Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVÖRÐUN Í KJÖRKLEFA Hátt í fjórðungur kjósenda segist hafa ákveðið á kjördag hvað hann ætlaði að kjósa og þar af gerðu 10% upp hug sinn í kjörklefanum. Um 56% kjósenda voru búin að ákveða sig meira en mánuði fyrir kjördag. Ístak og ÍAV bjóða saman Ístak og Íslenskir aðalverktakar bjóða saman ásamt tveimur erlend- um félögum í þrjá verkþætti Kára- hnjúkavirkjunar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem félögin tvö leggja fram sameiginlegt tilboð í útboði. Tekjur verða 272 milljarðar Áætlaður tekjujöfnuður ríkissjóðs á þessu ári er 9,6 milljarðar og þá er gert ráð fyrir að halli á rekstri sveit- arfélaga verði heldur minni en síð- astliðin tvö ár. Gert er ráð fyrir að heildartekjur ríkisins verði 272 milljarðar í ár en útgjöldin verði rúmlega 260 milljarðar. Sektir yfirvofandi Ellefu manns vinna nú að björgun Guðrúnar Gísladóttur. Norska rík- isútvarpið hefur greint frá því að siglingastofnunin norska íhugi að beita eigendur skipsins, Íshús Njarðvíkur, sektum vegna vanefnda við að lyfta því af hafsbotni. Yfir 40 farast í Casablanca Að minnsta kosti fjörutíu manns létu lífið í röð sjálfsmorðssprengju- árása hryðjuverkamanna í miðborg Casablanca á föstudagskvöld, að sögn marokkósks stjórnarerind- reka. Tugir til viðbótar slösuðust. Enginn lýsti tilræðunum á hendur sér en líkum var leitt að því að al- Qaeda-samtök Osama bin Ladens ættu hlut að máli. Árásirnar beind- ust að samkomuhúsum gyðinga og vestræns fólks. Félagsþjónusta Héraðssvæðis auglýsir eftirtalin störf Skólastjóra Tónskóla Norður-Héraðs. Kennara við grunnskólann Brúarási. Leikskólastjóra við leikskóla sem starfar í 9 mánuði á ári. Leikskólakennara í 70—80% starf. Upplýsingar gefur: Sveitarstjóri Norður-Héraðs, sími 471 2715, netfang nordurherad@eldhorn.is Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 25. maí. Stöður aðstoðarskóla- stjóra í Réttarholtsskóla og Rimaskóla Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Réttar- holtsskóla frá 1. ágúst 2003. Réttarholtsskóli er grunnskóli á unglingastigi fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Upplýsingar um starfið veita Haraldur Finns- son, skólastjóri Réttarholtsskóla, sími 553 2720, netfang: haraldur@ismennt.is og Ingunn Gísla- dóttir starfsmannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000, netfang: ingunng@rvk.is. Umsóknir sendist til Réttar- holtsskóla, v/Réttarholtssveg, 108 Reykjavík. Aðstoðarskólastjóri Rimaskóla Laus er staða aðstoðarskólastjóra við yngra stig Rimaskóla frá 1. ágúst 2003. Rimaskóli er heild- stæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Upplýsingar um starfið veita Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, sími 567 6464 , netfang: helgi@rimaskoli.is og Ingunn Gísladóttir starfs- mannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000, netfang: ingunng@rvk.is. Um- sóknir sendist til Rimaskóla, Rósarima 11, 112 Reykjavík. Í báðum tilvikum er leitað að umsækjend- um með:  Kennaramenntun og kennslureynslu.  Framhaldsmenntun t.d. á sviði stjórnunar eða í uppeldis- og kennslufræðum.  Stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Metnað í starfi og áhuga á skólaþróun og nýbreytnistarfi.  Þekking á sviði rekstrar er æskileg, en ekki skilyrði. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf, gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála auk annarra gagna sem málið varðar. Umsóknar- frestur er til 24. maí 2003. Laun eru skv kjarasamningi LN og KÍ. Bakari óskast Bakara vantar til starfa í Harðarbakaríiá Akra- nesi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefa Óli og Heimir í síma 431 2399, milli kl. 7 og 14. Sölumaður/kona óskast til starfa á fasteignasölu. Leitað er eftir samviskusömum, reglusömum og sjálfstæðum einstaklingi til að bætast í góðan hóp sölumanna. Laun eru árangurs- tengd. