Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 26
KOSNINGAR 2003 26 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR síðustu skoðana- könnunar sem Gallup gerði fyrir Rík- isútvarpið um fylgi stjórnmálaflokk- anna fór næst raunverulegu fylgi þeirra í kosningunum. Þær skoðana- kannanir sem fjölmiðlarnir birtu dag- ana fyrir kosningar voru almennt nokkuð nálægt úrslitum kosning- anna. Mestu munar á skoðanakönnunum og fylgi hjá Sjálfstæðisflokknum sem Félagsvísindastofnun, Gallup og IBM ofmátu um 2 til 3,3%. Hefur það oft áður gerst að flokkurinn fær færri atkvæði upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hafa gefið til kynna. Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, vorið 1999, sýndu skoðana- kannanir að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fengju meira fylgi en raun varð á. Að þessu sinni voru frá- vik nokkur hjá Samfylkingunni en það var í báðar áttir. Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins kom mest á óvart Gallup gerði sína síðustu raðkönn- un fyrir Ríkisútvarpið á miðvikudag og fimmtudag fyrir kosningar. Þegar upp er staðið reyndist hún fara næst um endanleg úrslit kosninganna. Á meðfylgjandi töflu sést að samanlagt frávik könnunarinnar frá fylgi þeirra flokka sem náðu meira en 1% fylgi var 5,2%. Mestu munaði hjá Sjálf- stæðisflokknum sem Gallup ofmat um 2,1% eins og flestir aðrir sem gerðu kannanir fyrir kosningarnar. Önnur frávik voru um og innan við 1% hjá Gallup. Þorlákur Karlsson, framkvæmda- stjóri hjá Gallup, kveðst ánægður með hvað könnun fyrirtækisins fór nálægt úrslitunum en tekur fram að skoðanakannanir hafi almennt farið nálægt úrslitum kosninganna. Hann segir að niðurstaða Sjálfstæðis- flokksins hafi komið mest á óvart, fylgi hans hafi orðið minna en hann hefði getað ímyndað sér fyrirfram. Kveðst hann ekki hafa skýringar á því en stjórnmálafræðingar væru sjálfsagt að velta því fyrir sér þessa dagana. Ef frávik skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði einnig á miðviku- dag og fimmtudag er metið með sama hætti sést að samanlagt frávik henn- ar frá úrslitum er 5,9%. Tiltölulega jafnt frávik var á öllum tölum, sé það borið saman við aðrar kannanir í að- draganda kosninganna. Hreyfing í lokin Könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið á mánudag, þriðjudag og miðvikudag sýnir 6,7% heildarfrávik frá niðurstöðum kosn- inga. Þar munar mest um að Sjálf- stæðisflokkurinn mældist 2,4% of hár en Samfylkingin 2,5% lægri en raun varð á í kosningunum. Friðrik H. Jónsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir að Fé- lagsvísindastofnun sé í miðjum hópi þegar litið er til frávika frá kosning- um. Það sé í sjálfu sér viðunandi. Hann kveðst þó óánægður með hversu mikið frávik hafi verið á stóru flokkunum frá könnun stofnunarinn- ar. „Það virðist hafa verið hreyfing í lokin sem við höfum ekki náð. Raunar grunaði okkur þetta, vísbendingar komu í þessa átt þegar fólk var spurt hvað það hefði kosið síðast. En við verðum að treysta því sem fólk seg- ir,“ segir Friðrik. Vísar hann þar til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins var ofmetið en Samfylkingarinnar vanmetið. Friðrik segir að könnun Félagsvísindastofn- unar hafi aftur á móti reynst vera ná- lægt fylgi annarra flokka og fram- boða og væri hann ánægður með það. Miklar sveiflur tvo síðustu dagana Könnun sem DV gerði á fimmudag sýnir 7,9% heildarfrávik. Þetta er sú skoðanakönnun sem síðust var gerð fyrir kosningarnar. Frávik var á bilinu 1,5 til 2% á öllum flokkum, nema Vinstri grænum. Sú könnun sem vék mest frá úrslit- um kosninganna var skoðanakönnun sem IBM viðskiptaráðgjöf gerði fyrir Stöð 2 frá mánudegi til fimmtudags. Heildarfrávik í því tilviki er 8,7%. Mest munar um að Sjálfstæðisflokk- urinn var ofmetinn um 3,3%. Hafliði Ingason hjá IBM segir að hafa verði í huga að kannanirnar hafi verið gerðar á mismunandi tímum. Segir hann að könnunin sem IBM gerði fyrir Stöð 2 fyrri hluta vikunnar hafi sýnt svipaða niðurstöðu og aðrar kannanir sem gerðar voru á þeim tíma, svo sem Félagsvísindastofnun, og Gallup hafi ekki verið langt frá. Frávik Sjálfstæðisflokksins telur hann hugsanlega skýrast af því að könnunin hafi ekki náð fylgishreyf- ingum sem orðið hafi í lok vikunnar, á föstudag og kjördag. „Það er engin leið að mæla síðustu tvo dagana en það er einmitt sá tími sem fylgist virðast sveiflast mikið. Ef kosið hefði verið 8. maí má búast við að fylgið hefði skipst nokkurn veginn eins og okkar könnun sýndi,“ segir Hafliði. Heildarfrávik í skoðanakönnun- um var á bilinu 5,2 til 8,7% Gallup fór næst úrslit- um kosninga    , ,+** + **    -   !. , !!" ' 6  47( /- .