Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nafn: Ruchi Upma- nyu. Aldur: 34 ára. Uppruni: Norður- Indland. Starf: Er MSc í töl- fræði og vann við rannsóknir í töl- fræðideild ÍE þar til fyrir stuttu.  Hvers vegna Ís- land? Eiginmaður minn var að vinna hér, hann er skipa- miðlari og heitir Prashant Kumar. Ég flutti til hans fyrir þremur árum og fékk fljótlega vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu.  Hvers saknarðu helst að heiman? Ég sakna býsna margs. Til dæmis matarins, en ég er grænmetisæta og úrvalið hér á því sviði er heldur fá- breytt. Íslenskum veitingastöðum tekst til dæmis ekki lengur að koma mér á óvart með grænmetisréttum. Reyndar fæst hér allt það krydd sem ég þarf – sem mörgum þykir merki- legt – en mig vantar allt ferska hrá- efnið og árstíðabundna grænmetið. Annað sem ég get nefnt er árs- tíðabrigðin. Á Indlandi klæðum við okkur uppá til samræmis við árstíð- irnar. Hér finnst mér bara vera ein árstíð; vetur. Jæja, kannski tvær; minni vetur og meiri vetur. Í skamm- deginu hér sakna ég sólarinnar, mér finnst skrýtið að sjá hana ekki svo dögum skiptir. Svo verð ég líka að fá að nefna vini mína.  Hvert er jafnan þitt fyrsta verk þegar þú kemur heim til Indlands? Ég fæ mér góða máltíð, sama á hvaða tíma sólarhringsins ég lendi! Og svo svara ég í símann þegar vinirnir byrja að hringja í röðum.  Hvers saknarðu helst frá Íslandi þegar þú ert heima? Skipulagðrar umferðar. Heima á Indlandi er traff- íkin brjáluð, þar er líka svo mikið mannhaf. Á Íslandi eru göturnar næstum tómar í samanburði. Reykja- vík er líka þægileg því allt er sam- þjappað og innan seilingar. Svo er loftið næstum laust við mengun, sem er ótvíræður kostur.  Eftirlætisstaður á Íslandi? Grótta.  Hvað finnst þér einkenna íslenska lífshætti? Mér finnst nokkrar teg- undir til af Íslendingum. Í einum hópnum er fjölskyldufólkið, sem vaknar, ekur börnunum í skólann, vinnur, borðar og sefur, allt í fastri rútínu. Svo er það umbúðafólkið, sem pantar gjarnan mat heim til sín og hendir svo helmingnum – ég tek alltaf andköf þegar ég sé fólk fleygja mat. Loks er það unga fólkið í draumaheiminum sem er nýbyrjað að búa og stendur frammi fyrir ótal möguleikum.  En hvernig er þá hversdagslífið á Indlandi? Eiginlega er erfitt að bera þessi samfélög saman, svo ólík sem þau eru. Í raun má segja að við lifum eftir allt öðrum reglum. Á Indlandi er fjöl- skyldan mjög fyrirferðarmikil í lífi fólks og um 90% hjónabanda eru skipulögð af ættingjum. Þar tíðkast ekki að fólk búi saman án þess að gift- ast, eða að það eignist börn í lausa- leik. Amma mín á Indlandi neitar til dæmis að trúa því að í íslenskum systkinahópum eigi börnin ekki endi- lega öll sama pabbann. Henni finnst það gjörsamlega óhugsandi. En hver þjóð hefur sína siði og þetta er spurn- ing um að virða þá. Mitt eigið hjóna- band var til dæmis skipulagt af for- eldrunum. Maðurinn minn tilvonandi var við vinnu á Íslandi, foreldrar okk- ar ræddu ráðahaginn og næst þegar hann kom heim þá vorum við kynnt. Okkur leist vel á og héldum sambandi með bréfaskriftum þangað til ég fór til Íslands í mánuð. Í kjölfarið gift- umst við og stuttu síðar fluttist ég til hans hingað til Reykjavíkur.  Er eitthvað sérstakt sem Íslend- ingar gætu helst lært af Indverjum, eða öfugt? Því finnst mér erfitt að svara. Eins og ég sagði áðan eru þjóð- félögin mjög ólík og líklega er það heldur engin tilviljun. Hvert samfélag þróast með tilliti til staðsetningar á hnettinum, nágrannalanda, veðurfars og svo framvegis og þess vegna hefur hvert menningarsamfélag sín sér- kenni.  Hyggstu búa hér áfram? Mað- urinn minn elskar að búa hérna og af þeim sökum verð ég líklega alltaf hér viðloðandi. Hann hefur skotið rótum hér með gleði og ef hann er ham- ingjusamur, þá er ég það líka. Og reyndar hef ég verið að festa rætur líka, smám saman, en þó ekki eins djúpt – ég höndla kuldann ekki alveg eins vel. En þetta hefur batnað eftir því sem ég hef eignast fleiri vini hér og kynnst góðu fólki. Nafn: Helene Larsen. Aldur: 31 árs. Uppruni: Frá Danmörku. Starf: Er M.Sc. í líffræði manna og starfar við prótínframleiðslu í lyfjaþróunardeild hjá ÍE.  