Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar 7/1999. Ssk., ekinn aðeins 36 þús. km. Innfl. nýr af Ræsi. Hlaðinn öllum hugsanlegum búnaði; abs+spólvörn, leðri, sóllúgu, álf. o.fl o.fl. Sjón er sögu ríkari. Ráðherravagn á kostakjörum. Verð 6,6 milljónir. Bílahöllin Bíldshöfða 5 Sími 567 4949 - www.bilahollin.is Mercedes Benz S500 Skortur á bifvélavirkj- um og launaskrið SKORTUR er á bifvélavirkjum til starfa og stefnir í að aðeins fimm verði útskrifaðir á þessu ári frá Fræðslumiðstöð bílgreina. Af þess- um sökum hafa laun bifvélavirkja hækkað verulega. Á undanförnum sex árum nemur meðaltalshækkun launa bifvélavirkja um 58% en vísi- tala neysluverðs hefur hækkað að meðaltali á sama tíma um 27,2%. Þá blasir við hætta á hnignun þessarar starfsgreinar úti á landsbyggðinni, að mati Egils Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Brimborgar. „Hún er að verða mjög tækni- vædd þessi grein og ákveðin kyn- slóð, eldri menn, er að detta út. Enskukunnátta er lykilatriði sem og þekking á rafmagni. Þetta var aldrei kennt í Iðnskólanum. Þjálfunar- kostnaður hjá okkur hefur marg- faldast undanfarin þrjú ár. Við erum í gegnum Fræðslumiðstöð bílgreina að kenna mönnum það sem Iðnskól- inn átti að sjá um, þ.e.a.s. grunnnám í rafmagni,“ segir Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar. Verkstæði á landsbyggðinni þrífast vart lengur Hann segir að þjálfunar- og kennslukostnaður bílaumboðanna hafi stóraukist í takt við mikla tæknivæðingu bíla og umboðin hafi fjárfest í dýrum tækjabúnaði, s.s. bilanagreinum og áskriftum að upp- færslum frá framleiðendum. „Verkstæði á landsbyggðinni þríf- ast varla lengur. Þau eru mörg að leggja upp laupana eða að staðna í þessum hefðbundnu bremsuviðgerð- um og þvílíku og komast ekki á það svið viðgerða sem krefst meiri þekk- ingar og tæknibúnaðar. Staðirnir verða stöðugt fámennari og það er einfaldlega ekki hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Það er verið að koma með bilaða bíla utan af landi til höfuðborgarinnar. Við ákváðum að grípa til þess ráðs að kaupa verkstæði á Akureyri og sinna þjónustu við okkar viðskipta- vini þar. Engu að síður hefur það tekið okkur mörg ár að koma upp nægum tæknibúnaði þar. Þar er núna einn bilanagreinir fyrir Citr- oën, annar fyrir Volvo, einn fyrir Ford í Evrópu og önnur fyrir Ford í Ameríku. Hver tölva kostar 650.000 kr. og upp í eina milljón. Síðan kost- ar uppfærsla um 200–250.000 kr. á ári.“ Þess verður þó að geta að mörg önnur bílaumboð standa myndar- lega að sinni verkstæðisþjónustu úti á landi. Lýsing Egils á því frekar við um sjálfstæð verkstæði. Annað sem getur valdið erfiðleik- um í rekstri verkstæða úti á lands- byggðinni eru þjónustureglur sem settar eru af Evrópusambandinu og eru hluti af svokölluðum undan- þágureglum. Þær eiga að taka gildi í október 2003 og er því skammur tími til stefnu ætli menn að uppfylla þær kröfur sem sambandið gerir. „Bílaframleiðendur eru að fara fram á auknar kröfur til þjónustuað- ilanna. Þeir þurfa að uppfylla kröfur um tækja- og tölvubúnað, þjálfun starfsmanna, aðbúnað á vinnustað o.sv.frv. Þetta eru um 300 staðlar sem þarf að uppfylla. Strangt til tek- ið mega allir óska eftir því að gerast þjónustuaðili en menn verða að upp- fylla vissar kröfur.