Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 23. maí 1993: „Menn beina gjarnan sjónum að fyr- irtækjum sem í hvað mestum rekstrarörðugleikum eiga hverju sinni og hugleiða þá meðal annars hvað hafi farið úrskeiðis, hverju sé um að kenna, hvað megi betur fara og hvernig sé hægt að hrinda umbótum í framkvæmd. Ým- is sjávarútvegsfyrirtæki hafa þannig undanfarna mánuði verið undir smásjá þjóð- arinnar og má í þeim efnum benda á Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík, sem nú er þrotabú EG, Borgey hf. á Höfn í Hornafirði, Ísfélag Vestmannaeyja í Vest- mannaeyjum og Vinnslustöð- ina hf. í Vestmannaeyjum. Ugglaust munu mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki verða í fréttum á næstu vikum og misserum vegna rekstrarörð- ugleika og erfiðrar afkomu.“ . . . . . . . . . . 22. maí 1983: „Í tvö þúsund ár hefur Kristur fylgt mann- kyni á velferð þess. Á hvíta- sunnu var kirkja Krists stofnuð. Þennan dag hugleiða kristnir menn þann atburð, þegar Jesús birtist lærisvein- um sínum skyndilega, ræddi við þá og hvarf aftur líkt og hann kom. Þeir eignuðust nýtt líf og nýjan fögnuð. „Og skyndilega varð gnýr af himni, eins og aðdynjandi sterkviðris, og fyllti allt hús- ið, sem þeir sátu í,“ segir í Postulasögunni þar sem því er lýst þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana, sá andi sem veitti þeim afl til að stofna kirkju Krists og boða fagnaðarerindið.“ . . . . . . . . . . 20. maí 1973: „Landbúnaður- inn er ein höfuðatvinnugrein landsmanna. Öllum er ljóst, að miklu máli skiptir, að stjórnvöldum á hverjum tíma takist að stuðla að skyn- samlegri þróun þessarar at- vinnugreinar. Um þetta við- fangsefni eins og mörg önnur eru skiptar skoðanir. En segja má, að síðastliðinn ára- tug hafi verið lögð megin- áhersla á ræktun landsins og stækkun rekstrareininga í landbúnaðinum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V iku bókarinnar lauk fyrir skömmu, en hún er orðin árviss viðburður í menn- ingarlífi þjóðarinnar og hefst á afmælisdegi Hall- dórs Laxness, 23. apríl, sem reyndar ber upp á þann dag er Sameinuðu þjóðirnar hafa gert að alþjóðlegum degi bók- arinnar. Þótt vika bókarinnar heyrði vitaskuld til ánægjulegra tíðinda hér á landi þar sem bókmenntahefðin og frelsi til að tjá sig um hvaðeina er snýr að mannlegum veruleika stendur traustum fótum sem undirstaða í þjóðarvitundinni, er full ástæða til að hafa í huga að bókmenning stendur ekki alls staðar jafn vel að vígi og hér. Víða um heim er van- þóknun á boðskap bóka enn látin í ljós með bókabrennum, auk þess sem margar þjóðir þurfa að sæta ritskoðun og skertum aðgangi að bókum jafnt sem lesefni á rafrænum miðl- um. Einnig er vert að minnast þess að í heim- inum er um milljarður fullorðinna manna ólæs og af tæplega níutíu milljónum barna sem ekki njóta skólagöngu og skortir lestrarkunn- áttu eru tveir þriðju hlutar stúlkur. Þó þarf enginn að efast um þann ávinning sem aukin lestrarkunnátta leiðir af sér, í félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum skilningi. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði enda áherslu á það á alþjóð- legum degi helguðum átaki um læsi árið 2001, að „sá sem væri læs væri færari um að vinna gegn fordómum og þeim sem eru fjandsam- legir menntun og framförum. Menntaðir for- eldrar eiga heilbrigðari börn, sem eru líklegri til að haldast í skóla og læra betur. Læsi er því forsenda framgangs allra okkar baráttu- mála á öllum vígstöðvum.