Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13, sími 588 2122 VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Á nú að svíkja kjósendur aftur, var ekki búið að lofa þeim að Solla yrði forsætisráðherra, Össi litli? Kvenskörungar á Njáluslóðum Fornkonur sem buðu birginn KRFÍ, þ.e. Kvenrétt-indafélag Íslands,ákvað fyrir nokkru að efna til hópferð- ar á vegum félagsins þar sem áhersla verður lögð á að kynna fyrir þátttakend- um kvenskörunga á Njálu- slóð. Ferðin verður farin laugardaginn 24. maí og verður lagt af stað klukkan níu að morgni frá Hall- veigarstöðum við Túngötu. Valgarð Runólfsson, þrautreyndur leiðsögu- maður ferðalanga til fjölda ára, verður fyrir hópnum og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Hvers vegna velja konurnar þig til að fara með þeim og hefurðu lent í svona túr áður? „Þær munu hafa heyrt af mér sem leiðsögumanni og því fólu þær mér að skipuleggja ferð á Njáluslóðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fer í svona ferð. Ég hef farið í nokkrar slíkar og þá að- allega með kvenfélög að vestan og norðan sem vildu ferðast um Suð- urland.“ – Telurðu að það verði einhverj- ir karlar með í för ... og ef ekki, hvernig leggst þetta í þig? „Ég geri ráð fyrir að konurnar bjóði mökum sínum og börnum með í ferðina, að þetta sé fjöl- skylduferð. Er ekki alltaf verið að tala um jafnrétti? En ef eingöngu konur verða með í ferðinni er það hið besta mál.“ – Hvert verður ferðaplanið? „Ekið verður austur á Hellu að Rangárvöllum og Þingskálum, hinum forna þingstað Rangvell- inga, þar sem enn má sjá nokkrar búðartóftir, m.a. af búð Njáls á Bergþórshvoli. Þaðan verður ekið að Keldum þar sem Ingjaldur Höskuldsson bjó, en systir hans, Hróðný, var barnsmóðir Njáls. Seinna bjó þar Jón Loftsson, höfðingi Oddaverja. Næst er það Gunnarssteinn þar sem þeir bræður, Gunnar, Kolskeggur og Hjörtur felldu fjórtán af fyrirsát- ursmönnum og Hjörtur, bróðir Gunnars, féll. Síðan verður farið um Fljótshlíðina, komið við á Hlíðarenda og ekið að Rauðu- skriðum eða Stóra-Dímon og Gunnarshólma. Loks er ekið að Bergþórshvoli í Vestur-Landeyj- um og þaðan til Hvolsvallar og Reykjavíkur.“ – Hvaða kvenskörungar koma þar helst við sögu? „Fyrst skal frægar telja þær Hallgerði langbrók Höskuldsdótt- ur, konu Gunnars á Hlíðarenda, og Bergþóru Skarphéðinsdóttur, konu Njáls. Þær eru mjög áber- andi sögupersónur og sköpuðu mönnum örlög. Þá kemur Hildi- gunnur Starkaðardóttir mjög við sögu. Hún var bróðurdóttir Flosa Þórðarsonar Freysgoða á Svína- felli og kona Höskuldar Hvíta- nesgoða og síðar kona Kára Sölmundarsonar. Hróðný krafðist hefnda fyrir víg son- arins, Höskuldar Njálssonar, en aðrar konur eru í skugga feðraveldisins.“ – Á hvaða skörungi hefur þú mestar mætur og hvers vegna? „Ég held að ég verði að nefna Hallgerði langbrók. Hún var „kvenna fríðust og mikil vexti ... fagurhár og svo mikið hárið að hún mátti hylja sig með. Hún var örlynd og skaphörð,“ segir Njála. Hún er ef til vill fyrsta kvenrétt- indakonan á Íslandi. Hún gerði uppreisn gegn föður sínum, Höskuldi Dala-Kollssyni á Höskuldsstöðum í Laxárdal, er hann gaf hana Þorvaldi Ósvífurs- syni á Staðarfelli á Fellsströnd án þess að leita eftir samþykki henn- ar, enda drap Þjóstólfur, fóstri hennar, Þorvald eftir stutt hjóna- band. Hjónaband hennar og Gunnars á Hlíðarenda varð einnig víðfrægt vegna sundurlyndis þeirra hjóna og húskarladráp- anna sem þær Hallgerður og Bergþóra iðkuðu sér til dægra- styttingar.“ – Ætlarðu að undirbúa þig ein- hvern veginn öðruvísi en vant er fyrir þessa ferð? „Ekki sérstaklega nema að því leyti að lesa Njálu með tilliti til kvenfrelsis og kvenréttinda, hvaða konur reyndu að ögra feðraveldinu og krefjast þess að vera viðurkenndar sem sjálfstæð- ar persónur til jafns við karlana. Í ferðinni verða margar baráttu- konur fyrir kvenréttindum á Ís- landi, en nokkrir eiginmenn, bíl- stjórinn og ég einu karlarnir. Þetta verður skemmtileg ferð.