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og umsóknir á andres@eign.is fyrir 20. maí nk. með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Barnfóstra óskast Í VESTURBÆINN til að gæta tveggja barna frá kl. 9 til 14. Þarf að geta hafið störf í ágúst- lok. Reynsla og meðmæli skilyrði. Upplýsingar í síma 696 3030 eða 821 2770. Sunnudagur 18.maí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.899  Innlit 18.102  Flettingar 84.548  Heimild: Samræmd vefmæling ferðalögToscanasælkerarDijon-sinnepbörnEvróvisjónbíóKvikmyndahátíðin í Cannes Hin heilaga þrenning Matrix-ævintýraheimurinn Náttúruperlan Bakkatjörn iðar af lífi á vorin. Prentsmiðja Morgunblaðsins Þegar unglingsstúlkan Sandra Kim stóð í fljóðljósum Evróvisjón-keppninnar árið 1986, sat sjö ára Húsavíkurhnáta við sjónvarpið sitt og sagði stundarhátt: „Ó, hvað væri gaman að fá að syngja þarna…“ Draumur Birgittu Haukdal rætist á laugardaginn. Sigurbjörg Þrastardóttir hleraði hjartslátt söngkonunnar./B2 Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested Sunnudagur 18.maí 2003 Yf ir l i t Blaðinu í dag fylgir Heilsa, tímarit um heilbrigði og lífstíl. Í dag Sigmund 8 Myndasögur 50 Listir 26/30 Bréf 50 Af listum 26 Dagbók 52/53 Forystugrein 32 Krossgáta 54 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 56 Skoðun 34/35 Fólk 56/61 Minningar 44/48 Bíó 58/61 Þjónusta 49 Sjónvarp 62 Hugvekja 49 Veður 63 * * * FORELDRAR og nemendur í Ísaksskóla tóku til hendi í gær við hreinsun og snyrtingu skólalóðarinnar. Unnu þar margar hendur létt verk og máttu ungir sem aldnir vera ánægðir með dagsverkið. Var því eðlilegt að verð- launa mannskapinn með grillveislu enda grillveður á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar um landið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lóð Ísaksskóla sópuð og snyrt Á STJÓRNARFUNDI í Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sl. föstudag var m.a. farið yfir ársreikninga dóttur- fyrirtækja OR. Í bókun sjálfstæðis- mannanna Björns Bjarnasonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem sitja í stjórn OR, segir að rekstrar- tap Línu.nets hafi numið 329 millj- ónum króna árin 2001 og í fyrra; árið 2001 hafi orðið að greiða 300 millj- ónir með rekstri Línu.nets og 101 milljón í fyrra, samtals 401 milljón. „Stjórnarmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Orkuveitu Reykjavíkur mót- mæla því eindregið, að fjármunum fyrirtækisins sé ráðstafað í slíkan taprekstur,“ segir í bókuninni. Þá er og bent á að rekstur Línu.nets hafi þróast á þann veg að fyrirtækið leggi ljósleiðara, dreifikerfi sem tengist hvorki raforku, varma né vatni, en sú starfsemi sé samkvæmt lögum hlut- verk OR. Þá létu Björn og Guðlaug- ur færa til bókar að Tetra Ísland ehf. hefði undanfarin tvö ár tapað 346 milljónum króna en þjónustutekjur áranna hefðu aðeins numið 76 millj- ónum. Hefði orðið að greiða 214 milljónir með rekstrinum undanfar- in tvö ár. Segja þeir greinilegt að fjárhagslegar forsendur fyrir rekstri félagsins séu brostnar auk þess sem þeir efist um lögmæti þess að OR sé eignaraðili að fyrirtækinu. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir að efnislega hafi hann svarað því til á síðasta borgarstjórnarfundi, að umrædd fyrirtæki hafi verið byggð upp af Orkuveitu Reykjavíkur og staðreyndin sé sú að ekki hafi öll- um fjarskiptafyrirtækjum lánast að skapa eigendum sínum góðan hagn- að eða þau náð að verða góð sölu- vara. Það hafi verið mjög erfiður tími fyrir fyrirtæki almennt í þessum geira og menn þekki það í upplýs- ingatækni og netþjónustu. Hann telji engu að síður að þessar veitur muni til langs tíma verða mjög öflugar og góð fjárfesting fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstur Línu.nets og Tetra Íslands ræddur á fundi OR Hátt í 700 milljóna tap á tveimur árum LÖGREGLAN í Reykjavík fékk ábendingu frá borgara um að menn væru í svokallaðri spyrnu á bílum sínum á Fiskislóð á Granda um tvö- leytið aðfaranótt