Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 38
38 C ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Akureyri — Eignamiðlun Norðurlands hefur nú í sölu einstakt einbýlishús á Vaðlaheiði, beint á móti Akureyri. „Húsið heitir Ekra og er staðsett í landi Ytri-Varðgjár. Þetta er glæsilegt tveggja hæða einbýlishús á bezta stað í Eyjafirði, en út- sýni er hvergi fallegra yfir Akureyri og ná- grenni,“ segir Arnar Guðmundsson hjá Eigna- miðlun Norðurlands. Húsið sem er 220 fm með bílskúr stendur á 4000 fm eignarlóð. „Glæsileg verönd er í kring- um húsið á alla vegu. Eignin er öll hin fallegasta, lútuð viðarborð eru á gólfum og hurðir í sama stíl,“ sagði Arnar ennfremur. Á efri hæðinni er eitt herbergi, þvottahús, eldhús, borðstofa og stór stofa með stórum út- sýnisgluggum til vesturs. Eldhúsið er mjög snyrtilegt, hvít sprautulökkuð góð innrétting, vifta og keramik helluborð. Herbergið er rúm- gott, sömuleiðis þvottahús. Rúmgott geymslu- loft er yfir hluta hússins. Neðri hæðin skiptist í tvö svefnherbergi, bað- herbergi og geymslu. Herbergin eru stór og góð, lútuð viðarborð þar á gólfum og í sjónvarps- holi. Baðherbergið er stórglæsilegt, það er flísa- lagt í hólf og gólf, þar er stór nuddpottur, sturta og mjög falleg hvít innrétting með hvítum hrein- lætistækjum. Einnig er þar góð geymsla. „Þetta er eign í algerum sérflokki á eftirsótt- um stað í Eyjafirði, tilvalin fyrir fólk sem vill eiga annað heimili á góðum stað norðanlands,“ sagði Arnar Guðmundsson ennfremur. „Það er stutt í alla afþreyingu á Akureyri, svo sem golf, skíði, skauta, góða sundlaug eða eitthvað enn annað. Það hefur færst mjög í vöxt að fólk af Suður- landi sem vill flýja borgarskarkalann og dvelja í ró og næði norðanlands eigi annað heimili í sveitasælunni á Akureyri.“ Ekra Húsið sem er 220 fm með bílskúr stendur á 4.000 fm eignarlóð. Ásett verð er 25 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignamiðlun Norðurlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.