Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI MANDARÍN-ÖND fannst í Bolungarvík í vikunni, en áður hafa mandarín-andarhjón sést í Súgandafirði. Finnbogi Bernódusson fann mandarín-öndina inni í búri hjá sér og kom henni á Náttúru-gripasafnið í Bolungarvík. Ekki sá á henni en hugsanlega er um karlinn frá Súgandafirði að ræða. Mandarín-endur eru ættaðar frá Asíu. Þær voru fluttar til Evrópu til að hafa sem skraut í skrúð-görðum en mandarín-endur verpa í trjám. Þessi önd er minni en stokkönd, en stærri en algengar andar-tegundir hérlendis. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Finnbogi Bernódusson frá Bolungarvík með mandarínöndina. Mandarínönd í Bolungarvík HAUKAR eru svo sannarlega með besta handknattleiks-lið landsins í karla-flokki, á því leikur enginn vafi. Haukar innsigluðu á þriðjudag sinn þriðja Íslandsmeistara-titil á fjórum árum. Lögðu þeir ÍR-inga í þriðja sinn í fjórum viður-eignum liðanna í úrslita-keppninni um Íslandsmeistara-titilinn í Austur-bergi, 33:25. Nokkur spenna var í troðfullu íþrótta-húsinu þegar flautað var til leiks. En ÍR-ingar urðu að vinna til að geta tryggt sér odda-leik í rimmunni. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var hins vegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði ekki að fara með lið sitt í fimmta leikinn. Greinilegt var að Haukar voru þjálfara sínum sammála í einu og öllu þegar leikurinn hófst. Viggó lét í veðri vaka í sigur-látum Hauka að hann kynni að láta af störfum. Í gær sagði hann hins vegar: „Ég neita því ekki að maður er orðinn ansi lúinn eftir ellefu mánaða tíma-bil. Þegar ég er búinn að fá góða hvíld og spila nokkra golf-hringi er líklegast að ég taki eitt ár til viðbótar með Haukunum.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, og Aron Kristjánsson með Íslandsbikarinn. Aron lék sinn síðasta leik með Haukum að sinni, þar sem hann er á förum til Danmerkur. Lið Hauka Íslandsmeistarar Netfang: auefni@mbl.is DAVÍÐ Oddsson, forsætis-ráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkis-ráðherra, hafa verið í viðræðum um nýja stjórnar-myndun undanfarna daga eftir að ríkisstjórnin hélt velli í kosningum til alþingis sem fram fóru á laugardag. Stjórnar-flokkarnir hlutu samtals 34 þingmenn af 63 og 51,4% atkvæða. Sjálfstæðis-flokkurinn fékk 33,7% atkvæða og 22 þingmenn kjörna, en tapaði fjórum mönnum frá kosningunum 1999. Framsóknar-flokkurinn fékk 17,7% atkvæða og 12 þingmenn eins og síðast. Samfylkingin fékk 31% atkvæða og 20 þingmenn en var áður með 17 þingmenn. Vinstri-hreyfingin – grænt framboð fékk 8,8% atkvæða og fimm þingmenn, en hafði áður sex menn á þingi. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4% og fjóra menn en hafði áður tvo þingmenn. Viðræður flokkanna um áframhaldandi stjórnar-samstarf ganga vel. Formenn flokkanna vonast til að línurnar í viðræðunum verði farnar að skýrast um helgina. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, koma af fundi sínum á sunnudag. Viðræður um áframhald- andi stjórnarsamstarf Ríkisstjórnin hélt velli í alþingis-kosningunum KVIKMYNDA-HÁTÍÐIN í Cannes í Frakklandi hófst á miðvikudaginn. Þetta er í 56. sinn, sem þessi virta hátíð er haldin. Hátíðin laðar að sér þúsundir blaðamanna og kvikmyndagerðar-fólks á ári hverju. Opnunarmynd hátíðarinnar er að þessu sinni franska kvikmyndin Fanfan la tulipe. Í aðal-hlutverkum eru Penélope Cruz og Vincent Perez. Myndin er endurgerð á vinsælli franskri mynd frá árinu 1952. Þá léku Gérard Philipe og Gina Lollobrigida aðalhlutverkin. Hátíðinni lýkur 25. maí en þá verður Gull-pálminn frægi afhentur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Penélope Cruz við opnunina. Stjörnu- hátíð í Cannes AÐ minnsta kosti 34 fórust þegar hryðjuverk var framið í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu á þriðjudag. Talið er að 15 hryðjuverka-menn hafi verið þar að verki. Þeir óku bílum á þrjár byggingar þar sem einkum bjuggu útlendingar. Í bílunum var sprengiefni. Mennirnir dóu allir í árásinni. Sagt er að þeir hafi allir verið frá Sádi-Arabíu. Talið er að morðingjarnir hafi tengst al-Qaeda, hryðjuverka-samtökum Osama bin Laden. En það var bin Laden sem stóð fyrir árásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Margir þjóð-höfðingjar fordæmdu hryðjuverkið. George Bush Bandaríkjaforseti sagði árásina sýna að stríðinu gegn hryðjuverkum væri ekki lokið. Sagði hann að Bandaríkjamenn myndu áfram berjast gegn hryðjuverka-mönnum. Hryðjuverk í Tétsníu Tvö hryðjuverk voru framin í Tétsníu í Rússlandi í vikunni. Í því fyrra, sem framið var á mánudag, fórust 54. Þá var vörubíl ekið á opinbera byggingu í bæ í norður-hluta landsins. Í bílnum var mikið magn af sprengiefni. Síðara hryðjuverkið var framið á miðvikudag. Þá sprengdu tvær konur sig í loft upp og myrtu að minnsta kosti 14 manns í bæ í austur-hluta landsins. Margir þeirra sem dóu voru aldrað fólk sem sótt hafði trúar-samkomu. Talið er konurnar hafi ætlað að myrða fulltrúa Rússlands í héraðinu. Margir telja að al-Qaeda hafi líka verið að verki í Tétsníu. Í Tétsníu búa Tétsenar. Margir þeirra vilja losna undan Rússlandi og stofna sjálfstætt ríki. Vegna þessa hefur verið barist árum saman í héraðinu. Bardagarnir hafa kostað fjölda manns lífið. Hryðjuverk í Sádi-Arabíu AP Fólk virðir fyrir sér rústirnar eftir hryðjuverkin í Riyadh í Sádi-Arabíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.