Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 27 DRENGJAKÓR Neskirkju heldur vortónleika kl. 15.00 í dag í kirkj- unni sinni. Meðal verka á efnis- skránni eru ný verk, eftir Szymon Kuran og Hildigunni Rúnarsdóttur. Á síðasta ári veitti Menningar- borgarsjóður Drengjakórnum styrk til þess að fá samin tónverk sér- staklega fyrir sig. Afskaplega lítið er til af íslenskri tónlist sérstaklega saminni fyrir drengjakór. Styrk- urinn var því kærkominn. Kórinn leitaði til tónskáldanna Szymonar Kuran og Hildigunnar Rúnars- dóttur í þessu skyni. Þau brugðust vel við því og hefur kórinn að und- anförnu verið að æfa nýtt verk eftir hvort þeirra til frumflutnings á tón- leikunum í dag. Verkin tvö eru ólík að eðli. Hildigunnur samdi sönglag við kvæði Arnar Arnarsonar, Ill- gresi, en verkið eftir Szymon er kirkjulegt, fjórradda tónverk samið við brot úr nær fimmhundruð ára gömlu helgikvæði á latínu, Lusus, eftir pólskan prest, Andrea Navag- ero eða Naugerius sem uppi var 1483–1529. Fyrir valinu úr þessu mikla kvæði varð Hymnus in Gabr- ielem Archangelum, Lofsöngur til Gabríels erkiengils. Dagskrá tón- leikanna verður að öðru leyti fjöl- breytt að venju. Kórinn syngur ís- lensk og erlend lög, bæði veraldleg og kirkjuleg. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari, bæði á orgel og píanó, er Lenka Mátéová. Friðrik segir drengjunum hafa gengið mjög vel að æfa nýju verkin, og að verk Kurans hafi verið tals- vert strembið. „Við syngjum það á latínu, og það hefur ekki verið neitt mál fyrir strákana. Það er sérlega gott fyrir alla að syngja á latínu, sérhljóðarnir eru svo bjartir – þetta er sérstaklega gott fyrir okkur Ís- lendinga og latínan höfðar líka til okkar.“ Friðrik segir að svo lítið sé til af íslenskri drengjakóratónlist, að oftar en ekki leiti þeir fanga í því sem samið hefur verið fyrir kvenna- kóra og stúlknakóra. „Við verðum þó að hækka lögin – færa þau upp, því einhverra hluta vegna eiga strákarnir auðveldara með að syngja það sem fer hærra. Þetta er talsvert annar stíll. Svo er auðvitað til gnótt verka frá þeim stöðum þar sem þessi hefð er löng, eins og Bret- landi og Frakklandi, og við verðum með slík verk á efnisskránni.“ Drengjakór Neskirkju, sem áður var kenndur við Laugarneskirkju, var stofnaður fyrir þrettán árum. Hann hefur nær allan tímann verið eini starfandi drengjakórinn í land- inu. Hann hefur á ferli sínum flutt bæði trúarlega og veraldlega tón- list, hefur sungið inn á geislaplötur og hefur tekið að sér fjölmörg metnaðarfull verkefni. Á þessum þrettán starfsárum hafa á þriðja hundrað drengir af höfuðborg- arsvæðinu verið skráðir kórfélagar um lengri eða skemmri tíma. Nú eru kórfélagar 29 talsins á aldr- inum 7–13 ára, og sumir þeirra hafa verið í kórnum í allt að fimm ár. Friðrik S. Kristinsson hefur stjórn- að Drengjakórnum í níu ár. Sú hefð hefur skapast í starfsemi kórsins að hann leggur í ferðalag í lok vetr- arstarfsins, annað hvert ár innan- lands, en hitt árið til útlanda. Að þessu sinni er förinni heitið til Eyja- fjarðar. Kórinn mun halda tónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 31. maí nk. kl. 16.00. Efnisskráin verð- ur hin sama og á vortónleikunum í Neskirkju í dag. Morgunblaðið/Sverrir Drengjakórinn á æfingu með stjórnanda sínum, Friðriki S. Kristinssyni. „Þægilegt að syngja á latínu“ Drengjakór Neskirkju frumflytur verk eftir Szymon Kuran og Hildigunni Rúnarsdóttur Ráðhús Ölfuss, Selfossi kl. 20 Jón Óskar Guðlaugsson trompet- leikari heldur 8. stigs tónleika og eru þeir hluti af prófi hans frá Tónlistar- skóla Árnesinga. Undirleikari er Jörg Sondermann. Einnig koma fram: Trompet- kvartett, Maríanna Jónsdóttir söng- nemandi, Valdís Klara Guðmunds- dóttir píanónemandi, Valur Rafn Halldórsson píanónemandi og Stef- án Þorleifsson píanóleikari. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is MRSTÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 31. maí 2003 í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Að þessu sinni mun Hótel Saga annast miðasöluna og fer hún fram miðvikudaginn 21. maí, fimmtudaginn 22. maí og föstudaginn 23. maí kl. 8-18 alla dagana. Miðasalan fer fram á söluskrifstofu Hótels Sögu, á 3 hæð. Einnig er hægt að panta og greiða fyrir miðana með símgreiðslu í síma 525 9932, tengiliður Ísey Þorgrímsdóttir. Hægt verður að sækja miðana í söludeildina eða við innganginn 31. maí. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 11 77 05 /2 00 3 Umsóknarfrestur er til 5. júní www.ru.is Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 20. maí kl. 17:15 „Háskólinn í Reykjavík hefur staðist allar mínar væntingar, námsefnið er áhugavert og krefjandi, aðbúnaður til fyrirmyndar og kennararnir afbragðsgóðir og hvetjandi.“ Ragnheiður Guðjónsdóttir, 2. ári í HMV, flugmaður hjá Icelandair. HMV er valkostur fyrir einstaklinga 25 ára og eldri með umtalsverða starfsreynslu sem vilja stunda fullgilt háskólanám í viðskiptafræði samhliða vinnu. Kennsla fer fram þrjá daga í hverri viku kl. 16:15 - 19:00. Þrjár námsannir eru á hverju ári (sumarfrí í júlí og ágúst). Í ágúst stendur nemendum til boða að sækja undirbúningsnámskeið í stærðfræði og notkun helstu tölvuforrita, s.s. Excel, Word og Power Point. Nemendur í háskólanámi með vinnu geta valið um eftirfarandi námsleiðir: • BS-próf í viðskiptafræði - (90 ein.) • Fjármál og rekstur - diploma (45 ein.) • Stjórnun og starfsmannamál - diploma (45 ein.) • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti - diploma (45 ein.) HMV Háskólanám með vinnu - þitt tækifæri til að ná lengra F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 0 6 Ingvar Helgason notaðir bílarIngvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 Suzuki Jimny á frábæru verði Verð kr. 950.000Tilboðsverð 650.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.