Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 B 11 NFRÉTTIR SAMTÖK auglýsenda, SAU, telja starfsemi birtingahúsa vera mikið framfaraskref. Með því sé verið að skilja á milli auglýsinga- gerðar og birtingaráðgjafar. Nú geti auglýsendur valið að skipta við þá auglýsingastofu og birtinga- ráðgjöf sem þeir kjósa í stað þess að þurfa að skipta við sama að- ilann á báðum sviðum. Í síðustu viku var greint frá því í Morgunblaðinu að Búnaðarbanki Íslands hefði samið við Birtinga- húsið um birtingaráðgjöf og kaup á auglýsingabirtingum. Í samn- ingnum felst að Búnaðarbankinn fær aðgang að ráðgjöf um kaup á auglýsingabirtingum sem er alger- lega óháð sölu og framleiðslu aug- lýsinga. Í frétt frá Búnaðarbank- anum og Birtingahúsinu kom fram að þetta fyrirkomulag er nýtt á Ís- landi, en hingað til hafa auglýs- ingastofur og fyrirtæki, sem ann- ast auglýsingaráðgjöf, fengið greitt fyrir þjónustu sína sem hlut- fall af auglýsingasölu. Komin samkeppni í ráðgjöf Að sögn Sigurðar Gunnlaugssonar, stjórnarmanns í SAU, fagna sam- tökin þessari breytingu. Einokun auglýsingastofa, sem eru aðilar að SÍA, á aðgangi að fjölmiðlagögn- um og þar um leið birtingafor- ritum, hafi verið rofin með tilkomu Birtingahússins árið 2000. „Með tilkomu birtingahúsanna, sem nú eru fjögur á markaðnum, skap- aðist samkeppni í birtingaráðgjöf- inni. Áður var ekki hægt að eiga viðskipti við þá aðila sem buðu upp á það besta í hvoru fyrir sig, held- ur voru auglýsendur tilneyddir að skipta við einn og sama aðilann,“ segir Sigurður. Greiðsla ótengd birtingum Að hans sögn fékk birtingaráðgjöf litla athygli á auglýsingastofunum fyrir aðskilnaðinn sem aftur leiddi til þess að fagleg uppbygging í þeim geira var lítil sem engin. „Enn ein framförin fyrir auglýs- endur er að núna er greiðsla fyrir birtingaráðgjöf ekki lengur tengd við þá fjárhæð sem birt er fyrir. Heldur er samið um ákveðna greiðslu fyrir ráðgjöfina burtséð frá því hve mikið er auglýst. Það þýðir að sá sem veitir ráð- gjöfina byrjar ekki á því að spyrja að því fyrir hvað mikið þú ætlar að auglýsa heldur byrjar á því að setja fram dekkunar- og tíðni- markmið gagnvart markhópnum og reynir að lágmarka kostnaðinn við að ná til hans.Við teljum að það sé stórt skref fyrir auglýsendur að geta skilið þarna á milli og geta valið bestu auglýsingastofuna og bestu birtingaráðgjöfina. Sem ekki er alltaf sami aðilinn,“ segir Sig- urður. Hann bætir við að ljóst sé að þeir sem bjuggu við einokunar- aðstöðu geti átt erfitt með að fóta sig í samkeppninni. Í Morgunblaðinu í síðustu viku var haft eftir Helga Helgasyni hjá auglýsingastofunni Góðu fólki að tilkoma Birtingahússins yki sam- keppni á auglýsingamarkaði. Helgi segir að Gott fólk sé bæði með við- skiptavini sem skipta við Birtinga- húsið sem og viðskiptavini sem stofan annast birtingu fyrir. Meiri líkur séu á því að vandamál komi upp þegar auglýsingagerðin ann- ars vegar og birtingarnar hins vegar sé aðskilið. Þeir sem starfi við birtingar komi oft að þeirri hugmyndavinnu sem fram fari á auglýsingastofunni, en nálægðin í þessum efnum sé mikilvæg. Þessi breyting á auglýsingamarkaði sé því að hans mati ekki til bóta. Hallur A. Baldursson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Nonna og Manna/Yddu, sagði í sömu