Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 39 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Vesturbrún 8 Opið hús frá kl. 14-16 Glæsileg og vönduð 103 fm 5 herb. neðri hæð í þríbýlishúsi ásamt 36 fm bílskúr. Íbúðin sem er öll nýupptekin skiptist í hol með rúmgóðum skáp- um, tvær saml. stofur, eldhús með yfirförnum innrétt. og nýjum tækjum, vandað baðherb. með nýjum innrétt. og 2 svefnherb. auk sjónvarpsher- bergis. Innréttingar hannaðar af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Massívt parket á gólfum. Stór ræktuð lóð. Áhv. húsbr. 5,4 millj. Verð 17,8 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Bergstaðastræti 30 Opið hús frá kl. 14-16 Stórglæsileg 4ra herb. 91 fm íbúð á 3. hæð með svölum til suðvesturs auk sérgeymslu og hlutdeildar í sameign. Íb. skiptist í saml. skiptan- legar parketlagðar stofur, tvö rúmg. parketlögð herb., rúmg. eldhús með vönd. innrétt. og svölum til suðvest- urs og flísalagt baðherb. með bað- kari, glugga og tengi f. þv.vél. Sérgeymsla og sameiginlegt þv.herb. Áhv. húsbr. 7,6 millj. Verð 15,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Um er að ræða fallega 5 her- bergja 125 fm íbúð (4 svefnher- bergi) á 2. hæð. Parket. Tvennar svalir, suður og austur. Fallegt útsýni. Sameign nýmáluð og teppalögð. Áhv. byggingasj. og húsbr. 10 millj. Verð 13,9 millj. Gjörið svo vel að líta inn. Kristjana og Andrés taka vel á móti ykkur. Sími 568 5556 HRAUNBÆR 42 - OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14 OG 17 AUSTURBAER@AUSTURBAER.IS Grensásvegi 22 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634 Þórhallur Björnsson, sölustjóri, sími 899 6520 Kári Jarl Kristinsson, sölumaður, sími 695 0650 Opið hús - Ljárskógar 24 Glæsilegt ca. 325 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bíl- skúr og sólskála. Öll gólf eru lögð parketi og flísum. Húsið var uppruna- lega teiknað sem tvær íbúðir, en í dag tengir fallegur parketlagður stigi hæðirnar. Húsið hefur fengið einstakt viðhald í gegnum árin. Verð 33,8 millj. Ekkert áhvílandi. Bragi og Erna sýna frá kl: 15:00-17.00. Opið hús - Espigerði 18 Mjög falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð á þessum vinsæla stað í Gerðun- um. Íbúðin hefur öll verið standsett á afar smekklegan hátt. Svalir í suð- ur. Frábært útsýni. Verð 15,3 millj. Ekkert áhvílandi. Íbúðin verður til sýnis í dag á milli 13:00 og 15.00. GRENSÁSSVEGUR TIL LEIGU Einstakt tækifæri. Til leigu jarðhæðin í þessu vandaða glæsilega húsi samt. 130 fm. Ein besta staðsetning sem völ er á, mjög góða aðkoma, næg bílastæði. Mögulegt er merkja húsið áberandi að utan. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Skrifstofuhúsnæði. Glæsil. vand- að nýtt lyftuhús (2. hæð) og 3. hæð (útsýnisturn). Tilvalin eign fyrir t.d. lögfræðing, verkfr., stofnanir, læknastofur o.fl. o.fl. Góð aðkoma næg bílastæði. Ein- stök staðsetning og auglýsinga- gildi. Afh. strax. Ath. að 1. hæð- in, jarðhæð, er öll leigð. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Skútuvogur 2 - Rvík -Til leigu ALÞJÓÐARÁÐ safna (Inter- national Council of Museums ICOM) hefur starfað frá árinu 1946. Ráðið lætur til sín taka á al- þjóðavettvangi þeg- ar þurfa þykir. Stríðið í Írak hefur mjög sett mark sitt á starfsemi ICOM að undanförnu og skipulagðri björgunarstarfsemi verður hrundið af stað í söfnum á stríðshrjáðum svæðum þar í landi um leið og færi gefst. Samtökin stuðla að þróun safna, styðja við rekstur þeirra, auka skilning á eðli safna, efla sam- vinnu og eru bakhjarl faglærðra safnmanna við að efla þekkingu al- mennings og stjórnvalda á eðli safnastarfs. Samtökin eru óháð ríkisstjórnum og eru ráðgefandi fyrir UNESCO í þeim málum sem varða safnastarfsemi. Höf- uðstöðvar samtakanna eru í París. Félagar ráðsins eru bæði safn- menn og safnastofnanir. Al- þjóðaráðið starfar í þjóðdeildum sem nú eru 110 talsins en með breyttu þjóðskipulagi í Evrópu