Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 25
„Maður byggir ekki upp og rekur svona fyrirtæki einsamall. Ég held að ég hafi ekki getað verið heppnari með starfsfólk. Starfsfólk hérna er alveg óhemju jákvætt, duglegt og fróðleiksfúst – sem er ekki hvað síst mikilvægt í svona fyrirtæki.“ Örn segir að enn sé heimur bæti- efna svo ungur að ekki sé búið að skilgreina að fullu hvaða upplýsing- um neytandinn eigi heimtingu á að geta gengið að á umbúðunum. „Við höfum alltaf lagt metnað okkar í að veita viðskiptavinum okkar greinar- góðar upplýsingar um hvert bæti- efni fyrir sig á umbúðunum. Þessar upplýsingar eru sérstaklega mikil- vægar með tilliti til þess hversu efn- in í bætiefninu eru virk. Neytandinn áttar sig kannski ekki alltaf á því að ástæðan fyrir því að sama bætiefnið frá mismunandi framleiðanda er misdýrt er að efnin í lyfjunum eru misvirk. Ég get nefnt að áður en við hófum framleiðslu á hvítlaukstöflum komst ég að því með því að lesa mér til um rannsóknir á að æskilegt væri að hver dagskammtur innihéldi 3,6 til 5,4 mg af virka efninu Allicin. Eft- ir að hafa leitað fyrir mér fann ég töflur með 4 mg af þessu virka efni og ákvað að nota þær þó þessar töfl- ur séu í innkaupum mun dýrari en aðrar hvítlaukstöflur – einfaldlega af því að flestar innihalda ekki þennan ráðlagða skammt af Allicini.“ Ráðin eru ókeypis – Hvað gerir þú sjálfur til að halda þér í formi? „Ég fæ mér sundsprett,“ er Örn fljótur að svara. „Ég byrjaði á þeim sið af því að ég var svo mikill nátt- hrafn og ætlaði aldrei að geta dreg- ist upp úr bólinu á morgnana. Ég hef synt á hverjum morgni í um 30 ár – síðustu 15 árin í góðum fé- lagsskap í Neslauginni. Þessar sundferðir gera mér gott bæði and- lega og líkamlega. Ég hreinsa hug- ann á meðan ég syndi og finnst gott að bulla síðan svolítið við félaga mína áður en ég fer í vinnuna og þarf að fara að leiða hugann að við- skiptunum.“ Örn neitar því að vera dæmigerð- ur forstjóri þó að hann eigi bæði jeppa og stundi lax- og silungsveið- ar. „Ég á gamlan jeppa og apaði veiðarnar upp eftir tveimur eldri hálfbræðrum mínum. Ég hef gaman af því að renna fyrir fisk og ferðast um landið. Nýjasta áhugamálið er að ferðast á mótorhjóli erlendis. Fyrir- tækið hverfur þó aldrei alveg úr huga mér þó ég sé í fríi. Ég get kom- ið auga á áhugaverða vöru, vöru- framsetningu, uppsetningu versl- unar eða annað og hugsað með mér: „Já, þetta verð ég að nýta mér í búð- unum.“ Ég er alltaf á tánum. Alltaf að hlusta eftir þörfum markaðarins – nýjum hugmyndum. Hugmyndirn- ar hafa auðvitað ekki alltaf gengið upp, t.d. eyddum við miklu púðri í sushi á sínum tíma sem ekki hefur skilað sér. Sem betur fer gengur þó fleira upp. Við erum alltaf að vinna einhverja smásigra og dýrmætasta viðurkenningin er að sjálfsögðu þeg- ar ánægður viðskiptavinur kemur til okkar og þakkar fyrir góða vöru eða bara góð ráð. Af þeim eigum við nóg – og þau fást ókeypis.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 25                             !"