Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 5
m, ók u Vignis um af in dala l ára- á jörðinni er áleitin, hverrar trúar sem maður er,“ segir hann. Þótt Vigni hafi hálft í hvoru grunað að hann væri HIV-smitaður, fór hann ekki í greiningu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að Þórður greindist. „Ég vildi fá tíma til þess að hugsa um Tóta en ekki sjálfan mig. Í rauninni varð ég ekki fyrir ýkja miklu áfalli þegar ég greindist, ég hafði vanist til- hugsuninni og fannst greiningin ekki breyta miklu.“ Fegurðin allt um kring Og framanaf háðu veikindin hon- um ekki að ráði. Hann stundaði vinnu sína eins og ekkert hefði í skorist, ræktaði fjölskyldu sína og vini og lagði ofuráherslu á að tileinka sér já- kvætt hugarfar, sama á hverju dyndi. „Ég hef svosem fengið minn skammt af þunglyndi, verið á þung- lyndislyfjum um tíma og einstaka sinnum þurft hjálp þegar mér leið sem verst,“ viðurkennir Vignir. Hann upplýsir að sér hafi þó sjálfum tekist best upp í að ná tökum á dep- urðinni, „... þótt ég segi sjálfur frá,“ bætir hann við að hætti hins hæv- erska manns. Og uppskriftin er ...? „Jákvætt hugarfar umfram allt,“ svarar hann að bragði og heldur áfram: „Í því felst að sjá fegurðina allt um kring, í stóru og smáu; ein- hverju sem menn gefa alla jafna ekki ýkja mikinn gaum í dagsins önn og amstri. Lífið er töfrum gætt og fullt af áskorunum alla daga. Hugðarefni eins og hug- leiðsla, oft samfara alls kon- ar föndri og dundi, gefa lífi mínu gildi. Ef manni sjálf- um tekst að sá einhverjum bjartsýnis- og gleðifræjum á þunglyndið í vök að verj- ast.“ Bjartsýnis- og gleðifræ Slíkum fræjum kappkost- ar Vignir að sá. Illu heilli eiga veikindin og tíðar sjúkrahússinnlagnir síðast- liðin þrjú ár þátt í að hann hefur meiri tíma en áður til að sinna fjölbreyttum áhugamálum sínum. Að vísu starfar hann ennþá í Laug- arnesskóla, en er nú í hluta- starfi í heilsdagsskólanum og grípur í forfallakennslu. Þótt lyfin verði sífellt full- komnari, segir hann fylgi- kvilla enn vera vandamál og stöðugt sé verið að prófa á sér ný lyf. Vöðvaverkir, sýk- ingar og húðofnæmi eru meðal þeirra kvilla, sem herjað hafa á hann um lengri eða skemmri tíma. „Þótt ónæmiskerfið sé orðið lélegt lít ég björtum augum til framtíðar. Núna er hægt að lifa með sjúkdómnum, gagnstætt því sem var þeg- ar Tóti veiktist. Læknarnir fylgjast vel með mér, ég hef alltaf nóg fyrir stafni og hef verið hamingjusamlega giftur í sex ár.“ Eiginmaðurinn heitir Marteinn Tryggvason, bankastarfsmaður. Og þótt vel fari á með þeim hjóna- kornum, segir Vignir að Marteinn sé ekki eins mikill áhugamaður um andleg málefni og hann sjálfur. „Marteinn er allur í katta- rækt og pælingum henni tengdri,“ upplýsir Vignir. Enda kemur í ljós að það er Marteinn sem á heiðurinn af óvenjulega gljá- andi og fögrum feldi þeirra Slag- brands og Appelsínu. „Ég hafði þekkt Marteinn lengi áður en við fór- um að vera saman. Við Tóti kynnt- umst honum í tengslum við katta- áhugann fyrir mörgum árum, en Tóti var líka geysilega mikill áhugamaður um kattarækt. Sjálfum finnst mér kettir alveg ágætir, en er svosem ekkert sérstaklega upprifinn yfir þeim.