Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 17
KOSNINGAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 17 REYKJAVÍK SUÐUR Þrír nýir þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður setjast á Alþingi í haust. Allir flokkar nema Frjálslyndi flokk- urinn og Nýtt afl náðu inn manni eða mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 38% atkvæða og flesta menn kjörna, eða fimm. Í þeim hópi er einn nýliði, Birgir Ármannsson, fimmti maður á lista flokksins. Næst á eftir kom Samfylkingin með 33,3% atkvæða og fjóra menn kjörna, þar af tvo nýliða, Ágúst Ólaf Ágústsson og Mörð Árnason. Lára Mar- grét Ragnarsdóttir sem kosin var á þing árið 1991, féll af þingi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk 9,3% atkvæða og náði sínum efsta manni inn, Ögmundi Jónassyni þingflokksformanni og sömu- leiðis Framsóknarflokkurinn, sem fékk 11,3% atkvæða og Jónínu Bjartmarz kjörna. %) - 42.- &1 - 2. -  "# - 4%-C  6    432 ! .0$H 0 0# 0 H 0   8 8 1(  %(  9: 8 $*;*  &% 1((  (*' %  9:(  1(+ $/< ; "  8**'" 5% 1(" %2 >*  %2" $ %  " 4    4    4  $    4 =   4 5  0 Þrír nýir alþingismenn GEIR H. Haarde, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og efsti maður á lista flokksins í Reykja- víkurkjördæmi suð- ur segir gengi flokksins í kosning- unum hafa valdið sér vissum vonbrigðum, þótt menn hafi vitað að flokkurinn hafi siglt inn í kosningabaráttuna í talsverðum mót- byr. Hitt sé þó ljóst að ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum og stjórnar- andstöðunni tókst ekki það ætlunar- verk sitt að fella hana. „Ég held samt að í þessari stöðu felist ýmis tækifæri sem menn munu reyna að nýta á næstu dögum,“ segir hann. „Það er mjög ánægjulegt að þau áform Samfylkingarinnar um að fella ríkisstjórnina, koma Ingibjörgu Sól- rúnu á þing og fella formann Fram- sóknarflokksins skyldu ekki ganga eftir. Mér finnst að Samfylkingin, sem ætlaði sér að verða 40% flokkur, geti ekki státað af mjög miklu. Síðan eru búnar til nýjar viðmiðanir um 30% múr, sem er vitleysa, því ef lagð- ar eru saman tölur þessara fjögurra flokka og flokksbrota í gegnum tíðina þá er yfirleitt um 30% að ræða.“ Geir H. Haarde „Gengi flokksins viss vonbrigði“ „SÍÐUSTU tíð- indin í morgun [sunnudags- morgun] voru auð- vitað vonbrigði fyr- ir okkur, en hvað sem líður þróun- inni á næstu dög- um og vikum, þá er þetta sannarlega sögulegur árang- ur,“ segir Mörður Árnason, nýr þingmaður Samfylkingar í Reykja- víkurkjördæmi suður. „Við höfum náð að búa til öflugan flokk til vinstri við miðju, sem hefur svipaða burði og jafnaðarflokkar annars staðar á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu. Núna lítum við stolt í kringum okkur og til baka í söguna til allra þeirra sem ruddu þessa braut.“ „Það er líka merkilegt, þegar maður leggur saman niðurstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, þá eru þetta þriðju verstu samanlögðu úrslit þeirra í sögunni, 51,1%. Aðeins árið 1978 og 1987 hafa þau verið verri. Bæði þau ár urðu stjórnarskipti.“ Mörður Árnason „Sögulegur árangur“ „ÞETTA var sögu- legur sigur Sam- fylkingarinnar, sem gaman var að taka þátt í,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, 26 ára háskólanemi og nýr þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Er hann með allra yngstu þingmönnum og hlakkar til að takast á við þingmannsstarfið, strax að loknu námi í hagfræði og lögfræði við HÍ í haust. „Ég held að þetta verði skemmti- legur starfsvettvangur og vonandi lærir maður inn á hann eins og hvað annað,“ segir hann. „Það var einnig mjög ánægjulegt hvað ungt fólk lét að sér kveða í þessum kosningum og að ný kynslóð þingmanna sé risin upp. Þar sem endurnýjun á Alþingi er mikil tel ég að málefni ungs fólks, s.s. mennta-, skatta- og húsnæðis- mál, fái þar meiri hljómgrunn en áð- ur.“ Ágúst Ólafur Ágústsson „Sögulegur sigur“ „MÉR finnst að sjálfsögðu slæmt að stjórnin skuli halda velli, en hún hefur nauman og þverr- andi meirihluta á bak við sig,“ segir Ögmundur Jónas- son þingflokks- formaður Vinstri grænna. „Ég get þó ekki annað en lýst vonbrigðum yfir því að það skuli fækka í þingliði okk- ar. Árni Steinar Jóhannsson verður eftir sem áður varaþingmaður og við munum reyna að nýta krafta hans. Í þeim kjördæmum sem við höfð- um ekki þingmenn var róðurinn erf- iður, en sums staðar styrktum við hins vegar stöðu okkar s.s. í Norð- vesturkjördæmi, þar sem við jukum fylgi okkar að mörgu leyti við erfiðar aðstæður. Það allra besta er, að þrátt fyrir kosningaúrslitin höfum við ver- ið að styrkja innviði okkar hreyf- ingar. Það eru komnir til liðs við okk- ur fjöldi einstaklinga sem ég gef mikið fyrir. Ég horfi því björtum augum til framtíðar þótt róðurinn verði erfiður. Við erum ekki á þeim buxunum að gefast upp, heldur þvert á móti munum við vinna vel á kom- andi kjörtímabili, eins og við höfum reyndar gert til þessa.