Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Notu› atvinnutæki og fólksbílar Smelltu flér á sölutorgi›! Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og atvinnutæki s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar, i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›. fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›. Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0  SUBARU Impreza er kominn á markað með lítilsháttar útlitsbreyt- ingu. Farnar eru kringlóttu fram- lugtirnar og komnar mun stærri lugtir sem ná langt upp á bretti og vélarhlíf og önnur umgjörð í kring- um stór þokuljósin sem felld eru neðarlega inn í stóran stuðarann. Þá er loftinntakið neðan grillsins stórt og saman setur þetta krafta- legan svip á bílinn. Impreza hefur samt aldrei snúist um ytra útlit eða stíl og Subaru virðist reyndar hafa átt í erfiðleikum með þennan þátt bílsins. Kringlóttu lugtirnar voru t.a.m. ekki nema í tvö ár á Impreza sem er skammur líftími á bíl. Þessi bíll snýst um allt aðra hluti; þ.e. undirvagn, drifrás og aflrás og þar liggur sérstaða hans. Subaru Impreza hefur frá upphafi haft töluverða sérstöðu á bílamark- aðnum. Þetta er fólksbíll í minni millistærðarflokki en fæst einvörð- ungu með sítengdu fjórhjóladrifi – formúla sem virðist henta vel hér á landi miðað við viðtökur sem hafa í gegnum tíðina verið góðar. Subaru hefur það líka með sér að hafa orð á sér fyrir að vera áreiðanlegur og tiltölulega bilanafrír bíll og hann er góður í endursölu. Hann er reynd- ar nokkuð dýrari en fólksbílar af svipaðri stærð en það helgast að sjálfsögðu af fjórhjóladrifinu og aflmikilli 2ja lítra vélinni. Það trekkir líka eflaust yngri kaupendur að bílnum að hann er seldur í WRX og WRX STi-út- gáfum og er þar um hreinræktaða sportbíla með ralltakta að ræða, 225 og 265 hestafla. Við prófuðum á dögunum fimm dyra hlaðbakinn með 2ja lítra vél- inni. Breyttur framsvipur Framsvipur bílsins er orðinn miklu freklegri eftir breytingarnar. Auk nýrra lugta hefur grillið stækkað og komið í það krómrönd. Sömuleiðis eru ný brot í vélarhlíf- inni sem helgast af lögun framljós- anna sem líkjast núna meira fram- ljósum Legacy. Breytingarnar eru ekki jafn markverðar að innan enda var bílnum talsvert breytt að innan þegar síðast voru gerðar breyt- ingar á honum. Hann er enn með sömu íturhönnuðu sportsætin sem minna á glæsta sögu Subaru í rall- keppnum. Sætin eru þröng og um- lykja ökumanninn og farþega í framsæti. Ökumaðurinn er sem reyrður í sætið við aksturinn. Kostirnir eru augljósir; ökumaður haggast ekki þótt hann fleygi bíln- um sitt á hvað í krappar beygjur, en ókosturinn getur verið sá að erfitt er fyrir stirðbusa að setjast inn í bílinn og koma sér út úr hon- um. Mælaborð er nánast óbreytt frá fyrri gerð. Það er dálítið andleysi yfir hönnuninni og enn sem fyrr mikill plastkeimur yfir öllu. Nytja- stefnan er því ennþá allsráðandi hjá hönnuðum Sub- aru – heildarsvip- urinn fremur óspennandi en um leið praktískur. Þarna mætti Sub- aru að ósekju taka sig á og B11S hug- myndabíllinn, sem fyrirtækið sýndi á sýningunni í Genf í mars, lofar vissu- lega góðu. Góður akstursbíll Stóru kostir Impreza eru sjálfur aksturinn. Þetta er skemmtilegur akstursbíll, jafnvel án forþjöppunn- ar, sérstaklega þar sem reynir á undirvagninn og fjórhjóladrifið. Tveggja lítra boxer-vélin er með annan hljóm en aðrar vélar og hún er spræk og togmikil en vissulega nokkuð hávær. Aksturinn er fyrir vikið sportlegur, sérstaklega í beinskipta bílnum. Fjórhjóladrifið gerir bílinn rásfastan og veggripið er traustvekjandi við allar aðstæð- ur. Stýrið svarar vel og er til- tölulega létt og bíllinn er með öfl- ugu diskahemlakerfi; 16 tommum að framan og 15 tommum að aftan og loftkælingu. Tilfinningin við aksturinn er sú að maður treystir þessum bíl við flestar aðstæður. Við aðstæður þar sem öðrum bílum er ekið af nær- gætni og varúð leyfir maður sér að aka Impreza með öðrum hætti – þar munar ekki minnstu um sí- tengt fjórhjóladrifið. Hlaðbakurinn var prófaður með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Þetta er ágætlega samstillt sjálf- skipting en gefur ökumanni ekki kost á að nýta sér til fullnustu skemmtilega vinnslu boxer-vélar- innar sem er í essinu sínu við háan snúning. Vélin er þverstæð í vél- arrýminu og liggur afar lágt sem stuðlar að lægri þyngdarpunkti sem aftur eykur rásfestu bílsins. Þegar skoðað er í vélarrýmið bregður sumum í brún því þarna er ekki verið að pakka vélinni inn í plasthlífar; allt er galopið. Und- irritaður er þó þeirrar skoðunar að bíllinn er skemmtilegri handskipt- ur og karakter bílsins býður upp á slíka skiptingu. Það er nefnilega hægt að hafa gaman af því að keyra bílinn því það krefst fullrar þátttöku ökumannsins. Subaru Impreza GX 2,0 kostar 2.280.000 krónur í hlaðbaksgerð- inni og með sjálfskiptingu. Þetta er hærra verð en fyrir flesta aðra fólksbíla svipaðrar stærðar en með í kaupunum fylgir sítengt fjór- hjóladrif og mikið jafnvægi í und- irvagni ásamt 2ja lítra, 125 hestafla vél. REYNSLUAKSTUR Subaru Impreza 2,0 GX Guðjón Guðmundsson Hliðarrúður sem fyrr rammalausar. Hart plast og praktískur svipur. Morgunblaðið/Jim Smart Nýjar framlugtir og grill fríska upp á Impreza. Fjórhjóladrifinn og rásviss gugu@mbl.is Vél: 1.994 rúmsentimetr- ar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 125 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 184 Nm við 3.600 snúninga á mínútu. Drif: Sítengt aldrif. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálfskipting. Hámarkshraði: 185 km/ klst. Hröðun: 10,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Lengd: 4.415 mm. Breidd: 1.695 mm. Hæð: 1.485 mm. Eigin þyngd: 1.330 kg. Verð: 2.280.000 kr. Umboð: Ingvar Helgason hf. Subaru Impreza 2,0 GX Hlaðbakurinn er notadrjúgur hvað varðar farangurs- geymslu og aðgengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.