Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F VIÐSKIPTI FJÁRMÁL FISKVEIÐAR Jack Welcher er án efa einn þekktasti og áhrifamesti fyrirtækja- stjórnandi síðari ára. Fjárfestingafélagið Kaldbakur er annað stærsta fyrirtæki lands- ins í fjárfestingum. Norðmenn og Danir nota sprengiefni við veiðar til þess að fæla fiskinn ofar í sjóinn. SJÁLFSTRAUSTIÐ/4 AF KALDBAK/6 NOTA/9 KANADÍSKA sjávarútvegsfyrirtækið Fishery Products International (FPI) hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka um endurfjármögnun langtímalána fyrirtækis- ins ásamt nýju fjárfestingarláni. Heildar- fjárhæð lánsfjármögnunarinnar eru 79 millj- ónir kanadadollara eða sem nemur um 4,2 milljörðum króna. Um 54 milljónum kanada- dollara verður varið til endurfjármögnunar á eldri lánum og 25 milljónum verður varið til uppbyggingar á fiskvinnslu fyrirtækisins. Með þessari lánveitingu og fyrri lánveitingu til sjávarútvegsfyrirtæksins Clearwater er Íslandsbanki orðinn stærsti einstaki lánveit- andinn til sjávarútvegs í Kanada. Fishery Product International er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á austurströnd Norð- ur-Ameríku. Starfsemi fyrirtækisins spann- ar allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávar- afurða. Höfuðstöðvar FPI eru á Nýfundna- landi, en fyrirtækið er með starfsemi víða í Kanada og í Bandaríkjunum og söluskrif- stofur víða um heim. Starfsmenn FPI eru 3.300 talsins og nam velta fyrirtækisins á síðasta ári jafnvirði 40 milljarða króna. Hlutabréf FPI eru skráð í Kauphöllinni í Tórontó. Mikilvægur áfangi „Þessi samningur markar mikilvægan áfanga í fjárhagslegri endurskipulagningu FPI. Nýju lánsfé verður varið til þess að styrkja fiskvinnsluhluta fyrirtækisins og auka þannig samkeppnishæfni FPI. Við er- um jafnframt ánægðir með að vera komnir í viðskipti við Íslandsbanka, sem býr yfir mik- illi sérþekkingu á fjármálaþjónustu við fisk- iðnað,“ Derrick Rowe forstjóri. „Samningurinn við FPI er Íslandsbanka mikilvægur og styrkir stöðu bankans í þjón- ustu við alþjóðlegan fiskiðnað. FPI er leið- andi fyrirtæki í fiskiðnaði í Kanada og í fremstu röð á heimsvísu. Undanfarin ár hef- ur Íslandsbanki markvisst unnið að því að byggja upp viðskiptasambönd sín í alþjóð- legum fiskiðnaði. Samningur FPI við Ís- landsbanka ber vitni um samkeppnishæfni bankans og það orðspor sem hann hefur afl- að sér á þessum markaði,“ segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, um lánið. F J Ö G U R R A M I L L J A R Ð A L Á N Íslandsbanki lánar FPI Bankinn orðinn stærsti einstaki lánveitandinn til kanadíska sjávarútvegsins ÍSLAND er í níunda sæti af 29 á lista svissneska IMD við- skiptaháskólans yfir samkeppnis- hæfustu þjóðirnar sem hafa færri en 20 milljónir íbúa. Á sama mælikvarða lenti Ísland í ellefta sæti árið 2002. Háskólinn í Reykjavík sér um gagnaöflun fyrir skýrsluna hér á landi. Guðrún Mjöll Sigurðar- dóttir, sérfræðingur við við- skiptadeild HR, segir að skýrslan byggi á gögnum sem aflað hafi verið í mars og apríl. Hún segir að skýrslan, og gögnin sem hún er byggð á, nýtist