Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 13
KOSNINGAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 13 Í KOSNINGAÚRSLITUM helgarinnar felast talsverð tíðindi þegar horft er á þró- un íslenzka flokkakerfisins undanfarna áratugi. Annars vegar eru það auðvitað tíðindi að í annað sinn eftir að flokkakerfið tók á sig mynd skuli ríkisstjórn halda meirihluta sínum tvennar kosningar í röð. Flest bendir nú til að rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitji í þrjú kjörtímabil eins og Viðreisnar- stjórnin 1959–1971. Hins vegar nær Samfylkingin þeim áfanga að fá meira en 30% fylgi. Í hinu hefðbundna fjögurra flokka kerfi er Sjálfstæðisflokkur- inn stærstur, þá kemur Framsókn- arflokkurinn, svo róttækur vinstri flokkur (Sósíalistaflokkurinn, Al- þýðubandalagið) og loks jafnaðar- mannaflokkurinn (Alþýðuflokkur- inn). Í síðustu þingkosningum árið 1999 tókst Samfylkingunni að verða næststærsti flokkurinn, en engu að síður mistókst að sameina alla ís- lenzka vinstrimenn í stóra breið- fylkingu og 26,8% fylgi olli samfylk- ingarfólki talsverðum vonbrigðum. Meginástæða þess að þannig fór var á þeim tíma talin sú að róttæki vinstriflokkurinn neitaði að renna inn í breiðfylkinguna; vinstri grænir náðu rúmlega 9% fylgi yzt á vinstri jaðrinum. Jafnaðarmannaflokkurinn loksins orðinn stór? Röð flokkanna í kerfinu er nú áfram sú sama en Samfylkingarfólk túlkar það sem sálrænan sigur að „rjúfa 30% múrinn“ eins og það er orðað. Það hefur engum flokki öðr- um en Sjálfstæðisflokknum tekizt allt frá því í árdaga fjögurra flokka kerfisins; árið 1931 fékk Framsókn- arflokkurinn 35,9% fylgi. Hins vegar má spyrja hvort tíð- indin hafi ekki fremur verið að Sam- fylkingin kom svo illa út í síðustu kosningum en að hún hafi náð 31% fylgi í þessum. Þegar horft er á fylgi flokkanna, sem síðan runnu inn í Samfylkinguna (Þjóðvaka, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista) í kosningunum 1995 var það samanlagt 37,8%. Jafnframt má spyrja hvort Sam- fylkingin hafi náð sessi norrænna jafnaðarmannaflokka, sem eru flestir í lægð um þessar mundir. Þannig hefur norski Verkamanna- flokkurinn fengið 34,3% til 42,3% at- kvæða í þingkosningum síðastliðin þrjátíu ár, þar til í kosningunum 2001, að hann fékk 24,3%. Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn hefur í undanförnum fimm kosningum, þ.e. frá 1988, fengið 36,4% til 45,3% fylgi, er nú með 39,9%. Danskir flokksbræður Samfylkingarinnar fengu 29,1% í seinustu kosningum en fengu 34,6% til 37,4% í þrennum kosningum þar á undan. Samfylkingin náði því ekki að verða stærsti flokkurinn, sem var eitt af markmiðum hennar í kosn- ingabaráttunni, og ekki heldur að verða hinn „náttúrulegi“ stjórnar- flokkur eins og systurflokkarnir í Skandinavíu, enda mistókst stjórn- arandstöðunni að fella ríkisstjórn- ina í kosningunum. Raunar má spyrja hvort Samfylkingin sé orðin „stór“ jafnaðarmannaflokkur á nor- ræna vísu fyrr en hún hefur sýnt að hún geti haldið fylginu í yfir 30% í meira en einar kosningar. Í ljósi þess að sá leiðtogi, sem þótti hvað líklegastur til að gera Samfylk- inguna að stóru afli í íslenzkri póli- tík, náði ekki betri árangri, má spyrja hversu líklegt sé að það tak- ist að endurtaka leikinn. Staða Ingibjargar erfið Samfylkingarfólk fagnar því vafa- laust að eiga nú fyrsta þingmann í tveimur kjördæmum, Össur Skarp- héðinsson í Reykjavík norður og Margréti Frímannsdóttur í Suður- kjördæmi, en spyrja má hvaða praktíska þýðingu þeir titlar hafi þegar í slaginn á Alþingi er komið. Þó má ekki gleyma því að vinstri- maður hefur ekki verið fyrsti þing- maður neins kjördæmis frá því Lúð- vík Jósepsson formaður Alþýðu- bandalagsins