Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNIN HÉLT VELLI Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fékk traustan meirihluta í Alþingiskosningunum á laugardag, en sjálfstæðismenn fengu 22 þingmenn og framsóknar- menn 12 þingmenn. Samfylkingin fékk 20 þingmenn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 5 og Frjálslyndi flokkurinn 4 þingmenn. Samstarf rætt Tillaga um að Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn haldi áfram stjórnarsamstarfinu verður lögð fyrir þingflokkana í dag, en formenn flokkanna, Davíð Odds- son forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra fóru yfir málin á stuttum fundi í gær. Færri konur Konum fækkar um fjórar á Al- þingi eftir kosningarnar. Þær voru 23 en verða 19 og eru formenn Kven- réttindafélags Íslands og Femínista- félagsins óánægðir með gang mála. Ekki samstaða meðal bænda Ekki hefur náðst samstaða meðal bænda um leiðir til að draga úr framboði á kjöti að sögn Ara Teits- sonar, formanns Bændasamtak- anna. Ástæðan sé sú að svínabænd- ur hafi ekki náð samkomulagi um hvaða aðferðir ætti að nota til að stýra framleiðslunni. Fundur Abbas og Sharons? Líkur eru á að forsætisráðherrar Ísraela og Palestínumanna, Ariel Sharon og Mahmud Abbas, hittist á fundi á föstudaginn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með þeim, sitt í hvoru lagi, í gær um friðarvegvísinn svonefnda. Útlagi kominn heim Trúarleiðtogi sjíamúslíma í Írak kom til landsins um helgina eftir 23 ára útlegð í Íran. Hvatti hann landa sína til að hafna ríkisstjórn sem væri „þröngvað“ upp á þá en sagði þeim jafnframt að óttast ekki bandarísku landgönguliðana í Írak. Bandaríkja- menn óttast að hann stefni að því að koma á klerkastjórn svipaðri þeirri sem er í Íran. Sviksemi afhjúpuð Bandaríska dagblaðið The New York Times birti í gær forsíðufrétt og fjögurra síðna grein um ritstuldi, ósannsögli og aðra sviksemi eins af fréttamönnum blaðsins. Fréttamað- urinn hefur sagt upp störfum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 36 Forystugrein 24 Bréf 38/39 Viðskipti 28 Dagbók 40/41 Erlent 28/29 Fólk 42/45 Listir 29/30 Bíó 42/45 Umræðan 30 Ljósvakar 46 Minningar 32/36 Veður 57 * * * ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar, sem grunaður er um ölvun við akstur, var fluttur á slysadeild FSA eftir umferðaróhapp á Glerárgötu á Akureyri skömmu fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Ökumaðurinn kvartaði yfir eymslum í hálsi, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu, en hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Bifreiðinni var ekið suður Gler- árgötu en ökumaðurinn missti vald á henni sunnan Strandgötu með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur og valt á hlið- ina. SAUTJÁN ára stúlka lést eftir bílslys í Vestmannaeyjum að- faranótt sunnudags. Lögregl- unni í Vestmannaeyjum var til- kynnt um alvarlegt umferðarslys á Strandvegi við Steypustöð Vestmannaeyja þar sem bifreið hafði hafnað utan vegar og lent á steinvegg. Í bifreiðinni voru tveir farþegar auk ökumanns, allt 17 ára gamlar stúlkur. Þurfti aðstoð tækjabifreiðar Slökkviliðs Vestmannaeyja til að losa ökumanninn úr bifreiðinni. Stúlkan var úrskurðuð látin nokkru eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús Vestmannaeyja. Ekki er unnt að birta nafn henn- ar að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hin- ar stúlkurnar