“ – Sérðu fyrir þér fleiri út- færslur á svona sérferðum? „Sérferðir eru ætíð skipulagðar með tilliti til þess hvers konar hópur er með í för. Það eru kvenfélög, fuglaskoðarar, áhuga- fólk um sögu og jarð- fræði og ótal aðrir hópar með sér- stök áhugamál. Kröfurnar eru því jafn margvíslegar og hóparnir. Leiðsögumenn eru líka sérmennt- aðir á hinum ýmsu sviðum og því er alltaf hægt að leita til Félags leiðsögumanna þegar hópur leitar eftir leiðsögumanni með sér- menntun á einhverju sérstöku sviði jarðlífsins.“ Valgarð Runólfsson  Valgarð Runólfsson leiðsögu- maður er fæddur 24. apríl 1927 í Reykjavík. Stúdent frá MR 1948, kennarapróf 1952 og próf í ís- lensku og bókmenntafræði frá HÍ 1983. Kenndi við Langholts- skóla 1952–58 og skólastjóri í Hveragerði 1958–88, utan að hann var námsstjóri Suðurlands 1971–73. Stofnaði og rak Náms- flokka Hveragerðis 1967–79 og Öldungadeildina í Hveragerði 1979–81. Stundakennari við FS 1981–96. Hefur verið leiðsögu- maður ferðalanga á hverju sumri frá 1972. Stofnaði og rak Ferða- þjónustu Suðurlands og Upplýs- ingaþjónustu fyrir ferðafólk í Hveragerði 1988–98 og er nú í ferðanefnd Félags eldri borgara í Reykjavík. Eiginkona Valgarðs var Ásdís Kjartansdóttir sem lést 1999. Þau eignuðust þrjú börn sem eru uppkomin. Áberandi sögu- persónur og sköpuðu mönn- um örlög UNDANFARNA daga hafa bakarar sýnt listir sínar í brauð- og köku- bakstri í Vetrargarðinum í Smára- lind. Í fyrradag fór fram fyrri hluti baksturskeppni bakaríanna og Bakó, þar sem kepptu tvö 9 manna lið frá jafnmörgum bakaríum. Keppninni var fram haldið í gær og átti að kynna úrslit og afhenda verðlaun síðdegis. Hafliði Ragnarsson, bakari og kökuskreytingameistari, lenti ný- verið í öðru sæti í keppni í súkku- laðiskreytingum í Belgíu og var hann af því tilefni heiðraður sér- staklega af Landssambandi bakara- meistara, Klúbbi bakarameistara og Samtökum iðnaðarins í gær. Verk Hafliða er til sýnis í Vetrar- garðinum. Verk keppenda í baksturskeppni bakaríanna verða sýnd almenningi í dag frá klukkan 13 til 18. Bakarahátíð í Smáralind Morgunblaðið/Jim Smart ELLEFU manns eru nú að vinna að björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15, en samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins íhugar sigl- ingastofnun að beita eigendur skipsins, Íshús Njarðvíkur, dag- sektum vegna vanefnda við að lyfta skipinu af hafsbotni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa starfsmenn stofnunarinnar ekki náð í fulltrúa eigendanna sem stjórnar björgun- araðgerðinni, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins. Haft er eftir Henry Bertheussen, fulltrúa hjá björgunardeild sigl- ingastofnunarinnar, að eigendunum hafi verið veittur frestur á frest of- an til þess að ná skipinu upp en ekkert hafi gerst. Fyrst hafi eig- endur skipsins reyndar neitað að fjarlægja það, síðan hafi fjárskorti verið borið við og nú síðast hafi ver- ið sagt að slæmt veður tefði aðgerð- ir. Frestur hafi síðast verið veittur til 1. maí sl. og við lok hans hafi eig- endurnir lofað að hefjast handa strax við að ná skipinu upp. Við það hafi ekki verið staðið og það hafi reynst ógjörningur að ná í fulltrúa eigendanna. Hann hafi heldur ekki svarað skilaboðum. Það sé því mat manna að eina leiðin til þess að koma hreyfingu á hlutina sé sú að beita dagsektum. Haukur Guðmundsson, eigandi Íshúss Njarðvíkur, segir fréttir norskra fjölmiðla verulega ýktar og bendir á að björgunarmenn hafi verið í nær daglegum samskiptum við Ottar Longva, deildarstjóra hjá Mengunarvörnum norska ríkisins, auk þess sem vinna við björgunina standi nú yfir. „Verkið gengur ágætlega en við eigum eftir að ljúka fjármögnun til þess að geta lokið verkinu og það hefur tafið okkur,“ segir hann. Haukur gerir ráð fyrir að fjármögnuninni ljúki fljótlega og því sé jafnvel möguleiki að verkinu ljúki í kringum 20. júní. Ellefu manns vinna að björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.