“ Atlaga að vöggu ritlistarinnar Nokkrum dögum áð- ur en alþjóðlegi bókadagurinn hófst, voru í sjálfri vöggu ritlistarinnar unnin slík skemmdarverk á bókmenntaarfi heimsbyggðarinnar að margir sérfræðingar á sviði fornbókmennta telja þau hin verstu er sögur fara af allt frá því að bókasafnið í Alexandríu var endanlega eyði- lagt fyrir um 1600 árum. Þegar farið var ráns- hendi um Þjóðskjalasafnið í Bagdad í síðasta mánuði og eldur lagður að sölum þess, fóru forgörðum einhverjar elstu minjar um þróun ritlistar sem varðveist hafa frá upphafi – ómetanlegur fjársjóður er tilheyrði sameigin- legri menningararfleifð heimsbyggðarinnar – þ. á m. 5000 elstu handrit sem vitað var um. En það var einmitt á því landsvæði er til- heyrir Írak í dag sem menn lögðu grunninn að þróun siðmenningarinnar, fundu upp hjólið, þróuðu fyrsta ritmálið og uppgötvuðu grund- vallaratriði reiknislistarinnar, svo sem núllið og skiptingu hrings í 360 gráður. Sú atlaga er þarna var gerð að handritum, minjum um rit- list og jafnframt fornminjum á íraska Þjóð- minjasafninu beindist því ekki einvörðungu að írösku þjóðinni, heldur að undirstöðum sið- menningar alls heimsins. Hversu alvarlegur skaðinn er á menningar- sögulegum mælikvarða er enn ekki að fullu ljóst, en atburðir sem þessir verða óneitanlega til þess að beina sjónum manna um heim allan að þeim verðmætum sem hægt er að rækta í hinum sameiginlega menningararfi. Því auk þess að vera grunnþáttur mannlegrar sam- félagsgerðar sem heildar, er menning einnig lykillinn að sjálfsímynd einstakra þjóða og mikilvægt afl við mótun einstaklinga hvers tíma, á hverjum stað fyrir sig. Rannsóknir og fræðimennska í aldanna rás hafa enda leitt í ljós að menningin er sú undirstaða er bestar vísbendingar gefur um ástand mannsandans hverju sinni, hvort heldur sem litið er til for- tíðar eða samtíðar. Hlutverk Bókmennta- kynningarsjóðs Örlagastundir í menningarsögulegu samhengi, á borð við þá sem heimsbyggð- inni bárust fregnir af í síðasta mánuði, eru sem betur fer fáar, en eins og áður sagði vel til þess fallnar að hvetja þjóðir heims til að rækta sinn eigin garð á þessu sviði. Og það á vissulega ekki síður við hér en annars staðar. Meðan á viku bókarinnar stóð, birtist í Morgunblaðinu viðtal við Jónínu Michaelsdótt- ur, formann stjórnar Bókmenntakynningar- sjóðs. Eins og þar kom fram hafa bókmenntir verið eitt áhrifamesta aflið við mótun sjálfs- myndar íslensku þjóðarinnar í gegnum ald- irnar, enda óumdeilanlega fyrirferðarmesti þáttur menningararfleifðar okkar fram á þennan dag. Af því leiðir að ef íslenska þjóðin vill deila sínum menningararfi á sem áhrifa- ríkastan máta með umheiminum, skiptir miklu að rétt sé að kynningu hans staðið. Að öðrum kosti munu ávinningar okkar á því sviði tæp- ast njóta sannmælis á alþjóðlegum vettvangi, enda málsvæðið smátt og lítt aðgengilegt stærstum hluta heimsins. Þrátt fyrir að Bókmenntakynningarsjóði hafi verið þröngur stakkur sniðinn hefur hlut- verk hans verið veigamikið í kynningu ís- lenskra bókmennta erlendis, m.a. í gegnum víðtækt net alþjóðlegra tengsla sem aflað hef- ur verið í gegnum tíðina. Sjóðurinn, sem er á vegum menntamálaráðuneytisins, starfar á áþekkum nótum og þær kynningarmiðstöðvar bókmennta er nú eru til staðar í nánast öllum