Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 15
um. Lagði til gögnin og kom upp sér- stöku UN-útvarpi, sem náði til landsins alls og þar sem allir fram- bjóðendur og aðrir gátu kynnt mál- stað sinn, um leið og fólk var fullviss- að um að öryggi þess væri tryggt á kjörstað. En útvarp er eini miðillinn sem nær til landsmanna. Útvarps- tæki er stöðutákn í fjölskyldunum. Og enn hlusta allir á útvarp UNAMSIL, sem sendir út allan sólarhringinn heimaefni, fréttir og fræðslu. Mest liggur fólk í að hlusta á nóttunni. Um 80% kjörsókn varð, en 2,3 milljónir manna voru á kjörskrá. Og hinn brotthrakti forseti Ahmed Tejan Kabbah var kosinn aftur með yfir- gnæfandi meirihluta, eða yfir 70% at- kvæða. Enginn efast um að kosning- arnar hafi farið lýðræðislega fram undir eftirliti alþjóðasamfélagsins. Ungir drengir með byssur Eftir óheft ofbeldi og hryðjuverk í áratug finnst manni með ólíkindum að ribbaldarnir afhendi bara vopn sín og gerist nýtir menn. Eftir að 72 þús- und bardagamenn höfðu látið af hendi vopn sín, kosningar voru afstaðnar og lögleg stjórn komin á í landinu var með aðstoð Sameinuðu þjóðanna ráð- ist í að leiða þá inn í samfélagið. En í samningum við uppreisnarmenn hafði þeim verið lofað að létu þeir vopnin af hendi yrði þeim veitt þjálf- un og hjálp til að fá vinnu, svo þeir gætu séð fyrir sér og fallið inn í sam- félagið. Ef það ekki gengur eftir er hætt við að illa fari. En að koma fólki í vinnu er þrautin þyngri í þessu sárafátæka landi. Í desember 2002 höfðu 56 þúsund fyrrverandi bar- dagamenn skráð sig til endurhæfing- ar, þar af 32 þúsund komnir á ein- hvers konar námskeið. Hvernig svo tekst til verður sannarlega fróðlegt að sjá. Í hinum aðskiljanlegu uppreisnar- liðum, sem nú var verið að afvopna, voru eins og svo víða annars staðar ungir drengir, 7–12 ára, og jafnvel stúlkur, sem ribbaldaflokkarnir rændu í herförum og höfðu innlimað í lið sitt. Þessi börn voru bundin saman og látin bera þungar byrðar, fengnar byssur og látin berjast og drepa. Þeim var misþyrmt og þau kynferð- islega misnotuð. Telpurnar „eigin- konur“ foringjanna. Eftir að byssur urðu svona léttar var hægur vandi að fá ungum drengjum byssur og siga þeim til að drepa jafnvel önnur börn sem ekki hlýddu. Þau voru algerlega á valdi foringja liðsins og honum háð. Þarna munu í hinum aðskiljanlegu uppreisnarliðum hafa verið um 26 þúsund börn, sem friðargæsluliðið var nú að afvopna. Erfiðast reyndist, að því er yfir- hershöfðingi UNMASIL, Keníumað- urinn Daníel Opande, útskýrði fyrir mér, að sannfæra þessi illa förnu börn, sem hafði verið kennt að skjóta miskunnarlaust og drepa og mis- þyrma, um að nú væru þau frjáls og ættu að fara heim til sín, ef þau áttu þá nokkra foreldra lengur. Þau skyldu ganga í skóla. Þau höfðu lært að setja allan sinn trúnað og allt sitt traust á yfirmenn sína og vildu bara fá að vera áfram hjá sínum foringja. Héngu á því. Til að þau slepptu því „skjóli“ varð jafnvel að grípa til þess ráðs að fá fyrrverandi foringja þeirra til að segja þeim að flokkarnir væru ekki lengur til. Þeir væru hættir. Þessir vesalings drengir eru skráðir, reynt að hafa upp á hvaðan þeir komu, og fylgja þeim eftir. En það er ekki auðvelt að samlaga börn sem hefur verið misþyrmt og kennt að drepa. En þetta er bara byrjunin á því gíf- urlega verkefni, sem hafið er, að byggja upp trúnaðartraust barna og unglinga eftir 10 ára hörmungar, þeg- ar allir voru á móti þeim, hvorki lög- reglan né nokkur stjórnvöld veittu þeim vernd. Það tekur langan tíma að byggja upp trú og traust á stofnunum rær líf- mungar Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Átakanlegt er að hitta fjölda barna og fullorðinna með afhöggna útlimi eftir skelfileg stríðsár. Þessa tvo handalausu hitti ég í kampi aflimaðra. Drengir, sem ribbaldaflokkar rændu, afhenda friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna vopn sín. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 15 Tassara notar Skin Like farða; Beige Natural No.4. www.NIVEA.com SK I N L IKE Fyrsti endingargóði farðinn með eiginleikum húðarinnar! Inniheldur líffræðileg efni, lík þeim sem eru á yfirborði húðarinnar, sem bindast óaðfinnanlega við húð þína og gefa henni fullkomnað náttúrulegt yfirbragð. Útkoman: Farði sem þú verður ekki vör við en veitir mjúkt, jafnt og fallegt yfirbragð. FULLKOMINN FARDI Í 12 KLUKKUSTUNDIR. NYTT! SKIN LIKE FARDI Hér erum við gur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKaut au ða rá rs tíg ur rh ol t Ski h lt Brautarholt Laugavegur Há Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Borgartún H öf ða tú n Sæ Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com - persónulega eldhúsið *á starfssvæði SPRON ELDASKÁLINN býður allar eldhúsinnréttingar INVITA með allt að 18% afslætti. Gildir til 1. júlí n.k. Sérverð á Brandt heimilistækjum og Wickanders gólfefnum. Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhúsið með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. SPRON býður 50% afslátt af lántökugjaldi og frítt verðmat til 1.júlí n.k. 18% afsláttur 30 ára lánTILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.