Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E INN skipstjórasonur tekur við af öðrum þegar skólameistaraskipti verða við Menntaskól- ann á Akureyri í sumar. Sá að austan, Tryggvi Gíslason, hættir eftir um það bil þriggja áratuga setu í emb- ætti og við tekur Jón Már Héðins- son, sem er að vestan. Jón Már fæddist og ólst upp á Pat- reksfirði, sonur Héðins Jónssonar, skipstjóra þar, og Guðrúnar Jóns- dóttur, sem ættuð er frá Aðalvík. Hann kom að vestan til náms í MA 1970, las íslensku eftir stúdentspróf og fannst strax mjög gaman að kenna þegar hann fór að fást við það. Hugleiddi að fara frekar í Stýri- mannaskólann en menntaskólann á sínum tíma, en er nú samt sem áður að verða skipstjóri; bara á öðruvísi skipi en hann hugleiddi áður fyrr. „Ég er af sjómönnum kominn og bræður mínir tveir eru sjómenn vestur á Patreksfirði; skipstjóri og vélstjóri á sama bát. Ég var flest öll sumur á sjó með föður mínum meðan ég var í skóla, segir Jón í samtali við Morgunblaðið og bætir við: Við erum fimm systkinin; eitt í Reykjavík, tvö hér á Akureyri og tveir fyrir vestan.“ Eiginkona Jóns er Rósa Sigur- sveinsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau tvö börn. Sonurinn, Héðinn, hef- ur nýlokið námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands og dóttirin, Árný, er á lokaspretti náms við Verkmennta- skólann á Akureyri. Framsækinn og forn í senn Menntaskólinn á Akureyri er þekktur og ef til vill þekktastur fyrir miklar og gamlar hefðir. Blaðamað- ur fullyrðir að nýr skólameistari breyti væntanlega engu í svo rótgró- inni stofnun á einni nóttu. „Nei, enda er ekki ástæða til þess. Það eru margar gamlar hefðir en hér er líka hugsað um að taka upp nýjar hefðir og breyta til; fólk hér er nýj- ungagjarnt, ekkert síður en íhalds- samt á það sem vel hefur tekist til með. Starfsliðið er mjög framsækið, það vill takast á við þá nýju hugsun sem menn eru að fást við í sambandi við kennslustörf og upplýsinga- tækni, tölvutæknina. Í öllu þessu hefur skólinn verið mjög framarlega, var valinn sem þróunarskóli í upp- lýsingatækni og hefur nýlokið því verkefni sínu. Það sem segir í slagorðinu; Fram- sækinn og forn í senn, það á alveg við og ekki síst með áherslu á framsæk- inn! Það er einmitt svo spennandi að taka við starfi skólameistara vegna þess hve starfsfólk, og nemendur auðvitað líka, eru áfram um að takast á við nýjungar; þeir vilja ekki fara í gamalt far bara vegna þess að það er til. Það þarf því ekki að bylta neinu en það þarf að hafa farveg fyrir þessa hugmyndaauðgi og þá ný- breytni sem fólk vill takast á við. Umhverfið þarf að vera svoleiðis að fólk geti blómstrað með nýjar hug- myndir.“ Jón var sjálfur við nám í MA sem fyrr segir. Hann varð fimmtugur í síðasta mánuði og verður þrjátíu ára stúdent á næsta ári; brautskráðist 1974. „Ég var tvö fyrri árin undir stjórn Steindórs [Steindórssonar] skóla- meistara og svo upplifði ég það sem betur fer að vera hér nemandi þegar Tryggvi [Gíslason] tók við sem skólameistari, að manni fannst karl þá; ég held hann hafi bara verið barnungur, 34 ára gamall ... Aldur er því greinilega afstæður!“ Miklar kröfur Margt hefur án efa breyst í Menntaskólanum á Akureyri, eins og annars staðar í þjóðfélaginu, á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því að Jón var þar við nám. Er hægt að segja að skólinn þá og nú sé eins og svart og hvítt? „Nei, ekki algjörlega eins og svart og hvítt. Sem fyrr eru gerðar miklar kröfur til nemenda og það er ætlast til þess að þeir komi hérna af áhuga á því að læra. Þetta litar mjög margt og gerir yfirbragðið svipað, þó að breyttum breytanda; félagslíf hefur alltaf verið mjög öflugt og er enn. Þegar ég kom hingað fyrst sem kennari 1980 voru kvöldvökur meiri- háttar skemmtanir; fullur Möðru- vallakjallari og ég bauð konu minni ævinlega með; maður komst ekki annars staðar á skemmtanir eins og nemendur buðu upp á; þetta voru frumlegar skemmtanir sem vinna var lögð í. Félagslífið hefur sem sagt alltaf verið mjög öflugt, það setur svip sinn á skólann og hefur að því leyti ekki breyst, þó það hafi auðvitað breyst heilmikið.