Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 54
MESSUR Á MORGUN 54 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 18. maí verður sr. Bára Friðriksdóttir með sína síðustu messu í Hveragerði. Það verður gengið um Hveragerði og staðnæmst undir trjám þar sem lesið verður úr dæmisögum Jesú um trén. Göngumessan hefst kl. 16:00 við Hveragerðiskirkju. Kom- ið verður aftur að kirkjunni kl. 17:00 og hefst þá orgelstund í kirkjunni. Organistinn Jörg E. Sondermann sér um tónlist en kirkjukórinn flytur kórverk út frá 121. Davíðssálmi. Með þessari messu kveður sr. Bára og þakkar fyrir ánægjulegan vetur. Allir eru velkomnir. Klæðumst eftir veðri. Sóknarprestur. Kvöldmessa í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 18. maí verður kvöldmessa í Seljakirkju kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir í trúarsöng. Gengið verður til alt- aris, þar sem gefst kostur á að taka við frelsaranum Jesú Kristi í helgu sakramenti. Verið velkomin. Skráning er hafin á sumarnám- skeið Seljakirkju. Námskeiðin eru leikjanámskeið með kristilegri fræðslu fyrir börn 6–10 ára og verða sem hér segir: 1. námskeið 10–.13. júní, 2. námskeið 16.–20. júní, 3. námskeið 5.–8. ágúst, 4. námskeið 11.–15. ágúst, 4 daga námskeið. Upplýsingar eru í sum- arblaði ÍTR og í síma Seljakirkju: 567 0110. Tónleikar Kirkjukórs Óháða safnaðarins KIRKJUKÓR Óháða safnaðarins heldur tónleika á sunnudaginn 18. maí kl.20.00. Gestir verða Bergþór Pálsson, baritón, Lenka Mátéová, orgel, píanó stjórnandi er Peter Máté. Aðalsafnaðarfundur Grafarvogskirkju AÐALSAFNAÐARFUNDUR og uppskeruhátíð sunnudaginn 18. maí. Guðsþjónusta kl.11:00 séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Braga- son. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Léttur hádegisverður. Allir velkomnir. Tónleikar kl. 16:00 – Unglingakór og Krakkakór stjórn- andi: Oddný J. Þorsteinsdótt- ir.Undirleikari: Hörður Bragason. Norræn þjóðlaga- messa í Hafnar- fjarðarkirkju TÓNLISTARGUÐSÞJÓNUSTUR eru helgisiðaform sem mjög hefur rutt sér til rúms í helgihaldi sænsku og finnsku kirkjunnar á undanförnum árum. Í Svíþjóð sækja langflestir kirkjugestir guðsþjónustur sem haldnar eru sem tónlistarguðsþjónustur. Sam- hliða tónlistarguðsþjónustunni hafa Svíar, Norðmenn og Finnar einnig tekist á við að semja messur frá grunni út frá norrænni tónlist- arhefð. Eru þá allir messuliðir til staðar, en bæði tónlistin og messu- svör eru í nýjum búningi. Bænir og lestrar, messutón og tilbeiðsla, kyrie, gloria, prefatio, agnus dei, allt er endurgert. Sænski prest- urinn Per Harling hefur þannig samið tvær messur í þessum stíl sem náð hafa mestri útbreiðslu í Svíþjóð, þjóðlagamessu og þjóð- dansamessu, en þær eru sam- tengdar eins og nöfnin gefa til kynna. Þjóðlagamessan hefur verið þýdd á íslensku og flutt nokkrum sinnum í heild sinni í Hafnarfjarð- arkirkju. Næstkomandi sunnudag, 18. maí, verður á ný haldin norræn þjóðlagamessa í Hafnarfjarð- arkirkju. Örn Arnarson og hljóm- sveit hans leika og syngja en prest- Göngumessa, sr. Bára í Hvera- gerði kvödd ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00 með þátttöku Átthagafélags Sléttuhrepps. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir alt- ari. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. HÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL: Guðsþjón- usta kl. 15:30. Árni Bergur Sig- urbjörnsosn. BÚSTAÐAKIRKJA: Sumarferð í lok barna- starfs. Barnastarfi vetrarins lýkur með ferð út í náttúruna. Farið verður frá kirkj- unni kl. 11:00 og komið aftur kl. 13:30. Fólk er beðið um að vera í skjólgóðum fötum og hafa smá nesti með sér For- eldrar eða fullorðnir verða að koma með hverju barni. allir velkomnir og ekkert gjald. Bára, Helena, Sara Ásrún, Guð- mundur, Emil, Helgi, Grímur, Heiðar, Agla, Guðný og Pálmi. Guðsþjónusta kl.14:00. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Guðmundar Sigurðs- sonar. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Heimsókn frá Sauð- árkróki. Guðsþjónusta kl. 14 (ath.breytt- an messutíma) Sr. Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur á Sauðárkróki prédikar, sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Sauðárkróks syngur undir stjórn Rögnvaldar Jónssonar, einsöng syngur Jóhann Már Jóhannsson. Dómkórinn, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, syngur einnig við athöfnina. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Ágúst Sigurðsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson pré- dikar. Félagar úr Mótettukór syngja. Org- anisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. HRINGBRAUT: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason. LANDAKOT: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir messar. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og barna- samvera kl. 11:00. Sr. María Ágústs- dóttir, héraðsprestur þjónar ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar og fulltrúar les- arahóps kirkjunnar flytja texta. Messu- kaffi. Guðsþjónusta kl. 13:00 í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Sr. María Ágústsdóttir þjónar, Gunnar Gunn- arsson leikur á píanó, Þorvaldur Hall- dórsson syngur og hópur sjálfboðaliða annast aðra þjónustu. