Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 B 15 bílar Jeep Grand Cherokee Limited, árg. 1999, ek. 70 þ. km, 4700 cc, sjálfskiptur, leður, lúga, Abs, geisladiskamag- sín, fjarst. samlæsingar, allt rafdrifið. Verð 3.550.000. Tilboðsverð 3.150.000. Áhvílandi gott lán. Erum byrjaðir að taka á móti fellihýsum og tjaldvögnum. Seljum bæði notUð og ný. Erum með einkaumboð fyrir Seglagerðina Ægi og Tjaldaland. Vaktað afgirt plan. sími 517 0000, fax 517 0005. planid@planid.is MITSUBISHI hleypir af stokkunum í dag, 14. maí, Grandis- fjölnotabílnum í Jap- an. Myndin af bílnum hér til hliðar er með þeim fyrstu sem birt- ast af þessum bíl. Grandis verður kynntur Evrópubúum á bílasýningunni í Frankfurt í haust en hingað til lands kemur hann væntanlega á fyrri hluta árs 2004. Grandis er stór fjöl- notabíll en lægri og rennilegri en menn eiga að venjast um þessa gerð bíla. Hann verður fimmti bíllinn af fjórtán nýjum sem Mitsubishi setur á markað næstu fimm ár. Á undan honum koma Outlander, Lancer, Lancer lang- bakur og Lancer Evolution VIII. Í Evrópu verður hann fáanlegur sex og sjö manna og aksturs- eiginleikarnir ættu að vera skemmtilegir því sjálfstæð fjöðrun verður á öllum hjólum. Í Evrópu verður hann fáanlegur m.a. með nýrri 2,4 lítra bens- ínvél með MIVEC- tækni Mitsubishi, sem sér um að opnunartími ventla er breytilegur eftir álagi. Þessi 160 hestafla vél verður reyndar kynnt í Out- lander næsta haust. Ein fyrsta myndin sem birtist af Mitsubishi Grandis. Fyrstu myndir af Grandis HUGMYNDABÍLL Aston Martin, AMV8, var sýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Nú er verið að prófa bílinn í Norður-Svíþjóð þar sem ennþá ríkir vetur ef marka má myndirnar. Bíllinn kemur ekki á markað fyrr en árið 2005 en engu að síður eru prófanir á honum langt komnar. Þetta verður minnsti bíllinn í framleiðslulínu Aston Martin og á að keppa við helstu sportbílana. Niðurstaðan verður líklega sú að bíllinn verði með V8-vél og for- þjöppu. Ekki er vitað hver hestafla- fjöldinn verður en líklegt þykir þó að vélin skili um 450 hestöflum. Þar með verður þessi nýi Aston Martin öflugri en bæði Porsche 911 Turbo, sem er 420 hestöfl, og Ferrari 360, sem er 400 hestöfl. Bíllinn verður boðinn beinskiptur og með raðskipt- um gírkassa eins og í Bond-bílnum Vanquish. Nýi bíllinn verður smíðaður úr áli og koltrefjaefnum og því léttur sem lauf. Aston Martin ætlar að hafa við- bragðið í þessum bíl úr kyrrstöðu í 100 km minna en fimm sekúndur. Verður líklega með V8-vél, 450 hestafla. Aston Martin til höfuðs Porsche og Ferrari Á að keppa við Porsche 911 og Ferrari 360. NISSAN er um þessar mundir að kynna nýjan sendibíl sem bætist við þá bíla sem áður hafa verið kynntir undir nöfnum Nissan Primastar og Nissan Interstar. Von er á þessum bílum til Íslands í sumar. Nissan Kubistar kemur á markað í Evrópu í október 2003 og búast for- svarsmenn Nissan við að með þess- ari viðbót verði hlutur Nissan í sendibílamarkaði í Evrópu 5% sem er 50% aukning á aðeins fjórum ár- um. Nissan Kubistar verður fram- leiddur með 3 dísilvélum og þremur bensínvélum. Verðsamningar standa yfir fyrir Íslandsmarkað en búast má við bílnum hér á landi á svipuðum tíma og annarsstaðar í Evrópu. Nissan Kubistar. Nissan Kubistar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.