Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 20
KOSNINGAR 2003 20 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐVESTURKJÖRDÆMI Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sína bestu kosn- ingu í Suðvesturkjördæmi eins og flestir bjuggust sjálfsagt við. Hann tapaði þó talsverðu fylgi frá síðustu kosningum en Samfylkingin vann á, sé miðað við gamla Reykjaneskjördæmið. Sjálfstæðisflokkur fékk fimm þingmenn með 38,4% fylgi sem er besta útkoma flokksins á landsvísu. Samfylkingin hlaut 32,8% atkvæða og fjóra kjördæmakjörna þing- menn. Frjálslyndi flokkurinn náði einum manni inn með 6,7% atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn en hélt sínum manni með 14,9% atkvæða. Nýir þingmenn eru Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Gunnar Örn Örlygsson, Frjálslynda flokknum, og Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu. !3 '"  .0#H 0/ $0 0.H 0       !"  # $ % " &' % (   ' ) * (   %+ , -((  -( ' ./(  -"% 0+ (  0+ 12*+(   5 5*6%" $/ $ 7" 4    4    $  4    4  )  4 5  %) - 42.- &1 - 2. -  4%-C  6    #0 "# - Besta kjördæmi Sjálfstæðisflokks ÚRSLIT alþingis- kosninganna eru ekki eins góð og Árni M. Mathie- sen, sjávarútvegs- ráðherra og odd- viti sjálfstæðis- manna í Suðvest- urkjördæmi, hafði vonað. „En við erum ánægð með að við skyldum ná fimm mönnum í kjördæminu og að Bjarni Bene- diktsson skyldi komast inn,“ segir hann. Ástæðan fyrir fylgistapi Sjálf- stæðisflokksins sé einkum harðar árásir á Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins og áróður um að breytinga væri þörf, breyting- anna vegna. Þriðja ástæðan sé hugsanlega snarpar deilur um kvótakerfið. „Fylgið er í lægri kantinum þó að við höfum séð það svartara. Þetta voru líka mjög sérstakar kosningar. Ég man ekki eftir kosningum þar sem hefur verið ráðist eins að odd- vitum stjórnarflokkanna og í þess- ari kosningabaráttu. Það hefur beinlínis verið gerð aðför að þessum tveimur mönnum,“ segir hann. Spurður um ástæður fyrir því að Framsóknarflokkurinn hafi staðið þær atlögur betur af sér segir Árni að áróður um að stjórnin hafi setið of lengi og breytinga væri þörf hafi einkum beinst gegn Sjálfstæðis- flokknum. Stjórnarandstöðunni hafi á hinn bóginn ekki tekist ætlunarverk sitt og Samfylkingin hafi raunar engum af sínum markmiðum náð. Þannig hafi markmiðið um að brjóta 30% múrinn ekki heyrst fyrr en Sam- fylking mældist með minna en 30% fylgi í skoðanakönnunum og stjórn- in hafi hvorki fallið né forsætisráð- herraefnið náð kjöri til Alþingis. Árni minnir á að fyrir fjórum ár- um, þegar Samfylkingin bauð fyrst fram til Alþingis, hafi Sighvatur Björgvinsson lýst því yfir að minna en 35% fylgi væri áfall. Kjörfylgið nú væri allmiklu minna og að væri algjört ofmat að halda því fram að Samfylkingin hafi gjörbreytt hinu pólitíska landslagi. Þá segir Árni að miðað við fylgi Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins sé ljóst að stefna flokk- anna í sjávarútvegsmálum eigi ekki hljómgrunn hjá þjóðinni. „Jafnvel þó að þjóðin sé ósátt við marga þætti í kvótakerfinu sér hún ekki lausnina í þessum hugmyndum sem þarna voru kynntar,“ segir Árni. Árni M. Mathiesen Ofmat að tala um gerbreytt pólitískt landslag „ÉG er afskaplega ánægður með þessi úrslit enda getum við jafn- aðarmenn ekki verið annað,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, odd- viti Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Samfylkingin hafi unnið stórsigur í kosningum og varanlega breytt landslagi ís- lenskra stjórn- mála. Til sé orð- inn jafnaðar- mannaflokkur af sömu stærðar- gráðu og þekkst hafi um áratuga- skeið í öðrum Evrópulöndum. „Ríkisstjórnin fær sannarlega gula spjaldið þó að hún hafi náð þingmeirihluta sínum. Við skulum ekki gleyma því að þegar hún hóf sinn feril árið 1995 var hún með 40 þingmenn. Hún missti tvo í síðustu kosningum og fjóra núna,“ segir hann. Kosningaúrslitin séu aug- ljóslega ákall þjóðarinnar um breytingar. Samfylkingin sé tilbú- in að taka þátt í næstu ríkisstjórn en Framsóknarflokkurinn leiki á hinn bóginn ákveðið lykilhlutverk í þeim efnum. Það