“ Ögmundur Jónasson, VG „Slæmt að stjórnin haldi velli“ „MÉR fannst við vinna málefnalegan sigur í þessum kosningum með því að sjávarútvegs- málin urðu að meg- inmáli kosninga- baráttunnar,“ segir Margrét Sverris- dóttir efsti maður á lista Frjálsynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hana vantaði 13 atkvæði upp á á landsvísu til að ná kjöri. Frjálslyndi flokkurinn náði því engum manni inn í kjördæminu. „Þetta munaði ótrú- lega litlu og urðu mér vissulega von- brigði. Ég hef verið ötull talsmaður flokksins í 5 ár og finnst verra að ná ekki kjöri fyrir þessa tilviljun.“ Margrét Sverrisdóttir „Unnum málefna- legan sigur“ „ÞETTA er auðvitað mjög sögu- legur sigur fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er þetta í fyrsta sinn í 70 ár sem annar flokkur en Sjálfstæð- isflokkurinn fær yfir 30% fylgi,“ seg- ir Jóhanna Sigurðardóttir efsti mað- ur á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmi suður. „Í annan stað er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem möguleiki er á að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðis- flokks og í þriðja lagi hefur Samfylk- ingin skipað sér á bekk með öðrum jafnaðarmannaflokkum á Norður- löndum. Formaður og forystumenn Samfylkingarinnar hafa undirbyggt þennan sigur mjög vel með sam- hentri sveit frambjóðenda. Sigurinn sýnir að fólk er að kalla eftir breytingum. Vonbrigðin eru að ekki skyldi takast að fella ríkis- stjórnina og að Ingibjörg Sólrún skyldi ekki ná kjöri.“ Jóhanna Sigurðardóttir „Fólk er að kalla eftir breytingum“ Fellur út af þingi „ÉG er ekkert ósátt, það er líf fyr- ir utan pólitíkina. Ég hef verið 12 ár á þingi og aldrei eins lengi á sama stað,“ segir Lára Mar- grét Ragnarsdóttir 6. maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem náði ekki endurkjöri. „Þetta kom mér ekki á óvart, straumarnir voru í þá veru að tími væri til kominn að breyta breytinganna vegna.“ Hún kveður þingmannsferil sinn í sátt og segir mikið hafa áunnist á sl. tveimur kjörtímabilum. „Fyrsta kjörtímabilið var mjög erfitt vegna slæmrar stöðu í efnahagsmálum og ég held að ungt fólk í dag átti sig ekki á því hve alvarlegt ástandið var þegar við tókum við árið 1991. Okkur hefur tekist að halda stöðugleik- anum og ég er stolt af að hafa átt þátt í að breyta þjóðfélaginu jafn- hratt og raun ber vitni.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir „Það er líf fyrir utan pólitíkina“ „ÉG get ekki neit- að því að ég bjóst við betra gengi Sjálfstæðisflokks- ins og mér fannst að málefnastaða flokksins, farsælt starf hans í ríkis- stjórn og öflug kosningabarátta ættu að skapa for- sendur fyrir betri árangri,“ segir Birgir Ármannsson, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkur- kjördæmi suður. „Á hinn bóginn er það mjög athyglisverð niðurstaða að ríkisstjórnin skyldi halda velli og það örugglega, því það hefur aðeins einu sinni áður gerst að sama ríkis- stjórnin hafi lifað lengur en tvö kjör- tímabil. Árangurinn var mjög at- hyglisverður í ljósi þess að mjög hart var að ríkisstjórninni sótt.“ Birgir Ármannsson „Mjög athyglis- verður árangur“ „MIÐAÐ við stöð- una í skoðanakönn- unum fjórum vik- um fyrir kjördag held ég að við get- um verið mjög sátt,“ segir Jónína Bjartmarz, efsti maður á lista Framsóknarflokks í Reykjavíkur- kjördæmi suður, sem náði endur- kjöri. Fylgi flokksins var 11,3% í Rvk. suður, en 17,7% á landsvísu. „Við höldum allt að því sama fylgi og í síðustu kosningum og sama þingmannafjölda. Við erum enn- fremur að auka hlut okkar á höfuð- borgarsvæðinu með því að fá þrjá menn kjörna í Reykjavík í stað tveggja áður,“ segir hún. Að mati hennar er eðlilegast að formenn stjórnarflokkanna tveggja hefji nú viðræður um möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi og fyrir liggi að þeir óski eftir umboði frá þingflokkum sínum til þess. Jónína Bjartmarz „Getum verið mjög sátt“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.