frétt að aðgreining milli aug- lýsingagerðar og birtinga auglýs- inga væri mikil afturför. Heild- arsýnin sem auglýsingastofurnar hefðu væri mikilvæg í auglýsinga- starfinu fyrir viðskiptavini stof- anna, þ.e. mótun stefnu í markaðs- og kynningarmálum, hugmynda- vinnan og ekki síst framkvæmd herferðarinnar sem felst meðal annars í markvissri dreifingu eða birtingu auglýsinga. Birtingahúsin framfaraskref HAGNAÐUR Þorbjarnar Fiska- ness hf. nam 350 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 30 % af tekjum tímabilsins. Á sama tímabili í fyrra var hagn- aðurinn 479 milljónir króna. Gengishagnaður tímabilsins var um 185 milljónir, en var 223 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildar- skuldir að frádregnum veltufjár- munum, hafa lækkað frá sl. áramót- um um kr. 374 milljónir. Rekstrartekjur tímabilsins voru 1.165 milljónir, en voru kr. 1.548 milljónir árið á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 314 milljónum kr. sem er 27% af tekjum en var fyrir sama tímabil árið á undan 516 eða 33% af tekjum. „Meginástæður fyrir lækkun á fram- legð í hlutfalli við tekjur samanborið við sama tímabil sl. árs má, auk áhrifa gengisbreytinga, einkum rekja til þess að hráefniskostnaður í landvinnslu hefur aukist verulega á milli ára, sem hlutfall af tekjum, þá varð loðnuvertíð mun styttri, og minna magn veitt en á sama tíma sl. ár. Aðrar tekjur koma til vegna sölu- hagnaðar af hlutabréfum í SH hf. og Fiskmarkaði Suðurnesja hf.,“ að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Veltufé frá rekstri var 344 millj- ónir króna eða 30 % af tekjum, en var á sama tímabili sl. árs 465 milljónir eða 30% af tekjum. Eiginfjárhlutfall hefur hækkað frá sl. áramótum úr 31% í 34% eða um kr. 387 milljónir og var arðsemi eiginfjár á tímabilinu 48%. „Líkur eru á að rekstur ársins 2003 verði í meðallagi, til lengri tíma litið. Sterk staða íslensku krónunnar hefur verulega tekjulækkandi áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki, eins og alla aðra útflutningsstarfsemi, og kemur það mjög fram í þessu árshlutaupp- gjöri. Kostnaður við reksturinn hef- ur ekki lækkað að sama skapi og má þar nefna að hráefniskostnaður landvinnslu hefur hækkað verulega og veldur áhyggjum hvernig horfir hvað það varðar. Þá hefur launa- kostnaður hækkað í landvinnslu. Markaðir fyrir afurðir fyrirtækisins hafa verið í lagi varðandi eftirspurn, og afurðir selst jafnóðum. Verð á bol- fiskafurðum hefur þó heldur verið að lækka að undanförnu í erlendri mynt,“ að því er segir í tilkynningu. Hagnaður Þorbjarnar Fiskaness 350 milljónir Mjólkursamsalan hefur tekið í notkun SAP X-press- mannauðslausn frá Hugbún- aðarlausnum Nýherja. Lausn- inni er ætlað að mæta aukn- um kröfum Mjólkursam- sölunnar til starfsmanna- og starfsþróunarmála. Innleiðing lausnarinnar var unnin sam- kvæmt skilgreindum verk- ferlum sem SAP-deild Ný- herja hefur sett og stóðst allar tímaáætlanir, að því er segir í fréttatilkynningu frá Nýherja. SAP X-press HR felur í sér samþætta starfs- mannalausn, skipulagsheild, ráðningarlausn, stimpil- klukku, starfsþróunarlausn og fleira. Lausnin heldur þannig utan um allar starfs- mannaupplýsingar á einum stað. Mjólkur- samsalan með SAP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.