vann mikinn sigur í Austurlandskjördæmi í kosningun- um 1978. Það hlýtur að draga úr sigurgleði Samfylkingarfólks að sjá hvorki fram á miklar líkur á stjórnarsetu né að hafa náð „forsætisráð- herraefni“ sínu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, á þing. Staða Ingi- bjargar í flokknum er óviss í ljósi kosningaúrslitanna og hún virðist í raun dæmd til að víkja aftur til hlið- ar fyrir svila sínum Össuri Skarp- héðinssyni, formanni flokksins. Eina leiðin fyrir hana að gera tilkall til leiðtogahlutverks er að hljóta kosningu sem formaður flokksins á flokksþingi í haust. Nú hefur Össur reyndar sagt að hann hyggist sækj- ast eftir endurkjöri og hafi til þess stuðning Ingibjargar. Hvað sem gerist, verður Össur leiðtogi flokks- ins á Alþingi. Spyrja má hvort stjórnarandstöðustíll Össurar, með hraðaupphlaupum sem enda sjaldn- ast með marki, nema þá sjálfs- marki, sé það sem „stóri“ jafnaðar- mannaflokkurinn þarf á að halda, ætli hann að festa sig í sessi. Þessi stíll hefur fremur þótt henta smá- flokkum. Talsvert áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn Kosningaúrslitin eru Sjálfstæðis- flokknum talsvert áfall. Hann fékk 33,7% atkvæða, sem er þriðji lakasti árangur flokksins í kosningum frá stofnun hans 1929. Árið 1978 fékk hann 32,7% fylgi og 1987, þegar Al- bert Guðmundsson hafði klofið flokkinn og stofnað Borgaraflokk- inn, fékk hann 27,2%. Flokkurinn tapar sjö prósentustigum frá síð- ustu kosningum, þegar hann fékk 40,7%. Það var reyndar bezta út- koma flokksins frá 1974, er hann fékk 42,7% fylgi. Meðalfylgi Sjálf- stæðisflokksins í þingkosningum frá 1931 er rétt um 39% og árangurinn núna er augljóslega langt frá því. Sjálfstæðisflokkurinn getur unað við að ríkisstjórn undir hans forystu hefur haldið meirihluta þrennar kosningar í röð. Hins vegar munu kosningaúrslitin nú áreiðanlega verða tilefni til naflaskoðunar. Með- al þess sem sjálfstæðismenn munu skoða er hvernig hægt verði að styrkja stöðu kvenna innan flokks- ins, en aðeins fjórar konur eru nú í þingflokknum. Jafnframt munu menn vafalaust velta fyrir sér hvernig þeir geti varizt árásum Frjálslynda flokksins á sjávarút- vegsstefnuna. Þá er byrjað að tala um það innan flokksins að endur- skoða verði skipulag kosningabar- áttunnar, sem þykir ekki hafa verið nægilega markviss á lokasprettin- um. Framsókn er ekki komin á mölina Framsóknarmenn hafa gert tals- vert úr því að þeir hafi haldið sjó í kosningunum og aðeins tapað 0,7 prósentustigum frá síðustu kosn- ingum. Það er auðvitað alveg rétt, en ekki má gleyma því að Framsókn var alls ekki ánægð með síðustu kosningaúrslit, sem voru þau þriðju lélegustu í sögu flokksins. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn er Fram- sóknarflokkurinn nú að fá sína þriðju lökustu kosningu, verstu út- komuna frá 1978. Hins vegar geta framsóknarmenn talað um varnar- sigur vegna þess hversu langt niður þeir voru komnir í skoðanakönnun- um skömmu fyrir kosningar, jafnvel niður fyrir 10% fylgi. Þeir stóðu sig óneitanlega bezt á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar og Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins, styrkti stöðu sína. Ímynd Framsóknarflokksins yfir- leitt hefur breytzt verulega á und- anförnum árum og í hinum nýja þingflokki hans er talsvert af nýjum andlitum, sem hafa ekki á sér hið hefðbundna framsóknar/landbúnað- ar/samvinnu-yfirbragð. Það breytir ekki því að Halldóri Ásgrímssyni hefur enn ekki tekizt að breyta Framsóknarflokknum úr dreifbýlis- flokki, færa hann á mölina eins og það hefur verið orðað. Ef litið er á fylgi flokksins í landsbyggðarkjör- dæmunum þremur er það á bilinu 21,7% til 32,8%. Í kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu er það hins vegar 11,3% til 14,9%. Með öðrum orðum er fylgi Framsóknar enn u.