- 2  3 /0" "'01 20" "0/ /0       ' 8( .- 2  3 '0 "'0/ 0" 0' 10       ' 9 + /-  .- 2  3 20/ " 0/ 10 " 02 10!       ' :;<   '! ,-  .- 2  3 20 /0! /01 0& 20      9 32-   < + ,-  /- 2  3 10' "20 /02 10' 10&        3 ,+** +    - *   # #* #  #       !  "   ( )-   +-  = $-  4*  %#  # *   +* ,  **.  # #* #  #   .   *   (+ *   $ *    5 6 .  ( 7.                           !   "  # $ % !             38 /0/ ""0/ /0& "0! 101  /   /           / //  /  / /     //   ATLI Gíslason varaþingmaður, Kol- brún Halldórsdóttir alþingismaður og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, ræddu kosningaúrslitin á kosningavöku VG í Reykjavík. Það var baráttuhugur í Atla þrátt fyrir að VG missti einn þingmann í kosn- ingunum. Steingrímur hlustaði brosandi á hvatningarræðu Atla. Morgunblaðið/Ómar Baráttuhugur hjá Vinstri grænum ENGIN kærumál voru í Reykja- víkurkjördæmunum og Norðvest- urkjördæmi, en fáein í öðrum kjördæmum. Jón Kr. Sólnes, formaður yf- irkjörstjórnar í Norðaustur- kjördæmi, segir að tvö atkvæði sem merkt hafi verið V-lista hafi verið úrskurðuð ógild og umboðs- maður U-listans hafi vísað málinu áfram til dómsmálaráðuneytisins. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist. Tveir ágreiningsseðlar hafi orðið til og hafi annar þeirra, merktur D, verið úrskurð- aður gildur en hinn, hugsanlega merktur S, ógildur, og hafi þeim verið vísað áfram. VG hafi sent bréf og óskað eftir að öll atkvæði merkt V yrðu úrskurðuð þeim en ekki hafi reynt á þetta þar sem ekkert atkvæði hafi verið merkt V. Eftir sé að fara yfir hvort formlegar kærur hafi borist vegna umboðsmanna í kjör- deildum, en hugsanlega hafi slík mál verið leyst á viðkomandi stöðum. Bjarni S. Ásgeirsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvestur- kjördæmi, segir að eitt kærumál sé í gangi. Fjórir af fimm mönn- um í yfirkjörstjórn hafi verið sammála um að sjö utankjör- fundaratkvæði, sem hafi verið merkt V, væru ógild og umboðs- menn U-listans hafi vísað málinu áfram. Fáar kær- ur vegna ágrein- ingsmálaEKKI hafa allir meðmælend-ur framboðs Nýs afls kosið framboðið því það fékk færri atkvæði en nemur samanlögð- um lágmarksfjölda meðmæl- enda og frambjóðenda. Nýju afli tókst á síðustu stundu að afla nægilega margra frambjóðenda og meðmælenda til að geta boðið fram í öllum kjördæmum. Til þess þurfti liðlega 2.000 manns að lágmarki en fram- boðið fékk 1.791 atkvæði þeg- ar talið var upp úr kjörköss- unum. Þeir sem stóðu að framboð- inu með þessum hætti virðast hafa skilað sér í kjördæm- unum þremur á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem framboð- ið fékk 400 til 500 atkvæði en þurfti að lágmarki til að bjóða fram 352 nöfn á framboðs- og meðmælendalista. Slæmar heimtur á landsbyggðinni Aftur á móti fékk framboð- ið ekki nema 122 til 166 at- kvæði í landsbyggðakjör- dæmunum þremur sem er innan við helmingur af sam- anlögðum lágmarksfjölda meðmælenda og frambjóð- enda en þeir eru 320 í þessum kjördæmum. Greinilegt er að ekki hafa allir þeir sem voru í framboði fyrir Nýtt afl í þess- um kjördæmum eða mæltu með framboði þess greitt framboðinu atkvæði sitt. Meðmæl- endur Nýs afls skiluðu sér ekki LANDSKJÖRSTJÓRN kom saman til vinnufundar í gær þar sem safnað var saman gögnum frá yfirkjör- stjórnum allra kjördæma og formlegur fundur und- irbúinn sem halda á næstkomandi föstudag. Að sögn Þorvaldar Lúðvíkssonar, formanns lands- kjörstjórnar, verða kjörbréf gefin út á fundinum á föstudag og þingsætum úthlutað til flokkanna með formlegum hætti. Umboðsmönnum flokkanna er boðið til þess fundar. Þorvaldur segir engar kærur hafa borist á fram- kvæmd kosninganna þó að deilumál hafi komið upp á stöku stað. Viðkomandi yfirkjörstjórnir hafa gefið skýrslu um þau mál og fara þau til umfjöllunar í dóms- málaráðuneytinu. Aðspurður hvernig nýtt kosningakerfi hafi virkað segir Þorvaldur að reynslan sé nokkuð góð. Fyrir almenning hafi þetta kerfi virkað spennandi en meginmarkmið breytinga hafi verið að mynda jöfnuð milli þingflokkanna. Engir sjáanlegir hnökrar hafi kom- ið upp, á heildina litið. Engir hnökrar komu fram að mati landskjörstjórnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.