Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 9
Fjandinn laus á hraðbrautinni en kadiljákinn fer sína leið. Á http://www.cadillac.com/matrix er að finna sælgæti fyrir áhugamenn um bíómyndir og bíla. Söguhetjur í fram- haldsmynd Matrix, Matrix end- urhlaðin, sem frumsýnd verður innan skamms, verða á tveimur af mest spennandi bílum GM um þessar mundir, þ.e. Cadillac CTS og lúxus- jeppanum Escalade EXT. Á vefnum er hægt að skyggnast að tjaldabaki og fylgjast með broti úr æsilegri eftirför, R.A. Rondell, leikstjóri áhættuatriða, fjallar þar um þjálfun áhættuleik- aranna og útskýrir myndskeiðin. Þar kemur m.a. fram að það var Rondell sem ók CTS-bílnum í áhættuatriðum úr aftursæti bílsins með sérstökum búnaði, og á meðan gat Lawrence Fishbourne, einn af aðalleikurum myndarinnar, einbeitt sér að sínu sér- sviði, sem er leikur. GM var reyndar svo umhugað að vera með í nýju Matrix-myndinni að ákveðið var að smíða 24 frumgerðir af bílunum því þeir voru alls ekki komnir á markað þegar myndin var gerð. Eltingarleikurinn, sem stendur yfir í fjórtán mínútur, var tekinn upp á 2,4 km langri hraðbraut sem lögð var sérstaklega fyrir þetta atriði á yfir- gefinni herflugbraut í Alameda í Kali- forníu. Eltingarleikurinn er sagður einn sá flóknasti og mest spennandi sem festur hefur verið á filmu. V E F U R V I K U N N A R Cadillac í Matrix-heimi TENGLAR .............................................. cadillac.com/matrix Ljósmynd/Melinda Sue Gordon Illmennin aka Cadillac Escalade EXT-jeppa. Ljósmynd/Melinda Sue Gordon Byggð var hraðbraut fyrir eltingarleikinn. Morpheus óskaddaður en bíllinn eins og gatasigti. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 B 9 bílar Opel Zafira 1800 Comfort, f. skr.d. 08.08.2002, 10 þús. km., 5 dyra, beinskiptur, 16“ álfelgur, vindskeið, sóllúga, filmur í rúðum o.fl. Verð 2.290.000. Nissan Patrol Elegans, 3000cc, Tdi, 06/01, ek. 24 þ. km, beinskiptur, 35“ breyttur, Abs, öryggispúðar, loftkæling, langbogar, varahjólshlíf, dráttarkúla, kastaragrind og kastarar, leðuráklæði, topplúga, cb stöð. Verð kr. 4.100.000 DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.