Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS -Suðurhvammur 5 Heimilisfang: Suðurhvammur 5 Stærð eignar: 160 fm Bílskúr: 29 fm Brunab.mat: 17 millj. Byggingarár: 1988 Áhvílandi: 7 millj. Verð: 179 millj. Falleg íbúð á tveimur hæðum með bílskúr. Á neðri hæð er eldhús, borðstofa, stofa, hjónaherbergi, baðherbergi og geymsla. Á efri hæð eru 3 herbergi, stórt sjónvarpshol og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Þvottahús og geymsla er í sameign. Svalir í suður og frábært útsýni. Linda sölufulltrúi Re/max tekur á móti gestum milli kl.15-17 Linda Björk Stefánsdóttir sími 862 8683 Linda@remax.is Ragnar Thorarensen lögg. fasteignasali Elísabet Agnarsdóttir - símar 520 9306/861 3361 elisabet@remax.is - Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: Brávallagata 18 Stærð eignar: 100,6 fm Byggingarár: 1949 Brunab.mat: 9,6 millj. Áhvílandi: 4,5 millj. Verð: 12,9 millj. FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Í BARNVÆNU HVERFI Í VESTURBÆNUM. Stutt í Háskóla Ísl. og kaffihúsin miðbænum. Furugólfborð og flísar á gólfum. Baðherbergi nýuppgert. Elísabet sölufulltrúi RE/MAX tekur á móti gestum milli kl. 16-18 í dag. OPIÐ HÚS - BRÁVALLAGATA 18 OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Opið hús í Víkurási 4 sunnudag frá kl. 13:00-17:00 Mjög smekkleg 85,2 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð auk stæðis í bíla- geymslu í klæddu fjölbýli. Fallegt bað- herbergi, t.f. þvottavél. Rúmgóð stofa og stórt hjónaherbergi. Parket og flísar á öllum gólfum nema eldh.. Góðar sv-svalir. Gott útsýni. ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 11,5 m. Eygló og Björn taka vel á móti þér. WWW.EIGNAVAL.IS Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Björt, falleg rishæð í þríbýli, ca 79 fm. Öll endurnýjuð fyrir 2-3 árum. Tvö björt svefnherbergi og góð stofa. Útsýni. Áhvílandi byggingarsjóður og húsbréf 6,5 m. FREYJUGATA 10 - RIS - OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 KÆRI Sigurbjörn Sveinsson. Eftir viðtal við þig sem formann Læknafélags Íslands, er birtist í Morgunblaðinu 9. mars, finnst mér ég vera tilneyddur að upplýsa þig um ým- islegt í starfsemi þess sviðs sem ég, ásamt Elínu Haf- steinsdóttur, er í forsvari fyrir á LSH. Í viðtalinu kemur ýmislegt fram sem mér finnst ég þurfa að leiðrétta. Um er að ræða stæsta spítala landsins og eina bráðaspítala höfuðborg- arsvæðisins. Því er mikilvægt að umfjöllun um hann sé vönduð. Þú upplýsir að þú hafir átt samtöl við lækna á spítalanum og þannig heyjað efni. Aldrei hefur þú talað við mig þrátt fyrir að ég hafi unnið á báðum spítulunum og verið í þessu stjórnunarstappi frá 1991. Af viðtalinu mætti halda að allt sé í skralli alls staðar á spítalanum. Kannski er það svo, en mér finnst það ekki eiga við um skurðlækn- ingasviðið þótt margt megi þar betur fara, enda er sameiningunni ekki lokið enn. Það er eins og allt hafi verið í stakasta lagi í heil- brigðiskerfinu fram að sameiningu. Það er hrein firra og að flestra mati var reksturinn kominn í óefni. Starfsemin Ég fullyrði að þjónusta við sjúk- linga æðaskurðlækningadeildar, háls-, nef- og eyrnadeildar, heila- og taugaskurðlækningadeildar og þvagfæraskurðlækningadeildar hafi batnað eftir sameininguna og get reyndar stutt það rökum. Í þessum greinum er ekki um neina óeðlilega bið að ræða