Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 B 7 bílar Bílavarahlutir Ásþétti Keilulegur Hjöruliðir Kúplingar og höggdeyfarKúpli deyfar Viftu- og tímareimar Kúluliðir Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Hemlahlutir Bón og hreinsivörur w w w. f a l k i n n . i s Toyota Rav4 ´2,0vvti ný- skráður 10/00, ekinn 50 þús, silfurgrár, 5 gíra, cd, filmur. Verð 1.890 þús. Honda CRV, nýskráður 02/98, ekinn 74 þús, sól- lúga, álfelgur, þjófavörn, sjálfskiptur, filmur, dr,beisli. Verð 1.390 þús. Toyota Landcruiser 80 4,2 turbo dísel intercooler, nýskráður 04/96, ekinn 160 þús, 38“ breyting, leður, 5 gíra, einn með öllu. Verð 3.650 þús, Toyota Landcruiser 100 VX 4,2 turbo dísel, ný- skráður 08/01, ekinn 22 þús, leður, tölvufjöðrun, aukasæti, filmur, stærri dekk, hvitur. Verð 5.590 þús. Lexus LS-400 4,0 8 cyl., árg. 1992, ekinn 165 þús., silfurgrár, sjálfskiptur, leð- ur, álfelgur,. Verð 1.350 þús. Toyota Avensis 1,8 VVTI nýskráður 05/02, ekinn aðeins 8 þús, vínrauður, sjálfskiptur. Verð 1.870 þús. Toyota Corolla 1,6 VVTi nýskráður 02 /01 ekinn 30 þús, dökkblár, 5 gíra, ál- felgur, dráttar beisli, vetr- ardekk á stálfelgum. Verð 1.300 þús. Lexus is 200, nýskráður 12/00, ekinn 28 þús, dökkrár, sjálfskiptur, 17“ álfelgur. Verð 2.180 þús. Toyota Rav4 vvti, ný- skráður 09/00, ekinn 56 þús, silfurlitur, sjálfskiptur, filmur, dr,beisli. Verð 2.300 þús. MMC Pajero 2,8 turbo dísel intercooler, nýskráð- ur 03/99, ekinn 88 þús, 33“ breyting, sjálfskiptur, topplúga, filmur, dráttar beisli, toppgrindarbogar, varadekkshlíf. Verð 2.760 þús. Toyota Yaris 1,3 Sol, nýskráður 08/2001, ekinn 33 þús, rauður, 5 gíra, áhví- landi bílalán að upphæð 900 þús. 20 þús á mánuði. Verð 1.040 þús. Toyota Rav4 vvti, ný- skráður 02/02 ekinn 37 þús, sjálfskiptur, dráttar beisli, spoiler, handfrjáls gsm búnaður, dökkgrænn. Verð 2.420 þús. ÞEGAR dauðar flugur og óhreinindi hafa lengi herjað á loftsíuna missir hún þann eiginleika sinn að hreinsa loftið sem fer inn á vélina. Jarðneskar leifar flugna, jafnvel með örsmáum völum, geta átt greiða leið í gegnum ónýta loftsíu inn á vélina og valdið sliti. Af þessum sökum þarf að athuga með loftsíuskipti að minnsta kosti einu sinni á ári. Ekkert varir að eilífu og það á líka við um loftsíuna. Það ræðst af akst- urslagi og aðstæðum og heildarakstri hve lengi loftsían dugar. Það er góð regla að skoða síuna einu sinni á ári og meta það hvort það þurfi að skipta henni út. Skiptið um loftsíu áður en hún fyllist af óhreinindum Vélin sogar inn í sig loft þar sem það blandast eldsneytinu inni í bruna- hólfinu. Komist óhreinindi eða ryk með loftinu inn á vélina veldur það sliti. Hlutverk loftsíunnar er að grípa agnirnar áður en þær komast alla leið inn í vél. En loftsían veldur ekki hlut- verki sínu endalaust. Agnirnar festast í síunni og að endingu verður þéttur óhreinindavefur í henni. Það dregur úr loftstraumi inn í vélina sem bæði eykur eldsneytiseyðsluna og dregur úr afli vélarinnar. Minnst einu sinni á ári Sé aksturinn mest á malbiki þarf ekki að skipta jafnoft um