Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarturninn stendur enn þrátt fyrir skítkast og 7% færri sólskinsstundir. Hugræn atferlismeðferð Árangursrík aðferð gegn þunglyndi FYRIR skemmstuvar stödd hér álandi Ivy Black- burn, doktor í klíniskri sálarfræði frá Háskólan- um í Edinborg í Skot- landi. Megintilgangur heimsóknar hennar hing- að til lands var að halda námskeið fyrir fagfólk og almenning í svokallaðri hugrænni atferlismeð- ferð, meðal annars gegn þunglyndi, sem er sem kunnugt er vaxandi heil- brigðisvandamál í ís- lensku þjóðfélagi eins og víða annars staðar. Hún var hér í boði Félags um hugræna atferlismeðferð, en hér mun vera um van- nýtt meðferðarúrræði að ræða sem nýtur vaxandi hylli og athygli, bæði hér á landi og víðar úti í heimi. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Ivy og útskýrir hún meðal annars hvað huglæg atferlis- meðferð er. – Á hvers vegum komst þú hingað og í hvaða tilgangi? „Ég kom til Íslands í boði Fé- lags um hugræna atferlismerð til að halda námskeið í hug- rænni atferlismeðferð við þung- lyndi. Þunglyndi er vaxandi vandamál og fyrir heilbrigðis- kerfið fylgir því aukinn kostn- aður. Því þarf að skoða nánar hvað sé til ráða. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar svo sem lyfjameðferð og sálfræðimeðferð og var það tilgangur minn að fræða fagfólk og almenning bet- ur um árangur hugrænnar at- ferlismeðferðar í baráttunni við þunglyndi.“ – Varstu með sömu námskeið- in fyrir sérfræðinga og almenn- ing? „Fyrir sérfræðinga hélt ég námskeið um hugræna atferl- ismeðferð við þunglyndi þar sem sérstök áhersla var lögð á ráðgjöf varðandi sjálfsvígs- hættu. Þetta námskeið var auk þess hluti af tveggja ára sér- námi sem félagið stendur nú fyrir í annað sinn. Einnig var ég með námskeið fyrir sálfræðinga sem hafa lokið sérnáminu og eru í handleiðslunámi í hug- rænni atferlismeðferð. Á nám- skeiðinu fyrir fagfólk fór ég í þá meðferðartækni sem beitt er í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi. Svo hélt ég einnig opinn fyrirlestur annan daginn um árangur hugrænnar atferl- ismeðferðar við þunglyndi í ljósi þess að þunglyndi er að verða einn helsti heilbrigðisvandinn sem við glímum við. Þar reyndi ég að svara því hvort hugræn meðferð gæti hjálp- að í baráttunni við þunglyndið.“ – Hvað er hugræn atferlismeðferð? „Hugræn atferlis- meðferð er sálfræðimeðferð fyr- ir tilfinningaraskanir sem nær yfir stuttan tíma . Hún er byggð á hugrænni kenningu, sem held- ur því fram að tilfinningar og hegðun sem trufla okkur tengist hugsunum okkar, það er hvern- ig við skynjum og túlkum þær aðstæður sem við erum í. Hvað tilfinningaraskanir varðar þá er algengt að skynjun okkar og túlkanir séu óraunhæfar og þá í neikvæða átt. Hugræn atferlis- meðferð vinnur að því að breyta hugsunum í þeim tilgangi að bæta líðan okkar og hvernig við hegðum okkur.“ – Virkar hún betur en sitt- hvað annað sem reynt er gegn þunglyndi? „Já, í samanburði við þung- lyndislyf hefur hugræn atferl- ismeðferð í mörgum rannsókn- um sýnt jafngóðan eða betri árangur en lyfin og í saman- burði við aðrar sálfræðilegar meðferðir hefur hugræn atferl- ismeðferð reynst árangursrík- ari.“ – Telur þú að hér sé um van- nýtta aðferð að ræða? „Já, vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að hún skilar góðum árangri en almennt skortir fleiri þjálfaða sérfræðinga sem nota hugræna atferlismeðferð.“ – Hvernig fannst þér nám- skeiðin þín hér á landi heppn- ast? „Þau heppnuðust mjög vel. Þau voru vel sótt og fólk var vel að sér og áhugasamt.“ – Hverjir voru það sem sátu námskeiðin? „Á námskeiðunum voru ann- ars vegar fagfólk sem hafði grunnþekkingu í hugrænni at- ferlismeðferð og hins vegar sál- fræðingar sem lokið hafa sér- námi í hugrænni atferlis- meðferð, en eru að sérhæfa sig í handleiðslu innan þess meðferðar- forms. Á opna fyr- irlestrinum var bæði fagfólk og al- menningur.“ – Varðstu sjálf einhvers vísari við dvöl þína hér á landi, sem getur komið þér að notum síð- ar? „Já, ég hitti hér fyrir hóp mjög áhugasamra þjálfaðra sér- fræðinga sem nota hugræna at- ferlismeðferð og var það mjög ánægjulegt. Vonandi heldur þetta meðferðarform áfram að breiðast út á Íslandi þannig að fleiri sem þurfa á því að halda fái aðgang að hugrænni atferl- ismeðferð.“ Ivy Blackburn  Ivy Blackburn er fædd á eynni Mauritius árið 1939. Fór til Ed- inborgar til háskólanáms og fór í meistaranám í sálarfræði við Ed- inborgarháskóla árið 1959 og lauk diplóma í klíniskri sálar- fræði árið 1963 og lauk doktors- gráðu 1972, allt við Háskólann í Edinborg í Skotlandi. Ivy Black- burn býr núna og sinnir sál- fræðistörfum sínum í borginni Newcastle í Englandi. Sálfræðimeð- ferð fyrir tilfinn- ingaraskanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.