eftir aðgerðum. Það sem þarf að gera er hægt að fram- kvæma innan 12 vikna. Allar þess- ar deildir hafa nægilega mörg rúm til umráða. Það er einnig hægt að vitna til ummæla Stefáns Matthías- sonar yfirlæknis í þá veru að sam- eining æðaskurðlækningadeildar hafi gengið vel og sérgreinin sé faglega sterkari eftir sameininguna (Lyfjatíðindi). Augnlækningadeildin var og er við Hringbraut. Hún flutti þangað frá Landakoti á sínum tíma og var öll starfsemi hennar endur- skipulögð. Þessi deild kemst af með afar fá rúm í hefðbundnu sjúkrahúsumhverfi og hefur gert hávaðann af sínum aðgerðum án innlagnar sjúklings. Sú starfsemi hefur verið til fyrirmyndar og þessi deild í fararbroddi á Norð- urlöndum hvað þetta varðar. Sú þjónusta sem veitt er er góð og hefur ekki versnað. Hins vegar eru of margir að bíða eftir aðgerð (sjá síðar). Sameining spítalanna nú hefur ekki haft nein teljandi áhrif á deildina í sjálfu sér. Hjarta- og lungnaskurðlækn- ingadeildin var og er við Hring- braut, eina deild sinnar tegundar á landinu og hefur þjónusta hennar verið í jafnvægi. Deildin er á ný- uppgerðum gangi og hefur góða sérhannaða skurðstofu til afnota. Sameining spítalanna hefur því ekki raskað starfsemi hennar um- fram það óhagræði að þurfa að vera með starfsemi skurðsviðsins í tveimur aðskildum byggingum en það á reyndar við um allar skurð- lækningagreinarnar. Háls-, nef- og eyrnadeild var og er í Fossvogi og eina deild sinnar tegundar. Með ákveðnum til- færslum og endurskipulagningu á skurðstofum hefur deildin aukið af- köstin umtalsvert síðastliðið ár. Nú er svo komið að þessi grein annar þeim verkefnum sem berast innan 12 vikna. Þetta tel ég vera bætta þjónustu. Heila- og taugaskurðlækn- ingadeildin var og er í Fossvogi og eina deild sinnar tegundar. Með endurskipulagningu á skurðstofum hefur þessi grein nægan aðgang að þeim. Þessi deild hefur einnig auk- ið afköst sín svo um munar og er ekki neinn biðlisti fyrirliggjandi. Þetta tel ég vera bætta þjónustu. Æðaskurðlækningadeildin var mynduð úr tveimur einingum árið 2000 og staðsett í Fossvogi. Þessi grein hefur nú eftir sameininguna aðgang að sérhannaðri nýrri skurð- stofu. Greinin hefur einnig þau rúm sem hún þarf. Verið er að koma upp rannsóknarstofu í æða- sjúkdómum en þar hefur dregið úr framkvæmdahraða þar sem fjár- magn skortir en það er óháð sam- einingunni. Sameiningin gerði það hins vegar mögulegt að end- urskipuleggja og bæta þennan þátt starfseminnar. Það er einfaldlega rangt hjá þér að rúmum hafi fækk- að í æðaskurðlækningum og í dag eru þau eins mörg og sú sérgrein þarf á að halda (sjá ofar). Þvagfæraskurðlækningar voru sameinaðar og staðsettar við Hringbraut. Deildin fékk nægilega stóra legudeild og nægjanlegan að- gang að skurðstofum. Þessi sér- grein annar sínum verkefnum inn- an eðlilegs tíma (12 vikur) og fagleg uppbygging er góð. Þjón- usta við sjúklinga þessarar ein- ingar er að minnsta kosti jafngóð ef ekki betri nú en fyrir samein- ingu. Áætlun er um að endurgera og -skipuleggja þvagrannsókna- og steinbrjótseiningu þessarar grein- ar. Það eina sem gæti brugðið fæti fyrir þær áætlanir eru fjármunir og er það ótengt sameiningu spít- alanna. Þegar sú þjónusta er kom- in á laggirnar fullyrði ég að upp- bygging og skipulag þessarar einingar sé prýðileg. Lýtalækningadeild er nú við Hringbraut en ákveðið