Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 B 9 NÚR VERINU Jónsvör 3 símar 424 6650/894 2845 Færeyskar handfærarúllur N‡tt fyrirtæki hefur liti› dagsins ljós sem skapar n‡tt vi›mi› á svi›i hra›flutninga,vöruflutninga og vörustjórnunar. Eftirtalin fyrirtæki hafa sameinast undir nafni DHL til a› bjó›a jafnvel enn fjölflættari fljónustu: DHL Worldwide Express, lei›andi fyrirtæki í hra›flutningum á heimsvísu, Danzas, sem er í fararbroddi í flug- og skipafrakt á heimsvísu, og Deutsche Post Euro Express, lei›andi evrópskt fyrirtæki í bögg- ladreifingu. Nú getum vi› bo›i› flér meiri afköst, meiri fljónustu og fleiri möguleika í yfir 220 löndum. Einu gildir hverjar flarfir flínar eru, vi› getum uppfyllt flær. Hringdu í okkur í síma 535 1100 e›a kíktu á www.dhl.is svo kraftur DHL geti stutt vi› baki› á rekstri flínum. Meiri kraftur. NORÐMENN og Danir nota sprengiefni við uppsjávarveiðar til þess að fæla fiskinn ofar í sjóinn þannig að hann verði veiðanlegri. Sprengiefnið er svokallaðir „dansk- ir puttar“ sem skilgreint er sem ör- yggistæki og var notað á árum áður sem neyðarrakettur en er löngu hætt að nota sem slíkar. Við tilraunir með sprengiefnið í Altafirði í Noregi 1989 drapst mikið af eldislaxi í sjókvíum í allt að tveggja kílómetra fjarlægð frá til- raunasvæðinu. Í þorskeldisstöð, sem var með kvíar í fimm hundruð og tólf hundruð metra fjarlægð, drápust um fjörutíu prósent af fisk- inum fyrstu vikuna eftir sprenging- arnar. Að tveimur vikum liðnum hafði um helmingur fisksins drepist og atferli stórs hluta sem ekki drapst var óeðlilegt. Loft notað í stað sprengna Síðastliðin tvö ár hafa íslenskir að- ilar gert tilraunir með að dæla lofti niður í sjóinn til þess að fæla fiski- torfur frá því að dreifa sér út úr nótum veiðiskipanna. Mikill áhugamaður um þessa veiðiaðferð er Einar Steinsson vél- virki. Hann hefur þróað aðferð þar sem lofti er dælt úr skipi niður í sjó- inn og við það myndast loftbólur með viðeigandi hávaða sem hindrar að fiskurinn dreifi sér út úr nót skipsins. Líkir búnaðurinn þannig eftir veiðiaðferðum hnúfubaka þeg- ar þeir þétta fisktorfur með loftból- um og hrekja hann upp að yfirborð- inu þar sem veislan hefst síðan. Einar setti sig í samband við kunningja sína úti í Noregi vegna málsins en þar rákust þeir á vegg. Hann og félagar hans fóru fram á við stærstu nótasamtök í Noregi að halda smáfyrirlestur um þennan búnað og fleira. „Norðmennirnir voru áhugasamir um að skoða málið en settu sem skilyrði að ég mætti ekki minnast á útgerðarmennina með sprengingarnar vegna þess að það er búið að vera eitthvað við- kvæmt mál í gegnum tíðina,“ segir Einar. Hálf brúin hvarf Skömmu seinna frétti Einar af skýrslu frá norsku tryggingafélagi um áhrif sprenginga á fisk. Í henni kemur ótvírætt fram að sprenging- ar neðansjávar hafa mikil áhrif á fiskinn. Í beinu framhaldi hafði Einar samband við sjávarútvegsráðu- neytið í Bergen og fékk sendan frá þeim dóm frá 1991 um slys í norskri lögsögu vegna notkunar sprengi- efnisins. Vélstjóri á dönskum hringnótabáti slasaðist alvarlega þegar neisti komst í kassa með „dönskum puttum“. „Þeir voru að kasta þessu út í sjóinn utan við nótina til þess að ná fiskinum upp í veiðarfærin. Mikil sprenging varð og miklar skemmdir urðu á brú skipsins,“ segir Einar. Vélstjórinn, sem var í brúnni, slasaðist alvar- lega og skipstjórinn kastaðist út á dekk. Brúin hvarf að hálfu, þyrla náði í hinn slasaða og báturinn sem var stjórnlaus var dreginn til hafn- ar í Bergen. „Í dómnum gætir viss tvískinn- ungs,“ bætir Einar við, „það er í norskum lögum alveg skýrt og skorinort kveðið á um það að allt sem heitir sprengingar við veiðar á fiski er stranglega bannað. En í dómnum var komist að þeirri nið- urstöðu að þetta sprengiefni teldist ekki vera sprengiefni og málsaðilar voru sýknaðir.