Evrópulöndum, þótt þær séu margar hverjar mun umsvifameiri í starfsemi sinni en verið hefur hér á landi fram að þessu. Að sögn Jón- ínu sjá þær m.a. um „kynningarrými á bóka- stefnum, málstofur fyrir útgefendur, vefsíður, taka þátt í alþjóðlegum viðburðum; bóka- stefnum og hátíðum, og veita ferðastyrki til rithöfunda. Einnig veita þær þýðingarstyrki til útgefenda og/eða þýðenda, beina útgáfu- styrki og fjármagna jafnframt ákveðin verk- efni þýðenda, ýmist til rannsókna eða ferða- laga. Þessar miðstöðvar fjármagna einnig alþjóðlega viðburði í eigin landi, svo sem mál- stefnur og málþing þýðenda sem og stefnu- mótandi þing og ráðstefnur.“ Í viðtalinu við Jónínu – rétt eins og í viðtali við Halldór Guðmundsson, þáverandi útgef- anda Eddu, hér í blaðinu í byrjun mars sl. – kom fram að umræður hafa verið í gangi síð- ustu misserin um framtíð Bókmenntakynning- arsjóðs og þá starfsemi sem þar fer fram, en aðilar að þeim umræðum voru stjórn sjóðsins, Félag íslenskra bókaútgefenda og stjórn Rit- höfundasambands Íslands. Áþekkar umræður hafa víða átt sér stað í nágrannalöndum okkar og Jónína nefnir m.a. að gagngerar breytingar standa yfir „á tilhögun þeirrar deildar sem sér um menningarkynningar í danskri stjórnsýslu. Eftir 1. júlí verður danska bókmenntakynn- ingarmiðstöðin undir svokölluðu listráði ásamt miðstöðvum tónlistar, myndlistar og leiklist- ar,“ en að hennar sögn virðist þó sem hún haldi sjálfstæði sínu. „Í Noregi er í skoðun að Muninn, sem kynnir fræðibækur, gangi inn í norsku bókmenntamiðstöðina NORLA og einnig eru einhverjar hreyfingar í gangi hjá FILI, sem er miðstöðin í Finnlandi,“ segir Jónína enn fremur. Í þessu sambandi er vert að vekja athygli á því sem fram kom í viðtalinu að samkvæmt upplýsingum frá Alexöndru Büchler, er leiðir fjölþjóðlegt verkefni sem Bókmenntakynn- ingarsjóður er aðili að, Literature Across Frontiers (Bókmenntir yfir mærin) eða LAF, virðist ljóst að því sjálfstæðari sem þessar stofnanir eru varðandi fjárhagslegar áætlanir og ákvarðanatöku, þeim mun meiri virðist árangurinn af starfi þeirra verða. Upplýsing- arnar byggjast á rannsókn sem LAF vinnur að um þessar mundir þar sem starf bók- menntakynningarmiðstöðva í ýmsum Evrópu- löndum er skoðað. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi í Helsinki í júní næstkom- andi en þær gætu einmitt orðið þarft innlegg inn í umræðu um þessi mál hér á landi. Hvað bollaleggingar um framtíð Bók- menntakynningarsjóðs varðar segir Jónína í viðtalinu að í stuttu máli megi segja að „rit- höfundar leggi fyrst og fremst áherslu á að sjóðurinn sé rekinn í Gunnarshúsi, sé í sam- starfi við [Rithöfunda]sambandið og kraftarn- ir sameinaðir, en útgefendur telja mikilvægast að fá hærri þýðingarstyrki og finnst fjár- munum til kynningar betur varið með því en að reka skrifstofu.“ Útrás útgefenda Sjónarmið Rithöf- undasambandsins og Félags íslenskra bókaútgefenda, eins og Jónína lýsir þeim, eru fullkomlega eðlileg enda er það hlutverk þeirra að gæta hags- muna ákveðinna hópa. Hins vegar má velta því fyrir sér út frá hagsmunum þjóðarinnar sem heildar og stefnumótunar á sviði menn- ingarmála hvort sjálfstæður aðili, sem ekki hefur fyrirfram ákveðinna hagsmuna að gæta, sé ekki best til þess fallinn að sinna þessum mikilvæga starfa – hér rétt eins og í ná- grannalöndunum. Starfsemin yrði þá hluti af opinberri stefnumótun á