hefur verið að koma henni fyrir í Fossvogi. Þar verður deildinni vel fyrir kom- ið, hún styður eðlilega við aðrar greinar skurðlækninga og fær styrk frá þeim. Aðstaða sem þar er mögulegt að búa deildinni er mun betri en sú sem nú er við Hring- braut. Það eina sem hindrar okkur í því að framkvæma áætlanirnar eru fjármunir en eins og við fyrr- nefndar greinar má gera ráð fyrir að fjármögnun hefði verið háð sömu vandkvæðum þótt af samein- ingu hefði ekki orðið. Almennar skurðlækningar voru sameinaðar við Hringbraut. Þessi ráðstöfun hefur vafalaust styrkt þessa grein faglega. Fjöldi aðgerða sem þessi grein framkvæmir hefur ekki minnkað við sameininguna. Þjónusta við sjúklinga hefur síður en svo versnað. Sameiningunni er ekki lokið og reyndar stendur á skrifstofuhúsnæði og þvílíkum hlut- um sem kosta peninga. Bæklunarskurðlækningar voru sameinaðar í Fossvogi. Sú ákvörð- un er rökrétt vegna staðsetningar slysamóttöku. Enginn hefur mót- mælt þessari ráðstöfun. Sviðið áformar að útvega þessari grein fleiri rúm og er það að rætast hægt og bítandi. Hérna eins og endranær er skortur á fjármunum það sem hindrar, og enn óháð sam- einingu. Þegar bæklunar- skurðlækningar hafa fengið nægj- anlegt rými hafa í fyrsta sinn verið skapaðir raunhæfir möguleikar til að stytta liðskiptabiðlistann ill- ræmda. Að auki voru skurðstofur endurgerðar og endurskipulagðar eftir sameininguna og mun það einnig bæta þjónustu. Að síðustu þá hefur þjónusta við brotið fólk sem þarf á skurðstofu að halda batnað til muna. Óleyst verkefni (biðlistar) skurðlækningasviðsins Það eru eiginlega einungis þrír listar sem valda mér áhyggjum. Það er rétt, eins og kemur fram í viðtalinu við þig, að þegar viðtalið var tekið var liðskiptabiðlistinn ekki minnkandi. Að nefna hann sérstaklega í sömu andrá og sam- eininguna er í meira lagi villandi og jafnvel ósvífið. Það vita allir sem að þessum biðlista koma, að hann hefur verið til staðar um margra ára skeið. Sameining spít- alanna orsakaði á engan hátt þenn- an lista. Við tilfærslur deildarinnar og endurskipulagningu misstum við eðlilega dampinn meðan á tilflutn- ingum stóð. Síðastliðna mánuði hefur þó hægt og bítandi saxast á listann og er hann nú svipaður og við upphaf sameiningarferilsins. Hins vegar hafa þær aðstæður skapast eftir sameininguna og til- flutning sérgreina, að við höfum góða möguleika á að vinna á þess- um lista. Liðskipti eru sennilega með allra bestu aðgerðum sem framkvæmdar eru, hvort heldur mælt er frá sjónarhorni sjúklings eða frá sjónarhorni þjóðfélagsins, og því ætti að gera sérstakt átak til að útrýma þessum biðlista. Lið- skiptaaðgerðir eru hins vegar dýr- ar, m.a. vegna gerviliðanna sem notaðir eru, og ef gera á átak til að vinna niður þennan biðlista þarf sérstaka fjármögnun til. Það er einnig bið eftir bakflæð- isaðgerðum í almennum skurð- lækningum. Sú bið er hvorki meiri né minni nú en fyrir sameininguna. Hefur sem sé ekkert með hana að gera. Hins vegar höfum við með endurskipulagningu sviðsins mögu- leika á að takast á við þetta verk- efni, þ.e. að stytta bið þeirra sem bíða aðgerðar. Til að geta leyst þetta af hendi þyrftum við að koma upp lítilli (10 rúm) skammlegudeild en til þess þarf fjármagn og pláss. Að síðustu er bið eftir aðgerðum á augasteini. Þessar aðgerðir eru flestar gerðar án innlagnar sjúk- lings á