laugardags. Lög- reglan fór á staðinn og reyndust tveir ungir ökuþórar vera á um 130 kílómetra hraða en leyfilegur há- markshraði á Fiskislóð er 50 kíló- metrar á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eiga mennirnir, sem eru um tvítugt, von á ökuleyfissviptingu. Lögreglan benti á að þrátt fyrir að ekki væri mikið um mannaferðir á þessum stað að nóttu til væri alltaf von á slíku og svo reyndist vera í þessu tilfelli. Sam- viskusamir borgarar létu lögreglu vita af glæfraakstrinum og var hann stöðvaður, án slysa að þessu sinni. Þá tók lögreglan í Reykjavík ann- an ungan ökuþór á Vesturlandsvegi á móts við Korpúlfsstaði á 146 kíló- metra hraða snemma á laugardags- morgun. Samkvæmt heimildum lög- reglu getur hann einnig átt von á ökuleyfissviptingu. Þá var ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur við Héðinshöfða norð- an við Húsavík í fyrrinótt, á 158 kíló- metra hraða. Sá var með farþega í bílnum. Verður hann að sögn lög- reglu sviptur ökuréttindum. Í „spyrnu“ á Fiskislóð FÉLAGAR úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal voru í óða- önn að reisa fjarskiptamastur við björgunarsveitarskýlið í Vík í gær en að sögn Reynis Ragnarssonar, björgunarsveitarmanns í Víkverja, standa vonir til að fjarskipti muni batna til muna með mastrinu. „Við höfum verið svolítið innilokuð hérna í víkinni útaf fjöllunum og þurfum að reyna að ná betra sam- bandi,“ segir Reynir. Mastrið er komið um langan veg en það rak á fjörur við Hjörleifshöfða og er að sögn Reynis af skútu sem fórst út af Írlandi. Reynir segir að búið sé að flikka upp á mastrið til að það geti þjónað sínu hlutverki vel í framtíð- inni. Á myndinni eru Halldór Ingi Eyþórsson og Jóhann Einarsson að stýra mastrinu í festingar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Setja upp sjórekið fjarskiptamastur RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að loftskrúfa flugvélarinnar TF-ULF sem brotnaði á flugi vélarinnar við Dagverðarnes í Dalasýslu í fyrra- sumar, hafi brotnað vegna þess að málmþreytusprunga hafi myndast frá galla undir yfirborði skrúfunnar. Vélin tók skyndilega að hristast og náðu flugmenn að lenda henni á túni eftir að hafa slökkt á hreyflinum. TF-ULF er af gerðinni Jodel D-140C, fimm sæta lágþekja. Um borð voru tveir eigenda vélarinnar, einkaflugmaður og atvinnuflugmað- ur. Voru þeir á leið frá Tungubökk- um í Mosfellsbæ að Holti í Önund- arfirði 21. júní í fyrra. Þegar vélin er stödd nálægt Klofningi í um 4 þús- und feta hæð tekur hún skyndilega að hristast mikið. Flugmaðurinn dró afl af hreyflinum en töluverður hristingur hélt áfram. Farþeginn, sem var atvinnuflugmaðurinn, tók þá við og slökkti á hreyflinum og beindi nefi vélarinnar upp á við til að minnka hraðann og draga úr snún- ingi hreyfilsins. Þegar það tókst sáu flugmennirnir að hluti af öðru blaði loftskrúfunnar hafði brotnað af. Staðsetning mælis talin hafa áhrif Rannsóknarnefndin telur að lík- legasta orsök þess að sprunga myndaðist í blaðinu hafi verið sú að hreyfill vélarinnar hafi verið starf- ræktur á snúningshraðasviði af sömu tíðni og eigintíðni efnis skrúf- unnar sem er á bilinu 2150 og 2300 snúningar. Segir að hugsanlega hafi það gerst áður en lofthæfifyrirmæli, sem vöruðu við notkun skrúfunnar á þessu snúningshraðasviði, voru gef- in út. Það gerði bandaríska flug- málastjórnin í kjölfar þess að loft- skrúfur þessarar gerðar höfðu í nokkrum tilvikum brotnað af flug- vélum á flugi. Flugmenn og eigend- ur TF-ULF kváðust ávallt forðast að fljúga vélinni til lengri tíma á um- ræddum snúningshraða. Þá telur nefndin hugsanlegan meðverkandi þátt að nál snúningshraðamælis vél- arinnar var bogin og vegna stað- setningar mælisins hægra megin í mælaborðinu hafi það gefið flug- manni ranga mynd af raunveruleg- um snúningshraða þar sem vélinni sé venjulega stjórnað úr vinstra sætinu. Sprungur í loft- skrúfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.