Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 31 ✝ Þóranna RósaJensdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. júní 1952. Hún lést á Lions Gate sjúkra- húsinu í Vancouver í Kanada hinn 5. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Sigur- björg Schram Krist- jánsdóttir, f. 1. ágúst 1925, og Pétur Jens Viborg Ragnarsson, f. 5. október 1925, d. 17. apríl 1988. Systk- ini Þórönnu eru Sig- urður Ágúst, f. 1946, Sigrún, f. 1948, Ásdís, f. 1949, Kristjana Ragna, f. 1955, Haf- steinn Viðar, f. 1961, og Guð- björg, f. 1966. Þóranna fluttist til Vancouver í Kanada árið 1970. Árið 1971 gift- ist hún Buddy Sy- kes. Synir þeirra eru Ómar Kristján, f. 25. des. 1974, og Stefán Þór, f. 10. sept. 1981. Þóranna og Buddy skildu. Hinn 1. ágúst 1987 giftist Þóranna Rob Roy. Börn þeirra eru Pétur Benjamín, f. 1. febr- úar 1988, og Krist- jana Lillian, f. 30. desember 1991. Þóranna lærði hárgreiðslu í Kan- ada og rak hárgreiðslustofu í mörg ár þar sem hún bjó í Squamish í Kanada. Minningarathöfn um Þórönnu verður haldin í Fella- og Hóla- kirkju í dag og hefst klukkan 17. Elsku systir. Nú er komið að leið- arlokum. Eftir erfiða baráttu við krabbamein verðum við að sjá á eftir kærri systur. Við söknum þín sárlega og vildum óska að við hefðum getað verið hjá þér síðustu dagana. En huggun harmi gegn er sú yndislega minning sem við eigum frá síðastliðnu sumri, þegar þú komst heim til Ís- lands og hélst upp á 50 ára afmælið þitt. Sú minning er okkur öllum alveg ómetanleg. Þetta var skemmtilegur dagur sem við áttum öll saman og sjálf afmæl- isveislan varð að ættarmóti, fullt af fólki sem þú hafðir ekki séð í mörg ár, bæði úr fjölskyldu- og vinahópi og þú ljómaðir af gleði umvafin ástvinum þínum. Ekki var minna brosið þitt þegar þú fórst í 17. júní skrúðgöngu og það fór sæluhrollur um þig að vera innan um alla íslensku fánana og ekki kom annað til greina en að vera fremst í göngunni með skátunum. Þú hafðir þráð það í mörg ár að koma heim til Íslands og hitta alla í fjölskyldunni og öll litlu börnin sem þú hafðir ekki séð nema á myndum og sú ósk þín rættist og þú komst heim tvisvar með stuttu millibili. Elsku systir, við kveðjum þig að sinni, við vitum að þú ert í góðum höndum hjá pabba. Guð blessi þig. Guðbjörg og fjölskylda. Ein er drottning allra rósa, engin jurt á dýrra skart, henni næst er liljan ljósa, ljúf og skær með hörund bjart. Þó að æðri ilm og ljóma öllu skrauti jarðarranns – hreinni fegurð, hærri blóma: hjartarósin kærleikans! Rós og lilja litla stundu lifa hér á vorri grund; elskan lifir allan vetur eftir liðna sumarstund. Fel þú blöð þín, bjarta lilja, byrg þín augu, rósaval: rósin guðs í hlýju hjarta, hún um eilífð ljóma skal. (Þýð. M. Joch.) Elsku frænka mín, guð og gæfa veri með þér. Þín frænka Jenný Víborg og fjölskylda. ÞÓRANNA RÓSA JENSDÓTTIR Hann Bikki minn er dáinn, þessi drengur með hlýja, stóra hjartað. Reiðarslag en þó ekki óvænt. Það var harður heimur sem fóstraði hann. Vikuna áður en hann kvaddi urðum við af tilviljun samferða í flugvél austur, ég að koma að utan og hann að koma af Vogi. Að vísu ekki í fyrsta sinn þar, en sagði mér nú að hann hefði aldrei heyrt neitt þar áður. En nú hafði orðið breyting á. Hann sagðist vera búinn að fatta hvað hann væri búinn að gera sjálf- um sér og öðrum. „Góður gullmoli það,“ sagði hann. Upp úr stóð hún Kata mamma „því hún er svo góð kona“. Þar var stórum áfanga náð, hans stutta líf var langur þrauta- stígur. Hans fyrsta þrep upp nýjan stiga var að hitta bróður sinn sem ekki hafði verið mikið samband