Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jú, jú, Dóri minn, það er óhætt að taka glott-grímuna niður, nú er allt búið. Zen-meistari á Íslandi Öndun og vakandi hugur ZEN meistari aðnafni JakushoKwong er nú stadd- ur hér á landi á vegum Zen á Íslandi-Nátthagi, sem er félag Zen-búddista á Ís- landi. Hann mun halda hér fyrirlestur og innvígja nýja íslenska Zen-búddista. Sverrir Guðjónsson er í forsvari fyrir íslenska fé- lagsskapinn og hann svar- aði nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. – Segðu okkur fyrst frá komu þessa Zen-meistara, hver er hann o.s.frv.? „Zen-meistarinn Jak- usho Kwong-Roshi er staddur hér á landi þessa dagana, en hann hefur ver- ið kennari „Zen á Íslandi – Nátthagi“ allt frá árinu 1987 og á hér viðdvöl einu sinni á ári á leið sinni til Póllands. Í þetta sinn kemur hann til að framkvæma vígslu tíu Zen-iðkenda sem um margra ára skeið hafa numið und- ir handleiðslu Roshi, eins og hann er oftast nefndur. Hér er um formlega vígslu að ræða sam- kvæmt hefðum Zen-búddismans þar sem neminn gengst undir ákveðin heit og tekur staðfasta ákvörðun um að fylgja þeirri leið sem Zen-búddisminn hefur varðað á síðustu 2.500 árum.Undirbún- ingur þessara tíu Zen-iðkenda hefur staðið yfir í allan vetur.“ – Roshi verður með fyrirlestur, segðu okkur frá honum. „Kennari Jakusho Kwong- Roshi var hinn kunni Zen-meistari Shunryu Suzuki sem er höfundur bókarinnar „Zen hugur, hugur byrjandans“ (Zen mind, begin- ners mind). Kwong-Roshi stofnaði síðan árið 1974, „Sonoma Mount- ain Zen Center“, norður af San Francisco. Á undanförnum árum hefur Roshi unnið að útgáfu bókar sem byggð er á fyrirlestrum hans og kennslu. Bókin nefnist: „No Beginning, No End“, gefin út af Random House á vordögum 2003. Á fyrirlestri sem haldinn verður í Gerðubergi, þriðjudaginn 27. maí klukkan 20 kemur Roshi til með að fara ofan í kjölinn á hinni nýút- komnu bók. Les einn valinn kafla og svarar spurningum áheyrenda um Zen-iðkun, „Ekkert stendur í stað; allt breytist“. Í lok fyrirlest- ursins áritar Roshi bók sína.“ – Hvað er Zen? „Zen-iðkun byggist á öndun og vakandi huga. Þjálfunin fer aðal- lega fram í hugleiðsluæfingum sem kallast zazen eða sitjandi Zen. Iðkunin felst í því að snerta hrein- an hug í miðri blekkingunni. Öll þekkjum við þá tilfinningu þegar við festumst í hugsanakeðju sem hringsólar í hausnum á okkur og heltekur líkama og sál. Leið Zen- hugleiðslunnar er einföld en krefj- andi, þú þjálfar vitundina þannig að hún ferðist aftur og aftur mjúk- lega frá hugsun að öndun. Þannig tengist maður „núinu“, eða því sem er á skýrari og opnari hátt, líkt og kolamoli sem undir þungu fargi breytist smám saman í dem- ant.“ – Hvaða átrúnaður er þetta eiginlega? „Það má til sanns vegar færa að Zen-búddismi sé handan trúar- bragða. Zen á Íslandi – Nátthagi hefur þó verið skráð opinberlega sem trúfélag, frá árinu 1999. Öll- um er hins vegar velkomið að iðka með okkur óháð trúarskoðunum. Roshi segir: „Þegar líkami, öndun og hugur eru samvirk kemur manngæskan í ljós. Það skiptir ekki máli hvaða trúarbrögðum þú tilheyrir þegar þú iðkar Zen.“ – Hvað ætlar Roshi að aðhafast meira á meðan á dvöl hans stend- ur hér á landi? „Jakusho Kwong-Roshi heldur til fjalla í næstu viku ásamt hópi Zen-iðkenda. Dvalið verður í nokkra daga í einangrun, þar sem áhersla er lögð á hugleiðslu og iðk- un í þögn, frá morgni til kvölds. Formið hefur þróast og slípast í gegnum aldirnar og með stöðugri iðkun og „zazen“-hugleiðslu sem ekki er brotin upp með daglegu amstri gefst kjörið tækifæri til þess að vera handan hugsunar og nálgast þann kjarna sem við erum hluti af. „Gruggið botnfellur“ og tvíhyggjan sem er grunnorsök græðgi, reiði og ótta, víkur.“ Hvað eru margir Zen-iðkendur á Íslandi? „Við erum um það bil fimmtíu talsins, en misvirk í þessu eins og gengur. Um það bil tveir-þriðju eru karlmenn og einn þriðji kon- ur.“ – Eykst ásókn í félagið? „Mér finnst að það sé að aukast. Það stafar trúlega af því að á síð- ustu árum hefur verið ákveðið rót í trúmálum og fólk er farið að spyrja sig spurninga og leita eftir svörum. Þá hafa orðið breytingar á skráningarreglum í trúfélög sem hafa orðið til þess að fólk vill ráða sínum málum sjálft sem leiðir til meiri áhuga á því að kynna sér önnur trúar- brögð sjálft og þreifa fyrir sér.“ – Og þið finnið fyrir því eins og aðrir? „Já, en hitt er annað mál og gott að það komi fram, að Zen-hugleiðslan gerir það miklar kröfur til iðkenda að þeir sem til okkar koma þurfa fyrst að fara á námskeið. Þar kemur í ljós hvort viðkomandi hafi það úthald sem þarf til að nema fræðin. Það hafa mjög margir komið til okkar og kynnt sér Zen-búddismann, en ekki nærri allir halda áfram.“ Sverrir Guðjónsson  Sverrir Guðjónsson er fæddur í Reykjavík 10. janúar 1950. Hann er tónlistarmaður og kenn- ari í Alexanderstækni. Sverrir er landsþekktur kontratenor og hóf söngferil sinn barn að aldri. Nam tónlist hér heima, en kontraten- orsöng og Alexanderstækni í London. Einn af stofnendum Voces Thules sönghópsins sem flytur mest miðaldatónlist. Hefur frumflutt fjölda sérsaminna tón- verka fyrir rödd hans og sungið inn á geisladiska. Maki er Elín Edda Árnadóttir, leikmynda- og búningahönnuður, og eiga þau synina Ívar Örn og Daða. Að snerta hreinan hug í miðri blekk- ingunni Broste-copenhagen Vegna mikilla eftirspurnar höfum við aukið úrvalið af þessum fallegu og nytsamlegu vörum í verslunum okkar. • Fyrir óskalista brúðhjónanna • Fyrir heimilið og garðinn • Fyrir sumarbústaðinn og útileguna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 11 40 05 /2 00 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.