tvær á Landspít- alann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lækni þar var annarri þeirra haldið sofandi í öndunarvél í gær en hin, sem var minna slösuð, var vöknuð eftir aðgerð. Ljósmynd/Jóhann Ingi Árnason Banaslys í Vestmannaeyjum FJÓRIR voru með fimm tölur réttar í lottóinu á laugardagskvöld og fékk hver um sig rúmlega 12,3 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru allir seldir á höfuðborgarsvæðinu, í Gullnesti, Grafarvogi, Esso-stöðinni, Skógarseli, Fjarðarkaupum Hafnar- firði og Lukkusmáranum í Smára- lind. Potturinn var sexfaldur að þessu sinni. Þá fengu fjórtán bónus- vinning að upphæð 134 þúsund krón- ur á mann. Jókervinningur kvöldsins að upp- hæð 1,5 milljónir fór hins vegar óskiptur til Akureyrar og var miðinn keyptur í Strax á Byggðavegi. Þá voru sex sem fengu 100.000 króna Jókervinninga. Heildarfjöldi vinn- ingshafa var 23.894 og heildarvinn- ingsupphæð tæplega 69 milljónir. Fjórir með fimm rétta MAÐUR var fluttur á sjúkrahús á Akureyri eftir bílveltu við Holtakot í Reykjadal aðfaranótt sunnudags. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slasaðist nokkuð að sögn lögreglunn- ar á Húsavík. Bifreiðin er gjörónýt en grunur er um ölvun við akstur. Þá var tilkynnt líkamsárás í heimahúsi á Flateyri til lögreglu á Ísafirði um klukkan sex á sunnu- dagsmorgun. Maður á þrítugsaldri hafði ráðist á annan mann er hlaut áverka, m.a. í andliti. Báðir voru ölv- aðir, að sögn lögreglu. Maðurinn fór sjálfur á sjúkrahús en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af tveimur ungum drengjum í bifreið á Ísafirði en hjá þeim fannst smávægi- legt magn fíkniefna og tæki og tól til neyslu. Þeir voru báðir handteknir en sleppt eftir að annar viðurkenndi að hafa átt efnið. Málið telst upplýst. Bílvelta í Reykjadal MAÐUR sem stakk fimm manns með hnífi í Mosfellsbæ á laugardags- morgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. maí. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi komið í samkvæmi í morguns- árið og gengið þar berserksgang. Allir sem fyrir árásinni urðu voru karlmenn á þrítugsaldri og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Einn þeirra var lagður inn en fékk að fara heim í gær. Grunur leikur á að árásarmað- urinn hafi verið undir áhrifum fíkni- efna. Árásarmað- ur í gæslu- varðhald HELMINGUR 10. bekkinga á landinu skráði sig í öll sam- ræmdu prófin og 92% skráðu sig í fjögur próf eða fleiri. Í dag, mánudag, verður prófað í stærð- fræði og þar með lýkur þessum prófaspretti. Nemendur geta skráð sig úr prófum þremur dögum fyrir próf- dag og ekki er enn ljóst hversu margir nýttu sér þann kost. Þá mæta heldur ekki allir sem eru skráðir. Samkvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun skráðu flestir sig í íslenskuprófið eða 4.005, 3.967 skráðu sig í stærðfræði-, 3.932 í ensku-, 3.436 í dönsku-, 2.955 í náttúrufræði- og 2.793 í samfélagsfræðiprófið. Þetta er í fyrsta skipti sem sex samræmd próf eru lögð fyrir grunnskólanemendur. Sig- urgrímur Skúlason, deildarstjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að það hafi komið nokkuð á óvart hversu margir skráðu sig í öll prófin. Hann hafi átt von á því að fleiri skráðu sig í 4–5 próf. Inn- tökuskilyrði á bóknámsbrautir framhaldsskólanna eru fjögur samræmd próf og á verknáms- brautum er gerð krafa um tvö próf. Miðað er við meðaltal sam- ræmdra prófa og skólaeinkunnar. Morgunblaðið/Kristinn Nemendur í Hvassaleitisskóla þungt hugsi yfir prófverkefnunum. Helmingur nemenda er skráð- ur í öll samræmdu prófin ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Bílslys á Glerárgötu Morgunblaðið/Kristján 2003  MÁNUDAGUR 12. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EFNIHÉR KEMUR TEXTI BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Þegar ég kom til Stoke á sínumtíma skrifaði ég undir samning til tveggja og hálfs árs. Ég á enn eftir eitt ár af þeim samningi og ég er nú einu sinni þannig gerður að ég lít á það sem skyldu mína að ljúka honum. Ég vona að ég fái tækifæri til að sanna mig á næsta tímabili, ég tel að ég hafi staðið mig ágætlega í þeim fáu leikjum sem ég spilaði í vetur en ég fékk aldrei neinar skýringar á því hvers vegna ég væri ekki í liðinu,“ sagði Pétur. Hann var aðeins með í 11 af 46 leikjum Stoke í ensku 1. deildinni í vetur, þar af 7 sinnum í byrjunar- liði. Þó náði hann að skora tvö mörk og var einu sinni valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Stoke. „Ég hef ekkert heyrt frá stjórn- armönnum eða þjálfara og geri því ekki ráð fyrir neinum breytingum á mínum högum. Auðvitað mun ég skoða málin ef eitthvað annað kem- ur upp en um slíkt hefur ekki verið að ræða.“ Einkennileg fréttamennska Pétur sagði að fréttir heima á Ís- landi sem tengdu hann við KR væru algjörlega úr lausu lofti gripnar, sem og vangaveltur um að hann væri að yfirgefa Stoke yfir- leitt. „Það hefur ekkert íslenskt fé- lag haft samband við mig og ég veit ekki hvaðan þessar fréttir eru upp runnar. Mér finnst það einkennileg fréttamennska að orða mig við KR á þennan hátt, eða fjalla um að ég sé að yfirgefa Stoke. Íslenskir fjöl- miðlar eiga greiðan aðgang að mér og þeir hefðu getað fengið að heyra það rétta frá mér ef þeir hefðu vilj- að,“ sagði Pétur Marteinsson. Pétur er ekki á förum frá Stoke PÉTUR Marteinsson, knattspyrnumaður hjá Stoke City, er ekki á förum frá félaginu og reiknar alfarið með að spila áfram með því á næsta tímabili. Talsverðar vangaveltur hafa verið um framtíð Pét- urs og hann var m.a. orðaður við KR um helgina, en hann sagði við Morgunblaðið í gær að ekkert væri hæft í þeim fréttum. Action Images Guðni Bergsson fagnar eftir sigur Bolton á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær. Guðni lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður og Bolton tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni. Nánar á Guðni lék 449 deildaleiki GUÐNI Bergsson lék í gær sinn síðasta leik í ensku knattspyrnunni þegar hann tók þátt í því að forða Bolton frá falli úr úrvalsdeildinni. Lið hans lagði Middlesbrough að velli, 2:1. Guðni lék þar sinn 202. leik í ensku úr- valsdeildinni, þann 342. í ensku deildakeppninni, og 449. deildaleikinn á meist- araflokksferlinum sem hann hóf með Val sumarið 1983, á átjánda aldursári. Guðni lék samtals 107 deildaleiki með Val, 72 með Tottenham og 270 með Bolton. Hann spilaði 31 leik í vetur í ensku úr- valsdeildinni, alla í byrj- unarliði, og þar af lék hann síðustu 23 leikina á tímabilinu. Guðni lék jafnan í öft- ustu vörn en skoraði þó 32 mörk í þessum 449 leikj- um. Þar af 23 fyrir Bolton, 7 fyrir Val og 2 fyrir Tott- enham. Til viðbótar þessu á Guðni að baki 78 A- landsleiki fyrir Íslands hönd og þeir verða vænt- anlega 80 áður en yfir lýk- ur en hann hefur gefið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.