“ Ljóðaveganesti frá Ljósálfi Talið berst aftur að sáningu bjart- sýnis- og gleðifræjanna, eins og Vignir kallar viðleitni sína til að stuðla að jákvæðu hugarfari, jafn- rétti og friði í hjarta sjálfs síns, vina sinna og kunningja. Fyrst er til að taka að fyrir tæpum tveimur árum hóf hann að senda ljóð í tölvupósti á mánudögum til nánustu vina og vandamanna. „Núna eru 300 manns á póstlist- anum og sífellt bætist í hópinn. Ég setti mér þá reglu að senda ljóðin skömmu eftir miðnætti á sunnudegi, þannig að fólk læsi þau þegar það settist við tölvuna á mánudegi og fengi hollt og gott ljóðaveganesti fyr- ir vikuna. Framtakið mælist vel fyrir, að minnsta kosti fékk ég margar kvartanir í eina skiptið sem ég var svolítið seinn fyrir með ljóðasending- arnar. Annars hleypur Marteinn undir bagga ef ég er á sjúkrahúsi, þannig að ljóðin skila sér alltaf. Ég hef mikla ánægju af að lesa ljóð og held að allir hefðu gott af slíkum lestri annað slagið. Ljóðasendingarn- ar eru leið mín til að kynna ljóð fyrir fólki, fá það til að lesa eitt ljóð á viku og velta því svolítið fyrir sér.“ Eftirlætisljóð Vignis er Stig af stigi eftir þýska skáldið Hermann Hesse (1877–1962) í þýðingu Heimis Pálssonar. Hann fékk Viðar Egg- ertsson leikara til að fara með ljóðið við útför Þórðar og hefur æ síðan haft síðustu setningu annars erindis að einkunnarorðum sínum og látið hana fylgja öllum ljóðasendingum: „Sérhver byrjun lífsins er töfrum gædd sem vernda og vaka og verja okkur mæðu dægurkífsins,“ stendur alltaf neðanmáls og undirskriftin er Ljósálfur, en ekki Vignir Jónsson eins og búast mætti við. Ég hafði líka tekið eftir að undir nöfnum Vignis og Marteins á dyrabjöllunni stendur Ljósálfur og er því spurn hvers kyns sé. „Ljósálfur er dulnefni, sem ég kom mér upp fyrir margt löngu,“ svarar hann leyndardómsfullur á svip. „Svona mest til gamans fyrir smá- fólkið, vini mína. Ljósálfur var til dæmis alveg upplagt heiti á dular- fullri veru, sem í fyrrasumar hóf að senda 24 krökkum á aldrinum 5 til 12 ára kort einu sinni í viku í ellefu vikur og bauð síðan öllum í Regnbogapartý á Frakkastígnum tólftu vikuna. Eftir trakteringar og fínerí hélt hersingin með hvítar derhúfur, skreyttar regn- bogalitunum og með fána í stíl til liðs við fjöldagöngu samkynhneigðra, sem farin var sama dag.“ Kortin, samtals 264 gleðifræ, nostraði Vignir við að útbúa þegar hann var heima að jafna sig eftir sjúkrahúsvist. Hann handskrifaði einn kafla á hvert kort úr dæmisögu um regnbogalitina. Segir þar af rifr- ildi litanna um hver þeirra væri best- ur og fallegastur. Þegar hver litur var búinn að tala sínu máli, kom rign- ingin og leiddi þeim fyrir sjónir að allir þjónuðu jafnmikilvægum til- gangi og allir væru þeir fagrir, hver á sinn hátt. „Þetta er líka dæmisaga fyrir fullorðna,“ segir Vignir og lætur nokkur orð falla um mikilvægi lit- rófsins í umhverfinu. Sjálfur er hann allsendis ófeiminn að klæðast öllum regnbogans litum og heldur raunar mikið upp á regnbogalitina, bæði eina sér og alla saman eins og þeir birtast í fána samkynhneigðra. Öðruvísi forgangsröðun „Dútl“ af þessu tagi segir hann helgast af löngun sinni til að hafa áhrif á hugarfar fólks, en sé honum jafnframt sjálfum til ómældrar ánægju og dægrastyttingar. Hann neitar því ekki að sjúkdómurinn hafi breytt sýn hans á tilgang lífsins og kveðst að öllum líkindum ekki hafa lagt sig eins í líma við að rækta tengsl við vini sína ef hann gengi heill til skógar. „Ég forgangsraða bara öðruvísi en áður og kannski öðruvísi en aðrir,“ segir hann einfaldlega eftir að hafa sagt mér frá bók með ljósmyndum, teikningum, ljóðum og öllu mögulegu um ljósastaura. Tilurð hennar var með þeim hætti að vinkona hans, Wincie Jóhannsdóttir, fluttist til Hofsóss og hafði á