sviði menningarmála, SKREF Í RÉTTA ÁTT Hinn 1. júlí nk. taka gildilög, sem sett voru á Al-þingi í vetur um að yf- irtökuskylda í skráðum félögum skapist þegar tiltekinn aðili ráði yfir 40% hlut í fyrirtæki, en fyrri lagaákvæði voru miðuð við 50% hlut. Þessar breytingar eru skref í rétta átt. Í mörgum löndum er þetta hlut- fall miðað við 33% og jafnvel lægri hlut. Hugsunin er auðvitað sú, að tryggja rétt minni hluthafa í fyrirtækjum. Aðilar, sem ráða yfir stórum minnihluta í fyrir- tækjum geti ekki ráðskast með fyrirtækið í ljósi mjög dreifðrar eignaraðildar að öðru leyti. Miklar umræður urðu um þetta mál fyrir áratug, þegar hlutbréfa- markaður var að verða til hér á Íslandi. Morgunblaðið lagði þá eindregið til að sett yrðu í lög ákvæði um að þetta mark yrði miðað við 33%. Tveir þáverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Eyjólfur Konráð Jónsson og Matthías Bjarnason, lögðu fram þingsályktunartillögu um málið. Niðurstaða Alþingis nokkrum ár- um síðar var að miða við 50%. Þar var varlega farið og skal út af fyr- ir sig ekki lasta það. Nú hefur hlutabréfamarkaður- inn á Íslandi tekið út nokkurn þroska. Almennari stuðningur hefur augljóslega verið fyrir því hin síðari ár að lækka þessa pró- sentutölu og m.a. hefur Kauphöll- in hvatt til þess. Í ljósi þeirra um- ræðna, sem fram hafa farið um þetta mál á undanförnum árum er ástæða til að fagna því skrefi, sem stigið hefur verið í rétta átt en jafnframt er augljóst að tilefni er til að ganga lengra. Í gær var skýrt frá því að stærstu eigendur Baugs hf. mundu gera smærri hluthöfum tilboð í hlut þeirra í félaginu. Þetta er eðlileg ákvörðun af þeirra hálfu. Það hefur lengi verið ljóst, að ráðandi hlutur í Baugi væri nánast á einni hendi og í samræmi við það er þetta rétt ákvörðun af þeirra hálfu. Gera má ráð fyrir að stórir hluthafar í fleiri fyrirtækjum þurfi á næstunni að skoða stöðu sína í ljósi nýrra lagaákvæða um þetta efni. Auðvitað eiga hluthafar, sem ráða yfir fyrirtækjum í skjóli stórs minnihluta, þann kost að selja eitthvað af sínum bréfum og lækka þar með eignarhlut sinn niður fyrir þau mörk, sem lögin miða við. Líklegt má telja, að það gerist í einhverjum tilvikum. Hin nýju lagaákvæði munu því bæði stuðla að því að fyrirtæki verði tekin af markaði eins og í tilviki Baugs en þau geta líka átt þátt í því, að eignaraðild að fyr- irtækjum verði dreifðari en nú er. Í því sambandi mun athyglin m.a. beinast að bankakerfinu. Eignar- aðild að Íslandsbanka er orðin mjög dreifð og augljóst að bank- inn nýtur góðs af því. Eignaraðild að Landsbanka og sameinuðum banka Kaupþings og Búnaðar- banka er augljóslega mun þrengri. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver þróunin verður í eignarhaldi á þeim bönk- um tveimur. Raunar hafa nýir eigendur Landsbanka Íslands lýst því yfir, að það sé markmið þeirra að selja a.m.k. hluta af þeim hlutabréfum, sem þeir keyptu af ríkinu. Ekki er ólíklegt að þróun- in geti orðið sú sama í báðum þessum bönkum og orðið hefur í Íslandsbanka að eignaraðildin dreifist umtalsvert á næstu árum. Jafnframt er full ástæða fyrir Alþingi til þess að fylgjast vel með því hvaða áhrif hin nýju laga- ákvæði hafa á hlutabréfamark- aðinn almennt og hvort tilefni kunni að vera til að fara með hlut- fallið á næstu árum úr 40% niður í u.þ.b. þriðjung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.