undanfarin ár hefur þeim fjölgað umtalsvert. Jafnframt starfa al- þjóðanefndir um sérhæfð og af- mörkuð málefni safna, s.s. örygg- ismál og fræðslu, og eru þær 28 talsins. Í viðleitni sinni til þess að efla samkennd og auka samvinnu hafa samtökin frá árinu 1977 haldið al- þjóðlegan hátíðisdag safna 18. maí ár hvert og helgað hverju ári ákveðna yfirskrift. Að þessu sinni ber dagurinn yfirskriftina Söfn og vinir. Alþjóðaráð safna túlkar orð- ið vinur í víðum skilningi en sam- kvæmt honum er sá vinur safns sem afhendir gripi eða listaverk safni til varðveislu, sá sem leggur safni til vinnuframlag í sjálfboða- vinnu eins og tíðkast víða um lönd og þeir eru einnig safnvinir sem stuðla að fjármögnun valinna þátta í safnstarfseminni. Þá eru safnvinir allir þeir, bæði börn og fullorðnir, sem heimsækja sýn- ingar safnanna, heimasíður þeirra og hafa gagn og gaman af því sem söfnin hafa upp á að bjóða af fræðslu og skemmtan. Þessum breiða hópi vina er alþjóðadagur safna helgaður í ár. Í nútímasamfélagi eiga söfnin æ meira undir almenningi þótt stjórnvöld muni ævinlega bera ábyrgð á rekstri þeirra. Þessu þurfa söfnin að mæta með síbættri þjónustu. Þau þurfa að vera í stakk búin til þess að vera virkir þátttakendur í því að móta og byggja upp samfélagið í síbreyti- legum heimi og leita leiða til þess að skapa lifandi tengsl út á við. Um heim allan bjóða söfn upp á dagskrár, viðburði og sýningar í dag sem sérstaklega eru skipu- lagðar til þess að mæta vænt- ingum vina sinna. Þannig nýta söfnin daginn til þess að uppfylla eina af sínum meginskyldum. Hér á landi var Íslandsdeild ICOM stofnuð árið 1985 og hafa verkefni hennar tekið mið af starf- semi alþjóðasamtakanna. Eitt þeirra hefur verið að halda safna- daginn hátíðlegan en aðstæður hér á landi hafa leitt til þess að sam- komulag er um að flestir haldi upp á safnadaginn annan sunnudag í júlí ár hvert. Hefur hann verið nefndur íslenski safnadagurinn og verður hann í ár hinn 13. júlí. Þá munu íslensk söfn skipuleggja við- burði og dagskrár til handa vinum sínum. Á Íslandi eru margir safnvinir. Í félaginu Minjum og sögu hafa vin- ir og velunnarar Þjóðminjasafns Íslands bundist samtökum og lagt safninu lið með margvíslegum hætti á umliðnum árum. Án ís- lenskra safnvina væru öll íslensk söfn fátækari, sér í lagi hvað varð- ar safnkostinn því flestir safn- gripir menningarsögulegra safna hafa borist þangað sem gjafir. Því hugsa íslenskir safnmenn til vina sinna í dag á alþjóðlegum safna- degi. Alþjóðlegi safna- dagurinn – Söfn og vinir Eftir Lilju Árnadóttur Höfundur er formaður Íslands- deildar alþjóðaráðs safna ICOM og starfar á Þjóðminjasafni Ís- lands. SÚ umræða sem hefur skapast að loknum alþingiskosningum um að Ingibjörg Sólrún eigi að taka við for- mennsku í Samfylk- ingunni af Össuri Skarphéðinssyni er hávær þessa dagana. Það væri eftir öllu hjá okkur Samfylkingarfólki þegar við loksins höfum náð að láta taka mark á okk- ur og höfum mælanlegt fylgi að kasta formanninum! Umræðan um komma, krata og kvennalistakonur er varla sofnuð þegar aðrar deilur eru dregnar upp á borðið, nú vilja menn bardaga og einhverju skal fórnað? Hverju? Fylginu sem Össur hefur verið að reyta jafnt og þétt á flokk- inn undanfarna mánuði með reyndar dyggri aðstoð Ingibjargar Sólrúnar. Í skoðannakönnunum í desember sl. mældist Samfylkingin undir for- ystu Össurar með 32% fylgi, því fylgi náði Ingibjörg Sólrún ekki að landa þótt formaðurinn stigi til hlið- ar. Að afloknum kosningum hefur Samfylkingin aukið fylgi sitt í öllum kjördæmum nema n.v. kjördæmi þar sem sitjandi þingmanni Vest- firðinga var fórnað! Samfylkingarfólk, gleðjum ekki íhaldið með glundroða. Stöndum við bakið á formanninum okkar sem hefur gert Samfylkinguna að næst stærsta stjórnmálaafli á Íslandi í dag! Forðumst glundroða! Eftir Kolbrúnu Sverrisdóttur Höfundur er varabæjarfulltrúi, Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.