Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 B 3 BOCHUM, lið Þórðar Guðjónssonar, tryggði sér í gær áframhaldandi sæti í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu með því að sigra Arminia Bielefeld á útivelli, 3:1. Bochum er þar með sjö stigum á undan þriðja neðsta liðinu, Bayer Lever- kusen, þegar tveimur umferðum er ólokið. Þórður Guðjónsson var á meðal varamanna Bochum en kom ekki við sögu. Hann hefur verið sparlega notaður í síð- ustu leikjum vegna meiðsla, en leikið deyfður þegar á hefur þurft að halda. Eyjólfur Sverrisson kom ekki við sögu hjá Herthu Berlín sem fékk skell heima, 3:6, gegn nýkrýndum meisturum Bayern München. Giovane Elber skoraði þrennu fyrir Bæj- ara í leiknum. Dortmund vann Nürnberg, 4:1, og komst í annað sætið á betri markatölu en Stuttgart sem tapaði heima fyrir Bre- men, 0:1. Bayer Leverkusen steinlá gegn Hamburger SV, 4:1, og er í slæmri stöðu í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Ljóst er að Nürnberg fer niður með Cottbus en Kaiserslautern, Hannover, Mönchengladbach, Rostock og Bielefeld eru öll í fallhættu ásamt Leverkusen sem allt hefur gengið í mót á þessari leiktíð. Fyrir ári síðan lék Leverkusen til úrslita í Meistaradeild Evrópu og hafnaði í öðru sæti í þýsku 1. deildinni. Bochum bjarg- aði sér frá falli RÚNAR Kristinsson og Arnar Grétarsson skoruðu tvö glæsileg mörk í gærkvöld þegar Lokeren tók á móti nýkrýndum meisturum Club Brugge í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu. Lokeren var lengi yfir, 2:1, en meistararnir skoruðu fjórum sinnum á síðustu 18 mín- útunum og sigruðu því, 5:2, í bráðfjörugum leik þar sem bæði lið sýndu mjög góða knattspyrnu. Rúnar skoraði fyrsta mark leiksins en hann lék þá varnarmenn Club Brugge sundur og saman og skoraði með fallegu skoti. Þrettánda mark hans í deildinni á tímabilinu. Gestirnir jöfnuðu en Arnar skoraði, 2:1, skömmu fyrir hlé með viðstöðulausu skoti eftir fallegan samleik. Þetta var 18. mark Arnars í deildinni í vetur en hann er nú markahæsti leikmaður Lokeren og sá sjötti markahæsti í 1. deildinni. Arnar Þór Viðarsson tók út leikbann hjá Lokeren og Rúnar var fyrirliði liðsins í hans stað. Marel Baldvins- son, sem átti að leika í fremstu víglínu, meiddist á ökkla á æfingu á laugardaginn og gat því ekki leikið með. Glæsimörk Rúnars og Arnars ekki nóg ÉG er mjög ánægður með þettanámskeið og Olsson hefur far- ið yfir hlutverk markvarðarins mjög gaumgæfilega,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson þjálfari ís- lenska landsliðsins í handknattleik í Digranesi í gær. „Ég hef að minnsta kosti lært mjög mikið af Olsson og sumt af því sem hann hefur ljóstrað upp hefði verið gott að vita á meðan maður var að leika gegn honum með íslenska landslið- inu,“ bætti Guðmundur við í léttum tón. Landsliðsþjálfarinn var á þeirri skoðun að taka þyrfti þjálfun mark- varða á Íslandi föstum tökum. „Ég er ekki ánægður með mæt- inguna hjá íslenskum meistara- flokksþjálfurum á þetta námskeið en er að sama skapi ánægður með áhugann sem aðrir þjálfarar sýna með því að mæta.“ Guðmundur var ekki í vafa um að hlutverk markvarðarins á Íslandi væri oft vanmetið. „Oftar en ekki erum við ekki með „bestu“ íþrótta- mennina í stöðu markvarðarins. Það er ríkjandi hér á landi sem og annarstaðar að þeir leikmenn sem ná ekki fótfestu sem útileikmenn eru „settir“ í markið. Það hefur virkað vel í sumum tilvikum en ekki öllum. Eins og Olsson segir þá telur hann að markvörðurinn sé allt að 50% af styrkleika liða og það gefur augaleið að þessi þáttur leiksins verður að vera í lagi hjá liðum sem ætla sér langt. Við þurfum að fara í naflaskoðun á þessu sviði og HSÍ mun á næstu vikum taka saman námsefni og myndband frá þessu námskeiði. Ég hef farið á mörg námskeið á undanförnum árum á erlendri grund og ég fullyrði að það sem Olsson bauð uppá hér í Digra- nesi er með því betra sem ég hef séð,“ sagði Guðmundur. Hugmyndin að komu Olsson hingað til lands vaknaði eftir Evr- ópumeistaramótið í handknattleik í fyrir rúmu ári síðan þar sem ís- lenska landsliðið hafnaði í fjórða sæti. Eftir mótið var mikið rætt um frammistöðu íslensku markvarðann og hvað mætti gera til þess að Ís- lendingar eignuðust fleiri mark- verði á alþjóðlegum mælikvarða. Alþýðusamband Íslands styrkti landsliðið myndarlega að keppni lokinni og var sá styrkur m.a. nýtt- ur til að standa undir komu Olssons sem er einn fremsti markvarða- þjálfari heims. „Hef lært mikið“ sínum niður á við gegn honum þar sem hann sé svo hávaxinn. „Ég var eini erlendi markvörðurinn á Spáni er ég lék m.a. með Kristjáni Ara- syni í liði Teka. Spænskir mark- verðir