þ.b. helmingi minna á suðvestur- horninu en á landsbyggðinni. VG að festast í sessi sem smáflokkur Vinstri-grænir töpuðu smávægi- legu fylgi í kosningunum, aðeins 0,3%, en misstu engu að síður einn þingmann. Þeir geta út af fyrir sig vel við unað að kjósendur þeirra skuli ekki hafa fallizt á þau rök Samfylkingarinnar að eina leiðin til að fella ríkisstjórnina væri að kjósa hana. Niðurstaðan sýnir að vinstri- grænir ganga að ákveðnu fylgi vísu og hafa fest sig í sessi sem smá- „Norrænna“ flokkakerfi? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Við erum orðin stór gætu þau verið að segja, frambjóðendur Samfylkingarinnar, sem hér fagna fyrstu tölum. Frá vinstri: Ásta R. Jóhannesdóttir, Einar Karl Haraldsson og Össur Skarphéðinsson. Eftir kosningarnar líkist flokkakerfið meira því sem gerist í hinum nor- rænu ríkjunum, en þó vantar upp á að Samfylk- ingin geti talizt „stór“ jafnaðarmannaflokkur á norræna vísu, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Ríkisstjórnin heldur velli tvennar kosningar í röð og kemst þannig hugsanlega á blað með Viðreisnarstjórninni sem langlífasta stjórn sögunnar. flokkur yzt á vinstri jaðrinum. Þeir flokksmenn, sem létu sig dreyma um að starfa í stórum vinstriflokki, ættu hins vegar væntanlega fremur að ganga til liðs við Samfylkinguna. Sigur Guðjóns og frjálslyndra Frjálslyndi flokkurinn getur vel við kosningaúrslitin unað, þótt þau séu ekki í takt við það mesta, sem honum var spáð í skoðanakönnun- um. Hann fer úr 4,2% í 7,6% og tvö- faldar þingmannatölu sína, úr tveimur í fjóra. Útkoma flokksins er langbezt í kjördæmi formannsins, Guðjóns Arnars Kristjánssonar, en þar fékk hann 14,2% og tvo menn kjörna. Úrslitin eru því ekki síður persónulegur sigur fyrir Guðjón. Hitt er svo annað mál hvort Frjálslyndi flokkurinn á framtíð fyrir sér. Fjórflokkurinn hefur í ár- anna rás ævinlega hrist fimmta flokkinn af sér og fylgið leitað í sama farið. Frjálslyndi flokkurinn er fjórði flokkurinn utan fjórflokks- ins sem kemur mönnum á þing tvennar kosningar í röð, hinir voru Bændaflokkurinn, Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna og Kvenna- listinn. Síðastnefndi flokkurinn hélt lengst út, fernar kosningar. Þingmenn flokksins, aðrir en for- maðurinn, eru óskrifað blað og reynslulausir í pólitík. Það fer mikið eftir því hvernig þeir reynast á þingi hvort flokkurinn heldur trú- verðugleika sínum gagnvart þeim kjósendum, sem kusu hann vegna óánægju með núverandi sjávarút- vegsstefnu stjórnvalda. Líkara skandinavíska mynztrinu – en ekki eins Á heildina litið má segja að eftir þessar einu kosningar líkist flokka- kerfið meira en áður því, sem gerist í Skandinavíu; með tiltölulega stórum jafnaðarmannaflokki, mynd- arlegum miðjuflokki, litlum vinstri- sinnuðum jaðarflokki og svo eins máls „vinsældaflokki“, sem hér ger- ir reyndar út á óánægju með fisk- veiðistjórnun en ekki innflytjendur eða skattamál. Eitt grundvallarat- riði er þó öðruvísi, að Sjálfstæðis- flokkurinn er áfram stærsti flokk- urinn. Þetta skiptir auðvitað höfuðmáli enda hvergi annars stað- ar á Norðurlöndunum sem hægri- flokkur nýtur jafnmikils fylgis. Víð- ast hvar er hinn borgaralegi vængur þar klofinn í tvo eða fleiri flokka. Og eins og reynslan sýnir er alltof snemmt að afskrifa gamla fjögurra flokka kerfið. olafur@mbl.is Smáhýsi frá 4-23 fm Auðbrekku 19 200 Kópavogi sími 544 5550, fax 544 5551 netfang: goddi@goddi.is Bjálkastærð 38-70 mm goddi.is Saunaklefar LCI-745C Fólksbíla- og bátakerrur Arinofnar Sauna- ofnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.