séu stórtíðindi að hægt sé að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku Sjálfstæðis- flokksins. Framsóknarflokkurinn hafi haldið því á lofti að hann sé velferðarflokkur og sem slíkur hljóti forystumenn hans að gaum- gæfa þann kost að mynda miðju- og jafnaðarmannastjórn en þessi kostur hafi ekki gefist áratugum saman. Hann kveðst engar áhyggj- ur hafa af því þó að slík ríkisstjórn hefði aðeins eins þingsætis meiri- hluta. Guðmundur Árni segir að þó að Samfylkingin hafi sett markið enn hærra verði ekki hjá því litið að gríðarlegar breytingar hafi átt sér stað. „Sannleikurinn er nú sá að hefði einhver haldið því fram á miðju kjörtímabilinu sem nú er lið- ið, að þessi ríkisstjórn væri í ein- hverri fallhættu, sá maður hefði nú ekki verið talinn merkilegur pappír. En það reyndist nú samt sem áður vera þannig á loka- sprettinum að stjórnin stóð tæpt þó að hún hafi staðist þetta áhlaup,“ segir hann. Guðmundur Árni Stefánsson Ríkisstjórnin fékk gula spjaldið „ÞAÐ er ágætt hljóðið í okkur framsóknar- mönnum. Við tók- um geysilega góð- an endasprett og bættum við okkur prósenti á dag síð- ustu dagana ef miðað er við skoðanakannanir. Í stærstu Gallup-könnuninni á sunnu- daginn fyrir viku vorum við með 9,4% sem okkur þótti of lágt. Okkur tókst að taka mjög góðan endasprett og það er alveg ljóst að okkar fólk lagði sig mjög fram við að ná góðum árangri og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra sem var efst á lista Framóknarflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Aðeins hafi munað hársbreidd að Páll Magnússon næði kjöri en kosn- ingunum hafi lyktað með því að Árni bróðir hans skaust inn. Það væri mjög góð útkoma fyrir flokkinn í heild að hann skuli nánast halda sama fylgi og í síðustu kosningum. Búið væri að afsanna þá kenningu að minni flokkurinn tapi ávallt eftir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Siv minnir á að flokkurinn hafi byrjað kosningabaráttuna með und- ir 10% fylgi og hún segist hafa haft áhyggjur af því að í íslenskum stjórnmálum væru að verða til tveir stórir flokkar á sitt hvorum væng stjórnmálanna. Það hafi á hinn bóg- inn mistekist hjá Samfylkingunni að stilla málum þannig upp að kjós- endur yrðu að velja á milli Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Það sé á hinn bóginn fréttnæmt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli dala. Spurð um skýringar á ólíku gengi stjórnarflokkanna segir Siv að kjós- endur hafi virt verk ríkisstjórn- arinnar í heild. Framsóknarflokk- urinn hafi stjórnað viðkvæmum ráðuneytum og staðið í forystu í stórum og að ýmsum leyti erfiðum málum. „En þar höfum við sýnt þrautseigju, kraft og þor og ég held að kjósendur séu að sýna að þeir telji að rétt hafi verið á málum hald- ið,“ segir hún. Flokkurinn hafi lagt áherslu á efnahagslegan stöðug- leika, jafnréttis- og velferðarmál. Þá hafi fjöldinn allur af ungu fólki verið í baráttusætum. „Framsóknar- flokkurinn er að breytast mjög hratt. Hann er ekki lengur þessi bændaflokkur sem hann var heldur er orðinn borgaraflokkur og höfðar jafnt til kjósenda á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er að verða allt annar flokkur,“ segir Siv. Siv Friðleifsdóttir „Þetta er að verða allt annar flokkur“ „ÞAÐ er augljóst að það er að koma inn á Alþingi ný kynslóð og það finnst mér mjög spennandi. Við gætum fengið að heyra nýja tóna frá Alþingishúsinu,“ segir Katrín Júlíusdóttir sem náði kjöri sem þingmaður Samfylking- arinnar en hún skipaði fjórða sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Katrín er viss um að áherslur ungu þingmannanna verði aðrar. Margir þingmenn, sérstaklega í stjórnar- flokkunum, hafi setið lengi á þingi. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi t.d. verið kjörinn á þing 1974, sama ár og hún fæddist. „Ég held að það gefi auga- leið að það verða áherslubreytingar. Við sem komum ný inn erum ekki eins bundin af fortíðinni og þeir sem fyrir eru,“ segir hún. Katrín hefur unnið sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Innn hf. en sagði upp því starfi í vor þar sem hún ætl- aði að halda áfram námi við Háskóla Íslands. Náminu verður eitthvað slegið á frest. Aðspurð segir Katrín að hún hafi alls ekki verið viss um að ná kjöri. Skoðanakannanir hafi verið mjög misvísandi og vissulega hafi það hvarflað að sér að Samfylkingin næði ekki 30% markinu. Hún er hins vegar ánægð með úrslitin og segir Samfylk- inguna hafa náð frábærum árangri. „Við erum rúmum tveimur pró- sentustigum á eftir Sjálfstæðis- flokknum. Við ætluðum okkur að búa til mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og það er augljóst að breiðfylkingu jafnaðarmanna hefur tekist það,“ segir hún. Katrín Júlíusdóttir Nýir tónar frá Alþingishúsinu FYRSTA verk Gunnars Arnar Örlygssonar á Al- þingi verður að tala fyrir úrbótum í málefnum heyrn- arlausra, að því er fram kom í sam- tali Morgunblaðs- ins við hann í gær. Gunnar Örn náði kjöri sem þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðvestur- kjördæmi og kemur nýr inn á Al- þingi í haust. Kvaðst hann hafa kynnst málefnum heyrnarlausra mjög vel í aðdraganda kosning- anna en varaþingmaður hans, Sig- urlín Margrét Sigurðardóttir tákn- málskennari, hafi staðið sig sérstaklega vel í kosningabarátt- unni. Gunnari Erni var efst í huga þakklæti fyrir traust kjósenda og dugnaðinn og kraftinn í samstarfs- fólki sínu. Um leið væri það ákaf- lega sárt að hvorki Margrét Sverrisdóttir né Sigurður Ingi Jónsson, frambjóðendur flokksins í Reykjavík, skyldu ná kjöri. Frjálslyndi flokkurinn bætti við sig verulegu fylgi frá síðustu kosningum og tvöfaldaði þing- mannafjölda sinn. Ástæðan fyrir því, segir Gunnar Örn, eru góð stefnumál flokksins. Flokkurinn hafi lagt ofuráherslu á baráttu gegn fátækt og barist harðast flokka gegn óréttlæti í íslenskum sjávarútvegi. „Við höfum sagt að við séum mildur hægriflokkur. En við höfum litið á markaðshyggjuna sem verkfæri fyrir alla Íslendinga frekar en trúarbrögð fyrir ákveðna hópa eins og mér hefur fundist Sjálfstæðisflokkurinn vinna. Fólk hefur tekið eftir þess- ari pólitík og fundist hún góð,“ segir hann. Gunnar Örn Örlygsson Kjósendum líkaði vel við stefnumálin „MÉR finnst þessi úrslit vera á þann veg að það geti enginn flokkur verið neitt sérstaklega ánægður,“ segir Bjarni Bene- diktsson, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þannig hafi stjórnarandstöð- unni mistekist að fella ríkis- stjórnina. Og þó að hægt sé að halda því fram að Framsóknar- flokkurinn hafi unnið varnarsigur hafi flokkurinn sjaldan fengið jafnlítið fylgi. Samfylkingin hafi bætt við sig en ekki náð þeim ár- angri sem stefnt var að. „Og við erum auðvitað súrir,“ segir Bjarni. „En við erum samt stærsti flokkurinn á Íslandi og erum í ríkisstjórn sem heldur velli, þannig að það er nú það sem er gleðilegt í þessu. Og svo eru það auðvitað Frjálslyndir. Það kemur mér verulega á óvart að svo hátt hlutfall landsmanna skuli vera tilbúið að styðja þetta framboð sem að uppistöðunni til er með eitt mál á dagskrá,“ bætir hann við. Aðspurður segir Bjarni að kosningabaráttan hafi verið svo- lítið sérstök. Hörð hríð hafi verið gerð að ríkisstjórnarflokkunum og mikið verið auglýst. Jafnvel þó að menn hafi reynt að leiða hinar tíðu skoðanakannanirnar hjá sér hafi þær óhjákvæmilega haft áhrif á stemninguna hjá framboð- unum. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi megi í sjálfu sér vel við una, tekist hafi að ná fimm þingmönnum, þó að talsvert hafi dregið úr fylgi. Gengi flokksins á landsvísu sé á hinn bóginn óviðunandi. Bjarni Benediktsson Enginn getur verið sérlega ánægður ÞRÁTT fyrir að Frjálslyndi flokk- urinn fengi góða kosningu í kosn- ingunum og tvöfaldaði þing- mannafjölda sinn tókst Margréti Sverrisdóttur ekki að ná kjöri á Al- þingi eins og hún hafði stefnt að. Hún var lengst af inni í jöfnunar- sæti í Reykjavík en datt út þegar tölur komu úr Norðvesturkjör- dæmi. Á myndinni er Margrét með for- eldrum sínum, Sverri Hermanns- syni, fráfarandi þingmanni, og Grétu Kristjánsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blendnar tilfinningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.