Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 43 Þakka vinnu ASÍ að vel- ferðarmálum VERKALÝÐSFÉLAG Borgarness samþykkti nýlega ályktun á aðal- fundi sínum þar sem þökkuð er mikil og góð vinna Alþýðusambands Ís- lands við að greina stöðu velferðar- mála þjóðarinnar, eins og það er orð- að. Segir að velferðarnefnd ASÍ hafi lagt mikla áherslu á samráð við önn- ur almannasamtök. Þá segir m.a. svo í ályktuninni: „Velferðin er grundvallarþáttur í lífsgæðum okkar allra. Hún er hluti mannréttinda og forsenda þess að hægt sé að skapa og varðveita sam- stöðu og samkennd í þjóðfélaginu sem nauðsynleg er til að dreifa fé- lagslegri ábyrgð og tryggja jafnræði og félagslegt réttlæti. Við getum ekki og megum ekki sætta okkur við það að gjáin milli ríkra og fátækra breikki og dýpki. Í samfélagi tæplega 300 þúsund manna er enn mikilvægara en í stærri samfélögum að þetta bil og þessi gjá sé ekki til. Því skorar aðalfundur Verkalýðs- félags Borgarness á alla stjórnmála- flokka að sameinast um það að eyða misrétti og fátækt í íslensku sam- félagi strax að loknum alþingiskosn- ingum. Og skoða í því sambandi vel ígrundaðar tillögur Alþýðusam- bands Íslands varðandi þennan málaflokk.“ ÞAÐ hefur verið handagangur í öskjunni á leikskólanum Lækj- arbrekku undanfarna daga þegar hátt í þrjátíu börn sem þar dvelja voru að leggja lokahönd á vorsýn- ingu sína. Sýningin var haldin á kosningadaginn þann 10. maí og lögðu margir leið sína þangað til að skoða listaverk barnanna og festa kaup á eigulegum verkum sem þar var að finna. Einnig var boðið upp á ostapinna og fleira góðgæti sem börnin höfðu útbúið með aðstoð starfsfólks. Ágóðinn af listaverka- sölunni, sem er um 10 þúsund krón- ur, á að renna til kaupa á stafrænni myndavél sem eflaust á eftir að nýt- ast vel í starfi leikskólans. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Frá vorsýningu leikskólabarna. Sölusýning í leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík. Morgunblaðið Félög tann- smiða á Íslandi sameinast ÞAU tvö félög, sem tannsmiðir hafa átt með sér fram að þessu, ákváðu á sameiginlegum fundi hinn 15. maí að leggja niður Samband íslenskra tannsmíðaverkstæða og Tannsmiða- félag Íslands, hið eldra, og stofna ný heildarsamtök undir nafni hins síð- arnefnda. Tannsmíðafélag Íslands er nýtt aðildarfélag Samtaka iðnaðar- ins. Sameining félaganna var sam- þykkt án mótatkvæða og er mikill hugur í félagsmönnum. Félagið mun starfa eftir gæðahandbók sem er samin í sívirku samstarfi við Samtök iðnaðarins. Formaður hins nýja félags er Soffía D. Halldórsdóttir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Unglingadeild Almenn deild Framhaldsdeild Tónl istarnám frá byr junarre it t i l háskólanáms Vilt ÞÚ verða söngvari? Söngskólinn í Reykjavík Innritun stendur yfir Sími 552-7366 Ertu 18-25 ára? Viltu fara í lýðháskóla í Danmörku? Ryslinge højskole á Fjóni tekur vel á móti ungmennum á aldrinum 18-25 ára og býður upp á fjölbreytt námskeiðaval, 40 spennandi fög og að auki dönskukennslu og fræðslu um danska menningu. Svo ef þú hefur áhuga á að stunda nám í Danmörku eða bara kynnast landinu er dvöl í Ryslinge højskole kjörið tæki- færi. Boðið er upp á dvöl í 20 eða 38 vikur, haustönn byrjar 17. ágúst en vorönn 4. janúar. Góðir möguleikar eru á styrkjum til dvalarinnar og í skólanum er hægt að fá hjálp til að kanna frekari möguleika á námi í Danmörku. Ryslinge højskole er nútímalegur lýðháskóli sem byggir á gömlum grunni. Hann er þriðji elsti lýðháskóli í Danmörku, stofnaður 1866. Skólinn er á miðju Fjóni, 20 km suður af Óðins- véum og þangað er um einnar og hálfrar klukk- ustundar akstur frá Kaupmannahöfn. Ef þú vilt kynnast skólanum nánar getur þú skoðað heimasíðu skólans eða sent tölvupóst á ensku eða dönsku og þú færð bæklinginn okkar send- an með frekari upplýsingum. Heimasíða: www.ryslinge-hojskole.dk Netfang: mail@ryslinge-hojskole.dk Sími: 004562671020 Inntökupróf í forskóla Listdanssskólans fyrir börn fædd 1994 verður laugardag- inn 24. maí kl. 14.00. Skráning í inntökupróf og nánari upp- lýhsingar í síma 588 9188. KENNSLA Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.