orði hve þar væri allt yndislegt, hvergi væri til dæmis að sjá ljóta ljósastaura eins og í Reykjavík. „Þar sem ég var allsendis ósammála viðaði ég að mér alls konar efni um ljósastaura til að sýna fram á hið gagnstæða. Á endanum varð úr þessu bók, sem ég gaf henni í sex- tugsafmælisgjöf,“ segir Vignir og bætir við að oft sjái fólk ekki feg- urðina í því sem það hafi fyrir aug- unum alla daga og viðtekin venja sé að flokka sem eitthvað ljótt. Andleg málefni á póstlista Sumar pælingar Vignis um andleg málefni og gildi hugleiðslu eru of flóknar til að gera þeim skil í stuttu máli. Hann er í stöðugu sambandi við hóp fólks á Netinu, sem aðhyllist kenningar Bandaríkjamannsins J.J. Dewey, en sá heldur úti póstlistanum Keys of Knowledge og er höfundur bókarinnar The Immortal og fjölda fræðigreina um andleg málefni, t.d. The Molecular Realationship, The Gathering of Lights og Gods of the Bible. Vigni finnst ég eflaust svolítið sljó því hann bendir mér á síðuna www.freeread.com, sem hann segir einkar innihalds- og lærdómsríka. Ég vík talinu að origami og mandöl- um. Origami og 365 mandölur „Origami er eitt af því sem ég hef verið að dunda mér við í mörg ár. Ég lærði listina af bókum og hef haldið mörg origami-námskeið fyrir 7 til 12 ára krakka. Eitt árið var ég líka með námskeið fyrir kennara fyrir jólin, enda japanska pappírsbrotið skemmtilegt í alls konar jólaskraut. Þessa dagana er ég miklu uppteknari af mandölum. Um áramótin strengdi ég þess heit að gera eina mandölu á dag, bæði til að fá útrás fyrir sköp- unargleðina og til að hugleiða inn á þær eins og ráð er fyrir gert. Ég hef staðið við áramótaheitið og mandöl- urnar eru nú jafn margar og dagarn- ir, sem liðnir eru af árinu. Stundum hefur komið fyrir að ég hrekk upp með andfælum vegna þess að ég gleymdi mandölu dagsins. Þá er ekki annað að gera en að fara framúr og hefjast handa.“ Mandöluformið er hringur, sem menn skreyta og mála á mismunandi máta eftir því sem hugurinn býður hverju sinni. Mandölur má, að sögn Vignis, finna í vísindum, trúarbrögð- um, listum og síðast en ekki síst í sjálfri náttúrunni. „Mandölur eru tákn fyrir heild, orðið er komið úr sanskrít og þýðir hringur. Í trúarbragðalist táknar mandalan hring eilífðar. Geðlæknir- inn Carl Jung er sagður hafa notað mandölur sem meðferðarúrræði og sjálfur hef ég trú á að úr þeim megi lesa hugarástand skapara þeirra. Sumir hafa auðþekkjanlegan stíl en yfirleitt eru mandölur afar fjölbreyti- legar eins og sjá má í nokkurs konar mandölu-galleríi á Netinu, www.mandalaproject.org. Mandölur er tjáningarform mitt og endur- spegla hughrif úr ýmsum áttum, jafnvel drauma. Eina sameiginlega einkenni þeirra er að ég hef nánast alltaf gyllt í miðjunni, eða að minnsta kosti einhvers staðar í mynstrinu. Samkvæmt þekkingu minni í lita- fræði táknar gyllt sannleikann eða tæra vitund.“ Þótt Vignir hafi lítið haft sig í frammi með list sína og hafi gefið flest verka sinna út og suður, hyggst hann bregða út af vananum á Menn- ingarnótt Reykjavíkur og gefa gest- um og gangandi kost á að skoða man- dölur sínar í verslun Höllu og Helga á Laugaveginum. Kannski verður hann á staðnum til að útskýra þýð- ingu þessa sérstæða listforms. Áskorun alla daga Um leið og ég sýni á mér fararsnið nefnir Vignir að hann hafi eitt árið bætt við sig í námi og farið í text- íldeild KHÍ og m.a. lært prjón, út- saum, vélsaum og vefnað. Ertu þá líka að prjóna og sauma heimavið? „Ekki mikið,“ svarar