“ Í skjóli dómsins hafa sjómenn notað sprengiefnið áfram – í laumi þó. Fiskurinn drepst „Í samtölum mínum við íslenska skipstjóra,“ segir Einar, „hefur komið fram að þegar búið er að henda þessu [„dönsku puttunum“] ofan í torfurnar flýtur alltaf upp dauð síld á eftir þótt þetta séu nú bara stórir kínverjar. Þannig að við vitum ekki hvað er að drepast af henni dagana á eftir.“ Alls konar járnarusl sé fest við sprengjurnar til þess að sökkva þeim og ekkert sé vitað hvað þær fari djúpt niður áður en þær springi. Einar segist hafa heyrt út undan sér að þegar illa gangi hjá sumum bátum hafi verið gripið til dínamíts. Síðustu tvö ár hefur Einar fylgst með þessum málum og iðulega rek- ist á að menn noti „dönsku puttana“ hér. Þeir íslensku sjómenn sem hann viti að hafi notað sprengiefnið fái það í Færeyjum. Spurður hve lengi þetta hafi tíðkast hér við land segist hann ekki vita það en að hann hafi verið á síld fyrir um tólf, fimmtán árum og þá hafi þetta ekki þekkst. Ekki nóg að tala um friðun „Síldin er erfiðust viðureignar en svo eru Norðmenn að nota þetta á makrílinn líka og jafnvel ufsann, sem þeir veiða mikið í nót … ég veit að þeir eru að nota þetta,“ fullyrðir Einar. „Mér finnst umræðan um friðun, brottkast og hvaðeina forkastanleg á meðan ekki er minnst á þetta mál [notkun sprengiefnis] einu orði. Við verðum að athuga eitt, norsk-ís- lenski síldarstofninn, sem við köll- um svo, er nýttur af Íslendingum, Færeyingum, Norðmönnum, Rúss- um og fleirum. Og ef einn aðili eða fleiri stunda veiðar með óábyrgum hætti kemur það öllum við. Þetta er ekki einkamál Norðmanna frekar en Íslendinga.“ Tilraunirnar lofa góðu Í nótaskipinu Víkingi hafa verið gerðar tilraunir með veiðiaðferðir Einars í eitt og hálft ár. Þær hafa verið reyndar við bæði síld- og loðnuveiðar. Slöngur, sem tengdar eru við loftdælur skipsins, eru sett- ar útbyrðis og rennt ofan í sjóinn. Loftbólur og hávaði fæla fiskinn upp að yfirborðinu. „Ef farið er með slöngustútinn t.d. niður á eitt hundrað metra dýpi þá er tíu kílóa mótþrýstingur,“ útskýrir Einar, „og þá þarf að vera með meiri þrýsting en tíu kíló til þess að yf- irvinna þrýstingsmuninn.“ Tilraunirnar hafa gefið mjög góða raun og sjómennirnir eru mjög ánægðir með árangurinn að sögn Einars. Frumgerðin var sett í Víking og eftir veiðar í Smugunni var farið fram á við Einar að útfæra aðferðina frekar. Norðmenn eru að sama skapi mjög áhugasamir, segir Einar, en að þeir hafi áhyggjur af að Íslendingar séu að stela ein- hverju frá þeim. „Ég held að þeir hafi voðalega lítinn áhuga á að tala við Íslendinga yfirleitt,“ segir hann. Ekki óþekkt aðferð Fyrir um tuttugu árum voru gerðar tilraunir með loftið bæði í Noregi og á Íslandi. „Faðir minn var á loðnu hérna í gamla daga og þá voru næturnar svo lélegar, þ.e.a.s. garnið, að þær rifnuðu iðulega á síðunni. Þá smíðuðu þeir sér járn- hring, settu loftslöngu inn á hann og hentu ofan í nótina til þess að létta á henni. Þetta er sem sé allt þekkt,“ segir Einar og bætir við að hans útfærsla sé handhæg, ekki þurfi að gera meira en að slaka slöngunni niður og hífa síðan upp. Nota sprengiefni við fiskveiðar Morgunblaðið/Jim Smart „Danskur putti“ er um 12 cm á lengd og kveikiþráðurinn annað eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.