eru frekar lágvaxnir og var yfirleitt skotið uppi á markið gegn þeim. Það skutu allir niðri á mig og í sannleika sagt var það betra fyrir mig. Ég hef aldrei verið „mjög“ góður í því að verja „uppi“ og í raun hagnaðist ég á því að vera hávaxinn og allir héldu að veika hliðin á mér væri lág skot. Það var ekki rétt,“ sagði Olsson en hann hefur oftar en ekki verið sá leikmaður sem kom í veg fyrir að íslenska landsliðinu í handknattleik tækist að leggja sænska landsliðið að velli. En það hefur enn ekki gerst. Samvinna markvarðar og varnar var Olsson ofarlega í huga. Ábyrgð- in væri sameiginleg og fækka bæri mistökum í varnarleiknum. „Mark- vörður sem ver allt að 20 skot í leik þarf ekki endilega að vera ánægður með varnarleikinn. Leikmaður sem sleppur í gegnum vörnina fer í gegn af því að vörnin hefur gert mistök. Samvinna varnar og markvarðar er gríðarlega vanmetinn þáttur í hand- knattleiknum enn í dag. Sem dæmi má nefna að varnarmenn hætta oft að elta leikmann sem er á leið í hraðaupphlaup. Ég hef aldrei skilið það. Ef leikmaðurinn heyrir í varn- armanni sem er að elta hann fer hann að leiða hugann að því, auk þess sem hann á eftir að undirbúa sig fyrir skotið. Þessi truflun hjálp- ar markverðinum, auk þess sem varnarmaðurinn getur breytt hlaupaleið sóknarmannsins, minnk- að skotgeirann sem hann hefur til að vinna með og það eykur líkurnar á því að markvörðurinn geti varið skotið. Þetta er eitt lítið dæmi um samvinnu varnar og sóknar en ég verð alltaf reiður þegar ég sé varn- armenn sem gefast upp og hlaupa ekki á eftir sóknarmanni.“ „Eradze var góður í Viseu“ Eins og áður segir er Olsson í starfi hjá landsliði Portúgals þar sem hann stýrir þjálfun markvarða liðsins. Liðin áttust við í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Viseu í jan- úar þar sem Íslendingar höfðu bet- ur í æsispennandi leik, 29:28. Þar voru það markverðir íslenska liðs- ins, Guðmundur Hrafnkelsson og Ronald Eradze, sem voru í aðal- hlutverkum. „Stöðugleiki er það sem landslið á heimsmælikvarða leitar eftir hjá markvörðum sínum. Þessi stöðug- leiki var fyrir hendi á meðan ég var leikmaður sænska landsliðsins og þar vorum við ávallt tveir sem gerð- um tilkall um sæti í byrjunarliðinu. Ef annar náði sér ekki á strik var ávallt skipt um markvörð. Í leik Ís- lands og Portúgals í Viseu var það markvörðurinn Eradze sem gerði okkur lífið leitt. Hann kom inn á og gjörbreytti leiknum íslenska liðinu í hag. Það vita allir hve mikilvægur markvörðurinn er í hverju liði en það gengur aftur á móti illa hjá þjálfurum á öllum stigum að vinna betur með þjálfun markvarða. Og skiptir þá engu hvort það er í yngri flokkum á Íslandi eða í Portúgal, eða í meistaraflokkum í þessum löndum. Þessu vil ég breyta og er vongóður um að það takist,“ sagði Olsson. ss að stöðva knöttinn,“ segir Mats Olsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Svía Morgunblaðið/Kristinn Mats Olsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Svía í handknattleik, upplýsti þátttakendur á námskeiði um helgina um galdurinn á bak við góða markvörslu. Olsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari Portúgals auk þess sem hann leiðbeinir víða á námskeiðum. HELGI Sigurðsson tryggði Lyn sinn fyrsta sigur í norsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili þegar liðið lagði Ålesund að velli, 2:1, í Ósló í gær. Lyn, undir stjórn Teits Þórðarsonar, hafði aðeins feng- ið tvö stig í fyrstu fjórum leikj- um sínum en skaust með sigr- inum upp í 8. sæti deildarinnar. Helgi skoraði markið á loka- mínútu fyrri hálfleiks, af stuttu færi eftir hornspyrnu. Hann og Jóhann B. Guðmundsson léku báðir allan leikinn með Lyn. Meistarar Rosenborg héldu áfram sigurgöngunni og unnu Viking, 2:0, í Stavanger. Árni Gautur Arason var varamark- vörður hjá Rosenborg sem fyrr en Hannes Þ. Sigurðsson spilaði síðustu 8 mínúturnar með Vik- ing. Molde og Stabæk gerðu markalaust jafntefli í gærkvöld þar sem Tryggvi Guðmundsson var nokkrum sinnum nærri því að færa Stabæk öll stigin. Hann spilaði allan leikinn en Ólafur Stígsson lék síðasta korterið með Molde. Bjarni Þorsteinsson og Andri Sigþórsson voru ekki í leikmannahópi Molde vegna meiðsla. Haraldur skorar enn Haraldur Ingólfsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Raufoss gegn Start í 1. deildinni í gær. Lið hans beið þó lægri hlut, 1:3, en heldur samt efsta sætinu með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra fyrstu leikina. Haraldur hefur gert fjögur mörk í þessum fimm fyrstu leikjum á tímabilinu. Helgi færði Teiti fyrsta sigurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.