Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FerðalögFimmtudaginn . maí fylgir Morgunblaðinu blaðauki um29 Meðal annars verður fjallað um: • gönguferðir • tjaldsvæði landsins • ferðalög á hálendið • nestið í ferðalagið • viðburði og uppákomur vítt og breitt um landið í sumar • óviðjafnanlegar náttúruperlur • nýjungar í afþreyingu • nýja gististaði og veitingahús • leiki og skemmtun fyrir börnin í aftursætinu. Blaðið verður í nýju broti, þverformi 25x19 sm, heftað og prentað á 60 gr pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn 23. maí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 26. maí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is samfélagins og fólki yfirleitt, eins og þeir skýrðu fyrir mér forustumenn þeirrar endurhæfingarvinnu sem haf- in er og er að miklu leyti á vegum UNAMSIL í samvinnu við heima- menn og hin ýmsu samtök Sameinuðu þjóðanna. Undirstaða þeirrar flóknu vinnu er að leyfa þessum börnum með stuðningi að gera sem mest sjálf, um leið og markvisst þarf að byggja upp tiltrú í þeirra garð hjá fólkinu í land- inu, sem auðvitað er tortryggið. Til að fá börnin jákvæð og með verða þau að fá eitthvað út úr því sjálf. Þetta er hið unga fólk framtíðar- innar í landinu og langfjölmennasti hópurinn. Ef ekki er hlúð að þeim og takist ekki að móta þau og endurhæfa í samfélagið er framtíð landsins von- laus, eins og viðmælandi minn Yousef Hamdan orðaði það. Ekki er nóg að taka af þeim byssurnar, það verður að vekja áhuga þeirra með því að fá þeim viðfangsefni. Liður í því eru barna- dagskrárnar sem útvarpað er úr höf- uðstöðvum SÞ og börn á aldrinum 5– 18 ára vinna algerlega sjálf. Hver sem er getur rætt þar frjálslega öll sín mál. Lögregla í endurhæfingu Nú skyldi maður ætla að fólk eigi erfitt með að bera traust til lögreglu eftir það sem á undan er gengið. Efist um að lögreglan kunni viðunandi siði í nýju umhverfi. Þetta er hluti af þeim öryggismálum sem UNAMSIL hefur fengið umboð til að hjálpa til við að koma í viðunandi horf áður en liðið hverfur á brott í áföngum. Eins og er rekur friðargæsluliðið sjálft lögreglu, eiginlega þá einu í landinu. Fyrir sex vikum komu Bretar og lögreglumenn frá Samveldislöndunum til að endur- þjálfa lögregluna. Og meðan ég var þar höfðu Sameinuðu þjóðirnar náð samkomulagi um að yfirtaka þá end- urskipulagningu, með þjálfun eldri lögregluþjóna og 4.000 nýrra. Hafa verið fengnir lögreglumenn frá ýms- um löndum til að standa að þessari þjálfun, m.a. frá Norðurlöndum. Þau námskeið eru nýbyrjuð og lögreglu- skólinn í Hastings kominn í gang. UNAMSIL hefur ráðið 170 lögreglu- menn frá 24 löndum til að vinna við hliðina á götulögreglu staðarins í upp- hafi. Endurþjálfaðir lögreglumenn, sem ekki bera vopn, verða að koma út á götuna næstu tvö árin. Öryggis- gæsla og löggæsla verða þó í fram- tíðinni að hvíla á stjórnvöldum stað- arins. Tímamót í friðargæslu? Á þeim stutta tíma síðan Öryggis- ráðið stofnaði friðargæslusveitina UNAMSIL fyrir tveimur árum hefur semsagt ótrúlega miklum áföngum verið náð. Í stuttri blaðagrein er að- eins hægt að drepa á lítið af því sem ýtt hefur verið úr vör, einkum í al- manna- og mannúðarmálum. Hér virðist skipta sköpum að í þetta sinn hefur Friðargæslulið SÞ verið gert út með nægilega stórt lið til að ráða við viðfangsefnið, 17.500 hermenn í her- deildum frá 30 þjóðum, flestar þeirra Afríku- og Asíuþjóðir, sem dreift er um allt landið. Sjálf kom ég í búðir Sambíumanna og Bangladeshliðsins og dvaldi nokkra daga hjá pakist- anska liðinu í austanverðu landinu. Og ég dáist að því af hve mikilli alúð þessir hermenn leggja sig fram um að aðstoða, jafnvel í sjálfboðavinnu og á eigin kostnað. Hér virðast allir sann- færðir um að það sé þess virði að þjóðir heims leggi sína ungu menn til friðargæslu þegar svo mikið liggur við. Ljóst er að friðarsamningar og friður er langt frá því að vera endirinn á friðarferli til frambúðar. Hér virðist skipta mestu að þessi friðargæslu- sveit UNAMSIL virðist hafa fengið víðtækara umboð til afskipta og að- gerða á almennum vettvangi og við uppbyggingu og í mannréttindamál- um