hann, „en ég er alveg rosalega montinn af þessum barnasmekkbuxum, sem ég saumaði í regnbogalitunum,“ segir hann og og dregur þær upp úr kommóðuskúffu. Hann má alveg vera montinn. Mannasiðabókin hefði ábyggilega ekki lagt blessun sína yfir næstu spurningu, sem er hvort hann lumi kannski á öðru handverki í skápum og skúffum? Vignir seilist ofan í skrifborðsskúffu í Jónsstofu. „Þetta er kassinn með sýnishornum af jóla- og boðskortum í Þorláksmessuteiti okkar eins og ég hef sent síðastliðin 16 ár,“ segir hann. Sjálfur býr hann til frumgerð kortanna, sem eru sí- breytileg frá ári til árs, og svo dunda þeir Marteinn sér við að gera um 100 stykki til viðbótar. Eins og góðum gestgjafa sæmir fylgir Vignir gestinum til dyra. „Svona er lífið, fullt af áskorunum,“ segir hann að skilnaði, „maður veit aldrei hverjum maður kynnist í dag eða á morgun.“ Nokkrar manneskjur eru á ferli á Frakkastígnum. Hvort þar leynist hvunndagshetja sést hvorki á útliti þeirra né fasi. Morgunblaðið/Jim Smart em r. ðs 3 4 5 6 vjon@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 B 5 SADAKO Sasaki var tveggja áraþegar kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiroshima í seinni heimsstyrjöldinni. Tíu árum síðar veiktist hún vegna afleiðinga sprengjunnar. Hún fékk hvítblæði og var lögð inn á sjúkrahús. Vinur Sadako sagði henni frá gamalli þjóð- sögu í Japan sem var á þá leið að ef maður gæti brotið 1.000 trönur (sembazuru á japönsku) þá mundi það lækna öll mein. Sadako byrjaði að brjóta pappírströnur í þeirri von að hún mundi lifa sjúkdóminn af. Hún notaði m.a. pappír undan lyfj- um sem hún fékk og sælgætispappír. Í fyrstu bað hún um eigin bata en þegar hún sá að sjúkdómurinn var að draga hina krakkana sem lágu með henni á deildinni til dauða vissi hún að hún mundi líklega ekki ná bata og breytti því bæn sinni. Hin nýja bæn Sadako var bæn um heimsfrið. Henni tókst að klára 644 trönur áður en hún lést. Bekkjar- félagar hennar brutu það sem upp á vantaði eða 356 trönur. Það voru því 1.000 trönur sem fylgdu Sadako þegar hún var jörðuð. Eitt af því sem Sadako skrifaði um trönurnar sínar meðan hún lá á sjúkrahúsinu var: „Ég mun skrifa „friður“ á vængi ykkar og þið mun- uð fljúga út um allan heim.“ Sagan af Sadako varð fljótt á vit- orði flestra í Japan og brátt fóru önnur börn að ráði hennar, þau brutu trönur í táknrænni bæn um frið og sendu til Hiroshima. Árið 1958 var minnismerki reist í Friðargarðinum í Hiroshima til minningar um Sadako. Þetta er stytta af ungri stúlku sem heldur á pappírströnu. Þúsundir papp- írstrana sem höfðu borist til Hiro- shima voru hengdar á styttuna. Karl Bruckner frá Austurríki skrifaði bók um þessa atburði. Hún hét „Sadako Will Leben“ og kom út árið 1961. Enska þýðingin, „The day of the Bomb“, var gefin út sama ár. Þetta varð til þess að vekja athygli ýmissa friðarhreyfinga á sögu Sad- ako. Margir fóru að brjóta trönur, stofnuðu jafnvel félög í þeim til- gangi, og sendu þær til Hiroshima. Enn þann dag í dag senda ungir sem aldnir hvaðanæva úr heiminum pappírströnur til Hiroshima. Trön- urnar eru síðan hengdar á Turn friðarins, styttuna af Sadako. Sadako Sasaki er sérstaklega minnst á degi friðarins sem er 17. nóvember ár hvert. Morgunblaðið/Kristinn Pappírströnur á Laugaveginum. Pappírströnur frá friðelskandi fólki hvaðanæva úr heiminum eru hengd- ar á Turn friðarins í Hiroshima. Sadako og pappírs- trönurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.