t.a.m. stjórnmála- mönnum, stofnunum og félögum, samtökum atvinnulífsins og fyr- irtækjum. „Hún er gott tæki til að sjá hvar hömlur á samkeppnis- hæfni Íslands miðað við aðrar þjóðir eru mestar,“ segir hún. Löndum skipt í tvo flokka Löndum var nú í fyrsta skipti skipt í tvo flokka; með yfir 20 milljónir íbúa og með færri en 20 milljónir íbúa. „Það er vegna þess að samkeppnisumhverfið er mis- munandi eftir stærð hagkerf- anna. Almennt eru minni hag- kerfi talin vera viðkvæmari en þau stærri fyrir veikara efna- hagsumhverfi,“ segir Guðrún Mjöll. Ísland er næstneðst af Norð- urlöndunum á listanum, en aðeins Noregur er með lakari einkunn. „Þessi röðun segir ekki alla sög- una. Sumir þættir eru illviðráð- anlegir. Til dæmis er þjóðin smá, en smæðin virkar sem takmörkun á samkeppnishæfni þjóða í þess- ari mælingu,“ segir Guðrún. Smæðin hamlandi Mælingin á samkeppnishæfni skiptist í fjóra flokka. Í fyrsta lagi var lagt mat á stöðu efnahagslífs- ins, í 75 þáttum. Þar lenti Ísland í 26. sæti, samanborið við 17. sæti árið áður. „Það hamlar íslenskri samkeppnishæfni að Ísland er lít- ið, en sumir af þessum 75 þáttum hafa beint með stærð lands og þjóðar að gera. Því er Ísland oft í síðasta sæti, en við því er lítið að gera,“ segir Guðrún. Hið opinbera skilvirkt Í öðru lagi var litið á skilvirkni hins opinbera. Þar hækkaði Ís- land úr 15. sæti upp í það sjöunda. „Stjórnendur í atvinnulífinu segja að skrifræði hindri ekki starfsemi á markaði og að skattar hamli ekki frumkvöðlastarfsemi. Þá er almannatryggingakerfið talið vera mjög sterkt,“ segir Guðrún. Sveigjanleiki í viðskiptum Í þriðja lagi var skilvirkni í við- skiptum skoðuð, en þar var litið til 69 þátta. Ísland lenti í þriðja sæti hvað þennan flokk varðaði, en því fjórða árið 2002. „Stjórn- endur í atvinnulífinu telja að fólk sé almennt sveigjanlegt og fljótt að laga sig að nýjum aðstæðum í hagkerfinu. Almennt eru Íslend- ingar opnir fyrir nýjum hug- myndum og gildismat þeirra styður við samkeppni. Vegna smæðar landsins hefur alþjóða- væðing ekki haft slæm áhrif hér,“ segir hún. Innviðir traustir Í fjórða og síðasta lagi voru inn- viðir efnahagslífsins skoðaðir, í 96 þáttum. Þar stökk Ísland upp í fjórða sæti, upp úr því níunda. „Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér nýjustu upplýsinga- tækni. Menntun er ágæt og læsi þjóðarinnar mikið. Þá hefur já- kvæð áhrif á þennan þátt að raf- orkukostnaður fyrir stóriðju er lágur, mengun lítil og orkubú- skapur góður. Aftur á móti hefur markaðsstærðin hamlandi áhrif og ekki er talið að nógu mikil áhersla sé lögð á rannsókna- og þróunarvinnu hér á landi, sem endurspeglast í fáum umsóknum um einkaleyfi og fáum útgefnum vísindagreinum eftir Íslendinga,“ segir Guðrún Mjöll. Samkeppnishæfni Ís- lands eykst milli ára Smæðin hamlar samkeppnishæfni. Sveigjanleiki í viðskiptum og hjá hinu opinbera.          !              ! " # $              ! " #$ % "& '  (   )  * +, -, ., /, 0, 1, 2, + ++, + + % &! '(() ! '((' ! '((* ! '((( Miðopna: Af Kaldbak er útsýni til allra átta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.