við, enda náði brosið eyrna á milli. Mað- ur var stoltur. Nú voru bjartir dagar framund- an. Allt átti að bæta; samskiptin við umheiminn, byrja að vinna, safna fyrir Mallorca-ferð og fara í skóla í haust. Hann ætlaði líka að segja „fíkniefnadjöflinum“ stríð á hendur. Það skyldi tekið til í öllum hornum. Við erum lent, bjartsýn sem aldr- ei fyrr. Sjarmörinn gekk út á aust- firska grund með sitt góða viðmót og hjartahlýju. Ég er svo þakklát fyrir þessar dýrmætu 55 mínútur. Betur gátum við ekki skilið en ég vissi ekki að þú varst að kveðja. Fyrir mér varstu alltaf sem minn annar sonur og minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Elsku Kata mín guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Þín frænka Þuríður Halldórsdóttir. Með örfáum orðum vil ég minnast látins vinar og fyrrverandi nemanda Birkis Freys Ragnarssonar. Birkir ólst upp á Egilsstöðum og var nem- andi í Egilsstaðaskóla flest sín grunnskólaár. Upp í hugann koma minningar um fallegan, dökkhærð- an, brúneygðan og snaggaralegan strák, sem aldrei var nein lognmolla í kringum. Hann var líflegur og skemmtilegur og vel virkur í félaga- hópnum. Leiðir okkar Birkis lágu saman bæði í skólanum og í skíðabrekk- unum. Hann var ágætur skíðamað- ur og stundaði þá íþrótt af kappi um tíma og vann m.a. til verðlauna á Andrésar Andar-leikum. Birkir var einstaklega hreinskipt- inn og hafði oft sterkar skoðanir, sem hann lét tæpitungulaust í ljós. Oft fóru kennslustundirnar að mikl- um hluta í að ræða þessar skoðanir hans og hugmyndir um lífið og til- veruna. Hann opnaði þá augu mín fyrir ýmsu og kenndi mér margt sem hefur nýst mér vel í mínu starfi síðar og er ég honum afar þakklát fyrir það veganesti. Gjafmildi og gestrisni voru áber- andi þættir í fari Birkis. Mér er minnisstætt hvað hann var örlátur BIRKIR FREYR RAGNARSSON ✝ Birkir FreyrRagnarsson fædd- ist 2. mars 1985. Hann lést 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Þóra Katrín Hall- dórsdóttir og Ragnar Hjálmar Ragnarsson, d. 8. maí 1994. Hálf- bróðir Birkis, sam- feðra, er Sindri Rafn. Útför Birkis verður gerð frá Egilsstaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að bjóða mér með sér þegar hann var að opna nestisboxið sitt í skólanum, sérstaklega þegar honum fannst innihaldið kræsilegt. Mér eru einnig minn- isstæðar móttökurnar á heimili þeirra mæðgina Birkis og Kötu. Í heimsóknum þangað varð dvölin oftast lengri en erind- ið gaf tilefni til því þau voru samtaka í að ekki kæmi til greina að fara úr húsi fyrr en búið væri að bera fram og þiggja veitingar. Líf Birkis var ekki alltaf auðvelt eða einfalt. Hann hefur nú kvatt okkur og megi hann vera góðum Guði falinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Innilegustu samúðarkveðjur til Katrínar, systkina hennar og ann- arra ástvina. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Marta K. Sigmarsdóttir. Elsku Bikki, vinur minn. Takk fyrir alla þá yndislegu hluti sem við gerðum og eigum saman í fullt af góðum minningum – enda varstu ekki vanur að skilja eftir þig slæmar minningar. Þú varst vinur vina þinna, traust og hlý persóna, sem vildir allt fyrir sanna vini gera. Við áttum alltaf góða tíma saman, þó svo að lífið hafi ekki alltaf verið fagur dans á rósum, þá höfðum við það gott og þú hjálpaðir mér að sjá það góða við lífið, bara með því að vera vinur í raun. Fallega brosið hans Bikka verður ávallt ofarlega í huga mínum og ef- laust margra, sem þekktu hann og vissu hversu mikil hetja hann var. Ég er svo ómetanlega þakklát fyrir að Guð skuli hafa leyft mér að