Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA 23% kjósenda (22,8%) segjast hafa ákveðið á kjördag hvað þau ætluðu að kjósa samkvæmt nið- urstöðum könnunar IBM Viðskipta- ráðgjafar. Þar af ákváðu rúmlega 10% sig í kjörklefanum. Tæplega 56% kjósenda voru búin að ákveða sig meira en mánuði fyrir kjördag. Fram kemur í niðurstöðum könn- unarinnar að kjósendur Sjálfstæð- isflokksins voru búnir að gera upp hug sinn fyrr en kjósendur annarra flokka en 69,1% þeirra höfðu ákveð- ið sig meira en mánuði fyrir kosn- ingar. Tæplega 28% kjósenda Frjálslynda flokksins gerðu upp hug sinn í kjörklefanum á móti ein- ungis 3,9% kjósenda Sjálfstæðis- flokksins. 22,7% þeirra sem kusu B-lista kusu D-listann 1999 Af þeim sem kusu Framsókn- arflokkinn sl. laugardag voru 22,7% sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í al- þingiskosningum árið 1999. Af þeim sem kusu Frjálslynda flokkinn sl. laugardag voru 25% kjósenda Sam- fylkingarinnar árið 1999. 23,8% þeirra sem kusu Samfylkinguna fyrir 4 árum kusu Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð í kosning- unum sl. laugardag. Þegar þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort þeir hefðu skipt um skoðun síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar sögðust nærri þrír af hverjum fjórum ekki hafa skipt um skoðun. 8,4% skiptu fjórum sinnum eða oftar um skoðun, 9,4% skiptu tvisvar til þrisvar um skoðun og 7,6% skiptu einu sinni um skoð- un. 23% kjós- enda gerðu upp hug sinn á kjördag ÍSLENSKIR aðalverktakar, ÍAV, og Ístak taka í fyrsta sinn þátt saman í útboði þegar tilboð verða opnuð 5. júní nk. hjá Landsvirkjun í þrjá verkþætti Kárahnjúkavirkj- unar. Eru fyrirtækin í hópi með tveimur erlendum verktökum, Pihl & Sön og Hochtief, sem undirbúa tilboð í stöðvarhús virkjunarinnar í Fljótsdal og meðfylgjandi neðan- jarðarmannvirki. Auk þessa hóps er búist við tilboði frá Impregilo, sem bauð lægst í stíflu og að- rennslisgöng um áramótin, þýska fyrirtækinu Bilfinger-Berger og jafnvel fleirum. Einnig verða tilboð opnuð í vélar og rafbúnað, sem sex erlend fyr- irtæki taka þátt í að undangengnu forvali, og stálfóðringar og spjald- lok fyrir tvenn þrýstigöng virkj- unarinnar og samtengingu að- rennslisganga frá Hálslóni og Ufsarlóni. Samanlagður kostnaður við þessa verkþætti er áætlaður um 17,5 milljarðar króna, eða um fimmtungur af Kárahnjúkaverk- efninu í heild. Gríðarlegur gröftur Stöðvarhúsið í Fljótsdal er neð- anjarðar í fjallinu Teigsbjargi og þarf verktakinn að grafa 800 metra aðkomugöng þangað sem eru um sjö metrar í þvermál. Einnig þarf hann að grafa álíka löng strengjagöng inn í fjallið. Mikill gröftur verður fyrir stöðv- arhúshellinn, sem miðað er við að verði 115 metrar á lengd, 14 metr- ar á breidd og mesta lofthæð 34 metrar. Þá þarf að grafa spenna- helli inn af stöðvarhúsinu sem verður 103 metra langur, 13,5 metrar á breidd og 16 metrar á hæð, svo og tvenn 400 metra löng fallgöng og 1,1 km löng frárennsl- isgöng út í Fljótsdal, skammt frá Valþjófsstað, sem eru um níu metrar í þvermál. Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar ÍAV og Ístak saman í útboði í fyrsta sinn ÁÆTLAÐUR tekjujöfnuður ríkissjóðs á yfirstandandi ári er 9,6 milljarðar kr., að því er fram kemur í vorskýrslu fjár- málaráðuneytisins um þjóð- arbúskapinn. Gert er ráð fyrir að halli á rekstri sveitarfélaga verði heldur minni á árinu 2003 en næstu tvö ár á undan, eða um 2,7 milljarðar kr. og spáð er svipuðum halla á árinu 2004. Í skýrslu ráðuneytisins segir að niðurstaða greiðsluuppgjörs bendi til þess að meginforsend- ur fjárlaga hafi gengið eftir þótt nokkur frávik verði bæði á tekju- og gjaldahlið. „Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að hagvöxtur muni aukast á nýjan leik eftir niðursveiflu á síðasta ári. Á þeim forsendum er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkisins verði um 272 milljarðar króna og útgjöldin rúmlega 260 millj- arðar. Frumvarp til fjárauka- laga fyrir árið 2003 vegna að- gerða í atvinnu- og byggða- málum var samþykkt á loka- dögum Alþingis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að útgjöld hækki um 4,7 milljarða króna og að tekjufærður hagnaður af eignasölu aukist um 2,6 millj- arða króna. Samkvæmt þessu er áætlaður tekjujöfnuður rík- issjóðs á yfirstandandi ári 9,6 milljarðar króna,“ segir í skýrslunni. Áætlaður tekjujöfn- uður ríkis- sjóðs 9,6 milljarðar RANNSÓKN á tildrögum bana- slyss sem varð þegar karlmaður á þrítugsaldri féll fram