“ Nemendum er og gert að bera ábyrgð á námi sínu, sem fyrr, eins og Jón kemst að orði, „líka að breyttum breytanda; nú erum við með tvo námsráðgjafa sem voru ekki þegar ég var hérna. Þá urðu menn bara að berjast í þessu sjálfir og sumir segja að nú séu nemendur ekki látnir bera ábyrgð á námi sínu af því að við erum með námsráðgjafana, en þeir hjálpa nemendum til að átta sig á ef þeir lenda í einhverjum vanda. Við erum meðvituð um þá breyt- ingu sem hefur orðið í samfélaginu; það er miklu meira áreiti á nemend- ur núna og þess vegna þarf að veita þeim aðgang að kennurum með öðr- um hætti en áður. Orðin öflugt félagslíf – ábyrgð nemenda eru þau sömu og áður, en merkja allt annað nú. Að því leyti væri líka hægt að svara spurningunni þannig að skól- inn nú og þá sé eins og svart og hvítt.“ Miklar breytingar urðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum seint á sjöunda áratugn- um og í upphafi þess áttunda; Jón er spurður hvort það hafi verið mikil breyting þegar nýi tíminn tók við af þeim gamla við stjórn skólans, ef svo má að orði komast; þegar Tryggvi tók við af Steindóri. „Nýi tíminn tekur við af gamla, segirðu. Það var mikil upplausn á þessum tíma; ekki bara í Mennta- skólanum á Akureyri heldur í skól- um landsins og að mörgu leyti var frelsið farið að bitna á þessum stofn- unum, starfsmönnum og nemendum. Tryggvi hafði framsýni til að sjá að nemendur þyrftu að glöggva sig á því hver væru aðalatriðin og hver aukaatriðin. Það gekk náttúrlega ekki átakalaust fyrir sig. Menn hafa tákngert þetta í því að hann gerði atlögu að neyslu áfengis á skemmtunum skólans og í tengslum við skólann og ég segi að hann hafi unnið kraftaverk hvað það varðar. Hann kom líka með ferskar hug- myndir, með nýja námskrá og óskaði eftir því að kennsluhættir yrðu með öðrum hætti en verið hafði þannig að hann breytti vissulega mjög miklu. Það má alveg segja að Tryggvi hafi verið maður nýrra tíma þegar hann kom.“ Um margt ólíkir, en líkir samt En skyldi verða sagt um Jón eftir tuttugu ár að hann hafi verið maður nýrra tíma þegar hann tók við af Tryggva? Hvað segir hann sjálfur? „Það er nú erfitt að segja um það. Ég vil ekki bera okkur Tryggva sam- an því ég hef engan áhuga á því að feta í fótspor hans, þannig séð; við erum um margt ólíkir en líkir samt. Undirmaður á ekki að máta sig í spor yfirma Jón Már Héðinsson var á dögunum skipaður skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Skapti Hallgrímsson ræddi við verðandi meist- ara, sem var nemandi skólans þegar Tryggvi Gíslason tók við stjórninni á sínum tíma, en Tryggvi brautskráir stúdenta í síðasta skipti 17. júní næstkomandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Már Héðinsson, verðandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „…svo upplifði ég það sem betur fer að vera hér nemandi þegar Tryggvi [Gíslason] tók við sem skólameistari, að manni fannst karl þá; ég held hann hafi bara verið barn- ungur, 34 ára gamall… Aldur er því greinilega afstæður!“ segir Jón sem varð fimmtugur í síðasta mánuði. Nýskipaðan skólameistara MA langaði á sínum tíma að fara í Stýrimannaskólann enda af sjómönnum kominn en las íslensku og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.