hitta þig í síðasta skiptið, á góðum stað, föstudaginn langa, þegar þú komst í bæinn. Og ég er ennþá þakklátari fyrir nóttina sem við töl- uðum saman í nokkra klukkutíma í síma og rifjuðum upp ótrúlegustu hluti, og sögðum hvort öðru frá ýmsu sem við vissum ekki áður um hvort annað og hlógum endalaust að gömlum „gloríum“. Ég sakna þín svo rosalega elsku Bikki, en ég veit að nú líður þér bet- ur og ert á betri stað, hjá Guði. Mér þykir óendanlega vænt um þig ástin mín, þú munt lifa í hjart- anu mínu þangað til ég kem til þín. Þú varst algjör hetja og áttir allt gott skilið. Elsku Kata og aðrir aðstandend- ur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og varð- veiti. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Með þessum orðum kveð ég eng- ilinn okkar, Birki Frey. Guð geymi þig, þín vinkona að ei- lífu Sandra Dögg. Elsku vinur. Okkur langar til þess að kveðja þig með nokkrum línum. Það var svo sárt að heyra að þú værir farinn frá okkur. Þú varst besti vinur sem maður hefði getað hugsað sér og varst sem einn úr fjölskyldunni, alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þú varst að berj- ast við sama sjúkdóm og við og von- in sem við sáum vakna hjá þér um páskana þegar við fórum á stóra fundinn öll saman í góðum gír, við fundum hvað þig langaði að koma og vera með og byrja nýtt líf. En guðs vegir eru órannsakanlegir og eitthvað annað var þér ætlað. Okkur langar til þess að segja, Bikki minn, þér hversu mikils virði þú hefur ver- ið okkur og frábær vinur. Minning- arnar eru margar og góðar og við geymum þær og gleymum þér aldr- ei. Við viljum votta öllum þínum okk- ar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að styðja og styrkja mömmu þína. Þín verður sárt saknað. Alexander og Jónína (Dúa.) Kæri vinur, engin orð geta lýst því hvernig mér líður núna vitandi það að aldrei mun ég sjá aftur minn fallega Bikka. Ég hugsa samt hvað ég var hepp- in að fá að vera partur af þínu lífi seinustu árin og munu minningarn- ar um þig alltaf vera ofarlega í hjarta. Elsku karlinn minn, brosinu þínu og hlátri þínum mun ég aldrei gleyma og ég veit að allir vinirnir sem þú eignaðist á þessum stutta tíma sem þú lifðir hugsa akkúrat um þetta núna og við getum huggað okkur við að þú horfir niður á okkur núna og brosir. Stundirnar sem við áttum heima uppi í Gyðufelli mun ég halda í á meðan ég lifi. Erfitt er að koma þessum orðum niður á blað, þá sé ég það að ég mun ekki hitta þig aftur og það er hreinlega óásættanlegt. Litli karl, þú varst yngstur af okkur og við hefðum átt að passa betur upp á þig og mun ég reyna að læra að lifa með því hvernig þetta fór. Kata mín ég samhryggist svo innilega og hugsa til þín á hverjum degi og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir til að gera hann að þeim Bikka sem hann var. Ég kveð þig elsku besti vinur og félagi og þakka þér fyrir alla þá gleði og hamingju sem þú komst með í líf mitt. Þín vinkona Kristjana (Krissa). Elsku Bikki. Við trúum því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur. Eftir situr djúpur söknuður. Við er- um þakklát fyrir tímann sem við fengum með þér um páskana. Þú varst svo góður og vandaður dreng- ur og þú varst alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Elsku Bikki þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og við eigum góðar minningar sem þú skilur eftir hjá okkur. Við vitum að þú ert á góðum stað og að við eigum eftir að hitta þig aftur. Þín verður sárt saknað og við biðjum Guð að blessa minningu þína. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu og aðstand- enda Bikka, megi guð blessa ykkur á þessum erfiðu tímum. Finnur, Anna María og Davíð. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ Þessa bæn lærðum við Birkir báðir og fórum stundum með hana saman. Við ótímabæra brottför hans af þessum heimi er ljóst að við för- um ekki með bænina þá arna saman í bráð. Þeim mun oftar verð ég að fara með hana til að reyna að skilja svo skyndilegt og ótímabært fráfall Birkis. Okkur félagana í litlu deildinni okkar setur hljóða en við gerum okkur um leið grein fyrir að sjúk- dómur sá er hrjáir okkur eirir eng- um, nái hann tökum á einhverju okkar. Í samtölum okkar Birkis kom fram einlægur vilji hans til að ná bata og ég var bjartsýnn fyrir hans hönd að honum tækist það, þrátt fyrir hrakspár og sleggjudóma um- hverfisins. Það átti ekki fyrir honum að liggja að ganga beina braut í líf- inu og víst er að heimurinn fór ekki alltaf um hann mjúkum höndum, þó að hann hafi kannski verið sjálfum sér verstur þegar öllu er á botninn hvolft. Birkir var yndislegur strákur og í honum bjuggu miklir hæfileikar sem hann fær ekki tækifæri til að láta blómstra. Hann var einlægur, honum var hægt að treysta og af kynnum mínum af honum vissi ég að hann var alls trausts verður. Þó að Birkir missti stundum stjórnina á sjálfum sér, sem var erfiður kross að bera, kom hann alltaf til baka með sína barnslegu einlægni og þá ræddum við stundum saman um að hægt væri að ná stjórninni og með auknum þroska kæmi viljinn til að ná á beina braut aftur. Því miður fær hann ekki tækifæri til að efla þann þroska. Það er þyngri sorg en tárum taki að þessi sjúkdómur skyldi ná að leggja Birki vin minn að velli svo ungan sem raun ber vitni. Ég þakka samfylgdina og kynnin við Birki, það var lærdómsríkt fyrir mig að kynnast honum, ég lærði margt af okkar samskiptum og ég kom ríkari af okkar fundum. Ég vil að lokum senda móður Birkis innilegar samúðarkveðjur og bið algóðan guð að vernda hana og styrkja í hennar miklu sorg. Einnig sendi ég öðrum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Aðalsteinsson. Elsku Birkir Freyr. Það er sárt að þurfa að kveðja traustan vin og bekkjarfélaga svona löngu fyrir ald- ur fram. Birkir var mjög lífsglaður og góður félagi. Hann var mjög ein- lægur og kurteis og framkoma hans við aðra var alltaf til fyrirmyndar. Birkir var mjög opinn og átti auð- velt með að eignast nýja vini. Hann var haldinn mikilli réttlætiskennd, stóð alltaf með vinum sínum hvað sem á gekk og var alltaf reiðubúinn til að axla ábyrgð á því sem bekk- urinn gerði, hversu stórt eða smátt sem það var. Prakkarastrikin voru alltaf á næsta leiti þegar Birkir var annars vegar, en með þeim var til- gangurinn alltaf sá að koma okkur hinum til að hlæja. Okkur er það mjög minnisstætt þegar bekkurinn fór í skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði, en þar var Birkir eins og hann átti að sér að vera og var fljót- ur að finna upp á ýmsu til að ergja kennarana, okkur hinum til mikillar skemmtunar. En jafnvel þótt Birkir hafi stundum verið óþekkur og ekki alltaf gert það sem honum var sagt var hann alltaf svo skemmtilegur og fyndinn sem gerði kennurum enn erfiðara fyrir þegar fara átti að skamma hann. Elsku Birkir, við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum sam- an og munum aldrei gleyma. Um leið og við viljum votta fjölskyldu Birkis okkar dýpstu samúð viljum við tileinka Birki Frey þennan sálm: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bekkjarfélagar úr Egilsstaðaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.