Hvers vegna Ísland? Ég verð gjarnan rótlaus eftir ákveðinn tíma á einum stað og eftir útskrift úr líf- fræðinni vantaði mig góða ástæðu til þess að fara til útlanda. Einn kenn- arinn minn þekkti verkefnisstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu í Reykjavík og mælti með mér við hann, sem leiddi til þess að ég fékk vinnu hér. Þetta var fyrir tveimur árum og ég var svo heppin að maðurinn minn fékk vinnu á sama stað. Hann heitir Jonas Vrang og er líka danskur.  Hvers saknarðu helst að heiman? Hárgreiðslumannsins míns!  Hvert er þitt fyrsta verk þegar þú kemur heim? Það fyrsta sem ég geri – áður en ég hitti alla vini mína – er að fara í klippingu. Ég hef reynt margar hárgreiðslustofur hér á Ís- landi en einhverra hluta vegna jafn- ast engin á við stofuna mína heima.  Hvers saknarðu helst frá Íslandi þegar þú ert í burtu? Þegar ég er í Danmörku líður ekki á löngu þar til ég fæ innilokunarkennd. Kaup- mannahöfn er hávaðasöm og ég sakna þagnarinnar. Ég sakna þess að geta ekki verið komin í algera nátt- úrukyrrð eftir nokkurra mínútna akstur út úr borginni, eins og hér í Reykjavík. Við Jonas eigum jeppa – eins og aðrir Íslendingar – og förum mikið í fjallaferðir. Okkur finnst dásamlegt að búa í svona mikilli ná- lægð við náttúruna. Annars er íslenska skyrið líka slík snilld að ég á örugglega eftir að sakna þess ef ég flyt héðan.  Eftirlætisstaður á Íslandi? Ég er yfir mig hrifin af Vest- fjörðum.  Hvað finnst þér helst einkenna ís- lenska lífshætti? Um það er erfitt að dæma, svarið hlýtur í það minnsta að mótast af minni eig- in samfélagsstöðu. En mér sýnist Ís- lendingar bera hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti. Sjálfur er maður alltaf í 2. sæti í hugum fólksins sem maður vill þekkja, á eftir ættingjunum. Mér sýnist fólk hafa þétt öryggisnet vandamanna í kring- um sig, kannski helgast það af smæð samfélagsins. Lýsandi dæmi um þetta eru ungar, einstæðar mæður, þær hafa tvær kynslóðir ættingja til þess að hjálpa sér með uppeldið og hlaupa undir bagga. Það er einstakt að fylgjast með því. Annars á ég sjálf samskipti við tvenns konar Íslendinga. Annars vegar eru það þeir sem geta vel skilið að ég sé hér vegna náttúruástarinnar en hins vegar eru það hinir sem botna ekkert í því hvers vegna ég flutti frá Kaupmannahöfn! Hinir síð- arnefndu eru þeir sem fara sjálfir helst aldrei út úr póstnúmeri 101 ...  En hvernig er daglegt líf Dana? Í mínum vinahóp er það aðallega sam- bland af tilraunum til þess að stofna fjölskyldu og skapa sér starfsframa, á sama tíma.  Hvað geta Íslendingar helst lært af Dönum, eða öfugt? Báðar þjóðir eru jafnslæmar með það að nenna að kynnast nýju fólki – það mætti lagast. En það sem mér finnst að Ís- lendingar mættu einna helst bæta er upplýsingamiðlun. Ég hef hvað eftir annað lent í að- stæðum þar sem vel hefði verið hægt að komast hjá óþægindum með einföldum boðskiptum. Til dæmis fór ég á slysavarðstofu um daginn og var sagt að koma aftur til þess að láta fjar- lægja sauminn. Ég gerði mér því ferð þangað þegar þar að kom, en þá var spurt: Af hverju komstu hingað, þeg- ar þú hefðir getað látið gera þetta á hvaða spítala sem var fyrir minna fé? Fólk veit oftast sitt af hverju, en hef- ur ekki alltaf fyrir því að segja manni það.  Hyggstu búa hér áfram? Já, á meðan vinnan er fyrir hendi þá erum við til í það. Við dýrkum landið og það grundvallast sem fyrr segir á því að við erum útivistarfólk að upplagi. Svo er þetta lítið samfélag og frjálslegra en hið danska að því leyti að hér eru reglur bara settar þegar þess þarf, en ekki til þess að fullnægja inngró- inni reglugerðaráráttu. Ég get til dæmis alveg hugsað mér að laumast yfir á rauðu ljósi á litlu horni hér um miðja nótt, þegar enginn er á ferli, því ég veit að flestir myndu gera hið sama. Í Kaupmannahöfn fá hins veg- ar sérstakir starfsmenn greitt fyrir að fylgjast með gönguljósum á Strik- inu og hanka þá sem ekki fara hundr- að prósent að reglum, svo dæmi sé tekið. Ég dríf mig í klippingu Helene Larsen Þ V E R þjóðlegu amstri dagsins Ungu fólki frá ýmsum heimshornum hefur fjölgað hér á landi síðustu ár í réttu hlutfalli við opnari tækifæri til atvinnu og náms. Sigurbjörg Þrastardóttir hitti fjórar stöllur frá þremur heimsálfum sem taka virkan þátt í íslensku, daglegu lífi. Tóku þær vel í að bera það sam- an við hversdagslífið í heimalandinu. Myndirnar eru teknar á góðri stundu með íslenskum vinkonum, en á vinnustað kvennanna hefur orðið til fjölþjóðlegur vinahópur. Í Morgunblaðið/Jim Smart Hér er bara ein árstíð Ruchi Upmanyu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.