingu á fjölþættri starfsemi. Hvatningarverðlaun Þróun- arfélags Austurlands eru nú veitt í fjórða sinn en öllum félagsað- ilum þess gefst kostur á tilnefn- ingum. Áður hafa Austfar ehf. á Seyðisfirði, KK matvæli á Reyð- arfirði og Síldarvinnslan hf. í Nes- kaupstað, hlotið þessi verðlaun. Morgunblaðið/Á.G. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhendir Gísla Jónatanssyni, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði, hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands. Fékk hvatning- arverðlaun Þróunarstofu Egillsstöðum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.