en tíðkast hefur til þessa. Verk- efnið er ekki aðeins að koma á friði og afvopna stríðandi aðila, tryggja ör- yggi og löglegan framgangsmáta og tryggja óhefta umferð um landið, heldur líka að vinna í framhaldi í sam- vinnu við ný stjórnvöld að endurreisn og endurhæfingu á bókstaflega öllum sviðum. Yfirhershöfðinginn Daniel Ishameln Opandi kvaðst hafa trú á því að Öryggisráðið hefði nú tekið rétta ákvörðun með því að skilja ekki land eftir að afloknum kosningum til að sjá um sig sjálft. Með því að veita stjórnvöldum svigrúm til þess að ná eðlilegu ástandi og aðstoð til að byggja upp nauðsynlega þætti sam- félagins, þar sem innviðir eru allir horfnir. En er þetta stefnubreyting í friðar- gæslu Sameinuðu þjóðanna? Jafnvel tímamót? Þegar ég bar þetta undir Alan Dos, hinn sérlega fulltrúa aðal- ritarans Kofis Annans í Sierra Leone, benti hann mér á að þetta ætti sér svolítinn aðdraganda og vísaði til svo- nefndrar Brahin-skýrslu, sem hefði lagt slíkar línur, en tæki jafnan lang- an tíma að komast í gagnið. Hann er maður með margra áratuga reynslu af friðargæslumálum, svo ég held áfram að trúa því að þarna hafi að minnsta kosti orðið skörp beygja í að- ferðafræðinni, sem eigi eftir að skipta miklu máli í framtíðinni. Hvað svo? Hvernig í ósköpunum á að fara að því að koma mannlífi í gang í landi þar sem meira en helmingurinn af íbúun- um var að hrekjast fram og aftur á flótta og streymir nú heim? 230 þús- und komin frá nágrannalöndum, 220 þúsund úr flóttamannabúðum innan- lands og í tilbót streyma 65 þúsund flóttamenn frá Líberíu í versnandi ástandi þar. Þetta fólk flæðir allt þangað sem bókstaflega allt er í rúst og stofnanir þjóðfélagsins óvirkar. Rafmagn er ekki einu sinni komið í höfuðborginni og ekki heldur brúkleg sorphirða, svo eitthvað sé nefnt. Og hvað svo? Nú fer friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna fyrr eða síðar. Allir sem ég talaði við óttast mjög þá stund. Segja óskaplega mikilvægt að Sameinuðu þjóðirnar hafi þarna a.m.k. eitthvert lið svo lengi sem þurfa þykir. Fáir treystu sér til að segja fyrir um framhaldið. Ef litið er til umhverfisins er Sierra Leone um- kringt löndum þar sem er vaxandi ólga. Að austan er Líbería, sem sendi uppreisnarmönnum SL vopn, svo og Fílabeinsströndin og órói er í Gíneu. Ógn stafar úr öllum áttum. Og innan- lands er hætta á ferðum ef ekki tekst að finna ungu bardagamönnunum vinnu. Þar verður að skapa fjölda starfa og brúklegan efnahag. Til þess þarf mikla hjálp alþjóðasamfélagsins. Fleiri áhættuþætti má eygja. Í kosningunum var herinn látinn greiða atkvæði á undan og kom í ljós að her- mennirnir höfðu ekki stutt kjörinn forseta, sem vakti ugg. En þótt for- setinn heimsækti herdeildirnar og allt félli í ljúfa löð óttast sumir að ein- hver þeirra kunni sem fyrr að hrifsa völdin ef Friðargæslulið SÞ hættir að veita aðhald. Fólk hefur í kosningum trúað Ahmed Tejan Kabbah forseta fyrir því að leiða þjóðina á þessari hálu braut. Hann kom heim eftir 20 ára starf hjá Sameinuðu þjóðunum og var í tvígang kjörinn með yfirburðum af almenningi. Markmið hans og stjórn- arinnar er ljóst. Að byggja aftur upp demantavinnsluna til tekjuöflunar og fá fjárfesta inn í landið, til að skapa atvinnu. Lengi hefur enginn viljað fjárfesta heima eða koma inn með fé og gerir varla meðan ástandið er svo ótryggt. Því eru varanlegur friður og friðaruppbygging, sem Sameinuðu þjóðirnar leiða, svo gífurlega mikil- væg. Það skiptir sköpum á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Steinar B. Björnsson, framkvæmdastjóri UNMASIL, og María Árelíusdóttir, kona hans, í heimsókn í Hastingskampi, þar sem Sverrir Pétursson ræður ríkj- um. Í miðju einn starfsmanna hans og yst t.h. Króatíumaðurinn Emil Virkas, aðstoðarmaður Steinars. Í Togahéraði kleif skóladrengur upp í hátt tré til að færa mér ávexti. Skóla- stjórinn var flóttamaður og búinn að safna börnum aftur saman. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Götumynd frá Freetown. Fólk kemur sér fyrir við allar götur og býður nánast hvað sem er til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.