#$%&& '(')*+, -      Frír kynningartími, mánudaginn 19. maí, kl. 18.00 í Faxafeni 8. A I K I D O Unglinga- og fullorðinshópar - Barnahópar í september Komið og takið þátt eða fylgist með nútímasjálfsvarnarlist fyrir alla. Nánari upplýsingar í símum 822 1824/868 9037 http://aikido.is aikido@here.is Sjálfsvörn • Líkamsrækt Ný námskeið hefjast í maí! Einnig hægt að fá kynningar fyrir skóla, félagasamtök og fyrirtæki. SÉRKENNSLUVER sem eiga að sinna fötluðum börnum og börnum með miklar sérkennsluþarfir verða sett upp við alla grunnskóla Reykja- víkur næsta skólaár og hefur Fræðsluráð ákveðið að úthluta um 320 milljónum til skólanna í þessu skini. Um 540 börn, eða tæp fjögur prósent reykvískra grunnskólanem- enda, þurfa á mikilli sérkennslu að halda en að sögn Arthurs Morthens, forstöðumanns þjónustusviðs hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, er að- allega um að ræða fatlaða nemendur og þroskahamlaða auk nemenda með alvarlegar hegðunarraskanir. Arthur segir að hluta af þessum nemendum hafi áður verið sinnt á sérdeildum við 12 grunnskóla í Reykjavík. „Fjár- magnið sem áður fór í sérdeildirnar verður núna notað til að styðja við þá nemendur sem hafa mesta þörf fyrir það og munu skólarnir fá tiltölulegar frjálsar hendur um hvernig þjónusta við nemendur verður og með hvaða hætti sérkennsluverin verða sett upp. Þeir munu skipuleggja starfið í sam- starfi við sitt starfsfólk og foreldra,“ segir Arthur. Um 40% þeirra barna sem þurfa á þessari þjónustu að halda eiga við al- varlega hegðunarerfiðleika að stríða. Arhur segir það vissulega hátt hlut- fall en þó ekki hærra en víða annars staðar. „Þetta er sá hópur barna sem grunnskólinn á í erfiðleikum með að sinna og það er mat okkar að það þurfi að veita þessum börnum mikla þjónustu og stuðning. Með auknum stuðningi við nemendur með alvarleg- ar hegðunarraskanir er reynt að draga eins og hægt er úr röskunum í bekkjarstarfinu því auðvitað er það þannig að þessi börn geta verið truflandi í bekk og börn þurfa að fá sæmilegt næði í kennslustund til að geta sinnt verkefnum sínum,“ segir Arthur. Hlutfallið hærra hjá sex ára börnum Um 90 af þeim 1.500 sex ára nem- endum sem eru að hefja nám nú í haust munu þurfa á mikilli sérkennslu að halda og er það talsvert hærra hlutfall heldur en í eldri árgöngum eða um 6%. Arhur segir það meðal annars skýrast af því að greining á yngri börnum sé sterkari en áður. „Sem betur fer er greiningarnetið orðið þéttara og þess vegna greinast fleiri börn en áður fyrr. Þessi börn eru með verulega miklar hamlanir sem augljóst er að þarf að grípa inn í strax í upphafi skólagöngu. Við erum að auka áherslu á að veita börnum þjónustu strax og þau koma inn og vonum að með því að vera með fyr- irbyggjandi starf takist okkur að styrkja þessi börn í skólastarfinu þannig að hægt sé að draga úr stuðn- ingi eftir því sem þau verða eldri og hafa fengið betri þjónustu,“ segir Arthur. Arthur segir að þótt hlutfall nem- enda sem þurfi á aðstoð að halda vegna fötlunar og mikilla sérkennslu- þarfa sé ekki mjög hátt eða tæp 4% þurfi 20% grunnskólabarna í Reykja- vík á einhverskonar sérkennslu að halda. „Þetta finnst okkur ansi hátt hlutfall og það er til að mynda örlítið hærra en á hinum Norðurlöndunum,“ segir Arthur. Hann segir að mest sé um lestrar- og stafsetningarörðug- leika ásamt hegðunarerfiðleikum og málhömlunum. „Málhamlanir eru vaxandi vandi. Allt frá því að mál- skilningur er slakur yfir í talörðug- leika og talgalla. Orðaforði er oft á tíð- um lítill hjá þessum börnum og tjáning slök,“ segir Arthur. Sérkennsluver við alla grunnskóla í Reykjavík 540 börn þurfa mikla sérkennslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.