“ Honda Accord fékk Stálstýrið  DV, FÍB-blaðið, Viðskiptablaðið og Mótor stóðu fyrir vali á bíl ársins á Íslandi í síðustu viku. Bílunum var skipt upp í þrjá flokka, þ.e. smábíla og minni millistærðarbíla, stærri fjöl- skyldubíla og lúxusbíla og jeppa og jepplinga. Í flokki smábíla og minni milli- stærðarbíla var Honda Jazz í 1. sæti, Nissan Micra í 2. sæti og Renault Mégane í 3. sæti. Í flokki stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla sigraði Honda Accord en í öðru sæti varð Mazda 6 og í 3. sæti Toyota Avensis. Í flokki jeppa og jepplinga varð Porsche Cayenne í 1. sæti, VW Touareg í 2. sæti og Volvo XC90 í 3. sæti. Minni hagnaður hjá VW  HAGNAÐUR Volkswagen-samstæð- unnar var 202 milljónir evra, tæpir 17 milljarðar ÍSK, á fyrsta ársfjórðungi 2003. Þetta er 67,8% minni hagn- aður en fyrir sama tímabil í fyrra. VW sagði að afkoman væri í takt við vænt- ingar og mætti um kenna miklum kostnaði við nýjar bílgerðir og óhag- stæðri gengisþróun. VW segir að búast megi við mun meiri hagnaði það sem eftir lifir ársins. UPPHAFLEGA stóð til að ný kynslóð VW Passat kæmi á mark- að á næsta ári en því hefur verið seinkað og verður hann ekki mark- aðssettur fyrr en sumarið 2005. Og menn mega vænta mikilla breyt- inga, ekki einvörðungu hvað útlitið varðar heldur jafnframt einnig alla tækni. Bíllinn gengur undir vinnu- heitinu PQ46 sem þýðir að bíllinn verður með þverstæða vél (Plat- form quer) og af sjöttu kynslóð. Bíllinn verður framleiddur í þrem- ur gerðum, þ.e. stallbakur sem kemur á markað í apríl 2005, lang- bakur kemur mánuði seinna og Sharan fjölnotabíllinn kemur í annarri kynslóð ári síðar og verður hann hvorki þróaður né framleidd- ur í samvinnu við Ford eins og nú- verandi gerð. Bylting í útliti Ef marka má myndir sem Auto Bild birti nýlega og VW hefur sagt að séu ekki fjarri þeim bíl sem verður markaðssettur 2005, er um algera byltingu í útliti að ræða. Bíllinn verður með nýju andliti; krómgrilli og framlugtum sem sýna nýjan VW-svip komandi ár- gerða. Ennþá eru krómlistar á hliðum og í kringum hliðarrúður og stefnuljós komin á neðanverða hliðarspeglana eins og á Touareg- jeppanum. Með nýju grilli og fram- lugtum fer 6. kynslóð Passat ná- lægt Phaeton-lúxusbílnum í útliti Sjötta kynslóð VW Passat Langbakurinn fær líka nýjan svip. Mýkri línur en áður og ennþá mikið króm. Stóraukinn hagnaður Mazda  MAZDA tilkynnti í byrjun vikunnar að árlegur hagnaður fyrirtækisins hafði aukist um 77,4%. Mazda þakkar þetta miklu kostnaðaraðhaldi og góðri sölu á bílum í Evrópu. Fyr- irtækið væntir bestu afkomu sinnar í meira en áratug á yfirstandandi fjárhagsári. Mazda skýrði frá því að hagnaður fyrirtækisins fyrir síðasta fjárhagsár, sem endaði 31. mars sl., hefði verið 50,66 milljarðar jena, sem eru rúm- ir 31,5 milljarðar ÍSK. Salan á árinu jókst um 12,9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.