sjúkrahúsið. Þessi starfsemi hefur verið fjármögnuð að hluta með greiðslum frá TR. Þær hafa fráleitt dugað undanfarin ár. Þessi bið hefur eiginlega verið til staðar frá því að augndeildin flutti frá Landakoti. Með vaxandi fjölda eldriborgara vex sífellt sá fjöldi sem þarf á augasteinsaðgerð að halda. Þetta er ein besta aðgerð sem völ er á fyrir þjóðfélagið og mjög hagkvæmt að sjúklingar þurfi ekki að bíða augasteinsaðgerðar. Nýlega var greiðslufyrirkomulag í sambandi við ferlisjúklinga aflagt. Hvernig unnið verður úr því er verkefni dagsins. Það er þó aug- ljóst að hér koma peningar all- verulega við sögu eða öllu heldur vöntun á þeim. Það er mikið verk- efni fyrir höndum að koma böndum á þennan lista og er það verkefni sem unnið er að. Lokanir deilda Deildum hefur ekki verið lokað án samráðs við starfsfólk. Deild- arhjúkrunarfræðingar og yfirlækn- ar hafa að jafnaði verið með í ráð- um og framkvæmdir verið í samstarfi við sviðstjóra sem eru nú einnig starfsfólk. Oft er mikið veð- ur gert úr sumarlokunum en stað- reyndin er reyndar sú að vegna okkar stutta sumars er engin leið til að koma til móts við óskir starfsfólks um sumarfrí án þess að draga saman um sumarið. Ekki nóg með það þá kasta sjúklingar ellibelgnum og hlaupa á fjöll og vilja ekki heyra minnst á vitleysu eins og aðgerðir um hásumarið. Þetta eru reyndar atriði sem ekki eru séríslenskt fyrirbæri. Stundum hefur þurft að fram- lengja sumarlokanir vegna fjár- hagslegra aðstæðna, og vera má að það geti virst skyndiákvarðanir. Eftir að hafa tekið þátt í stjórnun spítalans frá 1991 get ég hins veg- ar upplýst að tillögur um lokanir á deildum eru fyrirliggjandi miklu fyrr en fram kemur opinberlega og þær hafa einatt einnig verið kynnt- ar HTR áður en þær koma til framkvæmda. Einnig getur verið um að ræða framkvæmdaþætti sem dregist hafa, t.d. vegna end- urgerðar legudeilda eða tilflutn- ings. Að kenna það fyrst og fremst stjórnskipulagi og yfirstjórn spít- alans er ómaklegt. Val yfirmanna Þú lætur að því liggja í viðtalinu, að val á sviðstjórum hafi verið án faglegs mats og jafnvel á svig við lög. Hvað varðar val á læknum í sviðstjórastöður þá er þetta al- rangt. Þar hefur verið reynt að vega saman faglega hæfni, stjórn- unarhæfni og samstarfsgetu. Að því er varðar yfirlækna hefur sú stefnumörkun verið á spítalanum að einn yfirlæknir sé yfir hverri sérgrein.Við sameiningu sérgreina hlaut því í vissum tilvikum að koma til uppsagna á starfi yf- irlæknis. Slík mál eru ætíð erfið úrlausnar og valið getur verið erf- itt þegar um tvo hæfa einstaklinga er að ræða. Í þeim tilvikum var reynt að hafa hagsmuni spítalans að leiðarljósi. Hagsmunir spítalans eru samstæður spítali undir sam- hentri stjórn. Ekki gengur að allir séu yfirlæknar og stjórnunar- ábyrgðin óljós. Hér urðu hags- munir spítalans að hafa forgang fram yfir starfsframa lækna. Uppsögn ferliverkasamninga Það má vera að uppstokkun á ferliverkum hafi minnkað tekju- möguleika sumra lækna spítalans en langflestir nutu þeirra ekki og eru því fegnir að sama launakerfi er nú fyrir alla. Uppsögn ferli- verkasamninga og breytingar sem af því leiddu voru vissulega erfiðar en spítalinn getur ekki búið við svo mikla mismunun milli starfsmanna sem ferliverkakerfið bauð upp á. Bréf til formanns! Eftir Jónas Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.