af klettum við veitingahúsið Svörtuloft á Hellissandi í́ síðustu viku stendur yfir hjá lögreglunni á Ólafsvík. Að sögn yfirlögregluþjóns er ekk- ert sem bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða og engar vísbendingar eru um átök í aðdraganda þess. Um er að ræða annað slysið sem verður á þessum stað á nokkrum vikum, en fyrr í vor slasaðist fimm ára gamalt barn alvarlega er það féll fram af klettunum. Í kjölfar þess slyss ákvað sveitarstjórnin í samráði við rekstraraðila veitingahússins að reisa girðingu við kletta- brúnina í öryggisskyni. Veitingahúsið hefur fullt starfsleyfi og var hættan af klett- unum, sem eru bak við veitinga- húsið, ekki talin standa í vegi fyrir því að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gæfi út starfsleyfi á sínum tíma, enda var ekki talið að skoða yrði klettana sem hluta af öryggismálum staðarins. Að sögn Helga Helgasonar heilbrigð- isfulltrúa hafa umrædd tvö slys ekki breytt afstöðu Heilbrigð- iseftirlitsins hvað þetta snertir. Hann segir að hér sé um að ræða veitingastað fyrir fullorðna og því sé ekki tekið eins á málum og ef um staði fyrir börn væri að ræða. Þá væri tekið öðruvísi á málum og hugað að hættulegu umhverfi sem gæti ógnað öryggi barna. Klettarnir eru bak við húsið en aðkomuleið fyrir gesti er að framanverðu, götumegin. Bakdyrnar sem snúa út að klettunum eru hugsaðar sem flóttaleið út úr húsinu í neyð- artilvikum og gestum því ekki beint um þær. Tvö alvarleg slys í klettum við veitingastað á Hellissandi Girðing reist við klett- ana í örygg- isskyni Morgunblaðið/Matthías Páll Sjá má girðinguna við klettana sem reist var á mánudag. Tvö slys hafa orð- ið í klettunum á undanförnum vikum, annað banaslys. ÞORSTEINN Þorsteinsson, for- stöðumaður markaðssviðs Ríkisút- varpsins, segir að útvarpslög séu daglega brotin á Íslandi. Til dæmis komi það fyrir daglega hjá Skjá ein- um að þar sé dagskrárliður rofinn með auglýsingum án þess að tuttugu mínútur líði milli auglýsingahléa, en í útvarpslögum segir m.a: „Ef dag- skrárliðir […] eru rofnir með auglýs- ingum eða fjarsöluinnskotum skulu líða a.m.k. 20 mínútur milli auglýs- ingahléa í sama dagskrárlið.“ Þetta kom m.a. fram í ræðu Þorsteins á málþingi um kynferðislegar tenging- ar í auglýsingum og ábyrgð fjöl- miðla, sem haldið var í fyrradag. Ýmsir aðilar stóðu að málþinginu, m.a. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sjö manns fluttu framsöguræður og kom m.a. fram í erindunum að kynferðislegar tengingar í auglýs- ingum væru miklar; kynlíf væri „eitt af þeim tækjum“ sem notuð væru til að ná athygli neytendanna. Sumir tóku fram að nekt væri þó ekki endi- lega slæm heldur skipti máli hvernig hún væri sett fram og í hvaða sam- hengi. Þá minntu þeir á ábyrgð for- eldra og forráðamanna og sögðu að þeir þyrftu að fræða börnin sín og ræða við þau um það hvað þeim fynd- ist rétt og hvað rangt. Segir útvarpslög brotin daglega AÐALFUNDUR Blindrafélagins fór fram í gær en við það tilefni opnaði Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra nýja heimasíðu fé- lagsins. Á heimasíðunni eru meðal annars tenglar á ýmsar síður sem tengjast málefnum blindra og sjónskertra en síðan er sérstaklega gerð með aðgengi blindra og sjónskertra í huga. Hægt verður að stækka letur og breyta litaviðmóti en einnig verður hugað að þörfum þeirra sem nota blindraletur og talgervil. Menntamálaráðherra sagði við þetta tæki- færi að Blindrafélagið hefði sýnt mikið frum- kvæði í að vekja athygli á sérstökum þörfum blindra fyrir aðgengi að Netinu og verald- arvefnum. „Enn er þó mikið óunnið verk í að vekja athygli opinberra aðila, fyrirtækja og almennings á sérstökum þörfum blindra og sjónskertra í upplýsingasamfélaginu og mun Blindrafélagið þar áfram gegna mjög mikil- vægu hlutverki,“ sagði Tómas Ingi. Gísli Helgason, formaður Blindrafélagsins, sagði að félagið hefði í mörg ár haft það sem kappsmál að koma upp vandaðri heimasíðu. „Vefsíðuhönnuðir eru að vakna meira og meira til vitundar um hversu þýðingarmikið það er að veita blindu og sjónskertu fólki að- gang að upplýsingum á netinu og það er okk- ar trú að allt sem er gert blindum, sjón- skertum og fötluðu fólki til góða verði til hagsbóta fyrir allan almenning þessa lands,“ sagði Gísli. Vefslóð heimasíðunnar er www.blind.is. Heimasíða fyrir blinda og sjónskerta Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra opnar nýja heimasíðu Blindrafélagsins, www.blind.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.