Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 12. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MARKVÖRÐURINN ER HÁLFT LIÐIÐ / B2 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Action Images Guðni Bergsson fagnar eftir sigur Bolton á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær. Guðni lék síðasta leikinn sem atvinnumaður og Bolton tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni. Nánar B8. Guðni lék 449 deildaleiki GUÐNI Bergsson lék í gær sinn síðasta leik í ensku knattspyrnunni þegar hann tók þátt í því að forða Bolton frá falli úr úrvalsdeildinni. Lið hans lagði Middlesbrough að velli, 2:1. Guðni lék þar sinn 202. leik í ensku úr- valsdeildinni, þann 342. í ensku deildakeppninni, og 449. deildaleikinn á meistaraflokksferlinum sem hann hóf með Val sumarið 1983. Guðni lék samtals 107 deildaleiki með Val, 72 með Tottenham og 270 með Bolton. Hann spilaði 31 leik í vetur í ensku úr- valsdeildinni, alla í byrj- unarliði, og þar af lék hann síðustu 23 leikina á tímabilinu. Guðni lék jafnan í öft- ustu vörn en skoraði þó 32 mörk í þessum 449 leikj- um. Þar af 23 fyrir Bolt- on, 7 fyrir Val og 2 fyrir Tottenham. Til viðbótar þessu á Guðni að baki 78 A- landsleiki fyrir Íslands hönd og þeir verða vænt- anlega orðnir 80 áður en yfir lýkur. Þegar ég kom til Stoke á sínumtíma skrifaði ég undir samn- ing til tveggja og hálfs árs. Ég á enn eftir eitt ár af þeim samningi og ég er nú einu sinni þannig gerð- ur að ég lít á það sem skyldu mína að ljúka honum. Ég vona að ég fái tækifæri til að sanna mig á næsta tímabili, ég tel að ég hafi staðið mig ágætlega í þeim fáu leikjum sem ég spilaði í vetur en ég fékk aldrei neinar skýringar á því hvers vegna ég væri ekki í liðinu,“ sagði Pétur. Hann var aðeins með í 11 af 46 leikjum Stoke í ensku 1. deildinni í vetur, þar af 7 sinnum í byrjunar- liði. Þó náði hann að skora tvö mörk og var einu sinni valinn mað- ur leiksins af stuðningsmönnum Stoke fyrir frammistöðu sína. „Ég hef ekkert heyrt frá stjórn- armönnum félagsins eða þjálfara og geri því ekki ráð fyrir neinum breytingum á mínum högum fyrir næsta tímabil. Auðvitað mun ég skoða málin ef eitthvað annað kem- ur upp en um slíkt hefur ekki verið að ræða.“ Pétur sagði að fréttir heima á Ís- landi sem tengdu hann við KR væru algjörlega úr lausu lofti gripnar, sem og vangaveltur um að hann væri að yfirgefa Stoke yf- irleitt. „Það hefur ekkert íslenskt félag haft samband við mig og ég veit ekki hvaðan þessar fréttir eru upp runnar. Mér finnst það ein- kennileg fréttamennska að orða mig við KR á þennan hátt, eða fjalla um að ég sé að yfirgefa Stoke. Íslenskir fjölmiðlar eiga greiðan aðgang að mér og þeir hefðu getað fengið að heyra það rétta frá mér ef þeir hefðu viljað,“ sagði Pétur Marteinsson. Pétur er ekki á förum frá Stoke PÉTUR Marteinsson, knattspyrnumaður hjá Stoke City, kveðst ekki á förum frá félaginu og reiknar alfarið með að spila áfram með því á næsta tímabili. Talsverðar vangaveltur hafa verið um framtíð Pét- urs og hann var m.a. orðaður við KR um helgina, en hann sagði við Morgunblaðið í gær að ekkert væri hæft í þeim fréttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.