loftsíu og ef ekið er á malarvegum. Til þess að vita hvenær á að skipta um síu er nauð- synlegt að losa síuna a.m.k. einu sinni á ári, bera hana upp að ljósi og athuga hve mikil óhreinindi eru í henni. Ef óhreinindin eru mikil er nauð- synlegt að setja nýja síu í bílinn. Einnig þarf að athuga sérstaklega hvort rifur eru komnar í síuna. Þær geta hleypt óhreinindum í gegnum sig. Hvað þarf? Nýja loftsíu. Rakan klút. Nokkur ráð  Það þýðir ekkert að reyna að hreinsa í burt óhreinindi úr loftsíunni, hvorki með lofti eða vatni og sápu. Þegar loftsían er á annað borð orðin óhrein eru trefjarnar í henni einnig smitaðar af óhreinindum.  Athugið mjög vel hvort rifur eru í loftsíunni. Stærri agnir eiga greiða leið í gegnum rifur í loftsíunni inn í vélina. Setjið ljósgjafann inn í hólk- inn. Ef bert ljósið er sýnilegt í gegn- um glufur verður að skipta um loftsíu.  Nærri loftsíunni er loftskynjarinn, sem mælir og viðheldur réttu loft- magni sem fer til vélarinnar. Óhrein- indi geta sest á loftskynjarann en gætið þess að snerta aldrei á honum eða reyna að hreinsa hann. Loftskynj- arinn er afar viðkvæmt tæki og auð- velt að skemma hann. Látið nægja að blása mestu óhreinindunum af skynj- aranum.  Athugið einnig gúmmíhosuna sem tengir loftsíuhólfið við vélina áður en skipt er um loftsíu. Gera verður við hosuna eða skipta um hana ef komnar eru rifur í hana. Loft sem kemst í gegnum rifur á hosunni spilla jafn- væginu milli lofts og eldsneytis sem fer inn á vélina. Áríðandi er að hreinsa loftsíuhúsið áður en ný sía er sett í svo óhreinindin sem þar eru komist ekki í nýju síuna. Notið rakan klút með örlítilli sápu. Viðhald og viðgerðir Morgunblaðið/Arnaldur Rétt er að athuga loftsíuna a.m.k. einu sinni á ári. Ný loftsía bætir bruna vélarinnar. Skipt um loftsíu B&L hefur afhent Hópbílum tvo nýja 41 og 55 manna hópferðabíla frá Iris- bus. Bílarnir eru af lúxusgerðinni Iliade og búnir öllum helstu þægindum, bæði hvað aksturseiginleika varðar sem og aðstöðu farþega og ökumanns. Að jafnaði eru fluttir inn til landsins tveir til fimm nýir hópferðabílar á ári. Þægindi á þægindi ofan Þetta eru fyrstu hópferðabílarnir sem fluttir eru inn frá Irisbus, sem varð til við samruna ítalska framleið- andans Iveco og Renault IV, þess hluta Renault-samstæðunnar sem framleiðir hópferðabíla, eins stærsta rútuframleiðanda Evrópu. Auk ABS- hemla og ASR-spólvarnar eru báðir hópferðabílarnir með fimm fasa sjálf- skiptingu, loftfjöðrun, 362 hestafla samrásardísilvél (common-rail), skrið- stilli, fjölstillanlegum farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum og loftkælingu. Þá eru tveir sjónvarps- skjáir í báðum rútum, DVD- og mynd- bandstæki, CD-geislaspilarar og ís- skápar, auk þess sem sú 41 manns er einnig búin salerni. Hópbílar starfa við ferðaþjónustu og fólksflutninga fyrir fyrirtæki, skóla og íþróttafélög. Fyrirtækið, sem hefur verið starfandi frá árinu 1995, rekur 22 hópferðabíla, þar af eru 16 frá Ren- ault (Irisbus). Fyrstu hóp- ferðabílarnir frá Irisbus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.