Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6 . M A Í 2 0 0 3 B L A Ð B  Í ÞVERÞJÓÐLEGU AMSTRI DAGSINS – HVERSDAGSLÍFIÐ HÉR OG ÞAR/2  LÍFIÐ ER TÖFRUM GÆTT/4  AUÐLESIÐ EFNI/8  NÚ ER komið í tísku aðprjóna. Þetta er hermt ífréttum frá útlöndum þar sem Hollywood-stjörnur eru sagðar flíka hálfprjónuðum flíkum við hvert tækifæri. Og hann er ekkert smáræði, listinn yfir þær stjörnur sem afhjúpað hafa einlægan prjóna- áhuga; Julia Roberts, Hilary Swank, Cameron Diaz, Winona Ryder, Ma- donna, Daryl Hannah, Kate Moss. Og ennfremur ... holdtekja karl- mennskunnar, sjálfur skylm- ingaþrællinn Russel Crowe! Frá þessu er greint í á breska vef- miðlinum Telegraph þar sem fullyrt er að prjón sé hið nýja rokk og ról heimilanna. Sögð er saga af Goldie Hawn, sem greip til prjónanna eftir harmleikinn 11. september og bjó til bandaríska fánann úr hvítu, rauðu og bláu garni. „Ég var að reyna að prjóna Ameríku aftur saman,“ er haft eftir leikkonunni. Skýringin á vinsældum prjóna- skapsins er m.a. rakin til þess hversu góður streitubani hann þyk- ir vera – eins konar sambland íhug- unar og sköpunar. „Þetta er hið nýja jóga í Bandaríkjunum,“ stað- hæfir David Rawson, markaðsstjóri einnar stærstu spunaverskmiðju Bretlands, Sirdar, sem segir vin- sældir prjóns einnig vaxandi í Bret- landi eftir lægð 9. og 10. áratug- arins. Því til stuðnings eru nefndar prjónasamkomur sem á dagskrá hafa verið að undanförnu allt frá Halifax til Jórvíkur. „Aðsóknin kom mjög á óvart. Allt fylltist út úr dyr- um og þegar tónlistin dó út var klirrið í prjónum fólksins eins og engisprettusinfónía,“ sagði hvata- maðurinn Simon Thackray. Þá er greint frá óvæntum vin- sældum prjóns meðal breskra barna og unglinga. Elizabeth Newson, prófessor í þróunarsálfræði við Nottingham-háskóla, hefur þær skýringar á áhuganum að unglings- stúlkum sé eðlislægt að vilja hanna sína eigin veröld með því að velja sér föt, tónlist og tískustrauma. Prjónaskapurinn sé framhald af þeirri sjálfsleit, þar fái stúlkurnar tækifæri til þess að velja liti og mynstur og tjá þannig sinn eigin stíl. Það kann að koma á óvart að „gamaldags“ dægradvöl á borð við prjón eigi möguleika í samkeppn- inni við tæknivædda afþreyingu samtímans. Á tímum tölvuleikja, geislaspilara og tónlistarmynd- banda er útbreidd skoðun að athygl- isþol unglinga sé á hverfanda hveli. Tafarlaus ánægja verði að vera tryggð – annað selji ekki. En vin- sældir prjóns gefa vísbendingar um að börn og unglingar kunni og vilji enn einbeita sér að tómstundum sem reyna á hugsun, hönd og út- hald. Doktor William Davies, stjórn- andi Samtaka um sálræna meðferð í Leicester, bendir á að með prjóna í hönd séu börnin sjálf við stjórnvöl- inn, sem veiti þeim ákveðna örygg- istilfinningu. „Flestar manneskjur vilja ná valdi yfir einhverju – og ull veitir enga mótspyrnu,“ er haft eftir Davies. Hann bendir einnig á að prjónið hjálpi fólki að horfa til fram- tíðar, það þjálfist skipulega í að raungera hugmyndir sínar. Þetta sé mikilvægt og nýtist án efa á ýmsum öðrum sviðum. Ýmislegt á prjónun- Morgunblaðið/Sverrir Á þessum prjónum er trefill úr Regia-ullargarni sem er þeim eiginleikum gætt að það mynstrar sig sjálft. Þráðurinn skiptir litum með vissu millibili og nýtur vaxandi vinsælda hérlendis um þessar mundir. og hjá stjörnum og börnum Julia Roberts Russell Crowe Cameron Diaz SLÉTT BRUGÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.