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Sr. Frank M. Halldórsson. Barnastarf á sama tíma. Vortónleikar Drengjakórs Neskirkju kl. 15:00. Á efnis- skrá ýmis andleg og veraldleg lög, þar á meðal verða frumflutt tvö íslensk verk, sem voru samin fyrir kórinn. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Undirleikari Lenka Mateová. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Að- alsafnaðarfundur Seltjarnarnessóknar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjón- ustu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fermingarguð- sþjónusta klukkan 11:00 Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Tónlistarstjóri, Carl Möller ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Óskar Ingi Ingason. Oddný Halldórsdóttir söngnemi syngur einsöng. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár organista. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Lokahátíð sunnudaga- skólastarfsins. Prestur sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Barnakórar kirkjunnar syngja. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju B hópur. Léttur málsverður í safnaðarsal að messu lokinni. Aðal- fundur Safnaðarfélags Digraneskirkju verður haldinn í fræðslusal kirkjunnar fimmtudaginn 22. maí kl 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. (sjá nánar: www.digra- neskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 með Taize tónlist. Prestur: Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Að- alsafnaðarfundur eftir messu. Léttur há- degisverður. Allir velkomnir. Tónleikar kl. 16:00 - Unglingakór og Krakkakór. Stjórnandi: Oddný J. Þorsteinsdóttir. Undirleikari: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr Kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Tónlist- arstund kl. 17. Erla Björg Káradóttir og Hildur Brynja Sigurðardóttir syngja ein- söng. Rannveig Káradóttir leikur á flautu og Katalin Lörincz leikur á orgel ásamt Jóni Ólafi Sigurðssyni. Leikin verða verk eftir Mozart, G. Fauré, Bach, Buxtehude, Mendelssohn, Jóhann Ó. Haraldsson ofl. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Julian Hewlett organista og kór- stjóra. Nemendur úr Tónlistarskóla Kópa- vogs leika á hljóðfæri. Helena Magn- úsdóttir á orgel, Védís Guðmundsdóttir á þverflautu. LINDAKIRKJA Í KÓPAVOGI: Kvöldandakt kl. 20 í safnaðarheimili Lindasóknar „Húsinu á sléttunni“, Uppsölum 3. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Guðsþjón- usta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir tón- listina. Vorferð eldri borgara í Skálholt. Þriðjudagur 20. maí kl. 9 frá Seljakirkju. Staðarskoðun, fyrirlestur, veitingar og helgistund. Komið tilbaka kl. 18. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur: Kl. 20 Norsk þjóðhátíðarsamkoma. Umsjón majórarnir Turid Gamst og Inger Dahl. Dagskráin fer fram á norsku. Sunnudag- ur: Kl. 20 Hjálpræðissamkoma Pálína Imsland og Hilmar Símonarson stjórna, Kafteinn Trond Are Schelander talar. Mánudagur 19. maí k. 15 heim- ilasamband. Majór Turid Gamsar talar. Kl. 18 minitónleikar með barnakórnum. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 14.00. Ræðumaður Sigrún Einarsdóttir. Lofgjörð og fyr- irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-5 ára og 6-12 ára börn á sama tíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sunnudag- urinn 18. maí Samkoma kl. 17:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísladóttir sjá um efni samkomunnar. Undraland fyrir börnin meðan fullorðna fólkið er á sam- komunni. Matur á fjölskylduvænu verði eftir samkomu.Verið innilega velkomin. FÍLADELFÍA: Laugardagur 17. maí Bænastund kl.20:00. Kristnir í bata kl. 21:00. Sunnudagur 18. maí Brauðsbr. kl. 11:00, ræðum. Jón Þór Eyj- ólfsson. Almenn samkoma kl.16:30. Ræðum. Mike Fitzgerald, Gospelkór Fíla- delfíu sér um lofgjörðina. Barnastarf fyrir 1 - 9 ára og 10 - 12 ára. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörð- artónlistina. Allir velkomnir. VEGURINN: Kennslan um trú fellur niður í dag, en heldur áfram næst komandi sunnudag. Bænastund kl. 16:00 Samkoma kl. 16:30, Högni Valsson pre- dikar, lofgjörð, fyrirbænir, krakka- og ung- barnakirkja. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Maímánuður er settur sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður henni. Haldin verð- ur bænastund á mánu- og fimmtudögum fyrir kvöldmessu kl. 17.40 Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Laugardaga í maí: Messa kl. 18.30. Maímánuður er settur sér- staklega undir verndar heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður henni. Haldin verð- ur bænastund á miðviku- og laug- ardögum fyrir kvöldmessu kl. 18.00 og á sunnudögum kl. 10.00. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Akranes, kapella sjúkrahúss Akraness: Sunnudaginn 18. maí kl. 15.00 Grundarfjörður og Ólafsvík: Nánari upp- lýsingar hjá Fransiskussystrum í Stykkishólmi (438 1070) Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 16.00 á ensku og kl. 18.00 á pólsku. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11.00. Messa. Beðið verður fyrir bata og huggun eftir umferðarslysið aðfaranótt síðsta sunnudags. Söfnuðurinn er hvatt- ur til að mæta og taka þátt í fyrirbæn- inni. Altarisganga. Kaffisopi á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti: Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson HAFNARFJARÐARKIRKJA: Þjóðlaga- messa kl.11.00. Hljómsveit undir stjórn Örns Arnarsonar leikur og syngur. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Íhugunarefni : Krossfáninn og uppruni hans. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Kl. 14:00 guðsþjónusta með vísnasöng Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson flytja létta og skemmti- lega vísnatónlist. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í loftsal safnaðarheimilis- ins að guðsþjónustu lokinni. Dagskrá: Skýrsla sóknarnefndar, afgreiðsla reikn- inga, kosningar, önnur mál Sóknarnefnd og sóknarprestur FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Helgihald fell- ur niður á morgun sunnudaginn 18. maí. Að viku liðinni sunnudaginn 25. maí verð- ur kvöldvaka í kirkjunni kl.20 og að henni lokinni verður haldinn aðalfundur Frí- kirkjusafnaðarins. GARÐAPRESTAKALL: Vídalínskirkja. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvins- son. Börn borin til skírnar. Við guðsþjónustuna þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 17:00. Kór kirkjunnar Álftaneskórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Við guðsþjónustuna þjóna Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir djákni og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Gospelmessa kl. 20:00, Sigríður Rún Tryggvadóttir predik- ar. Léttsveit kirkjunnar: Fróði Oddsson, Bjarni Erlingsson og Örn Falkner leika létta gospeltónlist. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Prestur: Sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir AKUREYRARKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, predikar. Sr. Svavar A. Jónsson, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, Ingunn Björk Jóns- dóttir djákni og Valgerður Valgarðsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Meðhjálpari: Gunnlaugur P. Kristinsson. Kór Akureyr- arkirkju syngur. Einsöngvarar: Sólbjörg Björnsdóttir sópran og Sigríður Að- alsteinsdóttir mezzósópran. Hjálmar og Sveinn Sigurbjörnssynir leika á trompet. Jón Halldór Finnsson og Kaldo Kiis leika á básúnu. Kórstjóri: Eyþór Ingi Jónsson. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Flytjendur tónlistar: Arna Vals- dóttir, Óskar Pétursson, Eiríkur Bóasson, Snorri Guðvarðsson og Stefán Ingólfs- son. Kaffisopi í Safnaðarheimili eftir messu. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta Kl. 11:00. Sr. Hannes Örn Blandon, prófast- ur þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnudagur: Kl. 20 almenn samkoma, Miriam Óskarsdóttir, talar og syngur. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Kl. 11:30 sunnudagaskóli fjölskyldunnar. Ásta Júlíusdóttir og Samúel Ingimarsson fyrrverandi forstöðuhjón Vegarins pre- dika. Barnastarfið verður á sínum stað. Kl. 16:30 verður vakningasamkoma með Ástu og Samúel. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyr- irbænaþjónusta og einnig barnapössun. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Ferming- armessa kl. 13:30. Organisti Nína María Morávek. Sóknarprestur SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sóknaraprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Að- alsafnaðarfundur sóknarinnar eftir messu, boðið verður upp á léttan hádeg- isverð. Morguntíð sungin frá þriðjudegi til föstudags kaffi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 13, ferming. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Kl. 16 Göngu- messa frá Hveragerðiskirkju. Kveðju- messa sr. Báru Friðriksdóttur. kl. 17 Orgelstund, kórinn flytur Lofsöng út frá 121. Davíðssálmi. Stjórnandi er Jörg E. Sondermann. Sóknarprestur. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta, kl 11:00. Kristín Waage leikur á orgel og stjórnar kór Víkurkirkju. Að lokinni guðs- þjónustu verður haldið á Ströndina, veit- ingasal Víkurskála þar sem aðalsafn- aðarfundur Víkursóknar fyrir árið 2003 verður haldinn. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kynntar verða fyrirhugaðar framkvæmdir við Víkurkirkjugarð í sumar. Á undan fundinum og samhliða honum býður kirkjan upp á súpu og brauð. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum: Guðs- þjónusta kl. 14:00. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur, predikar og heimsækir söfnuðinn. Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. ( Jóh. 16.) Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hallgrímskirkja KIRKJUSTARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.